Leita í fréttum mbl.is

RAX í Reykjavík

Þegar menningarnótt hefst klukkan sjö á því að hátalarakerfi Reykjavíkurborgar er prófað og maður fær síðan að fylgjast með komu hvers og eins keppanda Reykjavíkurmaraþonsins í mark, þá fer ekki hjá því að áhugi á atburðum dagsins missir svolítið blómann. Stórviðburðir í miðborginni eru meira og minna inni á gafli hjá mér: Raggi Bjarna með titrandi röddu, Helgi Björns íklæddur rómantískri slagaraslepju sjötta áratugarins, svo ekki sé minnst á diskóbeat Gleðigöngunnar. Fyrir tilstuðlan hins magnaða magnarakerfis Reykjavíkurborgar fer ég ekki á mis við mikið af atburðum lengstu nætur sumarsins sem hefst, hjá mér, klukkan 7 að morgni og lýkur ekki fyrr en síðustu gestirnir rölta til síns heima. Vodafónraketturnar eru þó sjálfum sér nógar með háreystina og þurfa enga mögnum til að skjóta mér og öndum tjarnarinnar skelk í bringu.

RAXÉg hef því lært að lesa dagskrána með gagnrýnu auga og velja það úr sem vekur helst áhuga minn. Í gær var það sýning á myndum RAX (Ragnars Axelssonar) frá Grænlandi á Listasafni Reykjavíkur sem freistaði mín mest. Ég hvet alla til að leggja leið sína niður í Tryggvagötu og sjá þessa mögnuðu sýningu. Nístandandi kaldur heimur grænlenskra veiðimanna birtist þarna á svarthvítum  slæðum sem varpað er á vegg. Ísköld auðnin er undirstrikuð með undirleik sérkennilegrar tónlistar í bland við spangól hundanna og hvin norðanvindsins.

Það er hörð barátta sem þessir menn heygja fyrir lífi sínu og RAX hefur náð að fanga kjarna hennar í einfaldleika þessara mynda.

Mynd: mbl.is/RAX

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

RAX er náttúrulega goðsögn í lifandi lífi. Frábær ljósmyndari og listamaður.

Guðmundur St Ragnarsson, 23.8.2010 kl. 16:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það verður bók gefin út með myndum af þessu svellkalda áhugamáli RAX, en það mun segja lítið í samanburði við upplifunina sem þetta margmiðlunarverki vekur hjá áhorfandanum. Verulegur fengur væri að DVD disk með heildaráhrifunum eins og LR býður gestum sínum að sjá.

Þakka innlitið, GStR.

Ragnhildur Kolka, 23.8.2010 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband