Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Er Bólivía nýja Sádi Arabía?

Nú í jólaönninni datt mér í hug að athuga með batterí fyrir myndavélina mína. Hleðslan var farin að gef sig og varabatteríið sem keypt var á sama tíma var ekki að standa sig mikið betur. Ég hringdi því í nokkrar ljósmyndaverslanir og spurðist fyrir um gripinn en þessi 5 ára myndavél var ekki lengur "sidste skrig" og batteríið greinilega ekki heldur. Á Amazonvefnum má fá batteríið fyrir $70 en gallinn er að Amazon sendir aðeins bækur, CDs og DVDs út fyrir landsteinanna. En jólin eru tími ljóss og friðar og góðvinur minn benti mér á verslun í Skipholti, sem höndlaði með slíka gripi, og viti menn þarna fékk ég batteríið. Fyrir litlar 7000 krónur get ég nú fest Santa á filmu láti hann svo lítið sem að líta inn til mín um jólin.

Reyndar hef ég lengi haft áhuga á þessari tegund battería og hann hefur frekar aukist undanfarið en hitt, þ.e. ég hef, alveg frá því að umræðan um rafmagnsbíl fór af stað velt því fyrir mér hvort litíum sé óþrjótandi auðlind. Það virðist sem helsta fyrirstaðan við að rafvæða bílaflotann (fyrir utan beinharðan kostnað)sé að framleiða nægilega öflug batterí svo maður komi bílnum í það minnsta út úr innkeyrslunni áður en kallað er eftir næstu hleðslu.  Það dugar skammt að eiga rafknúinn bíl ef ekkert rafmagn er til að knýja hann áfram.

 Á leiðinniEn nú er lausnin fundin og maður sem mús getur fljótlega lagt leið sína í kaupfélagið hans Steingríms Joð og keypt hina langþráður framlengingarsnúru. Líklega er vissara að fara með skömmtunarseðlana sína fyrst til uppáskriftar í ráðuneyti Svandísar Svavars svo ekki verði skrúfað fyrir rafmagn á heimtaug þeirra sem flokka ekki ruslið sitt samkvæmt stöðlum.

En svo fremi sem Svandísir heimsins bregða ekki fæti fyrir framtakið, þá virðist sem vandi rafbílaframleiðenda sé nú leystur. Á hásléttu Bólivíu, svokallaðri Salar de Uyuni, er að finna allt það litíum karbónat sem þarf til að fullnægja batterísþörfum heimsins næstu árin. Hvað gerist síðar er ekki gott að segja, en umhverfisverndarsinnar munu eflaust að endingu lýsa litíumnám skaðlegt umhverfinu. En það verður líklega ekki fyrr en mestöllum bílaflota heimsins hefur verið breytt, svo áhrifanna gæti sem víðast og sem þyngst. Þannig linntu umhverfisverndarsinnar í Bandaríkjunum ekki látum fyrr en lög voru sett sem bönnuðu olíuvinnslu á víðáttumiklum svæðum innan lögsögunnar. Lög sem gerðu BNA háð olíu frá Sádi Arabíu og Venesúela.  

Nú er krafa uppi um endurnýtanlega orkugjafa, en undir þá flokkast kjarnorka (sem er sögð of hættuleg), sólarorka (sem er of dýr, of fyrirferðarmikil og spillir þar að auki útsýninu) og vindorka (sem nýtist best þar sem vindstraumar farfuglanna liggja). Sjávarorkan er að verða síðasta hálmstráið, en það mun eflaust visna þegar upp kemst að þar sem straumarnir eru sterkastir þar liggi jafnframt helstu uppeldisstöðvar svifsins sem hvalirnir nærast á. Guð forði okkur frá að skerða lífsafkomu hvalanna.

Hið hvíta gull sem leysir hið svarta af hólmi. 

Nýja Sádi Arabía-Salar de Uyuni

Er það þá ekki hinn knái Eva Morales sem kemur eins og riddari á hvítum fáki saltsins. Á Salar de Uyuni mun Morales nú drottna á meðan sendinefndir allra helstu ríkja heims gera sig til fyrir hann. Hver skyldi nú hljóta hnossið. 

Salt jarðar hefur nú fengið nýja merkingu í huga mannanna og miðað við verðið sem ég mátti gefa fyrir Li-batteríið í myndavélina mína má ætla að haldi Morales rétt á spöðunum verður Bólivía brátt eitt af stórveldum heimsins.

Grein um Salar de Uyuni:  http://www.technologyreview.com/energy/24058/?a=f


Þegar fallið er hátt

Nobelsnefndin gerði Gulldrengnum engan greiða þegar hún ákvað að veita friðarverðlaunin í ár uppá krít. Gestir í hátíðarsalnum við verðlaunaathöfnina  í Osló virtust ekki hafa meðtekið fagnaðarboðskapinn sem þarna var borinn á borð. Helst var á þeim að sjá  að af illri nauðsyn hefðu þeir mætt í jarðarför gamla grútfúla nískupúkans sem alla tíð hafði verið til ama í ættinni. Ekki bar á gleðibrosi í salnum. Það munu líða nokkur ár áður en Noregur varpar skugga sínum aftur á dyrastaf Hvíta hússins.

En hafi verðlaunaafhendingin vakið litla hrifningu í Noregi, var hún algert faux pas í Bandaríkjunum. Aldrei hefur viðhorfið til Gulldrengsins sokkið jafn djúpt og dagana sem norsarar voru að "heiðra" friðargjafann. Rasmussen Report tekur daglega púlsinn á vinsældum forsetans og birtir á hverjum degi vinsældastuðul samantektar þriggja daga. Í gær kom niðurstaðan fyrir Húllumhæ dagana í Norge í kringum frelsaraverðlaunaafhendinguna. Sjá hér að neðan:

obama_approval_index_dec_13_2009

 Mínus 19 er ekki vinsældartala sem maður kærir sig um að útvarpa. Það merkilega við tölurnar er að það er stuðningurinn sem minnkar. Það eru hinir óflokksbundnum sem eru að yfirgefa hann. Óánægjan með störf Obama hefur haft yfirhöndina í þessum könnunum síðan um miðjan júlí.  Og nú eru áhangendurnir, sem fyrir ári heldu ekki vatni af tilhugsuninni einni að standa undir sama þaki og messías, að vakna til meðvitundar. Jafnvel Bogi Ágústsson er að átta sig á að kannski var ekki allt sem sýndist. Á morgunvakt rásar2 lýsti hann því yfir að "það hefði ekki verið við því að búast að Obama stæði undir öllum væntingum". Fréttaflutningur RÚV af Gulldrengnum hefur þó ekkert breyst. Enn flytur RÚV fréttir af gleðigöngu Obama á vatninu. 

Hluti af vandamáli Obama er oflætið sem birtist í því að ætla að umbylta þjóðfélaginu án samráðs við þegnana. Þá er það ekki síður sú staðreynda að hann er ekki lengur að ná í gegn til þeirra. Hann er farinn að endurtaka sig og ræðurnar sem eitt sinn þóttu svo innblásnar og upphafnar eru nú farnar að vera dálítið hlægilegar. Ef þær eru ekki bara orðnar drepleiðinlegar.  

Dálkahöfundurinn Mark Steyn segir glansinn svo gersamlega horfin af Obama að einna helst megi líkja honum við hinn litlausa forseta Evrópusambandsins. Sá hafði það eitt sér til ágætis í embættið að þykja ekki líklegur til að varpa skugga á valdhafa ríkisins, þau Merkel og Sarkozy. 

Ekki þykir heldur útilokað að fléttusafnarinn frá Flandri skilji eftir sig stærra spor á heimskortinu en rásmaðurinn í Hvíta húsinu.


Hvað eiga loftslagsvísindin, Jónína Ben og Indrið H. sameinginlegt?

MEÐ ALLT NIÐRUM SIG

Með allt niðrum sig.
Hvað eiga loftslagsvísindin, Jónína Ben og Indrið H. sameinginlegt?

 

From: Phil Jones
To: “Michael E. Mann”
Subject: IPCC & FOI
Date: Thu May 29 11:04:11 2008

Mike,

Can you delete any emails you may have had with Keith re AR4?
Keith will do likewise. He’s not in at the moment – minor family crisis.
Can you also email Gene and get him to do the same? I don’t
have his new email address.

We will be getting Caspar to do likewise.

I see that CA claim they discovered the 1945 problem in the Nature paper!!
Cheers

Phil

philjones1Kannast einhver við manninn, Phil Jones? Þetta er náunginn sem á stóran þátt i því að í dag sitja þjóðir heims á ráðstefnu í Kaupmannahöfn til að skipuleggja hvernig flytja má milljarða á milljarða ofan inn í einhverja framtíð sem enginn veit hver verður. En Phil er stoð og stytta æðstuprestanna í loftslagshofinu sem um þessar mundir predika endalok mannkyns. Loftslagstrúin er nýjasta útgáfan af heimsendatrú þótt nú sé hún kölluð umhverfisvernd. Enda á hugtakið TRÚ ekki uppá pallborðið hjá umhverfissinnum. En loftslagstrúin á það sameiginlegt með öðrum trúarbrögðum að ala á sjálfsásökuninni. Æðstuprestarnir, sem aldir voru upp á fimbulvetrarkenningu kaldastríðsáranna sem aldrei rættist, vissu að söfnuðurinn beið enn eftir sínum messíasi. Allur auður heimsins félli þeim í skaut sem vakið gæti trúareldinn á ný. Neistinn kviknaði og varð að báli. Véfréttin (Goracle) talaði og söfnuðurinn féll fram, jafnvel í Háskólabíó. Engra frekari sannana þurfti við, málið var útrætt. Milljarðar í vasa æðstuprestanna.

En í hverri Paradís leynist snákur og Phil var bitinn. Phil sem áður var bjargvættur heimsins varð uppvís að því að falsa gögn og greip þá til þess að eyða þeim. Delete takkinn leysti vandann. En efinn hélt innreið sína í hið helga musteri og nú þarf söfnuðurinn að stoppa uppí öll vit til að þurfa ekki að móttaka sannleikann. 

Þrýst er nú á samstarfsmenn Jones á Veðurfræðistofnuninni bresku að skrifa undir yfirlýsingu um traust þeirra og trúnað við ríkisstjórnina. Um 1700 vísindamenn hafa nú skrifað undir en sitja þá uppi með glæpinn, því þegar vísindamaður snýr baki við vísindunum til að gangast undir klafa pólitískra hagsmuna, þá hefur hann glatað trúverðugleikanum. Al Gore, sem er líklega fyrstur æðstuprestanna til að verða miljarðamæringur, reynir að hrista af sér slímið sem nú er farið að þekja fræðin. Gore segir þetta 10 ára gömul gögn en staðreyndin er sú að nýjustu póstarnir eru aðeins tveggja mánaða gamlir. Gore mætti snemma til leiks á trúarhátiðina í Kaupmannahöfn svo ljómi hans mætti leika um allan þingheim, en nú fer minna fyrir honum. Auglýstri samkomu þar sem hann ætlaði að bjóða almenningi að snerta pilsfald sinn fyrir litla $1200 hefur nú verið aflýst. 3000 heittrúaðir Danir mega nú hírast án blessunar og ástæðan er sögð tölvupóstar bresku Veðurfræðistofnunarinnar. 

Samkvæmt viðteknum leikreglum reyna nú prestarnir að koma sökinni á hakkarana. En eins og Jónína Ben og Indriði H. komust að við illan leik, þá eru hakkararnir sleipir.  Þeir stunda iðju sína nótt og dag og það heyrist stöðugt dripp, dripp, dripp. Í þetta sinn innan úr musterinu sjálfu. Niðurstaða ráðstefnunnar lá nefnilega fyrir áður en límúsínurnar og einkaþoturnar komu til Köben. Fulltrúar þróunarríkjanna eru æfareiðir vegna lekans sem leitt hefur í ljós að Kaupmannahafnarráðstefnan er ekkert annað en leiktjöld fyrir sýndarvísindi, loforðaglamur pólitíkusa og trúarbragðaiðnaðinn sem ætlar sér að drottna yfir okkur eins og kaþólska kirkjan forðum. Hagkerfi skulu lögð í rúst, því öllu fé skal nú veitt í farveg ofurstofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og til vara undirstofnana Sameinuðu þjóðanna. Til að byrja með á að ryksuga ríkiskassa Vesturlanda uppá $200 til 210 milljarða. Það er bara upphafið. En hvernig urðu þessar stofnanir fyrir valinu til að deila og drottna? Hafa þær sýnt hæfni til að meta ástand heimsins? Sáu þær fyrir HRUNIÐ, ef svo, því komu þær ekki í veg fyrir það? Og ef þær sáu það ekki fyrir, hverjar eru þá líkurnar á að þær geti séð fyrir efnahagsástand heimsins eftir 20, 30 eða 40 ár? Til að ná þessu fram hafa vísindamenn, eins og Jones, beitt sjónhverfingum, kúgun og ritskoðun til að soga til sín fé og þjónusta stjórnmálamanna sem þrá að koma á sovésku skipulagi með annarra fé. Tölvupóstarnir, sem í síðasta mánuði komu fyrir sjónir almennings, bera vitni um að (minnsta kosti sumum) vísindamönnum er ekkert heilagt. 

Það sem þarna fór forgörðum var sannleikurinn sjálfur.

Fórnarlamb HMVÁ öðrum degi ráðstefnunnar, þar sem 15,000 ráðstefnugestir, 5,000 fréttamenn og fylgihnettir mættu til leiks, kom í ljós að það var alsendis ótarfi að losa þessi 41,000 tonn af koltvísýringi sem ráðstefnan skilar útí andrúmsloftið. Lokaniðurstaðan lá jú, fyrir.

Þróunarríkin segja að það eigi að láta þau borga brúsann. Upphaflega samningnum, sem gerður var undir verndarvæng Sþ, hafi verið kippt úr sambandi. Þau telja að samstöðu þróunarríkja verði sundrað með því að stiggreina þau í lífvænleg eða "viðkvæm" ríki. Þau halda því ennfremur fram að fátækar þjóðir muni aðeins fá að losa 1.44 tonn af kolvetni á mann á meðan ríkari þjóðir fái að losa 2.67 tonn. Þetta síðasta er athyglisvert m.t.t. að manntonnin sem losuð eru núna liggja á bilinu 0.58-29. Var einhver að tala um að setjast að samningaborði?

En í þessu ljósi þarf kannski að skoða loforð Baracks Obama um að Bandaríkjamenn muni árið 2050 losa 83% minna en þeir gerðu 2005. Er það trúverðugt? Georg Will hjá Washington Post segir að þetta loforð setji Bandaríkjamenn á par við losun árið 1910 þegar Ameríkanar töldu 92 milljónir. Árið 2050 verða þeir u.þ.b. 420 milljónir og loforð Obama hljóðar því upp á losun nálægt því sem var árið 1875. Er Obama ekki bara að segja okkur að svín geti flogið? FlyingPigsMeð öðrum orðum er sá væni maður ekki bara að ljúga? Og hver er trúverðugleiki Evrópuríkjanna sem setja þjóðum sínum sífellt strangari reglur um hvað megi og hvað megi ekki. Sparperur að viðlögðum refsingum, fretpoka á beljur og vistvæna bíla sem enginn hefur efni á að kaupa. En hefur neysla eitthvað minnkað? Hafa þessar reglur minnkað kolvetnisspor ESB? Já, reyndar, en það er bara partur af sjónhverfingunni, því ekki hefur ástand heimsins batnað eina agnarögn. Framleiðsla neysluvarningsins hefur bara verið flutt um set; hinu megin á hnöttinn til Indlands og Kína sem að öllum líkindum verða orðnar herraþjóðir okkar eftir 20-30 ár.

Og Kínverjar sýna nú snilld sína. Þeir eru að verða búnir að ná tökum á orðfærinu sem best gengur í æðstuprestana. Þeir mæta með sína delegasjón til Köben og segjast ætla að draga úr "kolvetnisþéttleika" sínum, þ.e. þeir ætla að minnka kolvetnislosun per framleiðslu einingu. Þetta hljómar vel, en hvað merkir það? Þeir ætla ekkert að minnka framleiðsluna, frekar að auka hana, því einhver verður að framleiða svo hamingjudraumar okkar rætist. Ódýra skó, ódýr leikföng, ódýrt líf. Já allt skal kaupa ódýrt frá Kína. Allt nema ódýrar virkjanir. Hræsni Íslendinga ríður nefnilega ekki við einteyming frekar en hjá öðrum. Starfskraftar Kínverja voru ekki vel þegnir þegar Impreglio ætlaði að spara sér nokkrar krónur með því að flytja ódýra Kínverja inn til að virkja á Íslandi.  Þá vildu Íslendingar allt í einu að fullt verð skyldi gilda. Og til að tryggja að við förum ekki að álpast til að gleyma því ætlar umhverfisráðherra Íslands að leggja virkjanakosti okkar á altari Al Gore í Kaupmannahöfn.

Sumir hætta aldrei að tilbiðja sinn guð. Sovétríkið á nú að raungerast í dreifingu auðs í nafni umhverfisverndar. Á meðan önnur þróunarríki* búa yfir nægri lífslöngun til að klóra í bakkann þegar illa árar, er Svandísarheftarinn, rétt eins og faðir hennar, að tryggja að við sem þjóð fáum að hírast á hnjánum meðal þjóða heims. Aldrei nóg eftirgefið. Líklega er Ísland eina þróunarlandið sem sjálfviljugt gefur frá sér réttinn til að standa stolt meðal þjóða. Ekki einu sinni heldur tvisvar og koma þar feðginin við sögu í bæði skiptin .

*Icesave gerir okkur að þróunarríki 

 Mynd 1: www.townhall.com

Mynd 2: co2realist.com

Mynd 3:www.townhall.com

Mynd 4: www.baltimoresun.com

Viðauki við fyrri færslu:

Upplýsandi myndband um meðferð óþægilegra mála í Kaupmannahöfn

http://biggovernment.com/2009/12/11/un-security-stops-journalists-questions-about-climategate/#more-44722


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband