Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Að selja heiður Alþingis fyrir völd

Hælbítarnir á Alþingi hafa talað. Ég get hins vegar verið stolt af mínum mönnum. Þeir létu ekki af sannfæringu sinni þótt eflaust hafi verið freistandi að láta Ingibjörgu og Björgvin taka skellinn eftir svik Samfylkingarinnar við Geir. Það hefði verið svo ofurauðvelt að sitja hjá og horfa á Samfylkinguna engjast. En það er í þessari afstöðu sem munurinn á Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu felst, þ.e. þeir fyrrnefndu skilja hvenær heiður og prinsipp eru að veði.

Um Vinstri græn og Hreyfinguna þarf ekki að hafa mörg orð. Þar ræður, eins og í öllum málum, öfundarhatrið för. Blettirnir koma upp um hlébarðann.  

Með því að friða Vg og fórna Geir getur Samfylkingin haldið áfram landsölu sinni með velvild og vilja Vg. ESB umsóknin verður áfram á dagskrá og allt það sem henni fylgir. Þetta upplýsandi myndband minnir okkur á hvað okkar bíður nái vilji þessar blóðþyrstu ríkisstjórnar fram að ganga. Um allt Evrópusambandið eru fjárlög til umræðu rétt eins og hér. Alls staðar þarf að skera niður. Brussel hótar jafnvel að taka fjárráðin af þeim ríkjum sem ekki skrúfa nægilega fyrir rennslið úr ríkissjóði. Á sama tíma bendir Daniel Hannan, Evrópusambandsþingmaður, á að á meðan ráðuneytunum í Bretlandi er gert að skera niður sem svarar 25-40% er ESB að krefja Breta um 60% hækkun á framlögum til Brusselbáknsins. Á þeim bæ þekkist ekki að girða sig með sultaról.

Hannan kallar þetta reiðhjóla-aðferðina, þ.e. að halda innstreyminu stöðugu svo báknið falli ekki um koll.

Það er ekki nema vona að Jóhanna og Steingrímur leiti í slíkan félagsskap. Hvorugt vill skera niður og bæði trúa að mjólkin streymi endalaust úr kúnni. Þau átta sig ekki á að fjósið er að tæmast.


Túristi í DC

HéraðsdómurÞað hefur blásið hressilega um Héraðsdóm Reykjavíkur eftir að tekin var ákvörðun um að taka þar fyrir mál níumenningana svokölluðu. Látið er sem um lítið mál sé að ræða og að annarleg sjónarmið hafi ráði því að kæra var lögð fram og ákært í framhaldinu. Í tilraun til að forða skjólstæðingum sínum undan réttarhöldunum hefur lögmaður nokkurra þeirra verið undur uppátektarsamur. Hefur hann lagt fram kærur á hendur dómara, saksóknara og jafnvel á stærð salarins sem málaferlin eiga að fara fram í. Úr kröfu lögmannsins má lesa að í svo veigamiklu máli sem þessu dugi ekkert minna en Egilshöll til að alþjóð megi verða vitni að óréttlætinu (sic) sem þarna er verið að framkvæma. Þessi átök um aðkomu áheyrenda að réttarhöldum komu mér í hug um daginn þegar ég átti leið um höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC. Sem Við Hæstaréttsönnum túrista sæmir lagði ég leið mína í Hæstarétt BNA, The Supreme Court. 

Auðvita er ekki saman að líkja Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti BNA, en þó þótti mér athygli vert að skoða þetta fræga hús og þá ekki síst í ljósi krafna lögmanns níumenninganna fyrir áheyrendapalla.  Líklega komast færri áheyrendur að í Hæstarétti BNA en í Héraðsdómi Reykjavíkur þótt áhrif dóma þar sé ca. þúsund sinnum meiri sé talið í lífi einstaklinga og þá eru ekki með talin þau óbeinu áhrif sem dómar frá Hæstarétti BNA geta haft um víða veröld. Fer ekki hjá því að manni finnist Ragnar Aðalsteinsson gera sig nokkuð breiðan í nafni réttlætisins.

DómssalurUm það bil 30 einstaklingar komast fyrir á áheyrendabekkjum (bólstruðum stólum) Héraðsdóms Reykjavíkur. Telst það yfrið nóg í flestum málum. En auk þess geta þeir sem héraðsdómur úthýsir fylgst með niðurstöðu dómsins á heimasíðu eftir uppkvaðningu. Þrátt fyrir tröllaukin húsakynni er Hæstiréttur BNA ekkert að gera betur við þegna sína. Því síður 1000 sinnum betur.  Örfáir eldhúskollar með krossviðarsetu og reyrviðarbaki voru til staðar fyrir áheyrendur og lítið rúm til að bæta þar við (klikka á mynd), enda fer málflutningur þar ekki fram í neinu sjónvarpsþáttalíki.

En það var annað sem greip athygli mína þarna á stéttinni fyrir framan þetta hof Réttlætisins. Og það var áletrunin á gaflbrík yfir inngangi: Equal Justice Under Law eða Jafnræði fyrir lögum. Mál sem nú er rannsakað hjá þingnefnd BNA-þings gæti hæglega endað í Hæstarétti þar sem það ber öll merki þess að þar sé stjórnarskráin brotin í jafnréttismálum.  Málið snýst um að undir stjórn núverandi dómsmálaráðherra, Eric Holder, hafi mál sem varðar ógnanir við kjósendur á kjörstað af hálfu meðlima New Black Panther Party (NBPP) verið fellt niður. Vitnisburður lögfræðingsins (Christopher Coates) sem hafði veg og vanda að vinnu við ákæruna er nú aðgengilegur á netinu. Fjallar hann þar um tvö mál  sama eðlis, það fyrra frá 2002 sem lauk með PANTHERS_VOTER-INTIMIDATION(2)dómi 2007, hitt málið kom upp í kosningunum árið 2008 í Philadelphiu. Varðar það tvo NBPP meðlimi í vígaklæðum með kylfur sem með ógnandi tilburðum og fúkyrðum varna hvítum kjósendum að komast á kjörstað, en á þessum kjörstað eru svartir í miklum meirihluta. Undirbúningsvinna við ákæru var langt komin þegar skipun kom frá aðstoðar dómsmálaráðherra að fallið verði frá ákærunni. Samkvæmt Coates er dagskipun í dómsmálaráðuneytinu að leiða hjá sér mál sem snúa að brotum minnihlutahópa (litaðra eða vegna tungumáls) gagnvart meirihlutahópum (hvítum). Stjórnarskráin gerir hins vegar kröfu um kynþátta-óháð réttlæti. Má ætla að eftir þennan aðdraganda, verði málið endurupptekið, þá gangi það alla leið til Hæstaréttar, enda er þar skorið úr um stjórnarskrárbundin réttindi. Coates lýsir í raun einbeittum brotavilja innan dómsmálaráðuneytisins þar sem pólitíkusar og embættismenn hafa tekið höndum saman um að fara gegn vilja þingsins og setja sér sín eigin lög og reglur. Hér heima hefur sést örla á vilja til að mismuna fólki fyrir dómi. Ekki af hálfu yfirvalda (ennþá) heldur hafa þrýstihópar (eins og t.d. fylgismenn aðgerðasinna) stöku sinnum tekið þann pól.

Lestur vitnisburðar Coates vekur spurningar hvort ekki sé heillavænlegra að hafa lögin einföld svo hægt sé að framfylgja þeim. Byggja þau á einfaldri stjórnarskrá sem gerir öllum borgurum jafnhátt undir höfði. Þegar almenningur skilur og þekkir rétt sinn er auðveldara að hindra misvitra stjórnmálamenn í að hampa duttlungum sínum eins og hér er lýst?

Í forsetakosningunum í BNA árið 2000 fékk alheimur að fylgjast með klúðurslegum vinnubrögðum við talningu atkvæða í Floridaríki. Má búast við áframhaldandi klúðri á kjörstöðum vítt og breitt um landið, því í vitnisburði Coates kemur einnig fram að víða sé pottur brotinn varðandi kjörskrár og virðist sem enginn vilji sé nú innan ráðuneytis dómsmála til að leiðrétta það. Á sama tíma telur Bandaríkjastjórn sig umkomna að deila á kosningafyrirkomulag víða um heim og nú síðast í hádegisfréttum RÚV í dag, þar sem kosningasvik í Afganistan voru fordæmd.

Geti menn ekki tekið til heima hjá sér er vandséð hvernig þeir geta predikað yfir öðrum.

 

Mynd1: www.dv,is

Mynd4: www.examiner.com

Leiðari Washington Times fjallar um málið í dag og hér má einnig sjá viðtöl við nokkra nefndarmenn eftir að Christopher Coates gaf vitnisburð fyrir nefndinni:

http://www.pjtv.com/?cmd=mpg&mpid=174&load=4189  


Hagkerfið blóðmjólkað

... og við sem héldum að Steingrímur væri sá eini sem heldur að hann viti hvað hann er að gera.

Að þurrmjólka mjólkurkúna

Hreinskilin og opinská ESB umræða

Morgunblaðið birti grein eftir Atla Harðarson þann 11. september, þ.s. hann fer fram á heiðarlega og opinskáa umræðu um Evrópusambandið. Atli fer á greinargóðan hátt yfir umræðuna eins og hún hefur verið og sýnir að hún er hvorki heiðarleg né opinská. ESB-sinnar reka sinn áróður á að hér myndist efnahagslegur stöðugleiki við inngöngu. Þetta er þó ekki gefin stærð því, eins og Atli bendir á, samkvæmt tölum frá OECD er efnahagslegur ávinningur af inngöngu ekki eitthvað sem aðildarríkjum er færður á silfurfati. Flest löndin sem áður stóðu vestan járntjalds héldu sínum hagvexti nokkurn vegin óbreyttum eftir inngöngu í sambandið, þótt sum hafi dalað nokkuð. Finnland og Svíþjóð gera það þó gott betur eftir inngöngu 1995, en annað hefði verið illskiljanlegt því bæði ríkin komu inn eftir að hafa gengið í gegnum djúpa efnahagslægð ef ekki hreina efnahagskrísu. Og myntbandalagið hefur ekki fært löndunum aukin hagvöxt. Frá upptöku hefur hagvöxtur dalað í evrulöndum um 0.9%.

Ef Ísland færi inn núna má gera ráð fyrir að við gætum horft fram á bjartari framtíð eftir svona 7-10 ár. En bjartari framtíð fyrir Ísland er ekki bundin við inngöngu í ESB. Framtíð okkar getur verið enn bjartari utan ESB ef okkur lánaðist að kjósa yfir okkur ríkisstjórn sem leggur áherslu á uppbyggingu atvinnuvega svo atvinnulausum fækki og hagvöxtur taki við sér. Í stað þess höfum við ríkisstjórn sem getur ekki tekið augun af baksýnisspegli gamallar hugmyndafræði um alræði öreiganna. 

Á meðan lætur framtíðin á sér standa.

En, eins og Atli segir, þá er ESB umræðan hér í hjólförum "efnahagsmála"; lægra vöruverð og lægri vextir eru agnið sem auðlindir hafsins í kringum landið standa andspænis. Aðildarsinnar skauta yfir þá staðreynd að hvorki lægra vöruverð né vextir fást án styrkrar efnahagsstjórnar og draumurinn um aðgang að myntbandalaginu (telji menn það enn fýsilegan kost) er ekki í augsýn. Atli biður um heiðarleika í umræðunni; að við segjum hreint út hvað rekur okkur áfram á hvorn veginn sem er. Ég tek undir með Atla að við eigum að segja hreint út hvers vegna afstaða okkar er slík sem hún er. Við, þ.e. þeir sem eru í mínu liði, eigum að viðurkenna að við vantreystum stórveldunum ef það er málið. Við eigum að viðurkenna að við höfnum andlitslausu valdi sem sækist eftir að stjórna lífi okkar og sálum. Við eigum að gangast við ættjarðarást og ekki að láta landsölumenn komast upp með að hæðast að heiðarlegum tilfinningum, landsölumenn sem hafa gefist upp á lífsbaráttunni og vilja leggjast til hvíldar í náðarfaðm alríkisins, ESB.

Yfirráð yfir auðlindunum varðar ekki aðeins efnahagsmál, þau eru grunnurinn að sjálfstæði landsins og því óaðskiljanleg frá vitund okkar sem þjóðar. Við, sem viljum standa utan ESB, erum og viljum vera Íslendingar. Við eigum sögu og harðbýlt land og við viljum ekki láta minnast okkar sem einhverra óskilgreindra Evrópubúa. Við erum ekki Þjóðverjar sem vegna sögu sinnar á fyrri hluta síðustu aldar gerir þeim um megn að finna til stolts á þjóðerni sínu. Þegar Þjóðverji lýsir því yfir að hann finni sig ekki sem Þjóðverja heldur sem Evrópumann, telur rithöfundurinn Theodore Dalrymple að það sé jafn fáránlegt og hefði hann lýst því yfir að hann sæi sig ekki sem mann heldur sem spendýr. TD heldur því fram að þessi skömm sem Þjóðverjar standa frammi fyrir sé þeim óyfirstíganleg. Hún rekur þá áfram til endalausrar sameiningar við aðra í leit að "identity". Sameiningar sem að endingu mun má út öll þjóðareinkenni nái hún fram að ganga. Það er að segja þangað til undirþjóðirnar fá sig fullsaddar og rífa sig lausar frá sambandinu. Fjármálakreppan sem enn heldur heiminum í járngreipum gæti flýtt fyrir þeim "prosess". 

En það sem undrar mig mest eftir lestur greinar Atla er að ég finn hvergi að þeir sem sífellt eru að tala um að færa umræðuna um ESB aðild upp á málefnalegra plan skuli ekki hafa gripið boð Atla um heiðarlega og opinskáa umræðu. Hafi þeir rök sem afsanna upplýsingarnar sem Atli færir fyrir máli sínu ættu þeir að koma þeim á framfæri, enda útilokar Atli ekki að einhver tækifæri liggi í aðild.

Atli Harðarson setur umræðuna í nýtt ljós. Það er sagt að það taki tíma að snúa risaskipi og risaskipið í Brussel er kannski enn í snúning. Getur hugsast að línan frá Stóra-Bróður í Brussel hafi enn ekki náð landi ?  


Málið tekið fyrir hjá RÚV

Svo virðist sem RÚV hafi endanlega gefist upp á "hlutleysishlutverkinu" og ákveðið að venda starfsemi sinni af vegi fjórða valdsins yfir í farveg þriðja valdsins, þ.e. dómsvaldsins. Eru nú mál flutt þar í beinni útsendingu, milliliðalaust, fyrir dómsvaldi götunnar og enginn þarf að bíða í röð eftir að komast á áhorfendapalla. 

Málflutningur fór fram á skjá allra landsmanna í gærkvöldi og voru engar viðvaranir gefnar til barna eða þeirra sem viðkvæmir eru. Af mikilli innlifun og með grafískum hreyfingum flutti lögmaður þvagleggsþolans mál skjólstæðings síns svo ekki var þurr hvarmur í einni einustu stofu landsins.

Google í myndrænu formi (í stíl við sjónvarpsefnið) leiddi í ljós þrjár myndir sem tengdust viðkomandi Jón Egilssonlögmanni beint. Virðist hann ekki við eina fjölina felldur, því í fyrsta lagi birtist hann gúgglurum sem sakleysislegur pulsuhundur (sjá mynd). Eftir það fer að syrta í álinn því næsta mynd er af ákæruskjali á hendur honum fyrir líkamsáras á leigubílstjóra. Vel má vera að krökkt sé af lögmönnum með sama nafni og verður ekkert fullyrt um að þessi upprennandi sjónvarpsstjarna sé sami maður, en lesa má um málið í Lögbirtingsblaðinu frá 1986. Þriðja myndin gæti svo verið það sem vakti áhuga RÚV á að flytja sig yfir til dómsvaldins, svona í stíl The Sun og DV, en myndin er einmitt fengin úr skjalasafni DV. Svo virðist sem þar hafi réttur maður verið á réttum stað á réttu augnabliki. En eins og einhver ágætur maður sagði "sjón er sögu ríkari" og getur nú hver maður séð hvílíkur talent er þarna á ferð.

Jón Egilsson

Landsmenn hljóta nú að bíða í ofvæni eftir niðurstöðu dómsins enda málið úr höndum lögmanns eins og sakir standa.

Það var tími til kominn að RÚV gæfi okkur skylduáskrifendum séríslenskt sjónvarpsefni. Og það svona líka spennandi.  Endursýningar gamalla bíómynda og norskra úteyjarómantíkur voru farnar að íþyngja sálarlífi landans. Menn voru farnir að halda að búið væri að loka á tékkheftið hjá Palla Magg.

En nú sjáum við að þar er enn langt í land.

 

Mynd1: ko-kr.facebook.com/posted.php?id=376389022925...

Mynd2: www.dv.is

 


Hið frjálsa framtak

finnur sér alltaf farveg ...........

 Frjást framtak

 

Mynd: www.townhall.com

 


Ja, nú er það svart ma´r

Public Policy Polling (PPP) er eitt af virtari viðhorfskönnunarfyrirtækum í BNA. Skoraði #2 í Wall Street Journal 2008. PPP er að gera kannanir þessa dagana á afstöðu fólks til stjórnmálaflokka og einstakling m.t.t. kosninganna sem fram fara í november. Í dag köstuðu þeir bombu inn á sviðið. Fáir, líklega engir  hefðu trúað því fyrir ári sem þar kom fram um afstöðu Ohio-búa til forsetaembættisins.  Þar segja 50% kjósenda að þeir vildu freka sjá Georg W Bush í Hvítahúsinu á meðan aðeins 42% nefna Barach Obama sem sinn mann (by a 50-42 margin voters there say they'd rather have George W. Bush in the White House right now than Barack Obama).

Þetta er ótrúlegur viðsnúningur, þegar tekið er tillit til þessa að fyrir ári taldi drjúgur hluti bandarísku þjóðarinnar að BO gæti gengið á vatni, snúið heiminum um fingur sér og fengið múslíma til að eta úr lófa sínum. Afstaða óháðra kjósenda er 44-37 Bush í vil og jafnvel 11% demókrata mundu þiggja að fá Bush til baka á meðan aðeins 3% repúblikana mundu frekar vilja halda í Messías.

bush_obamaÞað virðist ekki blása byrlega fyrir demókrata þessa dagana. En þeir geta kannski sjálfum sér um kennt. Sigurvíman steig þeim til höfuðs og líkt og Besti flokkurinn ofmátu þeir umboð forsetans. Þeir keyrðu í gegn frumvörp sem voru andstæð þjóðarvitund fólksins og eru nú að uppskera samkvæmt því. Eins og málin standa í dag kærir enginn frambjóðandi til þings um liðsinni forsetans við kosningabaráttu sína.
Eftir eitt og hálft ár í embætti er svo komið að samflokksmenn Obama forðast hann eins og pláguna.
Man einhver eftir háðsglósunum í garð Bush þegar hann hélt sig frá kosningabaráttu sinna manna árið 2008.
Hver hlær núna? 

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband