Leita í fréttum mbl.is

Aldrei láta góða krísu fara til spillis

Andlit Obama stjórnarsagði  Rahm Emanuel, götustrákurinn sem Obama flutti með sér í Hvítahúsið, þegar bankabjörgunin stóð sem hæst. Þennan boðskap hefur Obama nýtt sér allar götur síðan. Í skjóli björgunaraðgerðanna kýldi hann nýju heilbrigðislöggjöfina í gegn og þegar olíukrísa rak á fjörur hans tókst hann aftur á flug. Hann sá að hún gat gagnast til að koma orku- og umhverfislöggjöfinni, sem hann hefur verið að boða, í gegnum þingið. Þetta er svokölluð "cap and trade" löggjöf sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að skipta út gömlu "ljótu" orkugjöfunum eins og olíu og gasi fyrir nýjar "góðar" orkustöðvar eins og vind- og sólarorkukerfi. Skítt með það þótt það kippti fótunum undan samkeppnishæfni bandarísku þjóðarinnar. Og skítt með það að nýju orkuvinnsluaðferðirnar eru ekki bara mun dýrari heldur munu þær, í bráð og jafnvel lengd, ekki geta annað orkuþörf landsmanna.

Ýmsir mundi segja að nú væri ekki rétti tíminn til að bregða fæti fyrir atvinnuvegina, en svo vitnað sé aftur í Emanuel þá var krísan til staðar og ekki mátti láta hana fara til spillis. oil crisis

Barack Obama hefur fylgt ráðum Rahms Emanuel samviskusamlega. Hann hefur nýtt sér krísuna í Mexíkóflóa út í æsar. Allri sök var varpað á BP "I need to know whose ass to kick". Með hótunum og með því að siga almenningsálitinu á BP tókst honum að ná slíku kverkataki á félaginu (40% lækkun á hlutabréfamarkaði og gjaldþrot lífeyrissjóða í augsýn) að það samþykkti miljarðagreiðslur til að fá frið til að sinna björgunarstarfinu. BP var stillt upp við vegg svo Obama gæti komið áformum sínum fram. Forstjórinn hundeltur, bensínstöðvar rústaðar og bann sett á áframhaldandi olíuborun í sjó. Það síðast nefnda hefur leitt til þess að tug þúsundir starfa eru nú horfin af svæðinu.  

Hvaða rugl er þetta gæti einhver spurt var það ekki BP sem olli krísunni? Fréttaflutningurinn gefur það til kynna. Jú, BP boraði og BP fylgdi ekki öllum öryggisstöðlum. En á meðan BP rembdist við að stöðva lekann var allt gert í stjórnsýslunni til að viðhalda krísunni. Áhafnir olíuslæðaranna voru stöðvaðar við vinnu sína vegna ónógs fjölda björgunarvesta um borð. Á meðan sýndu sjónvarpsstöðvar endalausar myndir af olíuflákum og deyjandi fuglum. Náðun Lockerbie sprengimannsins varð að kryddi í sektarsúpu BP. Allt afar áhrifaríkt og þjónaði hlutverki í áróðursstríðinu.

Olían lak og lak, BP blæddi og blæddi og Obama hélt fundi með "sérfæðingaráði" sínu sem aldrei hafði dýft hendi í kalt vatn. Á meðan var öll utanaðkomandi aðstoð afþökkuð.

Og það var ekki eins og þessi aðstoð væri bara frá einhverjum velviljuðum vesalingum. SHreinsun á fulluamkvæmt grein í kanadíska viðskiptablaðinu  Financial Post hefði ýmislegt verið hægt að gera miklu fyrr ef ekki hefði þurft að þroska krísuna til fulls. Hollendingar buðu fram aðstoð sína aðeins þremur dögum eftir slysið. Hún var snarlega afþökkuð þrátt fyrir að Hollendingar hefðu margfalt öflugri búnað til hreinsunar en Bandaríkjamenn sjálfir. Ríkisstjórnir tólf annarra landa, sem einnig höfðu yfir öflugri olíuhreinsibúnaði að búa, og buðu fram þjónustu var líka hafnað. Það var ekki fyrr en Obama hafði komið BP á kné og kúgað félagið til að stofna risasjóð fyrir uppbyggingu svæðisins að aðstoð var þegin. Þá gat Obama sagt: sjáið hvað ég gat. 

Púff, AKABRADABRA og viti menn, krísan er horfin. Stærsta olíumengunaslys sögunnar bara gufað upp. Hvernig má það vera? Í þessari viku tókst loks að koma tappa í skaðræðisholuna, en á sama tíma birtast fréttir að enga olíu sé lengur að finna í hafinu. Sagt er að hreinsun og bakteríur hafi séð um vandamálið. Eflaust hefur góður búnaður Hollendinga og gnótt ætis fyrir bakteríuflóruna haft sitt að segja en óhjákvæmilega læðist að manni grunur að enn einu sinni hafi fjölmiðlar látið ginnast. Fyrirsagnir og fréttagildið hafi sigrað sannleikann; enn ein svínaflensan á ferðinni.

Íbúar Louisiana sitja eftir með sárt ennið og atvinnuleysi vegna borunarbanns, en sérfræðingar Obama kætast. Enn ein stofnunin hefur verið sett á fót í Washington, The National Ocean Council sem á, í framtíðinni, að hafa umsjón með öllum gerðum manna til sjó og lands.

Áhrif olíukrísunnar í Mexíkóflóa á túrisma er sömu gerðar og Eyjafjallajökulsgosið. Ferðamenn forðast hættusvæði og skiptir þá engu hvort það eru mannanna verk eða náttúran að minna á sig. Ef atburðurinn birtist endurtekið á sjónvarpsskerminum þá vekur hann óhug.

Og túristarnir fara annað. Oil in the Gulf

Krísan skilaði sínu

 

Mynd1: www.thecafeallegro.com

Mynd2:  hubpages.com/hub/The-Gulf-Oil-Crisis-Why-I-Care

Mynd3: www.nationalpost.com /Lee Celano/Reuters

Mynd4: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Flott grein. Obama er vitanlega ekki hættur "krísustjórnun" sinni. Wikileaks á nú að nota til að setja enn meiri takmarkanir á prentfrelsið með því að hefta netið... enn er samt til fólk sem trúir því að Obama sé einhver riddari breytinga.

Haraldur Baldursson, 7.8.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband