Leita í fréttum mbl.is

Sá stutti en snarpi

Minnið getur leikið menn illa, sérstaklega þegar um eigin orð og gerðir er að ræða. Á þetta vorum við illilega minnt um daginn þegar Hillary Clinton þurfti að biðjast afsökunar á “misminni” sínu eftir að orð hennar, um lífsháska í Bosníu voru afsönnuð af fréttastofu sem lúrði á myndum af viðkomandi atviki. Djúp minninganna er ekki alltaf til að reiða sig á. 

Kastljóssþáttur í vikunni kallaði fram einmitt svona Hillary minningu. Þjóðinni var boðið upp á að skygnast í baksýnisspegil skyndiborgarsjórans, sem minntist 100 daga ríkis síns  á þann óborganlega hátt sem “hinn stutta en snarpa borgarstjóraferil”  sinn. Fimm fingur til Guðs. Stuttur var ferillinn en snarpur ekki. Eftir þann feril sitja borgarbúar uppi með 600milljón króna reikning fyrir húsarústir, sem sá stutti gat ekki tekið ákvörðun um. Þó lá fyrir að rífa skyldi húsin og það samkvæmt ákvörðun hans eigin meirihluta.  

 

Eftir að nýr meirihluti tók að sér að hreinsa upp óráðsíuna, leyfði hann sér að gagnrýna ákvörðunina á þeirri forsendu að Ríkið hefði átt að sitja uppi með reikninginn. Þeim stutta þótti eðlilegt að Húsvíkingar og Hornfirðingar stæðu straum af ráðleysi hans, sem sagt, það kostar ekkert ef aðra borga reikninginn. Hann hefur líklega aldrei heyrt af því að hádegisverðurinn er aldrei ókeypis.  

 

Að minnast þessara 100 daga sem hástigs athafnasemi er óborganleg sjálfsblekking. Tragikómisk ef eitthvað og á sömu nótum og kúlnahríðin sem hrakti Hillary Clinton á flótta á Bosníuflugbrautinni forðum. Ég tók hins vegar eftir því í kvöld að Spaugstofumenn sem enn gera sér mat úr veikindum Ólafs F. sjá ekkert spaugilegt við þessa "söguskýringu" þess stutta og snarpa.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband