Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin er fundin!

Allar götur frá því að Ingibjörg Sólrún setti fram þá fullyrðingu að "Borgarafundur" í Háskólabíó væri ekki þjóðin hefur styr staðið um hugtakið "ÞJÓÐIN". Margir vilja eigna sér það, en í raun er það aðeins til sem safnheiti þegar "ÞJÓÐIN" sýnir vald sitt í kosningum eða sýnir samstöðu gagnvart einhverjum ósegjanlegum harmleik. Á öðrum tímum á einstaklingurinn völlinn.

Þótt mér sé ekki tamt að taka orð ISG sérlega trúanleg, minnist ég þess að hafa átt í nokkru orðaskaki við ungann mann um þetta, hér á moggablogginu, þótt sumt af þeim samskiptum hafi nú gufað upp. Varði ég fullyrðingu Ingibjargar á þeirri forsendu að samkundan sem slík hafi ekki getað talist fulltrúar þjóðarinnar frekar en alþingismenn, sem gjarnir eru á að líta sig sem fulltrúa þjóðarinnar, geta aðeins talað fyrir hönd þeirra sem þá kusu. 

Davíð S af Vísir.isEn nú er þjóðin fundin. Hún virðist reyndar hafa verið í Háskólabíó þetta umrædda kvöld. Þjóðin er að því er virðist fjölskyldufyrirtæki - sjálfsprottin (vinstri græn) hreyfing - sem sló sig til hásætisins við eldhúsborðið. Kjarnafjölskyldan: Gunnar, Halla og Davíðeru þjóðin. Davíð er ungi maðurinn sem lét að því liggja við mig að hann væri að ræða framboðsmál við "ýmsa áhugaverða" hópa. Grasrótina. Nú kemur í ljós að hann var allan tímann heitbundinn VG, ekki bara samkvæmt hefðbundnum skilningi heldur líka í pólitískum skilningi. Visir.is tilkynnir um að Davíð (mynd að láni frá visi.is) gefi kost á sér í 2-3 sæti VG listans og gerð er grein fyrir fjölskyldutengslunum, sem kannski voru öllum vinstri grænum ljós, en komu flatt upp á mig (og eflaust fleiri) sem taldi hann bara tilfinningatrekkta taugahrúgu.

Vissi "ÞJÓÐIN" að hún var þarna í boði VG? Það efast ég um. Í húsinu var fólk sem var reitt, hrætt og sárt en hver á sínum forsendum. Þarna var líka fólk sem myndi aldrei láta sjá sig á samkomum sem boðað væri til af VG. Kannski var það þess vegna sem því var haldið svo stíft fram að þarna kæmi þjóðin saman.

Ætla Vinstri grænir að bjóða fram undir nýju heiti í komandi kosningum? Þjóðarflokkurinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Guðmundsson

Víst er að stjórnmálamenn hafa ekki fundið þjóðina, hvað þá hlustað á hana, síst VG.  Af hverju hafa þeir ekki kallað sig "öfga græningjar" og sleppt þessu vinstra forskeyti, er þetta e-h sem skiptir þessa öfgamenn máli.  Þeir kannski nefna sig græna fjölskylduflokkinn ásamt e-h öðru oftúlkuðu grænu orði

Svavar Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég veit ekki hvort "þjóðin " sé sammála um eitt né neitt. Skiptir ekki máli, því sem einstaklingur er ég partur af þjóð sem samansett er úr 330.000 öðrum einstaklingum sem allir hafa sinn rétt til að vera örðuvísi. Það merkir þó ekki að þeir eigi rétt á að villa á sér heimildir.

Burt séð frá því minntu Borgarafundirnir, sem sýndir voru á RÚV, mig á sértrúarhóp þar sem nýliðar voru hvattir til að "vitna". Hver veit nema þeim hefði líka verið dýft í vatn ef leigutími salarins hefði leyft það.

Ragnhildur Kolka, 16.2.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er nú að einhverju leyti rétt að kalla þá sem sitja á löggjafarsamkundunni fulltrúa þjóðarinnar, en þessir bölvuðu ræflar sem trana sér fram óbeðnir og þykjast vera „Rödd fólksins“ „Þjóðin“ eða hvaða bjánalega alltumlykjandi rangnefni þeir taka sér, þeir eru sannarlega ekki á vegum þjóðarinnar. Sjálfsagt er að halda fundi en þá á að gera það á réttum forsendum. Vinstri grænir og aðrir af því sauðahúsi eru sérstaklega lagnir við þetta. Fjölmiðlar og bloggarar (eins og við) eigum að benda á þetta og vona að sem flestir heimsæki síðurnar okkar. Mér skilst að íslenskir fjölmiðlar, einkum sá ríkisrekni, hafi algerlega misst sig í eltingaleik við þessa sjálftökumenn.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.2.2009 kl. 07:45

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það segir sig sjálft, að þegar fólk þarf að villa á sér heimildir þá er málstaðurinn ekki góður.

Í upphafi fannst mér hugmyndin góð að fólk ræddi málin á opnum fundum, en ekki æpandi slagorð á torgum. Þar gæfist  fólki tækifæri til að koma mismunandi sjónarmiðum á framfæri. En þessir tveir fundir sem sjónvarpað var frá sýndu, svo ekki var um villst, að þetta voru áróðurssamkomur í anda kommunískrar hugmyndafræði. Nokkrir velvaldir vinir Samfylkingarinnar í pontu staðfestu aðeins að SF er lengra til vinstri en þeir vilja vera láta.

Fyrirbærið Wade er svo kapituli út af fyrir sig.

Ragnhildur Kolka, 18.2.2009 kl. 08:58

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir innlitið, Davíð.

Ég ætla ekki að elta ólar við fjölskyldumál þín, þau liggja nú ljós fyrir, þótt þau hafi ekki verið mér kunn þegar samskipti okkar, hin fyrri, fóru fram. Hitt er á hreinu að það skiptir megin máli að láta lita svo út sem þessir fundir væru ópólitískir. Það tókst næstum því eða þangað til farið var að útvarpa þeim.

Það þurfti ekki að hlusta lengi á ræðurnar sem þar voru haldnar til að átta sig á að þær voru þræl pólitískar. Sumar í anda byltingarkommúnismans sem ég, satt að segja, hélt löngu útdauðann. Þín lína liggur aðeins til suðurs frá þeim og krefst ekki eins mikilla blóðsúthellinga. Lengi lifi rómantíkin.

Ræður SF voru á þessum venjulegu persónuníðsnótum sem sá flokkur hefur sérhæft sig í til að komast hjá að ræða málefni. Það var athyglisvert að hlusta á hinn harða stjórnarandstöðuanda sem þar birtist. Það skyldi þó ekki vera að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi þá þegar verið komnar á dagskrá.  

Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn voru álíka sýnilegir og Dódó fuglinn í pontu. En það er rétt hjá þér, það var allslags fólk í salnum, eins og ég benti líka á í upphaflega pistlinum mínum. Það eiga margir um sárt að binda þessa dagana.

Mín sannfæring er ekki sterkari en svo að ég gef mér tíma til að kíkja á skoðanir annarra. Kjósi ég að andmæla þeim þá geri ég það. Það er aldrei að vita nema einhver, einhvern tíma sannfæri mig um eitthvað annað. Þú gerir það ekki.

En vertu velkominn í heimsókn hvenær sem er.  

Ragnhildur Kolka, 20.2.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband