Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2014

Sögur af vinstrimönnum og villum ţeirra: fimmti hluti

Sögulok (í bili).

Norđur-Afríka

Litríkt fólk. Norđur-Afríkubúar líta nú til Ísrael sem fyrirmynd ađ eigin sjálfstćđu ríki

„Allur heimurinn hatar okkur og viđ höfum unniđ til ţess“ (bls. 6)  hljómar kórinn í búđum vinstri manna segir í bók Bruckner. Öll ţau grimmdarverk sem grafa má upp í sögu vesturlandabúa eru dregin fram sem dćmi um viđurstyggđ okkar: trúarofsóknir, stríđsrekstur, ţrćlahald, heimsvaldastefna og svo auđvitađ iđnvćđing dauđans í útrýmingarbúđum nasista og kommúnista. Ekkert af ţessu einskorđast ţó viđ menningu Vesturlanda nema vera skyldi hugmyndafrćđilegur grunnur útrýmingarbúđanna. Vinstri menn láta ţó sem ţessa viđurstyggđ sé ađeins ađ finna í garđi hvíta mannsins og ódćđisverk í ţriđja heiminum megi öll rekja til kynna „sakleysingjanna“ af Vesturlöndum. Ţessi afstađ setur innfćdda menn í Asíu, Afríku og Suđur Ameríku í stöđu óvitans. Bjálfans sem kann ekki fótum sínum forráđ og lćtur spila međ sig. Má eiginlega segja ađ mikiđ lengra getur rasismi, sem rekinn er undir merkjum mannúđar, ekki komist. Og ţessir sölumenn sektarkenndarinnar hafa veriđ iđnir frá lokum síđari heimsstyrjaldar. Bruckner nefnir fjölda ţeirra međ nafni, ţar á međal strúkturalistann Claud Levi-Strauss, heimspekinginn Jean-Marc Ferry, ljóđskáldiđ Louis Aragon og Svíann Sven Lindquist. Allt vinstri menn eins og ţeir sem, eftir hryđjuverkaárásir íslamista í Bandaríkjunum, Bretlandi og Spáni, hafa ađeins fundiđ sekt hjá fórnarlömbum ódćđismannanna. Bruckner bendir á hvernig kommúnismi og ţriđjaheimsismi[1] séu ađ smokra sér aftur inn í kennisetninguna eftir fyrri skipbrot. Og nú án nauđsynlegrar tengingar viđ raunveruleikann. Hann segir ennfremur ađ „Hugmyndafrćđi deyr aldrei, ţćr umbreytast og endurfćđast í nýrri mynd rétt um ţađ bil sem taliđ er ađ ţćr hafi endanlega veriđ grafnar“ (bls.11). Brýningarmenn sjálfshaturs hafa haft erindi sem erfiđi, ţví ţótt almenningur gangi ekki um götur međ hnútasvipuna á bakinu ţá hefur sektarkenndin tekiđ sér bólfestu hjá almenningi eins og frásögn Sigurđar Boga og rétthugsunarorđrćđan öll ber međ sér.

En lítum ţá á „kenningu“ Brynjars sem Ögmundi var svo í mun ađ afneita. Feill Brynjars er ađ álíta ađ vinstrisinnuđ fréttamennska sé uppspretta dugleysis vinstri manna. En sú ţöggun sem fréttaflutningurinn stendur fyrir er ađeins afsprengi hugmyndafrćđi sem hefur veriđ ađ grafa um sig um nokkurt skeiđ. Hverning varđ hún til? Jú, hún kviknađi um svipađ leyti sem áróđrinum um sektarkenndina var ţröngvađ upp á Vesturlandabúa. Hún kom inn bakdyramegin og á uppruna í skorti á vinnuafli til ađ reisa viđ stríđshrjáđ lönd Evrópu. Fólk frá Norđur-Afríku og ţegnar fyrrum nýlendna flykktust til Frakklands, Bretlands, Hollands og hvert sem vinnu var ađ fá. Upphaflega var hugmyndin sú ađ ţeir snéru aftur, en reyndin var ađ ţörfin fyrir vinnuafl varđ sífellt meiri og ađ endingu fylgdu fjölskyldurnar, sem setiđ höfđu heima, á eftir verkamönnunum. Nýjungagjarnir hippar og  vinstri menn féllu fyrir „annarleika“ ţessa fólks; litskrúđugum fatnađi, framandi matargerđ og menningu. Í krafti jafngildishugmynda skaut fljótlega nafniđ fjölmenning upp kollinum. Eftir ţví sem innflytjendum fjölgađi var meiri áhersla lögđ á sérstöđu hvers hóps fyrir sig  og ađ sama skapi dregiđ úr kröfum varđandi ađlögun ţeirra ađ menningu ţjóđanna sem fyrir bjuggu. Nú er svo komiđ ađ inflytjendavandamál eru ađ vaxa flestum vestrćnum ţjóđum yfir höfuđ. Vandinn er mestur ţar sem múslimar eiga í hlut enda gera ţeir, í krafti fjöldans, nú orđiđ víđa kröfur um ađ frumbyggjarnir ađlagi sig ađ ţeirra háttum. Nákvćmlega hvenćr vinstri menn slóust í för međ baráttu múslima gegn vestrćnum gildum er erfitt ađ segja, en Bruckner Socialist_Workers_Partyrekur ţađ til breskra Trotskýista innan SWP (Socialist Workers Party). Ţeir hafi áttađ sig á óreiđuaflinu sem býr í trúarlegum krafti múslima og séđ sér fćri ađ nýta ţađ í baráttu fyrir sameiginlegum málstađ, ţ.e. gegn markađsfrelsi vestrćns kapitalisma. Vinna Trotskýistar samkvćmt gamalreyndri ađferđafrćđi sem felst í ađ koma sér fyrir í herbúđum óvinarins og vinna málstađ sínum fylgi innan frá (entrism). Ef samvinnan kostar málamiđlanir ţá ţađ. Vinstrmenn gefa eftir kröfuna um mannréttindi, ţá einkum réttindi kvenna  og samkynhneigđra og íslamistar fá afnot af orđrćđu vinstri manna. Samruni tveggja svo andstćđra hópa (öfgavinstri trúleysingja og bókstafstrúađra öfgamanna), sprengir ramma rökhugsunar, enda kallar Bruckner fyrirbćriđ „gagnkvćma blekkingu“. Íranskir kennimenn menntađir í Frakklandi hafa sýnt samvinnu ţessara tveggja afla áhuga[2] enda naut bylting klerkanna  liđsinnis marxista, ţar til klerkarnir höfđu tryggt sér völdin. Tíndu ţá marxistarnir fljótlega tölunni. Bruckner telur engan vafa leika á hvor fari međ sigur af hólmi ţegar upp er stađiđ og telur ađ dađur vinstri manna viđ óbilgjarnt alrćđi klerkanna einkennast frekar af raunverulegri samsćkni (affinity) heldur en tilfallandi tćkifćrismennsku. Af ţví ályktar hann „[..] ađ öfgavinstriđ hafi aldrei sćtt sig viđ fall kommúnismans og opinberi, enn einu sinni, ađ innsti kjarni eldsins sem í ţeim brennur leitist ekki eftir frelsi mannsins heldur ţrćldómi í nafni réttlćtis“ (bls 26). Einhverjum gćti fundist ţessi skođun Bruckners nokkuđ langsótt en ţeim má benda á orđ  hryđjuverkamannsins illrćmda,

ilich_ramirez_sanchezCarlos, sem sér íslamíska byltingu sem bjargvćtt siđmenningar „Ađeins menn og konur brynjuđ skilyrđislausri trú á sannleika, réttlćti og brćđralag munu vera tilbúin ađ leiđa baráttuna og frelsa mannkyniđ undan heimsveldi lyginnar“ (bls. 25)[3]. Hvađ getur veriđ skilyrđislausara en ađ spenna á sig sprengjubelti og sprengja sig í loft upp í fermingarveislu eđa brautarstöđ í nafni trúar?

Fyrir einhvern óútskýrđan keng í upplagi íslenskra vinstri manna hafa ţeir tekiđ á sig syndir gömlu nýlenduveldanna. Viđ sem í 700 ár hímdum í ánauđ nýlenduvelda og ćttum ţví, ef hugmyndafrćđi iđrunarinna byggi yfir snefil af rökvísi, ađ vera í hópi fórnarlamba erum krafin um ađ ganga í hrosshársserk og berja okkur blóđug međ hnútasvipunni. Og til ađ fullkomna ferliđ vilja ţeir nú, á hnjánum, skriđa undir pilsfald nýlenduherranna og raungera ţannig samrunann viđ sektina.   

       

[1]    Ţriđjaheimsismi (Third Worldism) er pólitísk víglína vinstri mann gegn vestrćnum áhrifum í ţriđjaheimsríkjum sem viđheldur jafnframt kaldastríđsátökum  síđnýlendutímans.

[2]   Bruckner vísar ţar í íranska heimspekingin Daryus Shayegan og íranska byltingarsinnann Ali Shariati.

[3]   Ilich Ramirez Sánchez, a.k.a. Carlos, L´Islam révolutionnaire, 2003, Editions du Rocher, Paris.

Mynd # 1  www.city-data.com

Mynd # 2  www.m-m-x-deviantart.com

Mynd # 3  www.tagbots.net

 


Sögur af vinstrimönnum og villum ţeirra; fjórđi hluti

... framh. ţar sem frá var horfiđ:

Ögmundur á LaufásvegiÖgmundi til upplýsingar ţá er Brandeis háskóli landfrćđilega stađsettur nćr Reykjavík en Gazaströndin svo munar meira en 2000 kílómetrum. Ţađ var ţví harla undarlegt ađ hlusta á hann segja ađ „[..] viđ gagnrýnum síđur ţađ sem er fjćr okkur en nćr okkur“, ţví ađeins er 11/2 ár liđiđ síđan Ögmundur stóđ viđ bandaríska sendiráđiđ međ gjallarhorn og mótmćlti kröftuglega hernađarađgerđum Ísraela á Gaza. Mađur spyr sig hvort ţarna hafi veriđ mótmćlt á réttum stađ af réttu tilefni, en gamlir kommar láta ekki slíka smámuni trufla sig. Ef Ögmundur ţarf ađ afla sér atkvćđa skundar hann upp á Laufásveg međ lúđurinn og ef fyrrum samráđherra hans, Össur Skarphéđinsson telur kúfinn farinn af fylginu hrćrir hann í sama potti. Afstađa beggja byggir á arfleifđ kaldastríđsins ţegar Bandríkin og Sovétríkin skiptu međ sér heiminum. Í ţá daga studdu Bandaríkin Ísrael en Sovétríkin voru bakhjarl PLO (Palestinian Liberation Organization). Skođanir ţessara tveggja fyrrverandi ráđherra sitja fastar í skotgröfum ţessarar uppskiptingar. Fall Sovétríkjanna skildi ţá eftir á skeri og leiddi ţá og ađra sem ađhylltust alrćđisstefnu sovétskipulagsins ađ beina eđlislćgri óhamingju sinni í nýjan farveg. Baráttan gegn kapitalismanum heitir nú baráttan gegn alţjóđavćđingu en óvinurinn er enn Bandaríkin og ekkert af farangrinum hefur veriđ skilinn eftir. Ađeins skipt um bandamenn. Vinstri menn hafa tekiđ sér stöđu međ jihadistum sem lýst hafa yfir heilögu stríđi gegn vestrćnum gildum hverra táknmynd er Bandaríkin.

En íslenskir vinstri menn fundu ekki upp hjóliđ. Leiđsögn ţeirra hefur alla tíđ komiđ ađ utan og á ţađ jafnt viđ um „riddara réttlćtisins“ í dag eins og forvera ţeirra á pólitíska sviđinu, ţá Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason. Og alla hjörđina sem međ ţeim hljóp. Franski heimspekingurinn Pascal Bruckner gerir ţeim leiđangri sem nú er genginn nokkuđ góđ skil í bók sinni The Tyranny of Guilt; an essay on Western Masochism[1] sem kom út hjá Princeton Pascal-Bruckner_4594háskólapressunni 2010. Hann telur ađ ţrátt fyrir yfirskin trúleysis og hjúp sćldarhyggju (hedonisma) sem vestrćnar heimspekikenningar tukta okkur međ ţjáist ţessir bođberar af miđaldapínu. Söluvaran er sú sama og á miđöldum, ţ.e. frumsyndin. Iđrunin er máliđ, nú eins og ţá, enda bíta engin vopn betur í löndum kristinna eins og sektarkenndin. Til ađ átta sig á hversu tryggilega sektarkenndin hefur skotiđ hér rótum ţarf ađeins ađ horfa og hlusta á ţađ sem fyrir augu og eyru ber. Blađamađur Morgunblađsins, Sigurđur Bogi ritađi pistil í blađiđ ţann 6. maí sem súmmerađi ţetta upp; hvernig hver sá sem stígur innfyrir helgađ svćđi sérhagsmunahópanna er úthrópađur Sigurđur Bogiţar til hann biđst auđmjúklega afsökunar á orđum sínum eđa gerđum. Sigurđur Bogi kallađi ţetta nýja samkvćmisleikinn, en í raun er iđrunin nú orđin ađ hugmyndafrćđi á heimsvísu. Lögđ er áhersla á ađ túlka allt í vestrćnni menningu á neikvćđan hátt; sem tvískinnung, ofbeldi eđa viđbjóđ. Gildum er snúiđ á hvolf. Samkvćmt kenningunni eru hryđjuverkasamtök (Hamas) upphafin, einrćđisherrar (Kúba, Venezuela) bađađir umburđarlyndi  og íbúar ţriđjaheimsins eru lofsungnir sem fórnarlömb. Fórnarlömb okkar, auđvitađ. Á hinn bóginn er hamrađ á lýđrćđisríkjum, sem tregast viđ ađ gangast undir hinn nýja siđ, af ótrúlegri óbilgirni. Gagnrýnin hugsun, sem eitt sinn var krúnudjásn vestrćnnar hugsunar hefur vikiđ fyrir hagsmunum augnabliksin. Allt er sett á flot og ef hinir syndugu reyna ađ bera hönd fyrir höfuđ sér ţá er ţeim grimmilega refsađ. Stofnanir sem eiga ađ tryggja rétt borgaranna eru undir stöđugri árás eins og viđ sáum á síđasta kjörtímabili, ţar sem stjórnarskráin, dómskerfiđ og fullveldiđ var í stöđugri vörn. En ađ verjast árásum ţessara „riddara réttlćtisins“ telst til höfuđsynda, ţví gamlar syndir eru nú notađar sem vendir á samfélög Vesturlanda.

[1]   Frumútgáfan: La Tyrannie de la pénitence: essay sur le masochisme occidental, 2006, Grasset & Fasquelle, París

Mynd # 1  www.dv.is

Mynd # 2  www.babelio.com

Mynd # 3  www.sunnlenska.is

                                                                                                             

                                                                         ... framhald síđar


Sögur af vinstrimönnum og villum ţeirra: ţriđji hluti

... og enn heldur sagan áfram:

En ţessi vinstri blinda á ţađ sem miđur fer í hinum íslamska heimi er ekki bundin viđ Ísland. Vinstri menn um allan hinn vestrćna heim, sem lifa í ţeirri blekkingu ađ ţeir séu frjálslyndir, hafa skilgreint sína eigin menningu sem óvininn. Mottóiđ er: Allt er betra en okkar menning. Ef ţeir ţurfa ađ loka augunum fyrir vođaverkum eđa slá af í baráttunni fyrir jafnrétti kynsystra, ţá kynfćralimlestingarţađ. Viđ sjáum enga mótmćlafundi, hvorki hér né annars stađar, ţegar uppvíst er um einhverja óhugnanlegustu trúarathöfn múslímskra samfélaga, kynfćralimlestingar stúlkubarna. Ţó er taliđ ađ um 80-120 milljónir múslimskra kvenna hafi undirgegnist ţessar pyntingar. Og ţetta er ekki bara ađ gerast í svörtustu Afríku. Ţúsindir kvenna um alla Evrópu eru limlestar og taliđ er ađ í Bretlandi búi um 66.000 konur viđ ţessi örkuml. Nú fyrst, eftir ađ bann viđ ţessum óhugnanlega verknađi hefur veriđ í gildi í tćpa ţrjá áratugi í Bretlandi, er fyrsta málshöfđunin á hendur gerendum ađ koma fyrir dómstóla ţar. Ekki fingri hefur veriđ lift af hálfu „bođbera réttlćtisins“ til varnar ţessum konum, sem aldrei eiga eftir ađ njóta kynlífs og aldrei munu ala barn án óbćrilegra ţjáninga, ţ.e. ef ţeim blćđir ekki út áđur. Ţessi undarlega ţögn verđur ţó skiljanleg í ljósi ţess ađ drottning valkyrjanna, rithöfundurinn og kvennfrelsishetjan Germaine Greer hefur lýst ţví yfir ađ umskurđur kvenna sé „hluti af hinum marglita vef menningarbundinnar sjálfsmyndar“ og hafi merking ţessara orđa á einhvern hátt veriđ misskilin ţá bćtir hún um betur og segir „fegrunarađgerđir eins eru limlestingar annarra“. Slíkur er undirlćgjuháttur vestrćnna femínista gagnvart íslamskri kvenfyrirlitningu.  

777333-germaine-greerGermaine Greer hefur ţegiđ bođ ađ halda hátíđarrćđu um áhugamál sín viđ Brandeis háskóla í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum. Ţessi virta menntastofnun hefur nýlega veriđ í fréttum fyrir ađ afturkalla bođ um heiđursnafnbót og hátíđarrćđu til handa baráttukonunni Ayaan Hirsi Ali. Afturköllunin kom í kjölfar mótmćla frá samtökum múslima sem kallast CAIR (Council on American-Islamic Relations) og eiga rót ađ rekja til Múslimska Brćđralagsins. Nú vill svo til ađ Hirsi Ali býr yfir öllu ţví sem fjölmenningarmafían međ femínista innanborđs gefur sig út fyrir ađ berjast fyrir. Hún er kona, hún er svört, hún er trúleysingi, hún er innflytjandi og hún er umskorin. Hvađ vilja menn hafa meira? En ţá bregđur svo viđ ađ hinir herskáu „frjálslyndu“ femínistar hafa ekki sagt múkk. Engar fjöldagöngur vegna ţessarar háđuglegu framkomu hins „virta“ háskóla gagnvart ţessari hugrökku baráttukonu. Engar mótmćlasetur. Engin kröfuspjöld. Og hvernig skyldi standa á ţví? Berum ţađ saman viđ mótmćlin og upphrópanirnar ţegar allt varđ vitlaust vegna gítarplokkaranna í Moskvu. Ţeir völdu ađ vanhelga athöfn í rétttúnađarkirkjunni međ gjörningi sínum; sćra međ ţví trúarvitund fólks. ayaan_hirsi_ali-300x200Utanríkisráđherra Íslands kom mótmćlum til Putins forseta (eflaust í nafni íslensku ţjóđarinnar) og trúđurinn Jón Gnarr framdi gjörning. Hirsi Ali hefur sagt sig frá trú sinni og fyrir ţađ og baráttuna gegn viđurstyggilegum misţyrmingum á konum í nafni íslamtrúar kallađ yfir sig dauđadóm (fatwa).  Samstarfsmađur hennar, kvikmyndagerđarmađurinn Theo Van Gogh, var tekinn af lífi á viđbjóđslegan hátt, fyrir augliti fjölda fólks á götu í höfuđborg Hollands, fyrir ađ styđja hana í baráttunni. Viđbrögđ vinstrielítunnar voru ađ draga kvikmynd Van Gogh, Submission[1], út úr kvikmyndahátíđa hringekjunni svo engin merki sitji eftir. Og vinstri menn, sem vegna einhverrar undarlegrar krumpu á sálinni kalla sig „frjálslynda baráttumenn fyrir réttlćti“, ţegja ţunnu hljóđi. Hirsi Ali á engan stuđning međal ţeirra „frjálslyndu“. Henni til varnar kemur enginn Össur, Ögmundur eđa Gnarr. Engin Sóley og engin Halla. Ţau hafa lýst yfir bandalagi međ óvinum hennar međ ţögn sinni. Óvininum sem vill hana feiga af ţví ađ hún hefur hafnađ trú hans.

[1]   Submission = undirgefni, er bein ţýđing orđsins „islam“  á arabísku.

Mynd # 1 er tekin af : www.downeastblog.blogspot.com

Mynd # 2 er tekin af: www.heraldsun.com.au

Mynd # 3 er tekin af: www.legalbriefcase.org


Sögur af vinstrimönnum og villum ţeirra:annar hluti

..og sagan heldur áfra:

Erfitt er ađ trúa ađ svo skynugur mađur sem Ögmundur er trúi ţví fymbulfambi sem hann bar ţarna á borđ, en svo vill til ađ Brynjar hefur meira til síns knappa máls en fram kom í ţessum ţćtti. Viđ skulum skođa ţetta ađeins nánar og byrja á máli sem rétt var tćpt á í ţćttinum, ţ.e. mótmćli og óeirđir hér og í Evrópu áriđ 2012 til varnar hljómsveitarmeđlimum Pussy Riot, sem handteknar voru eftir gjörning í dómkirkju rétttrúnađarkirkjunnar í Moskvu. Stúlkurnar fengu 2-3 ára dóma fyrir helgispjöll, sátu inni í 18 mánuđi, en hafa nú veriđ náđađar. Á ţessum tíma sat herská vinstristjórn hér viđ völd, bćđi í borg og ríki. Borgarstjóri Reykjavíkur og ráđherrar í ríkisstjórn Íslands tóku ţátt í fordćmingu dómanna yfir ţeim. Hins vegar hafa engir mótmćlafundir veriđ haldnir og engir ráđherrar hafa tjáđ sig vegna aftaka múslimskra kvenna sem grafnar eru lifandi, grýttar eđa hengdar fyrir ţá sök eina ađ hafa „gerst“ fórnarlömb Halla Gnauđgana. Sama ţögn ríkir í búđum femínista, öfgafyllsta arms Vinstri-grćnna, sem af einbeittum vilja hafa leitt ţessi dómsmorđ hjá sér. Halla Gunnarsdóttir, framákona í femínistahreyfingunni og ađstođarkona Ögmundar í ráđherratíđ hans, vann meistararitgerđ sína um viđhorf íranskra kvenna til frelsis og jafnréttis. Ritgerđina gaf hún út í bókarformi og ber hún heitiđ Slćđusviptingar; raddir íranskra kvenna[1]. Er ţessi bók sérkennileg réttlćting á undirokun kvenna í múslimsku landi. Ađeins ţannig verđur niđurstađa Höllu, um ađ ađeins sé „stigsmunur en ekki eđlismunur á stöđu kvenna, til dćmis á Íslandi og í Íran“ (bls. 64-65), skilin. Ţessa niđurstöđu setur hún fram eftir ađ hafa tekiđ viđtöl viđ 13 íranskar konur sem flesta (10/13) voru giftar og jafnvel komnar međ uppkomin börn, ţegar klerkastjórnin komst til valda áriđ 1979. Flestar voru konurnar af milli- eđa yfirstétt sem er tiltölulega fámennur minnihluta hópur. Ţćr höfđu ţví notiđ mun meira frjálsrćđis en almennt gerđist í Íran eđa stendur írönskum konum til bođa nú. Flestar höfđu notiđ frelsis til ađ ferđast til útlanda og sumar sótt sér menntun til annarra landa. Eftir valdatöku klerkastjórnarinnar, segir Halla: „Konur úr ţeim hópi misstu stöđu sína í samfélaginu og í sumum tilvikum atvinnu sína. Lífsstíll ţeirra varđ allt í einu ólöglegur ...“ (bls.143) og á öđrum stađ segir Halla „Hafa ber í huga ađ ţessar konur búa í landi ţar sem skođankúgun ríkir og ţćr hafa einfaldlega ekki frelsi til ađ tjá sig. Margar eru hrćddar viđ ađ tjá sig opinskátt“ (103). Í ljósi ţessa er niđurstađa Höllu ţví undarlegri. Ţađ er ekkert óeđlilegt viđ ađ ţessar konur séu einmitt óánćgđastar međ stöđu sína. Íslam hefur alltaf átt stóran ţátt í lifi írönsku ţjóđarinnar, en undir keisarastjórninni losnađi um ýmsar trúarlegar hömlur. Ţessar konur eru ţví eins og fuglar sem flogiđ hafa frjálsir en hafa nú veriđ fangađir í búri.

burka
 

Eftir valdatöku klerkastjórnarinnar var fjölskyldulöggjöf keisarans afnumin. Hún hafđi veitt konum margvísleg réttindi, en nú urđu ţćr aftur undirsettar karlaveldinu. Ţćr eru „eign“ feđra sinna og síđar eiginmanna og viđ skilnađ missa ţćr forrćđi yfir börnum sínum ţótt stöku sinnum geti ţćr afsalađ sér brúđarmundi í skiptum fyrir börnin. Fimmtíu vandarhögg eru refsing unglingsstúlku sem freistast til ađ stytta buxnaskálmar sínar. Ţađ kemur fram í bókinni ađ flest viđtölin voru tekin í viđurvist annarra og mörg ţeirra međ ađstođ karla. Ţađ er mikill ljóđur á annars áhugaverđri bók ađ höfundur skuli ekki geta hafiđ sig yfir  pólitískan rétttrúnađ sinn.  Niđurstađa bókarinnar, ađ ađeins sé stigsmunur á stöđu íranskra og íslenskra kvenna, er í hrópandi mótsögn viđ innihaldiđ og verđur enn meira áberandi ţegar litiđ er til ţessa knappa og sértćka úrtaks sem unniđ er međ. Ţađ má ţví öllum vera ljóst í hvađa átt pólitísk sýn Höllu hallast.

[1]   Halla Gunnarsdóttir, Slćđusviptingar: raddir íranskra kvenna, 2008, Salka, Reykjavík

Mynd #1 er af www.reasoningpolitics.worldpress.com

Mynd #2 er af www.mbl.is

                                                                        

                                                               .... framh.


Sögur af vinstrimönnum og villum ţeirra

Ég hef oft veriđ spurđ hvers vegna ég birti hér ekki greinar sem tímaritiđ Ţjóđmál hefur gefiđ út. Ţví er helst til ađ svara ađ ég hef hreinlega ekki nennt ţví. Nú ćtla ég ađ bćta um betur en ţó ađeins hvađ varđar síđustu grein mína og birti ég hana hér í framhaldssöguformi. Enginn skyldi ţó ćtla ađ hér sé um skáldsögu ađ rćđa ţví allt er hér bakkađ upp af atburđum sem átt hafa sér stađ.

Kafli 1.

Tvískinnungur og undanbragđahefđ

riddara réttlćtisins

Ţađ var trú manna, ţegar sjónvarpiđ kom fyrst fram, ađ útvarp myndi fljótlega heyra sögunni til. En önnur er raunin. Útvarpiđ heldur fyllilega stöđu sinni og vandfundinn er sá sem ekki á sér einhvern uppáhalds útvarpsţátt í öllu ţví litrófi tals og tóna sem finna má á öldum ljósvakans. Til ađ tryggja stöđu sína og salt í grautinn ţurfa útvarpsmenn ţó ađ halda vel á spöđunum, sérstaklega ţeir sem stjórna spjallţáttum. Ţeir ţurfa ađ fá til sín  viđmćlendur sem eru óragir ađ lýsa skođun á ţví sem efst er á baugi hverju sinni.  Stjórnmálamenn eru vinsćlir viđmćlendur og ekki ţykir  verra ef hćgt er ađ etja ţeim saman viđ pólitískan andstćđing. En ţađ á enginn sigur vísan í pólitískri umrćđu og jafnvel kemur fyrir ađ báđir viđmćlendur haltra af sviđinu, sárir og illa til reika. Ein slík viđureign átti sér stađ á vordögum, í morgunútvarpi Bylgjunnar, ţar sem Ögmundur og Brynjar á góđri stundtókust á alţingismennirnir Ögmundur Jónasson og Brynjar Níelsson. Umrćđuefniđ var frumvarp á Íraksţingi sem lögleiđir barnaníđ og nauđganir ef samţykkt. Frumvarpiđ gerir ráđ fyrir lćkkun hjónabandsaldurs stúlkubarna úr 18 árum niđur í 9 ár. Skal brúđguminn ţó ekki vera undir 15 ára aldri. Ástćđa breytingarinnar er ađ stjórnvöldum ţykir ţađ stríđa gegn ströngum Sharialögum ađ nýta ekki stúlkukindurnar betur. Vildi ţáttastjórnandinn, Heimir Karlsson, fá ađ heyra sjónarmiđ ţeirra og benti hann á ađ sér ţćtti viđspyrnan á Vesturlöndum gagnvart ţessum málum vera veik; eins og menn veigruđu sér viđ ađ gagnrýna allt ţađ sem viđkemur íslamstrú.

Áđur en Heimir bar upp spurninguna hafđi Ögmundur látiđ gamminn geysa um ferđalag sitt til Kúrdistan og leyndi sér ekki ađ hann hafđi orđiđ fyrir opinberun í ţví mikla landi jafnréttis. Ţar sem deilan um Krím var í algleymingi hafđi hann líka rutt úr sér rullunni um vestrćna hagsmunavinda sem blása um Ukraínu og sérstaklega Krímskagann og minnti á átökin í Líbýu, Afganistan og Írak svo ekki fćri milli mála hverjir gćtu sleppt ađ setja upp geislabauginn. Hernađarveldi og olíuhagsmunir komu ţar sterklega viđ sögu. Má međ sanni segja ađ Ögmundur sé trúr sinni fortíđ og má mikiđ lćra af ţví sem hann ţegir um ekki síđur en ţađ sem hann segir. Brynjar, sem ekki leggur sig eftir ađ orđlengja um hlutina og nćr ţar af leiđandi ekki ađ klófesta nema um ţađ bil 10%  af útsendingartímanum, var í ţetta sinn fyrri til ađ svara spurningu Heimis. Sagđist hann hafa ţá kenningu ađ ástćđan fyrir ţessum vćgu viđbrögđum vćri sú ađ pressan á Vesturlöndum vćri svo vinstri sinnuđ. Ţví tćki hún frekar undir málstađ ţessara Langt-í-burtu landa og benti á ađ meira ađ segja hörđustu femínistar láti vera ađ gagnrýna mannréttindabrot gegn konum, ţótt ţeir séu fljótir til ţegar eitthvađ ber útaf á Vesturlöndum. Allt er ţetta rétt, ţótt ţađ útskýri í sjálfu sér fátt og kafi ekki djúpt. Ţó virtist Brynjar snerta ţarna aumann blett hjá Ögmundi, ţví ekki er ađ orđlengja ţađ ađ hann tóks á flug og kvađ langa drápu um störf sín sem fréttamađur, átök í Sýrlandi, afstöđu fólks til frelsis og svei mér ţá ef heilbrigđisţjónustan hér heima og strćtó komu ekki líka viđ sögu. Og ekki má gleyma hinni klassísku kanínu í hatti vinstri manna; hrikalegum ofsóknum kirkjunnar á miđöldum. Eftir ađ hafa slengt öllu nema eldhússvaskinum inn í umrćđuna stóđ ekkert eftir annađ en ađ Ögmundur hafđi ekki minnst einu orđi á afstöđu sína til upphaflegu spurningarinnar „hvers vegna eru viđbrögđ Vesturlanda svona veik í ţessum málum“.

Heimir_Karlsson Ţáttastjónandinn var ekki sáttur viđ ţessi undanbrögđ og hélt áfram ađ spyrja um afstöđu ţeirra  og benti á hávćr mótmćli hér og annars stađar ţegar illa er fariđ međ konur á Indlandi eđa í Rússlandi. En ţegar kemur ađ konum í arabaheiminum ţá er eins og enginn ţori ađ segja neitt. Brynjar ákvađ ađ halda sig viđ kenningu sína og benti Ögmundi á ađ ţađ stćđist ekki ađ kalla ţetta annan menningarheim ţví Rússland vćri annar menningarheimur og sama mćtti segja um Indland. Ögmundur var kominn út í horn og klikkti ţví út međ ađ hann hafnađi vinstri-hćgri kenningu Brynjars en sagđi svo „Skýringin er sú ađ viđ gagnrýnum síđur ţađ sem fjćr okkur er, en nćr okkur“. Á ţeim punkti skellti ég upp úr.

Ţennan ţátt mćtti nota sem kennsluefni í tvískinnungi og undanbragđahefđ vinstri manna.  Á  sigurvegara umrćđunnar, ţáttastjórnandann sem sleppti ekki viđmćlendunum af önglinum fyrr en allt líf var úr ţeim undiđ, má hins vegar hengja orđu. Ţótt Brynjar hafi átt loka lagiđ í síđu Ögmundar ţá hefđi hann mátt fylgja kenningu sinni betur eftir, ţví kenning er ekki kenning ef hún er ekki rökstudd á trúverđugan hátt. Brynjar hafđi greinilega ekki hugsađ ţetta mál mjög djúpt en í ţess stađ reitt sig á eigiđ innsći. Ögmundur brást hins vegar viđ ađ vinstri manna siđ; fór undan í flćmingi og dreifđi umrćđunni međ orđgnótt, sem hljómađ hefđi glimmrandi í óperettu eftir Gilbert og Sullivan, en svarađi engu.

.......... framhald síđar

Myndi # 1 er af www.eyjan-pressan.is

Mynd # 2 er af www.vb.is


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband