Leita í fréttum mbl.is

Davíð gæti eflaust tekið undir með Þorgerði

Þorgerður kveinkar sér undan því að kastljósinu sé nú beint að henni og eiginmanninum. Umræðan um afskriftir skulda hjá Kaupþingi, þar sem eiginmaður hennar er lykilstarfsmaður hlýtur þó, eðli málsins samkvæmt að einhverju leyti snúa að henni. Þegar íslenska þjóðin þarf að taka á sig ábyrgð skulda sem hún átti engan þátt í að skapa, á fólk rétt á því að allt sé uppi á borðinu.

Það er ekki gott að liggja undir grun um misferli, en ætli Davíð Oddsson gæti ekki sagt það sama. Þorgerður hefur verið óspör á að varpa skuldinni á Davíð og Seðlabankann. Ég hef ekki heyrt hana minnast einu orði á þær viðvaranir sem Davíð sendi til bankanna sem stóðu fyrir sukkinu. Eitraðar örvar hennar stefna allar á Davíð. Maður spyr sig hvort vernd bankastarfsmanna standi henni kannski nær en hagur þjóðarinnar.

Of margir hafa misst ævisparnað sinn til að meðaumkun ráði því hverjir fá syndaaflausn og hverjir ekki.


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það fer ekkert á milli mála að Davíð Oddsson hefur ekki verið vinsælastur manna meðal bankamanna. Það kann að stafa af fleiri orsökum en þeim að hann hafi varað við að farið væri ógætilega. Hvað sem það er, er nauðsynlegt að það komi upp á borðið eins og annað. Davíð hefur til að mynda verið mikill stuðningsmaður krónunnar og er enn, en ég held að krónan sé vandamálið að nokkrum hluta. Án krónunnar á Íslandi hefðum við án efa haft erlenda banka á Íslandi, en enginn slíkra banka treysti sér að starfa hér vegna krónunnar. Það hefði án efa dregið úr högginu sem varð er bankakerfið hér hrundi til grunna.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.11.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Að einu leiti er ég sammála Sigurgeiri hér að ofan og það er að hefðu hér verið erlendir bankar starfandi, þá hefði það mögulega dregið úr högginu sem varð, auk þess sem það hefði mögulega veitt íslensku bönkunum aðhald.

Örvar Már Marteinsson, 5.11.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég nefndi nú bara þessar viðvaranir sem dæmi og eflaust hefur Davíð nuddað einhverja öfugt í bankakerfinu á margvíslegan hátt. Engu að síður vissu bankamenn að landið bar ekki þessi taumlausu umsvif og hefðu átt að taka tillit til þess.

En þeir voru á grenjandi túr og hlógu bara að tilraunum Seðlabankans til að hefta verðbólgu með háum stýrivöxtum. Markmið Seðlabankans var jú að hafa hemil á henni. Við því skelltu bankamenn skollaeyrum og bentu bara fólki  á að taka myntkörfulán. Þeir héldu að þeir væru ódauðlegir.

Ríkisstjórn og Alþingi sem samþykktu 20% aukningu á fjárlögum hjálpaði ekki til.

Ég er ekki í neinu trúnaðarsambandi við krónuna eða nokkurn annan gjaldmiðil. Mér er sama með hverju ég borga, svo fremi sem ég fæ eitthvað fyrir minn snúð. En ég tel aðild að Evrópusambandinu of hátt gjald að greiða fyrir aðgang að evru og er til í að skoða nánast hvaða gjaldmiðil sem er nema að vera skyldi zimbawiskt pund (peseta, rand eða rúblu).

Ragnhildur Kolka, 5.11.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband