Leita í fréttum mbl.is

Þegar vonin ein er eftir

Það spyrja sig margir þessarar spurningar núna. Hingað til hefur Obama dugaða að vekja von um að hann standi fyrir "einhverjum" breytingum. Auðvitað munu breytingar fylgja í kjölfar kosningar hans til forsetaembættisins, það veit bara enginn hverjar þær verða. Forystuhæfileika hans eru til staðar, það sýndi kosningabaráttan, en hvað hann gerir við þá er enn óþekkt.

Charles Krauthammer fjallaði um þetta óræði í pistli í Washington Post strax eftir útnefningu Obama á flokksþingi demókrata. Þar talar hann um að Obama sé "sjálfskapaður" og megi líkja persónu hans við hina töfrum vöfðu dulúð sem hvíldi á Gatsby í frægri skáldsögu. Krauthammer segir þetta ástarævintýri demókrata valda þeim kvíða.  Þeir séu nú, eftir þessa ákvörðun sína, í svipaðri stöðu og maður sem vaknar að morgni og "horfir á hringinn (á fingri sér) og veltir fyrir sér hvern hann gekk að eiga í gærkvöld".  

Nú eru það ekki bara demókratar sem þurfa að velta þessu fyrir sér. Nú er það allur heimurinn.


mbl.is Forystuhæfileikar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband