Leita í fréttum mbl.is

Er eignaréttur hugverka í ESB í hættu?

Það er ekki nóg með að ESB leggi hald á sjávarauðlindir þjóða heldur er stefnt að skipulagningu allra auðlindanýtingar aðildarlandanna frá Brussel. Í því skipulagi mun fiskur sem syndir í sjónum við Íslandsstrendur ekki finna grið í íslenskri landhelgi ef ESB kemst hér inn með tærnar og Spánverjar kast á hann girndarauga. Innan sambandsins hefur einnig verið bryddað á því að setja brusselska stjórn yfir nýtingu orkuauðlinda sambandslanda. Því var reyndar ekki vel tekið af Bretum, en sé það vilji ESB þá verður bara valtað yfir mótþróa þeirra þegar þar að kemur. Teknókratarnir vita alltaf best hver vilji annarra er. Okkar auðlindir ætla þeir að fá fyrir nokkra milljarða. Ekki er að efa að afstaða Norðmanna til ESB-inngöngu mótast, ekki hvað síst, af ótta við þessa botnlausu yfirgangssemi sambandsins.

dior-haute-couture-2008

Auðlindir hafa verið skilgreindar sem eign sem gefur af sér arð. Fiskur sem syndir í sjónum er skilgreindur sem auðlind. Olía í iðrum jarðar er skilgreind sem auðlind. Eins er með jarðhiti og fallvötn sem gefa af sér arð ef nýttar. En það er fleira matur en feitt kjöt. Bresk blöð fjalla nú um að ESB hafi komist að þeirri niðurstöðu að hugvit og hönnun geti ekki flokkast sem auðlind í einkaeign. Ekki sé réttlætanlegt að eyða tíma lögreglunnar í að eltast við svikahrappa sem skartgripir stela hugmyndum annarra og selja eftirlíkingar af Gicci, Louis Vuitton eða Armani á götuhornum. Glæpur er ekki glæpur nema hann sé skilgreindur sem slíkur og fjölmargir munu styðja röksemdafærslu ESB. Iðnaðurinn sem byggir á þessari svikastarfsemi veltir skv. áætlun 1.3 milljörðum punda í Bretlandi einu. Það eru því ófáir viðskiptavinirnir sem taka þátt í leiknum og miðað við grein í Daily Telegraph þá virðast kúnnarnir bara ánægðir með sinn hlut og telja í fínu lagi að skarta stolnum hugverkum.

Lyfjaframleiðendur hafa glímt við þennan vanda og hafa ekki uppskorið mikla samúð. Fólki finnst það eiga rétt á að fá lyf fyrir lítið "af því lyfjafyrirtækin græða svo mikið". Að setja lyf á markað kostar mikið fé og fráleitt að öll lyf sem sett eru í þróun nái að ljúka því ferli, en þeim vangaveltum er ýtt til hliðar þegar umræðan snýr að þessum fyrirtækjum. 

Það er svo aftur spurning hvar mörkin verða dregin. Verða þau dregin við verk sem fólki finnst lítið til koma (tískuvarning sem ótrúlega margir þrá þó að skarta), verða þau dregin við lyfjafyrirtækin sem fólk telur að græði of mikið eða dugar bara að öfundast til að réttlæta þjófnaðinn. Ef Brussel stjórnar því hvaða "auðlindir" falla utan einkaeignarréttar hvenær kemur þá röðin að hugverkum þeirra sem falla í flokk svokallaðra  "listamanna"? Er nokkur ástæða til að rithöfundar, myndlistamenn eða tónskáld öðlist frægð í eigin nafni. Verða þeir ekki líka að leggja sitt til sambýlis ESB þjóðanna. Liggur stefnan kannski inn í gamalkunnugt form "listiðnaðarframleiðslu" í anda sóvét þar sem listamaðurinn syngur lofgjörð til dýrðar ESB. 

 

Sovét list_women

Er ekki sagt að lífið sé eilíf hringrás.

 

Mynd1: chicstories.com/.../

;ynd2: http://dalje.com/slike/slike_3/r2/g2008/m07/x139176324403728620_4.jpg

Mynd3: 2.bp.blogspot.com/.../s400/serov-lenin.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband