Leita í fréttum mbl.is

Ekki benda á mig

fréttin fékk vængi þegar ýmsir virðulegir fjölmiðlar Bandaríkjanna gengu í vatnið vegna þess að þeir vanræktu að sannreyna frumheimildina

Ætli það hafi bara verið fjölmiðlar í Bandaríkjunum sem létu hjá líða að sannreyna fréttir? Hér var það mbl.is sem dyggilegast sá um að bera áfram slúðrið um Söru Palin og ekki minnist ég þess að á þeim bæ hafi verið haft fyrir því að "sannreyna frumheimildir." Dæmin eru ófá og oft voru fréttirnar vísvitandi skekktar. Má nefna frétt um sekt Palin í Troopergate málinu. Sú frétt var birt án þess að tekið væri fram að nefndin sem komst að niðurstöðunni um sekt hennar var skipuð að meirihluta demókrötum á Alaskaþinginu. Semsagt, þetta var pólitísk niðurstaða, sett fram til að skaða Palin. Sara Palin var hreinsuð af þessum áburði daginn fyrir forsetakosningarnar af þar til bæru dómsvaldi. Á þeim tímapunkti var skaðinn skeður.

Umfjöllun mbl.is um Söru Palin skilur eftir óbragð.


mbl.is Afríkugloppa Söruh Palin var gabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fulltrúar „réttlætisins“ eru alveg sáttir við þetta og telja að réttum brögðum hafi verið beitt til að koma Repúblikönum frá. Þetta er fólkið sem sakað hefur Bush-stjórnina um óheilindi og bellibrögð. Hlægilegt.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.11.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fulltrúar "réttlætisins" hafa aldrei verið í vandræðum með að réttlæta sjálfa sig. Þeir kalla það samræðustjórnmál.

Ragnhildur Kolka, 14.11.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband