Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

The Domestic Goddess

Bilið milli vonbrigða og gleði getur verið ótrúlega stutt. Það fékk ég að reyna í kvöld þegar ég varð frá að hverfa úr Háskólabíó. Uppselt var á mynd Finnans Aki Kaurismäki Le Havre  sem sýnd er á kvikmyndahátíð RIFF. Það var nokkuð átak að koma sér af stað út í rigninguna og myrkrið í kvöld, en ég lét mig hafa það. Var í skapi fyrir svartan húmor og enginn festir hann betur á filmu en Kaurismäki. Ég var því fremur framlág þegar ég staulaðist heim. Sá fyrir mér ömurlegt kvöld fyrir framan sjónvarpið. En viti menn "Lo and behold" var ekki "The Happy Hifer" að nudda sér upp við eldhúsborðið i ríkisstjórnarsjónvarpinu. Og ekki frekar en fyrri daginn svíkur Nigella aðdáendur sína.

Hver annar getur töfrað fram glæsimáltíð úr svínaskönkum, þar sem kartöflum og eplabátum er hrúgað í kring af einskærri hamingju. Það er alltaf jólastemmning í loftinu þar sem Nígella fer og vinkonunni, sem fékk þann heiður að leggja á borð fyrir veisluna, var boðið að fylgja frúnni eftir " follow my ever expanding rear" hljómuð hvatningar orðin. Jafnvel húmor Kaurismäki toppar ekki þennan.

Þessi afturendi komst reyndar í fréttirnar í sumar þegar nágrannar kvörtuðu undan útsýninu. Frúin lét það ekki á sig fá þótt gleymst hafi að frosta glerið á baðherbergi hjónanna. Lofaði þó að láta athuga þetta.

Umburðalyndi sem ekki var að finna í dómi hæstaréttar yfir reykvískum karli í dag.  

 Nigella

Eins gott að Nigella bjóði sig ekki fram til þings í Kanada. Þar eru brjóstaskorur photoshoppaðar af mikilli snilld af nýkjörnum fulltrúum þjóðarinnar. 

Kanadísk blygðunarsemi

Kanadísk blygðunarsemi


Örnámskeið í ESB aðferðafræði

Varúð sannleikurinn er ekki fyrir viðkvæm eyru. En það ætti að útvarpa þessari ræðu um hátalara á hverju torgi um allan heim. Það þarf að berja þetta inn í hausinn á fólki. Á ESB þinginu er ræðan eins og perlur sem kastað er fyrir svín, því tapparnir í eyrum ESB safnaðarins eru framleiddir samkvæmt þýskum gæðastaðli og því hljóðheldir. 


Spilavíti umhverfissinna, þar sem allir tapa.

Let´s face it, allt þetta bardús í kringum umhverfisvæna orku er bara enn ein leið samfélagssmiðanna  til að herja á vasa skattborgaranna. Heimurinn er ekki tilbúinn til að skipta yfir í svokallaða vistvæna orkugjafa. Ríkisstjórnir Vesturlanda geta rembst eins og rjúpur við staur (stein, skv nýrri venju) og eyðilagt allar náttúruperlur landa sinna en það breytir því ekki að tæknin er ekki enn á brúklegu formi. Vindorkuna þarf að niðurgreiða til að halda aftur af henni þegar virkilega blæs og sólarorkan kostar of mikið í framleiðslu. Spánn hefur horfst í augu við að grænstarfastefnan hefur beðið skipbrot. Hvert starf í þessum geira kostar um $800.000 og við hvert nýtt starf tapast 2.2 í öðrum starfsgreinum. Og orkukostnaður stefnir upp í heiðhvolfið. Bailout Obama til sólarorkufyrirtækisins Solyndra sem átti að skapa 1100 störf á hálfa milljón dollara stykkið er nú gjaldþrota. Engin störf voru búin til en 1000 starfsmenn sem fyrir voru í fyrirtækinu eru nú atvinnulausir. Svo virðist sem aldrei hafi annað verið í spilunum. Skattgreiðendur fá svo að axla byrðina af $535 milljóna fyrirgreiðslu Obama til styrktaraðila kosningasjóðs síns, því séð var til að veð fyrir fyrirgreiðslunni alríkisins var sett aftast í kröfuhafa röðinni. 

 

Windfarms

Ríkisstjórnir eiga að skapa skilyrði fyrir fyrirtæki til að starfa í og láta svo markaðnum eftir að finna leiðina til hagkvæmni. Gorískan sem greip um sig fyrir nokkrum árum er ekkert annað en púra kommúnismi. Þar tapa allir.

Mynd: www.telegraph.couk

 


Bankarnir breytast ekkert

Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar bankarnir kynntu afkomutölur fyrir fyrrihluta ársins. Ekki beinlínis hangið á horreiminni þar frekar en fyrri daginn. Litlir 40 milljarðar í kassann á meðan heimilin sem gengu að 110% afarkostunum horfa framan í 5% verðbólgu og hækkandi. Ekkert virðist hafa breyst í bankakerfinu annað en að nú eru allar skúffur troðfullar af peningum sem enginn hefur efni á að taka að láni. Kennitölur flakka sem aldrei fyrr. Laun bankamanna eru að nálgast það sem þau voru fyrir hrun og þokan sem umlykur allar starfsemina er þéttari en sú austfirska. Skilanefndir og skiptastjórnir eru svo kapítuli útaf fyrir sig. Til að kóróna blekkinguna var Bankasýslunni komið á fót svo fjármálaráðherra gæti stjórnað óáreittur af lagabókstafnum á bakvið tjöldin.

Bankarnir hirða fyrirtækin, afskrifa skuldir þeirra og etja þeim síðan í samkeppni við einkafyrirtækin sem skulda þessum sömu bönkum. Þannig eru þau knésett hvert af öðru með velvilja ríkisstjórnar sem hefur það eitt markmið að uppræta allt einkaframtak. Og þannig geta bankarnir hirt þau upp hvert af öðru og bætt í safnið. Þegar bankarnir eru svo neyddir til að draga úr fyrirtækjarekstri sínum fara samningaviðræður fram í myrkvuðum bakherbergjum en almenningur stendur frammi fyrir gerðum hlut.

Út í hinum stóra heimi sem skelfur nú eins og J-ello í skál ríkir 2007 hugsunarhátturinn enn óbreyttur. Ríkisstjórnir yggla sig og gretta en ekkert lát er á bónusunum og bruðlinu. Ekki einu sinni þegar koma þarf bönkunum til bjargar láta þeir svo lítið að breyta hegðun sinni.

Í þessu samhengi má skoða viðhorf íslenska "þjóðfélagsrýnisins" Bubba Morthens sem saknar gömlu góðu daganna í faðmi föllnu bankabullanna og notar hvert tækifæri til að bera blak af þessum skuggaverum sem kaupa nafn hans eins og hvert annað góss til að berja á öðrum. Hatur þeirra verður þá hatur hans. Andspænis þessu standa menn sem sjá hlutina í tærara ljósi. Matti á Daily Telegraph er einn þeirra. Í dag súmmerar hann NÝJA BANKAKERFIÐ upp. Bankaóráðsían lifir enn góðu lífi. Ekkert raskar ró bankamannanna, jafnvel ekki $2 milljarða stuldur úr hirslum UBS bankans.  Slík sálarró ætti að kalla fram grunsemdir hjá fjármálaeftirlitinu um að eitthvað enn verra eigi sér stað undir yfirborðinu, þ.e.a.s. ef til er eitthvað fjármálaeftirlit.   

Bankakerfið í reynd


Niðurgreiðslustjórnun fiskveiða í ESB

Þarfir samfylkingarfólks eru ekki sérlega flóknar þegar kemur að ESB aðildarmálum. Lengi var kviðfylli aðildarsinna þeirra helsta baráttumál. Voru flestir þeirra tilbúnir að leggja frakka sína í svaðið fyrir kjúklingabringur á spottprís svo kommissararnir í Brussel gætu gengið þurrum fótum yfir fullveldi okkar. Má líkja þeirri afstöðu til þess þegar fátæklingar fyrr á öldum lögðu sér fornbókmenntirnar til munns, en þó án þess að hungrið sé Samfylkingunni til afsökunar. Þegar þessi röksemd þótti ekki lengur hrífa voru sölumennirnir sendir út á völlinn og landsala reynd. Fólki var talin trú um að Evrópusambandið myndi ausa hér yfir okkur fé í formi styrkja, en styrkir hafa álíka mikið aðdráttarafl fyrir samfylkingarfólk og kjúklingabringur.

En öllum að óvörum kom Jón Bjarnason þá til sögunnar. Enginn hafði reiknað með honum. Skyndilega voru varnir reistar gegn afhendingaráformum Samfylkingarinnar innan ríkistjórnarinnar. Stjórnin hafði þá enn ekki sett sér samningsmarkmið í viðræðum um aðildarumsóknina frekar en nú. Frá upphafi hefur utanríkisráðherra verið staðráðinn í að kasta frá sér fjöreggi þjóðarinnar og lagst á bakið gagnvart viðsemjendum. "Roll over" gæti verð veganestið sem íslenska samninganefndin tók með sér til Brussel. En Bjarnason lét ekki fallerast í stóli landbúnaðarráðherra og situr við sinn keip. Hann flækist fyrir á öllum vígstöðvum og ver niðurgreiðslur til landbúnaðar á þeirri forsendu að þær tryggi fæðuöryggi okkar. Stórskotaliðið úr háskólanum var þá kallað út til að hrekja bábiljur Jóns. Ekki tókst betur til en svo að uppvöknuðu efasemdir um gildi prófessora í velferð lands og þjóðar. Mun hafa verið spurt hve margra sauða virði hver prófessor væri. 

Í gær birtu náttúruverndarsamtökin Oceana útdrátt úr skýrslu sinni um niðurgreiðslur ESB vegna sjávarútvegs. Þessi skýrsla rifjaði upp fyrir mér bloggfærsla sem ég rakst á eftir Marinó G. Njálsson síðsumars og fjallaði um niðurgreiðslur og hin hagfræðilegu rök fyrir þeim sem svo augljóslega hafa farið framhjá háskólaprófessorunum. Eins og Marinó bendir á eru niðurgreiðslur stjórntæki ríkisstjórna um allan heim sem nota þær til að auðvelda neytendum aðgang að vöru sem þeir annars færu á mis við. Samningar um kaup og kjör eru einnig byggðir á niðurgreiðslum á varningi eins og mjólk, korni, menntun, menningu og heilbrigði þegnanna svo eitthvað sé nefnt.

En niðurgreiðslur geta líka verið skiptimynt til annarra nota. Nú hefur Oceana sem sagt birt upplýsingar um niðurgreiðslur ESB sem sýna að sambandið er eitt af þremur stærstu niðurgreiðendum í heimi ásamt Kína og Japan. Árið 2009 fóru litlir 3.3 milljarðar evra (€) til að niðurgreiða rányrkju evrópska fiskiflotans á heimshöfunum. Samkvæmt skýrslunni eru styrkirnir til nærri helmings Evrópusambandsþjóða hærri en sem nemur veiðinni sjálfri og leifir fiskiskipaflota þess að vera þrisvar sinnum stærri en þörf er á til sjálfbærra veiða. Þessum gráðugu styrkjaveiðimönnum er ríkisstjórn Íslands tilbúin að afhenda fiskimið Ísland. Í öðru orðinu er talað fjálglega um verndun auðlinda og fiskinn sem eign þjóðarinnar, en í hinu er verið að semja um afhendingu auðlindarinnar til ESB til frambúðar. Að halda því fram að samið verði um eitthvað annað er í besta falli sjálfsblekking en í því versta glæpsamlegt. 

Staðreyndir varðandi €3.3 milljarða niðurgreiðslurnar úr skýrslunni:

* Niðurgreiðslur til fiskiflotans eru teknar af skattgreiðendum. * Þrátt fyrir skelfilegt ástand fiskistofna er niðurgreiðslum fram haldið. * Þeir €3.3 milljarðar sem greiddir eru jafngilda 50% verðgildis heildarafla sambandsin. * Helmingur niðurgreiðslna fer í að greiða niður eldsneytiskostnað fyrir þennan útþanda flota (falla þá eflaust undir umhverfisvernd). * Spánn, Frakkland, Danmörk, Bretland og Ítalía fá bróðurpart niðurgreiðslnanna. * 13 ESB þjóðir tóku við hærri niðurgreiðslum en verð þess afla sem landað var hjá þeim. * Eftirspurn eftir fiski er helsta ástæða fyrir stærð fiskiflotans og ofveiðinni og 2/3 niðurgreiðslna fer í að styrkja þá stöðu. * Nýleg hagfræðiúttekt Evrópuráðsins upplýsir að þrátt fyrir niðurgreiðslur sé 30-40% undirballans á útgerðinni. (???) * Um það bil 150 milljón voru greiddar til 14 landa utan sambandsins fyrir veiðirétt sambandsskipa.

Þessu batteríi vill ríkisstjórn Íslands afhenda fiskveiðiauðlind þjóðarinnar.


Skipulagsmál

Skipulagsmál hafa löngum verið bitbein. Ekkert nýtt í átökunum um staðsetningu nýs spítala. Vatnsmýri, Fossvogur, Hólmsheiði. Hvað með Grímsstaði á Fjöllum? Hafa allir kostir þeirrar staðsetningar verið skoðaðir?

Svo má líka endurvekja gömul mál. Hvers vegna var Maríuhöfn í Kjós eða Kolkuós í Skagafirði (staðir mér sérlega kærir) lagðir af sem uppskipunarhafnir? Því í ósköpunum varð sandrif í Reykjavík fyrir valinu að verða uppskipunarhöfn allra landsmanna?

Og svo maður leiti lengra. Var rétt að byggja Stonehenge þarna í Wiltshire-móunum þegar aðgengi að fyrirbærinu hefði verið svo miklu betra ef staðsett næri alþjóðaflugvelli, t.d. Heathrow?

Skipulagmál


Anti-semitism í Albert Hall

Þessi tegund af mótmælum hefur ekki sést lengi. Aldrei í Royal Albert Hall og ekki í meira en 65-70 ár í Evrópu. Vinnubrögðin þau sömu og fyrr, hróp og köll til að yfirgnæfa tónlistina. Þegar einn hópur var fjarlægður tók annar við.

 

Þá eins og nú var mótmælunum beint gegn sama fólki.


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband