Leita í fréttum mbl.is

Var ákvörðun yfirvalda að loka landinu réttlætanleg?

Eftir um 2ja mánaða tilraun með að opna landið fyrir túristum ákvað ríkisstjórnin að loka því aftur og kæfa í fæðingu þá veiku von sem kviknað hafði hjá ferðaþjónustinni um áframhaldandi líf. Óskiljanleg aðgerð þar sem smitin sem uppgötvuðust á landamærunum reyndust flest vera hjá Íslendingum, hælisleitendum eða farandverkamönnum á íslenskum vinnumarkaði. Túristarnir höfðu passað sig fyrir ferðina enda ekki áhugasamir að eyða fríi sínu í einangrun í framandi landi. Aðgerð stjórnvalda var mun harkalegri en við hafði mátt búast sem vekur upp grunsemdir að  Þríeykið hafi kannski full mikið tak á hinu pólitíska stjórnvaldi. Þar til nú hafa menn haft þann skilning að hlutverk þess sé með réttu að hafa yfirsýn yfir samspil allra þátta þjóðlífsins; taka mið af því. Því þótt heilsa þjóðar sé mikilvæg er hún þó aðeins einn þáttur í því ferli sem samfélag manna byggir á.

 IMG_1102Það sem upphaflega átti að vera aðgerð til að fletja út kúrfuna til að bjarga vanbúnu heilbrigðiskerfi er nú orðið að hreintrúarstefnu þar sem allri ógn skuli bægt frá landinu. Þessi sótthreinsun er eflaust sett fram í þeirri trú að bóluefni við óværunni sé rétt handan við hornið. Engin vissa er þó fyrir því að það gerist og því fjölgar sífellt í þeim hópi sem tapað hefur trú á "vísindin" sem ekkert hafa fyrir sér annað en stjórnlyndi berskjaldaðra trúarbragða, sem treysta okkur ekki fyrir vitneskjunni sem þau þó þekkja. 

 Staðan í dag er hinsvegar sú að nú geta allir aflað  sér þeirra upplýsinga sem þeir telja þörf á og það án aðkomu stjórnvalda eða misviturra fréttamiðla.    Almenningur hefur nefnileg lært að googla.                                                          

IMG_1103Þá er ekki skrýtið þótt spurningar vakni um hvort aðgerðir sem hér var tekið til hafi ekki verið full harkalega. Í þessari seinni bylgju var stærsti hópurinn sem veiktist á aldrinum 20-50 ára. Fólk á besta aldrei sem gerði ekki annað af sér en njóta frelsis. Aðeins 3 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og enginn látist. Ef maður skoðar þessar tvær myndir hér til hliðar þá sýna þær svipaðan feril smita í Frakklandi og hér, frá því pestin hélt innreið sína þar til fyrir nokkrum dögum. Efri myndin sýnir að smit í seinni bylgju eru að ná sömu hæðum og í upphafi. Seinni myndin er hins vegar áhugaverðari því hún sýnir að dánartíðnin er nánast engin í þessari bylgju sem nú stendur yfir, þrátt fyrir öll smitin sem nú eru að greinast. Nákvæmlega sömu mynd má sjá af sýkingum og dánartölum frá Spáni og reyndar flestum þeim löndum sem fóru sem verst út úr fyrstu bylgju. Hvað veldur? Ekki gott að segja, margt spilar saman. En fólkið sem nú sýkist er að jafnaði yngra, fólk er meðvitaðra að bera ekki smit í þá sem veikir eru fyrir og vitneskja heilbrigðisstarfsfólks er snöggtum meiri nú en við upphaf ferilsins. Nýlegar rannsóknir sýna líka að frumur sýktra eru ekki bara að mynda mótefni heldur eru T-frumur einnig að byggja upp minni fyrir veirunni. Jafnvel talið að einhverjir búi að T-frumu minni frá fyrri sýkingum af völdum kórónaveira, sem verji þá líka fyrir þessari veiru. T-frumu minnið er mun varanlegra en mótefnin.  Og svo má ekki gleymast að meðferð og lyfjagjöf hefur tekið miklum framförum á þessum mánuðum síðan við kynntumst kvikindinu fyrst. Kem að því síðar, en verð að segja, að þessar myndir styrkja mig ekki í trúnni að ákvörðun yfirvalda við að rústa hagkerfi Íslands sé réttlætanleg.          

 

 

 

Mynd 1. Fyrsta og önnur bylgja sýkinga í Frakklandi

Mynd 2. Dánartölur franskra sjúklinga í 1. og 2. bylgju sýkinga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband