Leita í fréttum mbl.is

Línur farnar að skýrast í ráðhúsinu

Átti leið framhjá ráðhúsinu áðan og sá ekki betur en þar væri allt á hvolfi. Það er að segja, hafi það ekki bara verið ég sem var ekki streit. Hér verður ekkert fullyrt en mér til málsbóta og sem vísbendingu um réttstöðu mína legg ég fram þessa mynd máli mínu til sönnunar.  í ráðhússtjörn 

Ekki var betur séð en verið væri að leggja síðustu hönd á minnisvarða Bestaflokksins. Festa í fjármálum borgarinnar hefur þarna verið lagt við stjóra, enda enginn tími til að sinna fjárlagagerð fyrir öllum skemmtilegheitunum. Vonandi að gengið hafi verið tryggilega frá festingunum því akkerið bar öll merki þessa að ætla ekki láta fjötra sig niður. Borgarstýran, sú sem stýrir gleðileiknum í ráðhúsinu var að vísu fjarri góðu gamni, en reikna má með að hún gefi sér tíma til að mæta þegar þessi táknmynd hennar og flokksins verður afhjúpuð í tjörninni norðan við húsið. 

Álíka festa birtist svo í yfirlýsingu stjórnarformanns OR í kvöldfréttunum, þegar hann lýsti staðfestu Bestaflokksins í að framfylgja kosningaloforði um að reka OR aðeins og einvörðungu  fyrir hinn almenna borgara. Það má búast við að þessi yfirlýsing gleðji kjósendur flokksins, sem aldrei gerðu ráð fyrir að loforðið stæði. Eins má búast við að gleðilætin bergmáli enn í hásölum yfir því sem á eftir fylgdi . En jafn staðfastlega og Bestiflokkurinn ætlar að setja bremsur og klossa á framtakssemi fyrirtækisins á nú að senda kjósendunum reikninginn fyrir örlætið. Og til að gæta jafnræðis verða það ekki bara þeir sem kusu Gnarrinn sem fá að borga brúsann. Kostnaðinum við þátttöku í Bestu gleðinni fá allir borgarbúar að deila.

Og heppnin er svo sannarlega með þeim Besta. Gamall vinur stjórnarformannsins var á lausu þegar Kvaran yfirgaf hreiðrið. Ekki getur það heldur talist galli að þessi greiðugi vinur skyldi hafa verið innanbúðar hjá Magma nú þegar þarfa að losna við alla þessa orkuvinnslusérfræðinga sem nú detta af launaskrá. Almenningsþjónustufyrirtækið OR þarf ekki á sérfræðiþekkingu að halda lengur, það ætti að duga að dekka launakostnaði milljónamannsins á sjónarformannsstólnum. Já, fyrir utan launakostnaðinn við innheimtu reikningana.

Það voru ekki orðin tóm þegar Besti lofaði kjósendum sínum vinavæðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband