Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Sá stutti en snarpi

Minnið getur leikið menn illa, sérstaklega þegar um eigin orð og gerðir er að ræða. Á þetta vorum við illilega minnt um daginn þegar Hillary Clinton þurfti að biðjast afsökunar á “misminni” sínu eftir að orð hennar, um lífsháska í Bosníu voru afsönnuð af fréttastofu sem lúrði á myndum af viðkomandi atviki. Djúp minninganna er ekki alltaf til að reiða sig á. 

Kastljóssþáttur í vikunni kallaði fram einmitt svona Hillary minningu. Þjóðinni var boðið upp á að skygnast í baksýnisspegil skyndiborgarsjórans, sem minntist 100 daga ríkis síns  á þann óborganlega hátt sem “hinn stutta en snarpa borgarstjóraferil”  sinn. Fimm fingur til Guðs. Stuttur var ferillinn en snarpur ekki. Eftir þann feril sitja borgarbúar uppi með 600milljón króna reikning fyrir húsarústir, sem sá stutti gat ekki tekið ákvörðun um. Þó lá fyrir að rífa skyldi húsin og það samkvæmt ákvörðun hans eigin meirihluta.  

 

Eftir að nýr meirihluti tók að sér að hreinsa upp óráðsíuna, leyfði hann sér að gagnrýna ákvörðunina á þeirri forsendu að Ríkið hefði átt að sitja uppi með reikninginn. Þeim stutta þótti eðlilegt að Húsvíkingar og Hornfirðingar stæðu straum af ráðleysi hans, sem sagt, það kostar ekkert ef aðra borga reikninginn. Hann hefur líklega aldrei heyrt af því að hádegisverðurinn er aldrei ókeypis.  

 

Að minnast þessara 100 daga sem hástigs athafnasemi er óborganleg sjálfsblekking. Tragikómisk ef eitthvað og á sömu nótum og kúlnahríðin sem hrakti Hillary Clinton á flótta á Bosníuflugbrautinni forðum. Ég tók hins vegar eftir því í kvöld að Spaugstofumenn sem enn gera sér mat úr veikindum Ólafs F. sjá ekkert spaugilegt við þessa "söguskýringu" þess stutta og snarpa.

 

Kyn(þátta)-misrétti

Hillary kom tilbaka

 Og Hillary aftur kominn inn í myndina ... eða um það bil. Slagurinn harðnar en það boðar ekki gott þegar valið sendur um eina sektarkennd umfram aðra.  


Er RÚV í eigu almennings eða einkaútvarp?

Á hvaða vegferð var Morgunvakt RÚV þ. 3. mars, þegar stjórnandinn tók að sér að lesa yfirlýsingu frá formanni Félagsins Ísland-Palestína í upphafi þáttar? Yfirlýsingu sem ítrekað var tekið fram að hefði borist þá um nóttina.

Ætli það hafi verið eftir að formaðurinn fékk fréttir af því að Ísraelar hefðu hafið brottkvaðningu hersins frá Gaza? Því þessi asi, stóð stjórnarfundur fram eftir nóttu? Geta önnur félagasamtök fengið sömu þjónustu, t.d. Félagið Zion, Bjórklúbburinn í Húsi 14, Samtök kúabænda?

Hvers vegna tók stjórnandi þáttarins yfirlýsinguna til upplestrar? Og hvers vegna var þessari áríðandi yfirlýsingu ekki fylgt efir í þeim fréttatímum sem á eftir komu?


Enn meira um kannanir

Rakst nýlega á þessa könnun og ákvað að deila henni með ykkur. Áhuginn fyrir könnunum er óslökkvandi hérna og kannski getur hún hjálpað einhverjum að glöggvað sig á afstöðu sinni hvað varðar val á næsta forseta Bandaríkjanna, þegar Gallup gerir næstu könnun. Það era að segja, hafi hann ekki tíma til að kynna sér málefnastöðu frambjóðendanna.

Könnunin var gerð af Gallup og kynnt síðastliðinn nóvember. Spurt var um andlega heilsu viðkomandi. Gefinn var kostur á þremur svörum: Mjög góð - góð - sæmileg/slæm. Í ljós kom að 58% republikana töldu sig búa við mjög góða andlega heilsu á meðan aðeins 38% demókrata gátu sagt það sama. Óháðir voru þarna á milli. Helmingi færri republikanar en demókratar voru í flokknum sæmileg/slæm.Nú gæti einhver sagt að þessir ríku repúblikanar hefðu það svo gott að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur út af hlutunum. En þegar leiðrétt var fyrir tekjum kom í ljós að munurinn hélt sér. Sama má segja þegar leiðrétt var fyrir menntun, aldri og kyni. Jafnvel þegar kom að kirkjusókn (já, demókratar sækja líka kirkjur) hélst munurinn. Óháðir héldu stöðu sinni þarna á milli.

  

Gallup er aldeilis kjaftstopp yfir niðurstöðunum. Láta sér helst detta í hug að annað hvort sé það, að vera republikani, leiði til betri andlegrar heilsu eða að gott andlegt ástand geri að verkum að fólk kýs frekar Republikanaflokkinn. Geðlæknirinn, Dr. Rossiter, sem skrifað hefur bók um liberalisma (þ.e. frjálshyggju, þótt þeir kjósi núna að kalla sig framsækna (progressive)) telur að fyrirbærið sé per se ákveðin tegund af andlegum sjúkdómi. Hann segir liberalisma byggja allt sitt á veikleika og minnimáttarkennd; byggja á ímynd fórnarlambsins,  gera sífeldar kröfur um eftirlátssemi og umbun, ýta undir öfund og hafna sjálfstæði einstaklingsins, gera vilja hans undirgefinn vilja hins opinbera.  Rossiter telur að um sé að ræða þroskaskekkju á leiðinni frá barnæsku til fullvaxtar

  

Bók Rossiter heitir “The Liberal Mind: The Psycological Causes of Political Madness.” Gæti kastað nýjum vínkli inn í umræðuna.

 Já, kannanir geta svo sannarlega lýst upp skammdegið.

 


Upp á líf og dauða

AlamoÞað blæs ekki byrlega fyrir Hillary Clinton þessa dagana. Óheppilegt að lokaviðureignin fari fram í Texas, þar sem sögufrægur ósigur átti sér stað, einmitt í marsmánuði 1836. Eftir 2 vikna umsátur, rétt eins og núna. Álagið á Hillary er því gífurlegt, en á móti kemur að vinni hún sigur, þá verður hann þeim mun sætari.

Meira um kannanir

Þótt Gallup geti gert könnun sem segir að 97% landsmanna vilji sjá demókrata í Hvíta húsinu að ári, þá liggur afar lítið að baki slíkri könnun. Ég tó ekki þátt og veit ekki hvernig spurningarnar voru, en get mér til að spurt hafi verið um "Rebúblikana eða Demókrata" og síðan fylgt eftir með "Hillary eða Obama." Í raun segja slíkar kannanir ekkert um skoðanir Íslendinga, aðeins hver tilfinningaleg afstaða þeirra er og hvernig fréttaflutningurinn hefur verið hverju sinni.  

Fyrir nokkrum vikum mátti taka þátt í leik á netinu, þar sem menn gátu tekið afstöðu til afstöðu hinna ýmsu frambjóðenda til forsetakosninganna í Bandsríkjunum. Margir spreyttu sig á leiknum og urðu sumir undrandi á niðurstöðunni. Ég tók þátt og komst að þeirri niðurstöðu að ég er volgur rebúblikani. McCain fékk flest stig hjá mér eða 52, fimm stigum meira en Romney og 17 stigum meira en Huckabee. Ron Paul kom langt þar fyrir aftan en þó á undan efsta demókratanum, Hillary Clinton sem fékk 13 stig. Obama með 8 og Edwards komst ekki á blað.

Margir spreyttu sig á þessum leik og voru karlmenn áhugasamari. Samfylkingarmenn voru glaðbeittastir í að segja frá sínum manni. Með tilliti til afstöðu frambjóðendanna, tóku flestir þeirra sér stöðu við hliðina á manni sem aldrei hefur verið nefndur hér á nafn í ljósvakamiðlunum, Mike Garvin (að mig minnir að hann hafi heitið). Óræði samfylkingarmannanna sást þó best á því að þeirra maður fékk ekki meira en 35-6 stig hjá hverjum. Aðrir frambjóðendur voru þar fyrir neðan. Niðurstaðan kom nokkuð flatt upp á þá því þeir höfðu greinilega talið sig hafa nokkuð vel mótaðar skoðanir á hvern þeir vildu sjá í Hvíta húsinu. Þeir höfðu bara ekki haft fyrir því að kynna sér málefnaskrár frambjóðendanna.

Þótt þetta hafi bara verið leikur, þá bjó í honum meira upplýsingagildi en sem felst í niðurstöðu Gallup könnunarinnar. Þarna komu margir þættir saman, mismunandi afstaða frambjóðandanna og það sem meira er um vert, það kom skýrt fram hversu ólík málefnin eru sem fólk þarf að taka afstöðu til í mismunandi löndum.

Þegar upp er staðið segir leikurinn meira um þátttakendurna en frambjóðendurna sem um var fjallað.


Hvað segja kannanir

Því verður seint haldið fram að afstaða Íslendinga sé ófyrirsjáanleg. Í kvöldfréttum kom það fram að 97% Íslendinga væru því fylgjandi að næsti forseti Bandaríkanna yrði demókrati. Aðeins 3% studdu John McCain. Verður að segjast að fjölmiðlum hafi orðið nokkuð ágengt að koma áróðursstefnu sinni á framfæri. 'Islenskir fjölmiðlar skera sig þannig ekki frá bandarískum fjölmiðlum, en talið var að þegar Clinton (l'homme) bauð sig fram til forseta, hafi 85% blaða-og fjölmiðlamanna í Washington D.C. stutt framboð hans. Bar kosningabaráttan merki þess.  Nú sýpur spúsan seiðið af vonbrigðum þessara fyrrum stuðningsmanna og sagt er að hún sé nú meðhöndluð af fjölmiðlum sem væri hún repúblikani. Enda stendur hún nú í ströngu. Barak er nýja goðið.

                                      Ohio primary

Íslendingar hafa ekki alveg fylgt þessu eftir. Hér fer afstaðan nefnilega eftir kyni eða kynþætti, eða því sem hver heldur að sé í mestri andstöðu við "kananna, kommúnista banann". Þeir sem styðja konu í hvaða embætti sem er, gera sér ekki grillur yfir smámunum eins og því hvað Hillary hafi unnið sér til ágætis. Þeir sem styðja kynþátt eru þeir sem vilja sýna "sjálfstæða skoðun" og þá skiptir afrekaskrá heldur engu máli. Þau andlegu afbrigðilegheit sem lagst hafa á sálir vestrænna manna vegna Íraksstríðsins, vega þyngst.

Ekki kom fram í könnuninni hvar í flokki þetta fólk stóð, en eitt er víst að enginn virðist hafa lesið ágætan pistil Andrésar Magnússonar í Viðskiptablaðinu um miðjan febrúar, sem fjallaði um málefnaskrá Hillary Clinton. Málefnaskrá Baraks Obama er copía af henni.  Eða hafi pistillinn verið lesinn hefur enginn talið sig þurfa að taka afstöðu til þeirra mála. Aðeins er hlustað á orð þessara pólitíkusa um að þeir ætli að draga herliðið út úr Írak. Skiptir þá engu hvað af hlýst. Jafnað skal um Georg W. hvað sem það kostar. Reyndar er rennt blint í sjóinn hvað varðar Barak Obama, en Hillary Clinton er það vel sjóuð í pólitík að hún veit að brottkvaðning hersins frá Írak setur Mið-Austurlönd í algert uppnám. Svör hennar við slíkum spurningum hafa líka verið nokkuð loðin.

Kannanir sem þessar segja akkúrat ekkert annað en að fjölmiðlar hafa staðið sig í stykkinu.  Stimplað sínar hugmyndir inn í heilabú Íslendinga, með beinum útsendingum af húsþökum heimsborgarinnar og með illkvittnislegum athugasemdum um þá sem ekki eru þóknanlegir - við erum í hringiðunni - við höfum eitthvað að segja.  Niðurstaðan fyrirsjáanleg. En hvernig sem málinu er snúið hafa íslenskir kjósendur ekkert um málið að segja, frekar en aðrir Evrópubúar.

Nýverið gerði Fréttablaðið könnun fyrir eiganda sinn, svo hann mætti vita hver áhrif orða hans um gjaldþrot bankanna hefðu verið. Ekki brást hin síkvika íslandshjörð. Allt í einu vildi meirihluti þjóðarinnar halla sér að breiðum barmi Evrópusambandsins. Skítt með þorskinn og auðlindirnar. Afstaðan túlkuð sem viðsnúningur viðhorfa án þess að nokkuð nýtt hafði komið fram um Evrópuaðild. Engin ný meðrök og því síður gagnrök. En þau hafa oft verið nýtt þegar harðnar á dalnum. Aðeins orð auðjöfursins, sem hingað til hefur ekki verið að spyrja þjóðina álits hvernig hann vill verja fjármunum sínum.  

Er einhver nær um niðurstöður þessara kannana, skipta þær einhvern, annan en fréttastofurnar, máli?


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband