Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Blaðamennska eða sjálfsalaáróður

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort umsjónamenn mbl.is hafi raunveruleg blaðamannaskírteini eða hvort þeir séu starfsmenn einhverrar ruslfæðiskeðju sem selur vörur sínar úr sjálfsölum. Þessi frétt ber öll merki ruslkeðjuáróðursins sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum ausa út um kosningabaráttu Johns McCain og Söru Palin. Í þessum miðlum flýtur rjómi áróðursins:

ABCCBSNBCNYTLATWSJCNN
MSNBCAPREUTERSAFPPOLITCO
FTTIMEWASHPOSTNEWSWEEK:
CAN THEY ALL BE WRONG?

CNN fréttin sem hér er vitnað í styðst ekki við eina einustu heimild. Hún er samansett af setningum eins og þessum

Some aides to Sen. John McCain say - A senior McCain adviser told CNN - A Palinaide, however, told CNN - sources told CNN - Several McCainadvisers suggested - A Palin associate, however, said - McCain sources say Palin - They cited an instance - A second McCain source says - this McCain adviser said - A Palin associate defended her - But this Palin source acknowledged that Palin -

Trúverðug lesning eða hitt þó heldur. Til að gefa þessari heimildalausu frétt vægi bætti CNN inn sögum af nokkrum varaforseta efnum sem ekki hafa að öllu leyti verið sáttir við þá baráttuherferð sem þeir voru þátttakendur í. En auðvita er það bara "rauð síld"

 Til að svara spurningunni hér að ofan "CAN THEY ALL BE WRONG?" þarf ekki annað en að skoða afkomulista stærstu dagblaða Bandaríkjanna í WSJ í gær. Hann er blóðugur og sama má víst segja um móðurborð mbl.is, Morgunblaðið. Dagblöð hafa misst trúverðugleikann og og það hafa blaðamenn líka gert. Fyrir það fá þeir nú að blæða. 


mbl.is Palin veldur spennu í búðum McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er IMF harðstjóri eða drusla?

Er þetta sama Lilja Mósesdóttir, sem fyrir nokkrum dögum sagði í sjónvarpsviðtali að það væri ekkert mála að hirða aurinn sem IMF leggði fram og hunsa svo skilmálana. Þeir fylgdust hvort eð er svo lítið með hvernig framkvæmdin væri.

Ég er að verða dálítið rugluð á öllu sem sagt er í sambandi við IMF. Gott væri að fólk væri ekki bæði með og á móti.


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúin flytur fjöll eða er það einfeldnin?

 

Media bias

Enginn segir það betur en Mark Steyn:

"According to newspaper reports, polls show that most people believe newspaper reports claiming that most people believe polls showing that most people have read newspaper reports agreeing that polls show he’s going to win".

mbl.is hefur einmitt fylgt þessari formúlu dyggilega eftir og ekki dregið nokkra dul á stuðning sinn við "Frelsarann mikla" Barack Obama. Ekki frekar en RÚV og flestir aðrir fjölmiðlar hins vestræna heims, sem dásama Obama og öll umframprósentin hans (?) en leggja sig í líma við að flytja neikvæðar fréttir af McCain-framboðinu. Tvískinnungur fjölmiðlanna er augljós því hann felst í flytja níð um framboð McCain svo þeir geti síðar staðið á því að "jafnræði" hafi ríkt í fjölda frétta af frambjóðendunum.

Þó getur enginn fjölmiðill bent á að trú þeirra á Obama byggist á nokkru öðru en óskhyggju. Hann hefur aldrei sýnt sjálfstæðan vilja í nokkurri atkvæðagreiðslu í Öldungadeild og í raun aldrei átt aðild að nokkru þingmáli sem skiptir sköpum. Hann skrifaði tvær ævisögur til að skapa sér ímynd, en hann hefur aldrei enst meira en tvö ár í nokkru starfi. Af þeim 4 árum sem hann hefur setið í Öldungadeild hefur hann eytt tveimur í að undirbúa sig fyrir forsetaembættið.

"Fagurt galaði fuglinn sá" var einu sinni sungið. Þá gerðu menn sér grein fyrir að aðeins var um sönglag var að ræða. Nú fylgir fjölmiðlahjörðin fagurgalanum.


mbl.is McCain blæs á skoðanakannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deja Vu hjá IMF

 

Það er eins og mig minni að ég hafi heyrt þessa frétt áður. Er nema eitt og hálft eða tvö ár síðan ástkona varð bankastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  að falli. Þáði víst sérmeðferð bankastjórans við starfslok. Þá geltu allir blóðhundar hins vestræna heims og sýndu tennurnar. Bankastjórinn baðst afsökunar en allt kom fyrir ekki blóðhundarnir vildu blóð. Paul  Wolfowitz varð að segja af sér af því að "siðferðisvitund" samstarfsmanna hans umbar ekki návist svo spillts manns. Ólíkt  Dominique Strauss-Kahn var Wolfy þó bæði frjáls maður og sjálfráða og þurfti ekki að ráðfæra sig við eiginkonu vegna hliðarspora.

Afsökunarbeiðni DSK er ekki ósvipuð afsökunarbeiðni Wolfowitz: "þótt þetta atvik lýsi dómgreindarskorti af minni hálfu sem ég axla fulla ábyrgð á, er ég sannfærður um að ég hef ekki misbeitt því valdi, sem staða mín felur í sér". Í mínum eyrum eru þessar afsökunarbeiðnir bankastjóra farnar að hljóma allar eins. Allir axla ábyrgð en enginn hefur brotið neitt af sér. Manni er farið að renna í grun að þessi setning sé kennd í banka(stjóra)skólanum

Nú verðum við víst bara að bíða og sjá hvort framhjáhald Fransmannsins kallar blóðhundana til baka eða hvort aðrar reglur gilda um evrópska bankastjóra en þá amerísku.


mbl.is Strauss-Kahn biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikurinn um sætið

Þetta var góð grein hjá Kennedy og við megum þakka fyrir að hann fjallaði bara um kynningu Íslands hjá SÞ á góðgerðavinnu okkar í Afríku sem dæmi um fáránleika umsóknarinnar. Hann hefði getað gert okkur að athlægi um allan heim með umfjöllun um pönnukökuveisluna sem "kvennaframboðið" bauð upp á í aðalstöðvunum, sem fjölmiðlum hér heima fannst svo "kjút". Þökkum fyrir það.

Ég hef alltaf sagt að við eigum að gera það sem við getum gert vel og láta aðra um það sem við kunnum ekkert á. Fleiri eru nú að taka undir það með mér.


mbl.is Framboð Íslands út í hött?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa, er einhver kreppa?

Obama_Walks

Ég sá einhvers staðar að Obama hafi birt 1300 auglýsingar til að koma sér á framfæri í Virginíu-fylki á móti 8 auglýsingum Johns McCain. Fyrr má nú rota en dauðrota.

Hef ég ekki líka heyrt kenningu um að peningar kaupi ekki völd? Er ég að misskilja eitthvað? Keyptu peningar ekki völd á Íslandi? Geta peningar ekki keypt völd hvar sem er? Og þegar við bætist að framboð verður að trúarbrögðum getur þá nokkuð komið í veg fyrir að það nái fram að ganga? Nokkuð, nema þess eigin "hubris"? 

Er það trúverðugt að demókratar geti tekið á efnahagsvanda Bandaríkjanna, þegar þeir hafa ekki áttað sig á að neinn efnahagsvandi sé til staðar og ausa fé í þessa kosningabaráttu. Reynt er að gefa í skyn að framboðið sé borið uppi af hinum almenna kjósanda. Er það trúverðugt að það séu smáframlög sem standi undir þessum gígantísku upphæðum, sem kastað er á bál óhaminnar pólitískrar metnaðargirndar. Mér gáfaðri svari því.


mbl.is Framboð Obama aflaði 150 milljóna dala í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að fuðra upp?

Eftir margra vikna óhróðursskrif um McCain og Palin er mbl.is nú að "dýpka" umræðuna um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Síðan fær fjöður í hattinn fyrir að senda stórskotaliðið inn á vígvöllinn. Karl Blöndal er enginn viðvaningur í fréttaskrifum, kann að setja fram boðlega frétt en kryddað hana jafnframt með sínu sjónarhorni (sjónarhorni mbl.is eða Morgunblaðsins?); láta líta út sem um hlutlausa umfjöllun sé að ræða, en velja vandlega það sem fram kemur. 

Kannski hefur mbl.is opinberlega lýst yfir stuðningi við Barack Obama og þá ber að virða það, en mér vitanlega hefur það ekki verið gert. Stuðningur síðunnar hefur, rétt eins og stuðningur stóru fjölmiðlanna í Bandaríkjunum falist í því að flytja niðrandi fréttir af McCain og Palin á sama tíma og þagnarmúr er sleginn um hinn sérkennilega vina- og stuðningsmannahóp Obama. Ég set hér link á síðu sem gerir örlitla grein fyrir náunga sem hefur verið í bakgrunni Obama yfir nokkuð langan tíma  eða ~ 15 ár. Síðan vísar áfram í heimildir sem menn geta kynnt sér. Taka má fram að Stanley Kurtz sá sem barðist fyrir að fá aðgang að Annenberg skjölunum í Chicago, til að kanna tengsl Obama við Ayer, fékk álíka mannorðsmorðs útreið af hendi stuðningsmanna Obama og píparinn sem spurði Obama einfaldrar spurningar um skattastefnu hans. mbl.is kastaði sér inn í þá óhróðursherferð með miklum gleðilátum og sporðaköstum. Fréttamat sem þar opinberaðist er ekki til að auka veg og virðingu þeirra sem að því stóðu. 

Smá lesning um Ayer:    http://talkstraight.org/tag/maria-warren/

Karl Blöndal fer vel af stað með útskýringuna á gangi mála í kosningabaráttunni en hallar þó máli annað slagið. Hann veit að kannanirnar eru gerðar á mismunandi forsendum. Sumar taka til flokksbundinna eingöngu aðrar taka óflokksbundna með og enn aðrar taka til líklegra kjósenda. Það er satt að Obama hefur haft yfirburði yfir McCain um nokkurt skeið en það er langt í frá að hann hafi "haft minnst sjö prósentustiga forskot á McCain". Samkvæmt realclearpolitics, sem leggur saman niðurstöður kannana hefur umframfylgi Obama farið hæst í 7.4% og er núna 4.9%, lækkandi. 

NYT var einu sinni virt dagblað en er nú lítið annað en dula eða það sem kaninn kallar "rag sheet". Með því að vitna í kjörmannakönnun könnun NYT er Karl að gefa orðum sínum meira vægi. Það var þó alveg óþarfi, því á meðan Obama mælist með yfirburði í könnunum þá er fylgi kjörmanna í samræmi við það. Reyndar hefði Karl getað slegið enn fleiri keilur með því að vitna í kjörmannatölu síðunnar FiveThirtyEight.com. Þar hefur Obama 347 kjörmenn. En eins og allir vita eru kjörmenn ekki taldir fyrr en upp úr kjörkössum.

Ásökunin um "drepið hann" átt ekki við rök að styðjast eins og kom fram eftir rannsókn. Einfaldur kosningaáróður sem hrundið var af stað af stuðningsliði Obama og má kannski flokka undir endurteknar tilraunir þeirra til að vekja upp drauginn um kynþáttafordóma. Meinta fordóma McCain-fólksins gagnvart Obama. Eina könnunin sem ég hef séð taka á því máli snýst um "dulda" fordóma demókrata sem "hugsanlega" gætur kostað hann stuðning 6% í kjörklefanum.

Karl slær því föstu að "árásir" McCain  á Obama eigi þátt í að "kosningabarátta McCains virðist vera að fuðra upp". Hann hefur ekki verið að fylgjast með könnunum eftir síðustu kappræður þeirra félaga. Í þrjá daga hefur Gallup verið að sýna 2% fylgismun á þeim félögum.

Jú, það er rétt hjá Karli að fólk er þreytt á neikvæðninni, en Ameríkanar eru heldur ekki einhverjir sauðir sem láta teyma sig áfram. Þeir eru t.d. ekki jafn tryggir flokkunum sínum og Íslendingar. Þeir trúa enn á ýmis gildi sem þykja orðið hallærisleg hér hjá okkur menningarvitunum. Þeim líkar ekki að stjórnmálamenn reyni að breiða yfir skoðanir sínar með orðagjálfri. Þótt mbl.is hafi ekki séð fréttina sem fólst í Jóa pípara, þá gerir fólk í Bandaríkjunum sér grein fyrir því hvað Obama sagði og þeim líkar ekki að mannorð manns sé dregið í skítinn fyrir það eitt að spyrja sjálfsagðrar spurningar. Obama og Biden er nú hegnt fyrir að hæðast að þessum alþýðu manni.


mbl.is Síðasta atlaga McCains
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slóðin falin

Hvað er hægt að ganga langt í vitleysunni? Það er ekkert fréttnæmt við það að maður heiti Samuel Joseph og sé kallaður Joe. Það er ekkert fréttnæmt við það að maður skuldi skattinum aur.

Svar Barack Obama við spurningum manns sem hefur áhyggjur af skattlagningu fyrirtækja er hins vegar fréttnæmt. Obama sagði að hann ætlaði að "dreifa auðnum". Það er skattastefna Obama sem er fréttnæm og það er hún sem er til umræðu.

Áhersla demókratar á að níða persónu Joes sýnir ótta Obama við að fólk geri sér grein fyrir í hverju skattastefna hans felst. Wall Street Journal var með góða grein um skattastefnu hans fyrr í þessari viku "Obama´s 95% illusion".

mbl.is gerði betur að stunda alvöru fréttaflutning en hirða þessar sjálfsalagreinar af slúðursíðunum.


mbl.is Jói pípari heitir Samuel og skuldar skattinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú á bara Morgunblaðið eftir að koma út úr skápnum

Að WaPo og LAT hafi lýst yfir stuðningi við Obama er álíka fréttnæmt og að grasið sé grænt. Og grænna verður það ekki nú um helgina þegar NYT lýsi sínum stuðningi við BO .

 


mbl.is Bandarísk stórblöð styðja Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð láti gott á vita

Þessi endemis della sem heltekið hefur hvern utanríkisráðherrann á fætur öðrum (DO undanskilinn) er liður í útrásarmaníunni sem nú hefur komið þjóðinni á kné. Það er hin stjórnmálalega útrás fólks sem lét peningaglýjuna blinda sig og hætti að skynja veruleikann í kringum sig.

Ég hef alla tíð haldið því fram að við ættum að taka að okkur verkefni sem skila sýnilegum árangri. Verkefni sem við ráðum við. Við kunnum að lesa og getum kennt það öðrum. Við kunnum að veiða fisk og getum flutt þá þekkingu út. Við búum að þekkingu á sviði heilsuverndar og hollustuhátta og getum fært hana vanþróuðum þjóðum. Og við höfum aflað okkur reynslu á virkjun fallvatna og jarðhita og getum liðsinnt öðrum í þeim efnum. Allt þetta getum við gert án mikils kostnaðar.

Við höfum hins vegar ekki bolmagn til að breyta stöðu sjávar á Kyrrahafseyjum eða fjármagn til að standa að sjálfstæðum ákvörðunum vegna setu í Öryggisráðinu. Þar hefðum við alltaf orðið að vera taglhnýtingar einhvers annars.

Útflutningur á silkihúfum eru ekki eitthvað sem 300.000 manna þjóð á að stunda. Ef þessi kreppa kennir okkur að meta það sem við eigum og það sem við getum þá er hún kannski ekki alvond.


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband