Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Draumaverksmiðja Samfylkingarinnar

Stjórnmálamönnum er hæfileikinn til að fylla fólk von um bjartari framtíð jafn nauðsynlegur og hæfileikinn til að svara því síðar hvers vegna draumsýnin brást. Vandamál Jóhönnu og co er að þau hafa engin ráð með að útskýra á trúverðuga hátt hvers vegna ESB draumurinn er nú rjúkandi rúst, því þau gera ekki greinarmun á draum og veruleika.  Þau eiga því engan kost annan en að halda áfram eins og bálið sem brennur í Brussel sé bara "Moggalygi".

Samfylkingin er flokkur einfeldninga.

 

Churchill bjó sér ekki bústað í blekkingunni. Ólíkt samfylkingarfólkinu skildi hann að velgengnin gat verið fallvölt og að sami múgur sem hyllti hann gat líka krafist dauða hans. Allsgáður gat hann því mætt morgundeginum.

 


Styrkleiki fellibylsins ræður skemmdum

Irene var af styrkleika 1 þegar hann fór yfir Norður Karólínu.

Obamanomics

Enn er óljóst hvaða skaða Obama skilur eftir sig, en sumir halda því fram að hann verði margfaldur á við skaðann af Irene.

Mynd: www.nationalreview.com


Þegar sýndin skiptir meira máli en reyndin.

Það er illa komið fyrir "ræðusnillingnum" Obama þessa dagana þegar málsmetandi menn innan hans eigin flokks eru farnir að viðurkenna að mistök hafi verið gerð við val frambjóðanda flokksins fyrir þremur árum og hvort ekki hefði verið réttara að velja Hillary sem forsetaframbjóðanda. Óháðir kjósendur hafa yfirgefið snillinginn, fylgi svartra hefur dalað og er nú svo komið að á þessari stundu eru múslímar sem búsettir eru í US þeir einu sem ekki hafa yfirgefið hann. Trúbræður þeirra í ríkjunum umhverfis Miðjarðarhafið hafa misst trú á hann og tiltrú þeirra til US, samkvæmt skoðanakönnunum er nú minni en meðan forveri hans, Georg W Bush var þar við völd. Var hann þó aldrei á topp tíu lista þessara landa. 

Glóð eldsins sem ræður Obama kveikti um heimsbyggðina er líka að kulna. Kíki maður inn á erlenda fréttavefi eru vangaveltur um stöðu meistarans, sem áður mátti ganga á vatni, farnar að skyggja á flest annað sem þar birtist.  Og þegar breskt dagblað birtir niðurstöður úr rannsókn þar sem sjálfhverfir einstaklingar eru sagðir ofmetnir í stjórnunarstöður, fer maður að nálgast veruleikann eins og hann er.

BO á röngu spori  

Heima vex vandinn við hvert fótmál. Ræður hans þykja hafa glatað eldmóðnum sem fleytti honum svo langt. Hik og ákvarðanafælni hans er nú orðið hverjum manni ljós. Steininn tók úr þegar hann sniðgekk viðræðurnar um afgreiðsla hækkunar skuldaþaksins. Í stað þess að vera leiðandi í þeim umræðum var hann varla annað en skuggi sem brá fyrir annað slagið. Þegar Obama bar á góma var það í vegna fjáröflunarherferðarinnar fyrir næstu kosningar sem komin er á fullt og afmæliboðs hans í Hvítahúsinu. Það er ætlast til að forseti Bandaríkjanna hafi stefnu og leiði sína menn. Engu slíku var til að dreifa í umræðunni og fyrir bragðið brast trúverðugleiki landsins og lánshæfi þess féll. Jafnvel hörðustu fylgismenn spyrja sig hvað hann sé eiginlega að gera þarna og raddir úr hans eigin flokki taka nú undir vangaveltur andstæðinganna um hvort hér sé annar Jimmy Carter á ferðinni. Af þeim tveimur er mál manna að Carter hafi jafnvel verið skárri kostur og eru menn þá farnir að skrapa botninn. Markmið demókrata að hækka skatta á þá ríku komst ekki á blað því forsetinn taldi sér duga að tryggja snurðulausa kosningabaráttu með því að taka skuldaþaksumræðu af dagskrá næsta árs. Nú keppast demókratar við að kalla teboðshreyfinguna öllum illum nöfnum, sem er það eina sem þeir eiga eftir í vopnabúrinu eftir rassskellinn sem þeir hlutu. Svo afgerandi var sigur Teboðsins í þessari orrahríð.

Fjölmiðlafólk er nú farið að endurskoða afstöðu sína til Obama; fiðringurinn er farinn úr fótleggjum Chris Mathews sem nú er farin að líkja honum við sinn helsta andskota; sjálfan George W Bush. Og dramadrottning demókrata Maureen Dowd á NYT er aftur farin að láta sig dreyma um Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna. Menn eru farnir að rifja upp auglýsingu Hillary um símhringingu um miðja nótt. Auglýsingin náði inn að kjarna málsins á sínum tíma, þ.e. reynsluleysi Obama. En enginn vildi hlusta. Öll menntaelítan hafði misst glóruna og féll fyrir áróðri PR-liðsins um yfirburðagáfur Obama. Sjálfur virtist hann trúa þessu og engum datt í hug að þar væri glassúrinn kannski full þykkt smurður. Sigurvegari í rimmunni milli Hillary og Obama var viljinn til að trúa á meðan menntun og heilbrigð skynsemi lutu í lægra haldi.

   

Nú hefur komið á daginn að auglýsing Hillary hitti beint í mark og læt ég nú hinum glögga Charles Krauthammer eftir að súmmera stöðuna eins og hún er. Ekki bara í dag heldur frá upphafi, því svo fáránlega sem það hljómar, var það í raun hinn 27 ára ræðuritari Obama, Jon Favreau sem heimsbyggðin kaus til forseta í Bandaríkjunum árið 2008. Obama var bara snilldargóður upplesari.

Mynd: www.townhall.com

 


Hvað veit Jón Baldvin um "krónisma"?

RÚV bregst aldrei yfirboðurum sínum. Í gær datt ég inn í viðtal sem félagarnir Ævar Kjartansson og alheimvitinn Jón Ormur Halldórsson áttu við fyrrum skólameistara, alþingismann, ráðherra og sendiherra og nú eflaust eftirlaunaþega samkvæmt margumræddu eftirlaunafrumvarpi, Jón Baldvin Hannibalsson. Ekki veit ég hvers vegna Jón Baldvin á svona greiðan aðgang að hinu hlutlausa ríkistjórnarútvarpi, en kemst ekki hjá því að láta mér detta í hug að þarna gæti fyrirbrigðis sem kallast á íslensku kunningjavelgjörð eða cronyism á enskri tungu. Þetta segi ég vegna þess hve vel fór á með þremenningunum og hve oft þessir tveir eiga samtal við hugsjónabræður Jóns. Auðvitað  hef ég ekki annað fyrir mér í því. 

Krónismi kom nú reyndar til tals í þættinum og vildi Jón Baldvin meina að fyrir utan helmingaskiptareglu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þá hefði helsti ljóður á íslensku samfélagi verið krónismi. Hann skautaði léttilega framhjá krónisma kratanna og minntist ekki orði á að ýmis ráðuneyti sem í umsjón þeirra höfðu verið voru svo troðfull af kratavinum að olnbogar og fætur stóðu út um gluggum ef opnaðir voru. Þar átti víst félagsmálaráðuneytið fyrsta sæti.

Í raun átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna Jón Baldvin telur krónisma vera af hinu illa. Engan mann veit ég ötulli en Jón, nema vera skyldi félaga hans Össur, við að koma Íslandi inn í keisaraveldi Krónanna í Brussel. Hvergi hefur hugtakið Króni öðlast annan eins heiðurssess. Jafnvel krónisminn á RÚV kemst ekki með tærnar þar sem krýndir konungar Brussel eru með hælana.

Þegar einstaklingar á ESB-þingi hafa sýnt það og sannað að þeir séu trúir evrópusambandshugsjóninni sem þar ræður geta þeir átt von á að verða STJÓRAR. Skiptir þá litlu hver geta þeirra eða kunnátta er, en það var eitt af því sem alvitur Jón Baldvin taldi að hefði skort hjá ríkisstjórnum Íslands síðustu 10-20 ára sem hann sat ekki í sjálfur. Það þarf ekki að leita langt eftir Kónunum í ESB.

Kórónan í krónakerfi ESB er eflaust utanríkiráðherra sambandsins, Lafði Ashton. Kona sem aldrei hefur verið kosin í nokkurt embætti en var svo heppin að giftast góðvini Tony Blairs. Þessi góðu tengsl færðu félagsfræðingnum loðið embætti sem jafnframt leyfir henni að vera í fríi frá störfum hátt í hálft árið. Þekktust er lafðin fyrir bananastríðið sem hún hleypti af stað og vináttu við Palestínuaraba. Þar á hún eflaust stuðning Össurar takist honum að troðast inn í sambandið áður en ráðningartími hennar rennur út 2012, sem þó þykir vafasamt miðað við það ástand sem nú ríkir í evrulandi. Annar vinur Tonys var hinn sleipi Mandelson sem var inn og út úr ríkisstjórnum vinar síns. Mandy fékk að hvíla sig í starfi efnahags-og viðskiptastjóra ESB á milli þess sem hann skandalísera í ráðherrastóli. Viðskiptahættir hans urðu honum sífellt að falli.

Þótt ég ætli ekki að fara að tíunda alla þessa stjóra sem flytja sig á milli stjórastóla ESB, þá er ekki úr vegi að minnast þeirra sem helst hafa komið við í fréttum á Íslandi. Öll þekkjum við Olla Rehn. Einkavin Össurar Skarphéðinssonar sem lofað vini sínum að vippa okkur inn í sambandið without further ado. Olla vannst þó ekki tími til að standa við loforð sitt því stækkunarstjórinn þurfti að vippa sjálfum sér yfir í efnahags- og viðskiptastjórastólinn. Hann sat eitt sinn velþekktur harðnagli, Emma Bonino sem þjarmaði oft illilega að okkur á meðan hún vermdi stól fiskveiðaljóra sambandsins og lagði blessun sína yfir milljóna tonna brottkast hjá flota sambandsins. Hún tók svo við stól mannúðarmála hjá ESB og hefur þá vonandi mýkt ásýnd sína frá því sem hún sýndi Íslendingum í sjávarútvegsmálum.

Allir eiga þessir einstaklingar sameiginlegt að með skilyrtri hegðun geta þeir gengið að tryggu starf svo lengi sem þeir óska. Það er því ekki til lítils að vinna fyrir samfylkingarfólkið sem ekkert getur og ekkert veit að komast inn fyrir dyrnar þar sem enginn tekur eftir getuleysi þess. Allt sem þarf er að geta tekið þátt í spunanum sem afneitar raunheimi vinnandi fólks. Þeirra sem telja að framleiðsla sé undirstaða þeirra lífsskilyrða sem Vesturlönd hafa lengst af talið æskileg.

 

Svo maður endi nú á léttari nótum má benda hér á myndband þar sem nokkrir kandídatar í stjórastóla commissionarhans Manuels Barrosa eru teknir til kostanna.

Þetta er raunveruleikinn um krónisma ESB sem Jón Baldvin hefur enn ekki heyrt af. 


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband