Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
26.2.2009 | 22:10
Dularfull frétt á mbl.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 23:09
Mannréttindi út af borðinu
Öðruvísi mér áður brá. RÚV var í kvöld með frétt af ferð Hillary Clinton til Kína. Þar kom fram að mannréttindi yrðu ekki ofarlega á dagskrá á fundum með ráðamönnum þar. Áherslan yrði á efnahagsmál og mannréttindi mættu ekki trufla þær umræður. Enfremur greindi fréttastofan frá því að "talsmenn" mannréttindasamtaka hafa lýst yfir undrun og hneykslun á afstöðu Clinton".
Þetta var fremur hógvær nálgun bæði hjá RÚV og Amnesty, sem hafa farið á flipp síðustu ár þegar sendimenn Bandaríkjastjórnar hafa ekki farið í einu og öllu eftir vilja þeirra og visku. Reyndar segir talsmaður Amnesty að þau þar séu í áfalli en lengra nær það ekki.
Frétt kemur í kjölfar fréttar um að stjórn Barack Obama ætli ekki að breyta réttarstöðu fanga í Bagram fangelsinu í Afganistan. Þeir munu ekki leyfa réttarhöld yfir þeim eins og farið hefur verið fram á. Fréttin fór í loftið eins og hver önnur sumarblíðufrétt, engin gífuryrði, engar mótmælaöldur boðaðar um allan heim, með viðeigandi Bush brennum. Messias Obama er enn á stalli.
Hvað það verður lengi er óvíst, því skríbentar á Huffpost eru farnir að ókyrrast. Þar eru menn farnir að sjá munstur sem þeim líkar ekki. Yfirlýsing um lokun Guantanamo mun ekki friða þá lengi því enn veit enginn hvert á að flytja fangana sem enginn vill taka við. Hvað þá heldur þá sem föðurland þeirra þráir að sameina við ættjörðina (í orðsins fyllstu merkingu). Ofan á þetta bætist að Obma beitir nú sérstökum rétti ríkisins til að hindra málsókn á hendur Boeing Co. vegna fangaflutninga milli landa. Það skyldi þó ekki vera að hafaríið um millinafn Obama hafi allt verið á miskilningi byggt, það skyldi þó ekki vera að hann heiti eftir allt Barack Bushein Obama.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Huffpo, RÚV og Amnesty höndla það að Hinn Smurði standi kannski ekki alveg undir væntingum. Hillary er búin að fatta það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2009 | 14:56
Ekki öll von úti enn!
Það kom okkur á óvart þegar Brown og Darling skelltu hryðjuverkalögum á okkur. Aðgerð sem endanlega gerði út um vonir okkar til að fleyta bankakerfinu eitthvað lengra inn í framtíðina. Við héldum nefnilega að Bretar væru vinaþjóð og hefðu einhvern skilning á aðstæðum. Þetta var náttúrlega hreinn barnaskapur, því engin er annars bróðir í leik og þegar leikfangið er fjármálakerfið í heild sinni þá var varla við öðru að búast en við tækjum skellinn.
Davíð Oddson setti fyrst fram hugmyndina um að við "greiðum ekki skuldir óreiðumanna", en það var áður en Samfylkingin taldi aðildarumsókn sinni að ESB ógnað með slíkum yfirlýsingum. Nú hafa fleiri tekið undir með Davíð, ekki bara Pétur Blöndal heldur líka nýskipaður viðskiptaráðherra sem hefur bæði tiltrú og stuðning Samfylkingarinnar. Það lítur því út fyrir að SF sé að gefa upp alla von um ESB og að auki að átta sig á að DO er í raun sá bjargvættur sem líklegastur er til að koma okkur út úr krísunni.
En það var kannski ekki svo klókt af Bretum að setja á okkur hryðjuverkalög. Þeir eru enn svo fastir í hugsunarhætti stórveldisins, sem heldur að einhver taki mark á því þegar þeir ræskja sig. En til er hópur manna sem hefur sérhæft sig í að finna leiðir framhjá skipunum tannlausa ljónsins. Þessi hópur getur nú vísað okkur veginn út úr þessari bóndabeygju sem ESB setti okkur í. Og við eigum að hlust og nýta okkur það sem nýtanlegt er úr vinnubrögðum þessara manna.
Þessi ráðagóði hópur samanstendur af öfgamúslimum sem hafa náð að véla undir sig laga- og réttarfarsstofnanir Evrópusambandsríkja. Þeir einir mega hvetja til morða á saklausum borgurum án þess að vera ásakaðir um fordóma eða hatursáróðurs. Þeir einir mega stunda fjölkvæni í þeim Evrópulöndum sem annars leggja bann við slíku athæfi borgaranna og þeir einir geta farið fram á félagsmálaaðstoð fyrir hverja og eina þessara eiginkvenna. Nú geta þeir líka neytt evrópska borgara til að greiða þeim bætur sé "gengið á mannréttindi þeirra", þ.e. borgara landa sem hafa það eitt til saka unnið að tilheyra skrifræði Brusselklíkunnar.
En við skulum ekki útiloka að þessir ráðagóðu hryðjuverkamenn munu leiða okkur aftur til frelsis. Síðustu áfrýjun klerksins Abu Qatada til að njóta landvistar og félagsmálaaðstoðar Breta, var í vikunni hafnað. Tannlausa ljónið kvað upp þann dóm að honum skuli vísað úr landi og hann sendur aftur heim til Jórdaníu þar sem honum yrði eflaust vel tekið að trúbræðrum sínum. En hvað er að marka dóma ljónsins? Hver hlustar á 60 milljón manna þjóð, sem eytt hefur hundruðum milljóna punda í að losna við kauða, þegar hinar 440 milljónirnar hafa komið sér saman um að gera eitthvað allt annað? ENGINN. Ekki frekar en þeir hlustuðu á okkur þegar við lágum í blóði okkar þarna í byrjun október.
Abu Qatada getur haldið áfram að lifa í vellystingum á kosnað breskra borgara eins lengi og hann kýs því nú hefst ferlið á ný, en í þetta sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Það tekur langan tímaog óvíst hvort áfrýjunarferlin taki nokkurn enda. Abu litli getur gert sér góðar vonir um að máli hans verði vel tekið, því í dag komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að það bæri að greiða honum £2,500 í miskabætur fyrir öll óþægindin sem umstangið hefur kostað hann hingað til.
Þótt ég sé ekki að leggja til að við fylgjum vinnubrögðum þessara öfgamanna í hvívetna get ég ekki annað en spurt: Hvers vegna í ósköpunum höfum við ekki tileinkað okkur aðferðir þeirra í viðskiptum við ESB-ríkin? Hegðum okkur eins og fórnarlömb, kvörtum og kveinum og umfram allt KÆRUM. Byrjum á mannréttindunum sem á okkur voru brotin þegar hryðjuverkalögin voru sett á okkur en ekki LehmannsBros. Ef það dugar ekki þá má benda á að við séum minnihlutahópur. Það er margt að tína til ef vilji er fyrir hendi.
Verum nógu frökk og látum reyna á réttvísina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2009 | 19:30
Þjóðin er fundin!
Allar götur frá því að Ingibjörg Sólrún setti fram þá fullyrðingu að "Borgarafundur" í Háskólabíó væri ekki þjóðin hefur styr staðið um hugtakið "ÞJÓÐIN". Margir vilja eigna sér það, en í raun er það aðeins til sem safnheiti þegar "ÞJÓÐIN" sýnir vald sitt í kosningum eða sýnir samstöðu gagnvart einhverjum ósegjanlegum harmleik. Á öðrum tímum á einstaklingurinn völlinn.
Þótt mér sé ekki tamt að taka orð ISG sérlega trúanleg, minnist ég þess að hafa átt í nokkru orðaskaki við ungann mann um þetta, hér á moggablogginu, þótt sumt af þeim samskiptum hafi nú gufað upp. Varði ég fullyrðingu Ingibjargar á þeirri forsendu að samkundan sem slík hafi ekki getað talist fulltrúar þjóðarinnar frekar en alþingismenn, sem gjarnir eru á að líta sig sem fulltrúa þjóðarinnar, geta aðeins talað fyrir hönd þeirra sem þá kusu.
En nú er þjóðin fundin. Hún virðist reyndar hafa verið í Háskólabíó þetta umrædda kvöld. Þjóðin er að því er virðist fjölskyldufyrirtæki - sjálfsprottin (vinstri græn) hreyfing - sem sló sig til hásætisins við eldhúsborðið. Kjarnafjölskyldan: Gunnar, Halla og Davíðeru þjóðin. Davíð er ungi maðurinn sem lét að því liggja við mig að hann væri að ræða framboðsmál við "ýmsa áhugaverða" hópa. Grasrótina. Nú kemur í ljós að hann var allan tímann heitbundinn VG, ekki bara samkvæmt hefðbundnum skilningi heldur líka í pólitískum skilningi. Visir.is tilkynnir um að Davíð (mynd að láni frá visi.is) gefi kost á sér í 2-3 sæti VG listans og gerð er grein fyrir fjölskyldutengslunum, sem kannski voru öllum vinstri grænum ljós, en komu flatt upp á mig (og eflaust fleiri) sem taldi hann bara tilfinningatrekkta taugahrúgu.
Vissi "ÞJÓÐIN" að hún var þarna í boði VG? Það efast ég um. Í húsinu var fólk sem var reitt, hrætt og sárt en hver á sínum forsendum. Þarna var líka fólk sem myndi aldrei láta sjá sig á samkomum sem boðað væri til af VG. Kannski var það þess vegna sem því var haldið svo stíft fram að þarna kæmi þjóðin saman.
Ætla Vinstri grænir að bjóða fram undir nýju heiti í komandi kosningum? Þjóðarflokkurinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2009 | 23:08
Heyr, heyr Geir
Hlustaði á viðtalið við Geir Haarde á BBC. Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar. Geir sagðist mundi bíða niðurstöðu úr rannsókninni sem nú er hafinn á því hvað fór úrskeiðis og hverjum var um að kenna og síst mundi hann fara að biðjast afsökunar í útsendingu á BBC.
Heyr, heyr segi ég bara. Flott hjá Geir. Þessi krafa um sjálfshýðingar á opinberum götuhornum er í ætt við nornaveiðar. Menn eiga bara að játa allt á sig, burt séð hvað gerðist og hver átti í hlut. Hverju skila þessar fáránlegu játningar bankastjóranna í Bretlandi nú í vikunni? Var einhver bættari af því að horfa á gamla karla niðurlægja sjálfa sig án þess að nokkuð kæmi fram um glæp þeirra? Þeir höfðu bara gert það sem allir hinir bankastjórarnir í heiminum höfðu gert; fylgt hjarðeðli sínu fram af bjargbrúninni. Hafi þeir framið glæpsamlegt athæfi þá eiga þeir að svara fyrir það á þann hátt sem lög segja til um. Það er leið siðmenningar. Að grýta fólk í fjölmiðlum, eða brenna á báli án sannaðrar sektar er forkastanleg forneskja.
Afsökunarbeiðnir þessara manna þjóna aðeins lægstu hvötum kröfuhafanna, enda var þeim tekið hæfilega trúanlega. Bloggheimar Bretlands loguðu af vandlætingu; ýmist töldu menn þá ekki hafa gengið nógu langt í játningum sínum eða að þeir hafi ekki meint orð af því sem þeir sögðu. Að dekra við svona skrílshugsun þjónar engum tilgangi. Aðeins dómskerfið getur tekið á sekt manna. Ekkert er auðveldara fyrir siðlausa menn en að biðjast afsökunar - það geta þeir án þess að blikka auga. Með þessu er ég ekki að dæma bankastjórana siðlausa, aðeins að segja að við erum engu nær um sekt þeirra en við vorum áður.
Við getum heldur ekki sett samasemmerki milli afglapa í bresku bönkunum og því sem átti sér stað hér. En bágt á ég með að sjá að íslenskur almenningur láti sér nægja að bankastjórar horfi bara í gaupnir sér og tuldri eitthvað um fyrirgefningu. Ég sætti mig ekki við neitt slíkt, því ég vil að réttlætið nái fram að ganga og menn séu látnir svara til saka séu þeir sekir.
Eflaust má álasa Geir, stjórnvöldum, alþingi og embættismönnum allra þeirra eftirlitskerfa sem létu hjá líða að koma böndum á ótemjuna. En getur íslenskur almenningur litið í eigin barm og sagt að hann hafi ekki tekið þátt í veislunni. Hve margir fylgdu fordæmi Davíðs Oddssonar og mótmæltu ofurlaunum og bónusum með því að taka peninga sína út úr bönkunum? Voru ekki allir sáttir við að hirða háa vexti, kaupa fleiri flatskjái, glæsikerrur og stærri hús? Ekki bar á öðru meðan aldan hélt áfram að rísa.
Getum við ætlast til að aðrir biðjist afsökunar á einhverju sem við vorum fullsátt við að taka þátt í sjálf. Höfum við efni á því að grýta aðra?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 14:03
Ríkið í ríkinu
Hver er Sighvatur Jónsson? Þessi Sighvatur sem tók ítarlegt viðtal við Skúla Helgason um landsfund Samfylkingarinnar sem svo skemmtilega vill til að verður haldinn sömu daga og landsfundur Sjálfstæðismanna. Gaman að sjá hvað þeir gátu gefið sér góðan tíma til að ræða málin.
Nú á tímum "faglegra" vinnubragða hlýtur maður að spyrja sig hvort stöður á ríkisfjölmiðlinum séu ekki örugglega auglýstar og dyggilega sé gengið úr skugga um að faglega sé staðið að ráðningum.
Hvar var staða Sighvats auglýst? Hver réði Sighvat?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2009 | 23:20
Humpty-Dumpty, hver verður næstur?
Fyrst féllu bankarnir, síðan fylgdu heimilin og fyrirtækin í kjölfarið og nú síðast stjórnin. En Íslendingar eru ekki að finna upp hjólið; við erum bara þessi margumtalaði kanarífugl sem liggur nú með lappirnar upp í loft og starir brostnum augum til slysavarnarfélagsins ESB. Gallinn er að þar er bara enginn á útkallsvakt þessa dagana.
Nú bíða menn þess hver verður næstur. Flestir veðja á Spán. Sósíalísk ríkisstjórn Zapatero riðar til falls. Henni var haldið saman af byggingarfélögunum sem, rétt eins og útrásarvíkingarnir, héldu að góðærið tæki engan endir. Peningum var ausið í hreppapólitíkina til að kaupa atkvæði. Nú er Magga alveg staur og Katalónar farnir í fússi með sín átta atkvæði. Baskar hóta að yfirgefa hinn hökulausa Zapatero nema hann hósti upp 2 milljörðum evra í hafnarframkvæmdir. Þeir björguðu fjárlögum þessa árs með atkvæðum sínum, en vilja nú fara að sjá ofan í peningaskjóðuna. Núna er að renna upp fyrir þeim að hún er tóm.
Vandamál Spánar er evran. Nú þegar kreppir að eru Spánverjar að átta sig á að evran er að sigla þá í kaf. Þrautavarinn sem svo mjög hefur verið lofaður hér heima býr ekki í evrópska seðlabankanum (ECB); hann er skráður til heimilis í hverju landi fyrir sig og á Spáni er lögheimilið hjá ríkisstjórninni. Eina sem ECB sér um er að loka öllum leiðum til bjargar. Gengið er rígfast og atvinnuleysið eykst hraðar en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Talan 19% í lok árs er líkleg til að verða mun hærri.
Spánn á aðeins eina leið út úr vandanum og hún er að kasta evrunni og taka aftur upp gamla pesosinn. Nema þeir sendi neyðarkall hingað í norðurhöf og óski eftir að tengjast krónunni. Hún er í dag mun líklegri björgunarhringur en evran.
Hver veit nema kanarífuglinn og krónan leiði Zapatero út úr klípunni sem hann hefur komið sér í, þ.e. ef aftökusveitin sem nú situr í ríkisstjórn verður ekki búin að senda Ísland á ruslahaug sögunnar.
Bloggar | Breytt 5.2.2009 kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2009 | 23:06
Skattmann kominn á kreik
Aukin ríkisumsvif er eitthvað sem við eigum eftir að sjá meira af í framtíðinni, hér heima og reyndar um allan heim. Það er gerð krafa til stjórnvalda að halda uppi atvinnulífinu; kaupa upp gjaldþrota fyrirtæki, banka og innistæðulausar eignir þeirra og ofan á allt þá mega stjórnvöld hvergi slaka á í velferðinni. Þetta er nokkuð stór pakki og því leita menn leiða til að láta útópíuna ganga upp. Þeir sem geta prentað peninga gera það, hinir verða að gera sér eitthvað annað að góðu.
Vinstri leiðin var tilbúin og Kastljós tón bara tvo daga til að koma henni á framfæri. Indriði Þorláksson mættur með gamla góða hátekjuskattinn. Rétt eins og hann hafi bara haft hann í hattinum. Árni Páll var ekki lengi að taka undir með honum og sá engan kost við það að skera niður í ríkisútgjöldum, ekki frekar en Ögmundur sem ætlar bara að halda öllu óbreyttu þangað til hann finnur leið til að bæta enn betur í.
Það eru , sem sé, skattar-Hátekjuskattar-sem eiga að plástra sárið. Fyrir vinstrimenn eru skattar alltaf lausnarorðið. Það er bara spurning hverjir eiga að borga skattana? Hátekjumennirnir! Þessir sem eru með 350 þús. á mánuði og síhækkandi afborgana af lánunum sem fengust í góðærinu. Þeir taka þessu eflaust vel og hugsa Indriða og Árna Páli nú þegjandi þörfina. Bankamennirnir sem áður gátu gert kröfur um ofurlaun eru nú atvinnulausir og hugsanlega komir á bætur. Líklega verður að lækka viðmiðunarmörkin .
Það er samt ekkert sjálfgefið að þeir sem eru talsmenn skatta og mikilla ríkisumsvifa séu endilega viljugri en aðrir að greiða þá. Skattar, of all things, eru nú farnir að vefjast fyrir Barack Obama og hann varla sestur í hásætið. Nýskipaður fjármálaráðherra hafði svikist um að borga skatta um árabið auk þess sem hann hafði ekki hirt um að hafa tilskilin leyfi fyrir húshjálpina. Hann lofaði bót og betrun, en einhvern veginn læðist að manni grunur um að á hann hafi fallið blettur, sem erfitt verður að afmá. Hvað hefðu menn sagt hér við skattakröfum frá Árna Matt ef hann hefði orðið uppvís að slíku.
Nú, á nokkrum dögum hafa þrír laukar demókrata þurft að afþakka tilnefningar í stór embætti vegna skatta og húshjálpar óreiðu Þannig sökk stjórnmálaferli prinsessu Caroline Kennedy áður en hann komst á flot; sjálfur Tom Daschel varð að afþakka stöðu heilbrigðisráðherra fyrir að skulda skattinum 16 milljónir króna. Nýjasta fórnarlamb siðblindunnar er Nancy Killefer sem átti að verða "árangursstjóri" ríkisstjórnarinnar. Henni hafði láðst að greiða í atvinnuleysistryggingasjóð vegna húshjálpar. Skattamál Blago verða líklega aldrei upplýst.
Græni Volvo-inn opinberaði hégóma og hræsni dýralæknisins í dulargervinu. Vonandi liggja mörkin þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 22:57
Hvenær má skrúfa fyrir löðrið og hvenær ekki?
Menn virðast eitthvað hneykslaðir á því að RÚV sýndi íþróttafréttamanninum þann dónaskap að skrúfa fyrir hann í miðri setningu og hleypa handboltakappleik í loftið. Engum finnst neitt að því að formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrúfaði fyrir "málfund" forsetans í beinni útsendingu og skildi hann eftir í rykmekkinum.
Ætli þetta sé merki um að þjóðin sé að þroskast?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.