Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
16.11.2008 | 14:56
Sekt eða sakleysi, dugur eða dugleysi
Þessa dagana er hart veist að sjálfstæðismönnum og látið eins og þær umbætur sem átt hafa sér stað á síðustu 17 árum hafi allar verið í óþökk þjóðarinnar. Menn hrópa "Spillinguna burt" eða "Lýðræðið til fólksins" eins og flokkar séu eitthvað annað en fólkið sem kaus þá; spilling sé eitthvað sem sumir séu ataðir í á meðan aðrir séu hreinir sem hvítvoðungar. Í þessu sem mörgu öðru vill gleymast að lífið er ekki slagorð. Við erum öll þátttakendur og hver á sinn hátt, hversu lítill sem hann er, ber ábyrgð.
Öll íslenska þjóðin hefur notið góðs af setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Fólk sló ekki hendinni á móti bættum efnahag (þótt hann væri byggður á fé fólks í öðrum löndum). Endalaus lán voru tekin og almenningur flykktist til útlanda, tvær, þrjár eða fleiri ferðir á ári. Verslunarferðir íslendinga voru fréttamatur beggja vegna Atlantsála. Enginn spurði hvaðan peningarnir komu.
Það voru ekki bara "bankamenn og útrásarfurstar" sem bárust á. Venjulegir launþegar og ekki síður ríkisstarfsmenn nutu ávaxtanna. Lúxusjeppar urðu stöðutákn: bílastæði stofnana eins og Landspítalasjúkrahúss hefur um nokkurra ára skeið verið þéttsetið jeppum og þó líta heilbrigðisstarfsmenn ekki á sig sem ofurlaunamenn. Umferðarvandamál hafa verið martröð borgaryfirvalda.
Íslendingar urðu of fínir til að vinna "skítverk". Fólk var flutt inn frá fátækum löndum til að sjá um grunnþjónustu: þrif, umönnun barna, gamalmenna og sjúkra. Og fiskvinnslu lét enginn bendla sig við. Íslendingar vildu vinna hvítflibbastörf.
Nú er komið að skuldadögum og við þurfum nú að greiða fyrir óhófið sem við tókum þátt í. Það þýðir ekkert að láta eins og það sé allt öðrum að kenna. Það þýðir heldur ekki að hlaupa í skjól ESB-pilsfaldsins, hann er sjálfur allur að trosna. Ellin verður ESB að falli. Nú um helgina voru fréttir af verkföllum í Frakklandi vegna ákvarðana um hækkun eftirlaunaaldurs. Hækkun eftirlaunaaldurs er að eiga sér stað um alla Evrópu. Ekki vegna þess að menn séu svo vinnusamir heldur vegna þess að eftirlaunasjóðirnir standa ekki undir greiðslunum. Kreppan flýtir fyrir þessu. Kreppan eykur líka við atvinnuleysið og er það þó ærið fyrir. Það er ekki af góðmennsku sem ESB breiðir út faðm sinn fyrir okkur. Við erum ungviðið í norðri sem er tilbúið að láta auðlindir sínar af hendi í þessa botnlausu hít ESB gegn því einu að fá að njóta verndar mömmu. Við fengum smjörþefinn af samningatækni ESB nú í tengslum við IMF lánið. Eru virkilega einhverjir enn svo bláeygir að halda að það sé manngæska sem ræður atlotum ESB.
Við erum ung þjóð og við getum tekist á við þau áföll sem við stöndum frammi fyrir núna. Látum ESB og IMF, og hvað þær nú allar heita þessar stofnanir sem fólk lítur á sem bjarghringi, lönd og leið. Við stöndum ekki í sömu sporum og þegar kreppan reið yfir 1929. Nú búum við yfir góðri menntun á fjölmörgum sviðum og grundvöllur þjóðarbúsins stendur styrkum fótum. Hér ríkir ekkert þurrabúðar ástand. Erum við ekki öfundsverð af því? Ef eignir Landsbankans og Icesave samningurinn losar okkur undan skuldabyrðinni þá eigum við alla möguleika á að hrista þetta af okkur á stuttum tíma. Vinna okkur út úr vandanum.
Sýnum hvað í okkur býr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008 | 13:19
Ekki benda á mig
fréttin fékk vængi þegar ýmsir virðulegir fjölmiðlar Bandaríkjanna gengu í vatnið vegna þess að þeir vanræktu að sannreyna frumheimildina
Ætli það hafi bara verið fjölmiðlar í Bandaríkjunum sem létu hjá líða að sannreyna fréttir? Hér var það mbl.is sem dyggilegast sá um að bera áfram slúðrið um Söru Palin og ekki minnist ég þess að á þeim bæ hafi verið haft fyrir því að "sannreyna frumheimildir." Dæmin eru ófá og oft voru fréttirnar vísvitandi skekktar. Má nefna frétt um sekt Palin í Troopergate málinu. Sú frétt var birt án þess að tekið væri fram að nefndin sem komst að niðurstöðunni um sekt hennar var skipuð að meirihluta demókrötum á Alaskaþinginu. Semsagt, þetta var pólitísk niðurstaða, sett fram til að skaða Palin. Sara Palin var hreinsuð af þessum áburði daginn fyrir forsetakosningarnar af þar til bæru dómsvaldi. Á þeim tímapunkti var skaðinn skeður.
Umfjöllun mbl.is um Söru Palin skilur eftir óbragð.
Afríkugloppa Söruh Palin var gabb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 12:53
Er ekki tímabært að kippa í spottann?
Ólafur Ragnar hefur enn einu sinni tekið bitið milli tannanna. Aldrei, frá stofnun lýðveldisins hefur íslenska þjóðin þurft að bera annan eins skaða af því að reka þetta óþarfa embætti og nú. Tækifærismennska hefur einkennt allan feril Ólafs. Aldrei hefur hann setið á friðarstóli; stundaði flokkaflakk þegar hann fékk ekki vilja sínum framgengt og enginn hefur átt annan eins illvígaferil á þing.
Þegar hann ákvað að sækjast eftir forsetaembættinu snéri hann hinni hliðinni fram, skipti um taktík og náði að blekkja kjósendur eina ferðina enn. Hann var fljótur að líma sig á peningamennina og varð ein helsta stjarna Séð og Heyrt um tíma. En gamli ÓRG gat ekki á sér setið til lengdar og fjölmiðlafrumvarpið varð honum tilefni til að hrifsa til sín völdin. En Ólafur misreiknaði sig þar, því eftir valdaránið varð Ólafur, ríkisstjórnin og þjóðin leiksoppar auðvaldsins. Nú þegar auðvaldið er komið út í horn snýr hann einu sinni enn við blaðinu.
Nú birtist aftur gamli Ólafur. Ódannaður eins og við munum hann og kjaftfor. Í þetta sinn fengu gestir þjóðarinnar og umboðsmenn erlendra ríkja að finna fyrir því. Grundvallarregla í samskiptum siðaðra er að þiggja ekki boð af þeim sem maður ekki getur þakkað. Það innifelur meðal annars að maður móðgar ekki gestgjafann eða veldur öðrum óþægindum. Nú er skaðinn skeður og ef ekkert er gert sitjum við uppi með ÓRG í þrjú ár í viðbót.
Það er löngu tímabært að leggja þetta embætti niður, en meðan við bíðum eftir því þarf ríkisstjórnin að koma sér saman um að taka manninn úr umferð. Það er augljóst að þessar hefðir sem "samskipti forseta og erlenda sendiherra" byggja á og "falla ekki undir (Utanríkis)ráðuneytið" hafa verið þverbrotnar og ekki ástæða til að bíða eftir frekari prímadonnu tilburðum. Nóg er nú samt.
Ræða ekki borin undir ráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2008 | 11:50
Þegar neyðin er stærst ...
Skuldir okkar við frænd - og vinaþjóðir hrannast nú upp. Nú Norðmenn, en ekki síður Færeyinga og Pólverja, sem lengst af hafa ekki verið aflögufærir. Þegar að kreppir kemst maður að hverjir eru vinir í raun. Nú vitum við það. Nú vitum við líka að hinir stóru og sterku sækja styrk sinn einvörðungu til aflsins sem stærð þeirra gefur. Við höfum fengið að kenna illilega á afstöðu "vinaþjóða" til smáríkisins. Við vorum á hnjánum og Bretar fleyttu kerlingar með okkur í pólitískum hráskinnaleik. Og núna vilja þeir meina okkur að sækja okkar rétt til dómstólanna og beita fjárkúgunum.
Það er með ólíkindum að enn sé til fólk á Íslandi sem telur að okkur muni farnast eitthvað betur innan ESB í samskiptum við þessa gamma. Vaknið!
Leita starfsmanna á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 23:44
Endist fataskápur Palin til 2012?
Frægð er hvikult fyrirbæri og hefur mislangan líftíma. Sumir eignast sitt augnablik og er þá talað um 15 mínútna frægð. Kvikmyndarformið hentar vel slíku stundarfyrirbæri. Frægð í fréttum er þó yfirleitt styttri, svona 1-2 mínútur "at most". Til að öðlast langlífi þarf frétt að búa yfir einhverjum skelfilegum hörmungum þar sem hægt er að fylgjast með dauðastríð manna yfir langan tíma. Helst margra manna. En jafnvel flóðbylgjan í Asíu hafði tiltölulega stutt fréttagildi, þ.e. miðað við þjáningar þeirra sem fyrir hörmungunum urðu.
Þessu fréttamati hefur mbl.is nú snúið á hvolf. Fataskápur Söru Palin ætlar að taka vinninginn fram yfir flest annað. Stríð, kreppa og látlaust hungur í Afríku verður að víkja fyrir þessum frægasta fataskáp sögunnar. Kannski varð pressan fyrir vonbrigðum yfir að Palin mætti ekki á selskinnsskónum sínum og í bjarndýrsfeldinum svona til að sanna fyrir þeim frumbyggjaandann.
En fjármál repúblikanaflokksins standa mbl.is mönnu hjarta nær. Og hefur ekkert sést þessu líkt síðan kreditkortafærslur Jóns Ásgeirs voru grandskoðað í fjölmiðlum. Þá fékk öll þjóðin að vita að hann átti til með að splæsa í Armani svona þegar hann átti leiði á pulsuvagninn. Svei mér ef það var ekki Opalpakki og kók sem þá þótti lýsandi fyrir eyðslusem hans og bruðl. Nú hefur kreppan greinilega náð tökum á mbl.is fyrst fataskápur Palin er orðin aðalfrétt dag eftir dag. $150 þúsund til að fata 6 manna fjölskyldu hefði varla þótt frétt hér á Íslandi fyrir svona tveimur mánuðum. En þá voru menn heldur ekki að telja aurana. Jafnvel frauðplastsúlurnar sem skreyttu Obama á útnefningarhátíðinni í byrjun september náðu aldrei athygli fréttahaukanna. Súlurnar kostuðu þó drjúgt meira en fataskápurinn, eða litla 600.000 dollara og voru þó bara til "engangs" brúks.
Maður hlýtur að hafa samúð með fólki sem býr við slíka fréttþurrð í fámennu landi, en hafið miskunn með okkur. Gefið okkur smá frið, þá skal ég ekki kvarta þótt þið endurlífgið fataskápinn 2012.
Palin fór í gegnum fataskápinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 14:26
Þegar vonin ein er eftir
Það spyrja sig margir þessarar spurningar núna. Hingað til hefur Obama dugaða að vekja von um að hann standi fyrir "einhverjum" breytingum. Auðvitað munu breytingar fylgja í kjölfar kosningar hans til forsetaembættisins, það veit bara enginn hverjar þær verða. Forystuhæfileika hans eru til staðar, það sýndi kosningabaráttan, en hvað hann gerir við þá er enn óþekkt.
Charles Krauthammer fjallaði um þetta óræði í pistli í Washington Post strax eftir útnefningu Obama á flokksþingi demókrata. Þar talar hann um að Obama sé "sjálfskapaður" og megi líkja persónu hans við hina töfrum vöfðu dulúð sem hvíldi á Gatsby í frægri skáldsögu. Krauthammer segir þetta ástarævintýri demókrata valda þeim kvíða. Þeir séu nú, eftir þessa ákvörðun sína, í svipaðri stöðu og maður sem vaknar að morgni og "horfir á hringinn (á fingri sér) og veltir fyrir sér hvern hann gekk að eiga í gærkvöld".
Nú eru það ekki bara demókratar sem þurfa að velta þessu fyrir sér. Nú er það allur heimurinn.
Forystuhæfileikar Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 12:48
Davíð gæti eflaust tekið undir með Þorgerði
Þorgerður kveinkar sér undan því að kastljósinu sé nú beint að henni og eiginmanninum. Umræðan um afskriftir skulda hjá Kaupþingi, þar sem eiginmaður hennar er lykilstarfsmaður hlýtur þó, eðli málsins samkvæmt að einhverju leyti snúa að henni. Þegar íslenska þjóðin þarf að taka á sig ábyrgð skulda sem hún átti engan þátt í að skapa, á fólk rétt á því að allt sé uppi á borðinu.
Það er ekki gott að liggja undir grun um misferli, en ætli Davíð Oddsson gæti ekki sagt það sama. Þorgerður hefur verið óspör á að varpa skuldinni á Davíð og Seðlabankann. Ég hef ekki heyrt hana minnast einu orði á þær viðvaranir sem Davíð sendi til bankanna sem stóðu fyrir sukkinu. Eitraðar örvar hennar stefna allar á Davíð. Maður spyr sig hvort vernd bankastarfsmanna standi henni kannski nær en hagur þjóðarinnar.
Of margir hafa misst ævisparnað sinn til að meðaumkun ráði því hverjir fá syndaaflausn og hverjir ekki.
Óþolandi að líða fyrir tortryggni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.11.2008 | 23:35
Kratinn kemur úr kafi
Hingað til hefur Þorgerður Katrín falið skoðanir sínar á bak við setninga, eins og "þetta hefur verið slitið úr samhengi" En hvernig skyldi hún útskýra þessa yfirlýsingu fyrir flokksfélögum sínu nú þegar hún er komin út úr krataskápnum "Íslendingar verða að fara að ræða alvarlega Evrópusambandið, hvort sem þeim líkar betur eða verr". Hafa þeir ekki tekið þátt í þeirri umræðu. Varla hefur um meira verið fjallað en þetta ESB mál, en nú er Þorgerður greinilega kominn í hóp þeirra sem telja að umræða eigi sér ekki stað nema allir séu henni sammála. ESB-kórinn kærir sig ekkert um blæbrigði, skítt með alt og bassa nú skulu allir syngja millirödd og hafiðið það.
Það er ekki skrítið þótt Samfylkingin upp til hópa hylli Þorgerði Katrínu; "hún hafði kjark til að takast á við Davíð". Það er varla til svo aumur Samfó-bloggari að hann láti hjá líða að leggja henni eitthvað gott til. En hvaða mál er það að hjóla í Davíð? Hefur hann eitthvað verið að gera henni? Gerði hann hana ekki að ráðherra, jafnvel þegar hún mátti ekkert vera að því að sinna slíkum málum. Hefur hann verið að svara þeim ónotum sem hún hefur verið að hreyta í hann? Satt, hann hefur stundum þurft að leiðrétta vitleysisganginn í krataparinu, þeim Þorgerði og Össuri, þegar þau eiga í erfiðleikum með að skilja hvaða ákvarðanir þau hafa tekið. En hvernig á annað að vera. Þau bulla út í loftið, fjölmiðlar vilja útskýringar og heimspressan sér til þess að umheimurinn viti af því að á Íslandi er óstjórnhæf ríkisstjórn. Síðan kemur hin mikla móðir, Ingibjörg og bætir um betur. Með þessu áframhaldi er mér til efs að nokkurt land sé til í að lána okkur svo mikið sem tíeyring með gati.
Það hallar á ráðherrastóla Sjálfstæðisflokksins eftir að Þorgerður Katrín gekk til liðs við Samfylkinguna. Krataeðlið kallaði og hún fylgdi kallinu.
Tilbúin að endurskoða afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.11.2008 | 12:00
Best hefði verið
...... að ríkisstjórnin hefði komið sér saman um að láta Geir og Björgvin svara fyrir samkomulagið við IMF. Þá hefði Seðlabankinn ekki þurft að birta þennan 19. tl.
Það er álitamál hvor framagosinn er vitlausari, Össur eða Þorgerður.
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 16:50
Vinsæll forseti!
Kanadamenn styðja Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.