Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Tekist á vegna vatnsréttinda

RÚV fjallaði áðan um deilu milli Landsvirkjunar og landeigenda á Jökuldal vegna vatnsréttinda. Þar var því haldið fram að:

Ríkið [eigi] stóran hluta af landinu og [taki] ekki þátt í dómsmálinu; aðrir landeigendur, sem gera kröfu um meiri bætur en þegar hafa verið greiddar, eiga um þriðjung af vatnsréttindunum.

En á ríkið í raun 2/3 vatnsréttinda á svæðinu? Langstærsti hluti þess lands sem ríkið telur sig eiganda að tilheyrir kirkjujörðinni Valþjófsstað. Tvær kirkjujarðir standa handan árinnar: Eiríksstaðir og Hofteigur. Með tilliti til umræðu undanfarinna daga vaknar spurning um að komi til aðskilnaðar ríkis og kirkju hljóti ríkið að skila kirkjujörðum til sinna fyrri eigenda.

Má ekki ætla að gæði og gögn fylgja með? 

 

Mynd tekin af RÚV vefnum


Er eignaréttur hugverka í ESB í hættu?

Það er ekki nóg með að ESB leggi hald á sjávarauðlindir þjóða heldur er stefnt að skipulagningu allra auðlindanýtingar aðildarlandanna frá Brussel. Í því skipulagi mun fiskur sem syndir í sjónum við Íslandsstrendur ekki finna grið í íslenskri landhelgi ef ESB kemst hér inn með tærnar og Spánverjar kast á hann girndarauga. Innan sambandsins hefur einnig verið bryddað á því að setja brusselska stjórn yfir nýtingu orkuauðlinda sambandslanda. Því var reyndar ekki vel tekið af Bretum, en sé það vilji ESB þá verður bara valtað yfir mótþróa þeirra þegar þar að kemur. Teknókratarnir vita alltaf best hver vilji annarra er. Okkar auðlindir ætla þeir að fá fyrir nokkra milljarða. Ekki er að efa að afstaða Norðmanna til ESB-inngöngu mótast, ekki hvað síst, af ótta við þessa botnlausu yfirgangssemi sambandsins.

dior-haute-couture-2008

Auðlindir hafa verið skilgreindar sem eign sem gefur af sér arð. Fiskur sem syndir í sjónum er skilgreindur sem auðlind. Olía í iðrum jarðar er skilgreind sem auðlind. Eins er með jarðhiti og fallvötn sem gefa af sér arð ef nýttar. En það er fleira matur en feitt kjöt. Bresk blöð fjalla nú um að ESB hafi komist að þeirri niðurstöðu að hugvit og hönnun geti ekki flokkast sem auðlind í einkaeign. Ekki sé réttlætanlegt að eyða tíma lögreglunnar í að eltast við svikahrappa sem skartgripir stela hugmyndum annarra og selja eftirlíkingar af Gicci, Louis Vuitton eða Armani á götuhornum. Glæpur er ekki glæpur nema hann sé skilgreindur sem slíkur og fjölmargir munu styðja röksemdafærslu ESB. Iðnaðurinn sem byggir á þessari svikastarfsemi veltir skv. áætlun 1.3 milljörðum punda í Bretlandi einu. Það eru því ófáir viðskiptavinirnir sem taka þátt í leiknum og miðað við grein í Daily Telegraph þá virðast kúnnarnir bara ánægðir með sinn hlut og telja í fínu lagi að skarta stolnum hugverkum.

Lyfjaframleiðendur hafa glímt við þennan vanda og hafa ekki uppskorið mikla samúð. Fólki finnst það eiga rétt á að fá lyf fyrir lítið "af því lyfjafyrirtækin græða svo mikið". Að setja lyf á markað kostar mikið fé og fráleitt að öll lyf sem sett eru í þróun nái að ljúka því ferli, en þeim vangaveltum er ýtt til hliðar þegar umræðan snýr að þessum fyrirtækjum. 

Það er svo aftur spurning hvar mörkin verða dregin. Verða þau dregin við verk sem fólki finnst lítið til koma (tískuvarning sem ótrúlega margir þrá þó að skarta), verða þau dregin við lyfjafyrirtækin sem fólk telur að græði of mikið eða dugar bara að öfundast til að réttlæta þjófnaðinn. Ef Brussel stjórnar því hvaða "auðlindir" falla utan einkaeignarréttar hvenær kemur þá röðin að hugverkum þeirra sem falla í flokk svokallaðra  "listamanna"? Er nokkur ástæða til að rithöfundar, myndlistamenn eða tónskáld öðlist frægð í eigin nafni. Verða þeir ekki líka að leggja sitt til sambýlis ESB þjóðanna. Liggur stefnan kannski inn í gamalkunnugt form "listiðnaðarframleiðslu" í anda sóvét þar sem listamaðurinn syngur lofgjörð til dýrðar ESB. 

 

Sovét list_women

Er ekki sagt að lífið sé eilíf hringrás.

 

Mynd1: chicstories.com/.../

;ynd2: http://dalje.com/slike/slike_3/r2/g2008/m07/x139176324403728620_4.jpg

Mynd3: 2.bp.blogspot.com/.../s400/serov-lenin.jpg


Að ráðskast með annarra líf

Hér er ekki átt við þá áráttu vinstrimanna að vilja setja allt líf manna í hólf og skúffur. Það er nefnilega hægt að ganga enn lengra eins og kemur í ljós í grein sem birtist í nýjasta hefti Journal of Medical Ethics sem ég sá vísað til í grein í breska blaðinu The Guardian.

LífiðÞað er svo sem ekki margt sem við getum  litið á sem okkar óskoruðu eign. Fé og fasteignir flokkast þar ekki, en eitt teljum við þó flest að við ráðum yfir án atbeina annarra; okkar eigin lífi. Ekki kannski hvernig það stillist upp við hlið annarra, sem alltaf hlýtur að deilast á alla þátttakendur, heldur hvort við fáum lifað eða ekki. Þessar spurningar vega þyngra í hugum manna eftir því sem þeir eldast eða nálgast dauðann, svo sem vegna slyss eða alvarlegra veikinda.

Umræða um líknardauða hefur ekki farið fram hér á landi svo neinu nemur. Það gæti þó verið ástæða til, því líknardauði getur tekið á sig margar myndir. Ákvörðun um líknardauða getur verið tekin af einstaklingnum en kallar einnig á aðkomu annarra. Hér er ekki verið að fjalla um sjálfsvíg. En í hugum flestra felst hugmyndin um líknardauða í því að einstaklingur tekur ákvörðun um að lífi hans verði ekki lifað lengur og hann fær aðstoð við að binda endi á það. En greinin sem ég vitnaði í að ofan fjallar um ákvarðanir sem eru teknar án samráðs við einstaklinginn, jafnvel lítt meðvitaðar, t.d. inni á sjúkrahúsum eða öldrunarstöfnunum. Ákvarðanir sem eru teknar af öðrum og þá helst læknum.

Rannsókn sem gerð var í Bretlandi Dauðinnmeð svarþátttöku 4000 lækna gefur til kynna að læknar sem segjast vera trúlausir eða efasemdamenn um trúmál eru tvisvar sinnu líklegri til að taka siðferðileg umdeildar ákvarðanir, sem stytt geta líf sjúklings, en læknar sem játa trú sína. Þá skiptir ekki máli hvort þeir eru hindúatrúar, múslímar eða kristnir. Einnig kom fram að sérfræðingar séu líklegri til að taka slíkar ákvarðanir en heimilislæknar eða þeir sem sinna líknarmeðferð hvers konar. Læknar eru því ekkert ólíkir öðru fólki hvað það varðar að gildismat þeirra kemur inn í ákvarðanatökur þeirra þótt þeir álíti sig nálgast verkefnið á hlutlausan (faglegan) hátt. Rannsóknin er á engan hátt tengd sparnaði og niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, þótt ómeðvitað gætu slíkir þættir spilað inní.

Sá sem framkvæmdi könnunin hefur síðan tekið ákvörðun um að skipta um lækni á grundvelli afstöðu læknisins til líknardauða.

Engin ástæða er til að ætla að íslenskir læknar séu örðuvísi en kollegar þeirra í Bretlandi. Fólk ætti því, á grundvelli afstöðu til eigin lífs, að kynna sér trúarlega afstöðu síns læknis áður en hann, án samráðs, leyfir gildismati sínu að ákvarða um jafn persónulegt mál og líf eða dauða skjólstæðings síns.

Það er, vilji maður ekki vakna upp dauður.

Mynd1: http://www.designboom.com/eng/interview/sagmeister/5-my-life.jpg

Mynd2: http://www.bottomlineperformance.com/lolblog/wp-content/uploads/2009/02/death.jpg


Sannleikurinn eins og hver sér hann

Hver gerði Alþingi að útnára Rómarveldis. 

Sannleikurinn eins og ....sér hann

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 SJoð, JS, GM? Valið er frjálst

 

Mynd: www.townhall.com

 


RAX í Reykjavík

Þegar menningarnótt hefst klukkan sjö á því að hátalarakerfi Reykjavíkurborgar er prófað og maður fær síðan að fylgjast með komu hvers og eins keppanda Reykjavíkurmaraþonsins í mark, þá fer ekki hjá því að áhugi á atburðum dagsins missir svolítið blómann. Stórviðburðir í miðborginni eru meira og minna inni á gafli hjá mér: Raggi Bjarna með titrandi röddu, Helgi Björns íklæddur rómantískri slagaraslepju sjötta áratugarins, svo ekki sé minnst á diskóbeat Gleðigöngunnar. Fyrir tilstuðlan hins magnaða magnarakerfis Reykjavíkurborgar fer ég ekki á mis við mikið af atburðum lengstu nætur sumarsins sem hefst, hjá mér, klukkan 7 að morgni og lýkur ekki fyrr en síðustu gestirnir rölta til síns heima. Vodafónraketturnar eru þó sjálfum sér nógar með háreystina og þurfa enga mögnum til að skjóta mér og öndum tjarnarinnar skelk í bringu.

RAXÉg hef því lært að lesa dagskrána með gagnrýnu auga og velja það úr sem vekur helst áhuga minn. Í gær var það sýning á myndum RAX (Ragnars Axelssonar) frá Grænlandi á Listasafni Reykjavíkur sem freistaði mín mest. Ég hvet alla til að leggja leið sína niður í Tryggvagötu og sjá þessa mögnuðu sýningu. Nístandandi kaldur heimur grænlenskra veiðimanna birtist þarna á svarthvítum  slæðum sem varpað er á vegg. Ísköld auðnin er undirstrikuð með undirleik sérkennilegrar tónlistar í bland við spangól hundanna og hvin norðanvindsins.

Það er hörð barátta sem þessir menn heygja fyrir lífi sínu og RAX hefur náð að fanga kjarna hennar í einfaldleika þessara mynda.

Mynd: mbl.is/RAX

 


Línur farnar að skýrast í ráðhúsinu

Átti leið framhjá ráðhúsinu áðan og sá ekki betur en þar væri allt á hvolfi. Það er að segja, hafi það ekki bara verið ég sem var ekki streit. Hér verður ekkert fullyrt en mér til málsbóta og sem vísbendingu um réttstöðu mína legg ég fram þessa mynd máli mínu til sönnunar.  í ráðhússtjörn 

Ekki var betur séð en verið væri að leggja síðustu hönd á minnisvarða Bestaflokksins. Festa í fjármálum borgarinnar hefur þarna verið lagt við stjóra, enda enginn tími til að sinna fjárlagagerð fyrir öllum skemmtilegheitunum. Vonandi að gengið hafi verið tryggilega frá festingunum því akkerið bar öll merki þessa að ætla ekki láta fjötra sig niður. Borgarstýran, sú sem stýrir gleðileiknum í ráðhúsinu var að vísu fjarri góðu gamni, en reikna má með að hún gefi sér tíma til að mæta þegar þessi táknmynd hennar og flokksins verður afhjúpuð í tjörninni norðan við húsið. 

Álíka festa birtist svo í yfirlýsingu stjórnarformanns OR í kvöldfréttunum, þegar hann lýsti staðfestu Bestaflokksins í að framfylgja kosningaloforði um að reka OR aðeins og einvörðungu  fyrir hinn almenna borgara. Það má búast við að þessi yfirlýsing gleðji kjósendur flokksins, sem aldrei gerðu ráð fyrir að loforðið stæði. Eins má búast við að gleðilætin bergmáli enn í hásölum yfir því sem á eftir fylgdi . En jafn staðfastlega og Bestiflokkurinn ætlar að setja bremsur og klossa á framtakssemi fyrirtækisins á nú að senda kjósendunum reikninginn fyrir örlætið. Og til að gæta jafnræðis verða það ekki bara þeir sem kusu Gnarrinn sem fá að borga brúsann. Kostnaðinum við þátttöku í Bestu gleðinni fá allir borgarbúar að deila.

Og heppnin er svo sannarlega með þeim Besta. Gamall vinur stjórnarformannsins var á lausu þegar Kvaran yfirgaf hreiðrið. Ekki getur það heldur talist galli að þessi greiðugi vinur skyldi hafa verið innanbúðar hjá Magma nú þegar þarfa að losna við alla þessa orkuvinnslusérfræðinga sem nú detta af launaskrá. Almenningsþjónustufyrirtækið OR þarf ekki á sérfræðiþekkingu að halda lengur, það ætti að duga að dekka launakostnaði milljónamannsins á sjónarformannsstólnum. Já, fyrir utan launakostnaðinn við innheimtu reikningana.

Það voru ekki orðin tóm þegar Besti lofaði kjósendum sínum vinavæðingu.


Hvað var svona ómaklegt, Jóhanna?

Skandall dagsins er ekki að Samfylkingin skuli bakka lygaþvælu viðskiptaráðherra, enginn bjóst við öðru. Þingflokkurinn lítur svo á að eftir að formaðurinn flækti sig í lygavef um launamál seðlabankastjóra og komst upp með það, sé honum ekkert að vanbúnaði að kokgleypa hvaða ógeð sem er.

ruv logoSkandall dagsins liggur hjá RÚV, sem aldrei missir tækifæri til að styðja málflutning Samfylkingar hversu ólystugur sem hann kann að vera. Í kvöld beit RÚV þó höfuðið af skömminni, þegar það gerði byggingarbófaskandal í Eistlandi að umfangsmestu frétt kvöldsins. Fúafenið sem ríkisstjórnin er búin að koma sér í hefði verið nærtækari frétt og áhugaverðari fyrir íslenska áhorfendur. En RÚV bætti svo um betur í Kastljósinu með því að ræsa út yfirspunameistara Samfylkingar til að bera vitni í stóra ferðamálaskandalnum: BRENND BÖRN.

Það er ekkert minna, Stórskotaliðið bara kallað út!

Heilög Jóhanna mætti glaðbeitt í hátalarann til að lýsa yfir andúð á lúalegri aðför pólitískra andstæðinga (ómaklegri) að viðkvæmri sál viðskiptaráðherrans sem gert hafði VIÐUNANDI grein fyrir málum sínum. Viðunandi í huga Samfylkingar, Jóhönnu og hirðar hennar, er allt sem kemur þeim vel. Ef tunglið er gert úr grænum osti, þá er það líka viðunandi. Í sama fréttatíma sagðist viðskiptaráðherraág "hafa ágætan málstað að verja". Er eitthvað að verja, Gylfi?  Mannorðið fauk þegar þú seldir það fyrir ráðherrastólinn og stóðs svo ekki undir sölusamningnum?  Það verður aldrei endurheimt.

Gylfi á í verulegum vandræðum með sannleikann. Í reynd er hann síhnjótandi um hann og það jafnvel á jafnsléttu. Fyrst var það þegar bunan stóð út úr honum, um niðurstöður óuppkveðinna dóma yfir útrásarvíkingum, við erlendan blaðamann. Kannski ekki svo mikið að segja um að Gylfi lýsi skoðunum sínum á erlendri grund ef ekki væri fyrir að hann er ráðherra í ríkisstjórn og því samkvæmt hefð álitinn marktækur.  En hann beit höfuðið af skömminni þegar hann laug að þjóðinni um að orð hans hefðu verið afbökuð. Það var auðmýkjandi augnablik fyrir íslenska þjóð, þegar blaðamaðurinn neitaði að játa á sig glæpinn og sannaði mál sitt með hljóðupptöku af samtalinu.

Næsti kollhnís Gylfa um sannleikann var þegar hann gaf Alþingi villandi upplýsingar við einfaldri og velframsettri spurningu um lögmæti gengistryggðu myntkörfulánanna. Þegar ummæli hans eru rifjuð upp bregður svo við að hann segist hafa verið að svara tveimur spurningum og því hafi allt verðið satt og rétt í svari hans "cross my heart and hope to die". Eftir stendur að Gylfi svaraði ekki því sem hann var spurður eða ef hann gerði það, þá svaraði hann rangt. Vissi hann ekki betur? Sem ráðherra sýndi hann þinginu vanvirðingu, sem ráðherra sýndi hann líka vanrækslu og sem kennari við æðstu menntastofu landsins féll hann á eigin prófi.

Gylfi er rétt að komast að því að auðveldasta leiðin er alltaf erfiðust, en hún er og verður alltaf leið Samfylkingarinnar. Auðvelda leiðin

Síðustu viku hefur allt batteríið sem Samfylkingin hefur yfir að ráða verið að reyna að róa bátnum í var. Seðlabankastjóri mætti í Kastljós sem enn og aftur tók þátt í sprellinu. Már setti tóninn sem Gylfi tók svo upp í Kastljósþættinum þegar hann missti öll tök á lyginni. Þá var skuldinni skellt á embættismennina. Lægra getur enginn yfirmaður lagst. En þar sem embættismennirnir voru ekki tilbúnir að fórna ærunni fyrir ráðherra sem enginn hefur kosið afþökkuðu þeir heiðurinn og því hefur nú hinn fullkomni blóraböggull verið lagður í gapastokkinn.

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Jóhanna, Már og öll himnahersingin hafa nú dustað rykið af Norsaranum góða, sem átti að koma Íslandi aftur á efnahagskort heimsins; veita byltingarstjórninni virðuleikablæ.  Norsarinn sem ekki talar íslensku og því leyfilegt að kenna um allt sem miður fer. Norsarinn sem ekki er á staðnum til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Það verður að segjast eins og er að sama hve djúpur sorinn sem synda þarf í, þá vílar Samfylkingin ekki fyrir sér að velta sér upp úr honum. En stóra spurningin eftir daginn er:

Hvað kom út úr fundi Gylfa Magnússonar með Vinstra græna genginu í dag?

Tekur þingflokkur Vg öðruvísi á lygum Gylfa en þegar formaðurinn laug um gang mála í Icesave-samningunum?

Hefur Samfylkingar-Mörður komið hinni nýju merkingu orðsins lygi til ritnefndar Slangurorðabókarinnar eða skal stökkið tekið alla leið og Orðabók Háskólans afvegaleidd í eitt skipti fyrir öll. 

Ef Vg lætur þessar raðlygar Samfylkingarinnar yfir sig ganga væru viðeigandi eftirmæli þessarar ríkisstjórnar að <aldrei hafa jafn margir tekið sig saman um að verja jafn auvirðilegar lygar og þessi ríkisstjórn patológískra AFVEGALEIÐARA>?

 

Mynd: www.aididsafar.com

 


Flottir strákar

Jazz í AusturstrætiDúndur jazz í anda Björns Thors.

Kannski hefur Björn bara tekið svo yfir allan gítarjazz á Íslandi að allt hljómar Björn-ish.

Burtséð frá því er alveg óhætt fyrir fulorðið fólk að koma í miðbæinn og njóta þess sem þar er boðið. Óþarfi að láta börn og unglinga eigna sér staðinn.

Myndgæðin ekki upp á það besta enda tekin á gamla símann.


Aldrei láta góða krísu fara til spillis

Andlit Obama stjórnarsagði  Rahm Emanuel, götustrákurinn sem Obama flutti með sér í Hvítahúsið, þegar bankabjörgunin stóð sem hæst. Þennan boðskap hefur Obama nýtt sér allar götur síðan. Í skjóli björgunaraðgerðanna kýldi hann nýju heilbrigðislöggjöfina í gegn og þegar olíukrísa rak á fjörur hans tókst hann aftur á flug. Hann sá að hún gat gagnast til að koma orku- og umhverfislöggjöfinni, sem hann hefur verið að boða, í gegnum þingið. Þetta er svokölluð "cap and trade" löggjöf sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að skipta út gömlu "ljótu" orkugjöfunum eins og olíu og gasi fyrir nýjar "góðar" orkustöðvar eins og vind- og sólarorkukerfi. Skítt með það þótt það kippti fótunum undan samkeppnishæfni bandarísku þjóðarinnar. Og skítt með það að nýju orkuvinnsluaðferðirnar eru ekki bara mun dýrari heldur munu þær, í bráð og jafnvel lengd, ekki geta annað orkuþörf landsmanna.

Ýmsir mundi segja að nú væri ekki rétti tíminn til að bregða fæti fyrir atvinnuvegina, en svo vitnað sé aftur í Emanuel þá var krísan til staðar og ekki mátti láta hana fara til spillis. oil crisis

Barack Obama hefur fylgt ráðum Rahms Emanuel samviskusamlega. Hann hefur nýtt sér krísuna í Mexíkóflóa út í æsar. Allri sök var varpað á BP "I need to know whose ass to kick". Með hótunum og með því að siga almenningsálitinu á BP tókst honum að ná slíku kverkataki á félaginu (40% lækkun á hlutabréfamarkaði og gjaldþrot lífeyrissjóða í augsýn) að það samþykkti miljarðagreiðslur til að fá frið til að sinna björgunarstarfinu. BP var stillt upp við vegg svo Obama gæti komið áformum sínum fram. Forstjórinn hundeltur, bensínstöðvar rústaðar og bann sett á áframhaldandi olíuborun í sjó. Það síðast nefnda hefur leitt til þess að tug þúsundir starfa eru nú horfin af svæðinu.  

Hvaða rugl er þetta gæti einhver spurt var það ekki BP sem olli krísunni? Fréttaflutningurinn gefur það til kynna. Jú, BP boraði og BP fylgdi ekki öllum öryggisstöðlum. En á meðan BP rembdist við að stöðva lekann var allt gert í stjórnsýslunni til að viðhalda krísunni. Áhafnir olíuslæðaranna voru stöðvaðar við vinnu sína vegna ónógs fjölda björgunarvesta um borð. Á meðan sýndu sjónvarpsstöðvar endalausar myndir af olíuflákum og deyjandi fuglum. Náðun Lockerbie sprengimannsins varð að kryddi í sektarsúpu BP. Allt afar áhrifaríkt og þjónaði hlutverki í áróðursstríðinu.

Olían lak og lak, BP blæddi og blæddi og Obama hélt fundi með "sérfæðingaráði" sínu sem aldrei hafði dýft hendi í kalt vatn. Á meðan var öll utanaðkomandi aðstoð afþökkuð.

Og það var ekki eins og þessi aðstoð væri bara frá einhverjum velviljuðum vesalingum. SHreinsun á fulluamkvæmt grein í kanadíska viðskiptablaðinu  Financial Post hefði ýmislegt verið hægt að gera miklu fyrr ef ekki hefði þurft að þroska krísuna til fulls. Hollendingar buðu fram aðstoð sína aðeins þremur dögum eftir slysið. Hún var snarlega afþökkuð þrátt fyrir að Hollendingar hefðu margfalt öflugri búnað til hreinsunar en Bandaríkjamenn sjálfir. Ríkisstjórnir tólf annarra landa, sem einnig höfðu yfir öflugri olíuhreinsibúnaði að búa, og buðu fram þjónustu var líka hafnað. Það var ekki fyrr en Obama hafði komið BP á kné og kúgað félagið til að stofna risasjóð fyrir uppbyggingu svæðisins að aðstoð var þegin. Þá gat Obama sagt: sjáið hvað ég gat. 

Púff, AKABRADABRA og viti menn, krísan er horfin. Stærsta olíumengunaslys sögunnar bara gufað upp. Hvernig má það vera? Í þessari viku tókst loks að koma tappa í skaðræðisholuna, en á sama tíma birtast fréttir að enga olíu sé lengur að finna í hafinu. Sagt er að hreinsun og bakteríur hafi séð um vandamálið. Eflaust hefur góður búnaður Hollendinga og gnótt ætis fyrir bakteríuflóruna haft sitt að segja en óhjákvæmilega læðist að manni grunur að enn einu sinni hafi fjölmiðlar látið ginnast. Fyrirsagnir og fréttagildið hafi sigrað sannleikann; enn ein svínaflensan á ferðinni.

Íbúar Louisiana sitja eftir með sárt ennið og atvinnuleysi vegna borunarbanns, en sérfræðingar Obama kætast. Enn ein stofnunin hefur verið sett á fót í Washington, The National Ocean Council sem á, í framtíðinni, að hafa umsjón með öllum gerðum manna til sjó og lands.

Áhrif olíukrísunnar í Mexíkóflóa á túrisma er sömu gerðar og Eyjafjallajökulsgosið. Ferðamenn forðast hættusvæði og skiptir þá engu hvort það eru mannanna verk eða náttúran að minna á sig. Ef atburðurinn birtist endurtekið á sjónvarpsskerminum þá vekur hann óhug.

Og túristarnir fara annað. Oil in the Gulf

Krísan skilaði sínu

 

Mynd1: www.thecafeallegro.com

Mynd2:  hubpages.com/hub/The-Gulf-Oil-Crisis-Why-I-Care

Mynd3: www.nationalpost.com /Lee Celano/Reuters

Mynd4: www.townhall.com

 


Er ritstjórn DV ekki að verða búin að þurrausa brunninn?

Hirð Runólfs

DV flytur frétt:

DV er "óborganlegur" bleðill í öllum merkingum þess orðs. Á ritsjóninni ægir öllu saman og komist nafn, Davíðs Oddssonar, Bjarna Benediktssonar eða Björgólfs feðga ekki fyrir í frétt þá er þeim bara skapað pláss. Í hugum flestra er þetta kallað áráttuhegðun eða að hafa eitthvað á heilanum og er talið sjúklegt ástand þegar það er farið að hafa truflandi áhrif á hugsun og hegðun manna.

Dæmi um þetta er að í dag flytur DV stutta frétt um vinasambönd Rúnólfs Umba-Skuldara. Rætt er um einhvern Steinberg Finnbogason sem situr í "hirð Runólfs" og tekur að sér umsjón með kúluláni Umbans. Á óútskírðan hátt slæðist nafn Björgólfs (senior eða junior) inn í fréttina í stað nafns Runólfs og situr þar óáreitt.  Er Björgólfur þar sagður afneita kunningsskap við Steinberg með öllu. Ekki þarf nokkurn að undra þótt Björgólfur afneiti félögum Runólfs, enda ferðast þeir ekki á sama klassa og engar upplýsingar fylgdu fréttinni sem styðja þau tengsl. Fréttin opinberar einfaldlega ámátlega hugmyndafátækt ritstjórnar DV.

Ritstjórn DV er fyrir löngu búinn að þurrka þennan brunn sem hún hefur nú verið að ausa í allmörg ár? Sukkið í kringum Samfylkinguna er hinsvegar rétt núna fyrst að verða öllum ljóst og væri meiri bragur að ritstjórn, sem vill standa undir nafni, að takast á við fréttir dagsins en halda áfram að grafa sig niður í holu sem nú þegar er orðin þeim alltof djúp.

Mynd: www.dv.is
"Nú þremur tímum síðar er fréttin, sem var fyrsta frétt miðilsins í morgun, með öllu horfin. Skyldi ritstjórn hafa horfst í augu við eigin vanda"?

Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband