Leita í fréttum mbl.is

Enn meira um kannanir

Rakst nýlega á þessa könnun og ákvað að deila henni með ykkur. Áhuginn fyrir könnunum er óslökkvandi hérna og kannski getur hún hjálpað einhverjum að glöggvað sig á afstöðu sinni hvað varðar val á næsta forseta Bandaríkjanna, þegar Gallup gerir næstu könnun. Það era að segja, hafi hann ekki tíma til að kynna sér málefnastöðu frambjóðendanna.

Könnunin var gerð af Gallup og kynnt síðastliðinn nóvember. Spurt var um andlega heilsu viðkomandi. Gefinn var kostur á þremur svörum: Mjög góð - góð - sæmileg/slæm. Í ljós kom að 58% republikana töldu sig búa við mjög góða andlega heilsu á meðan aðeins 38% demókrata gátu sagt það sama. Óháðir voru þarna á milli. Helmingi færri republikanar en demókratar voru í flokknum sæmileg/slæm.Nú gæti einhver sagt að þessir ríku repúblikanar hefðu það svo gott að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur út af hlutunum. En þegar leiðrétt var fyrir tekjum kom í ljós að munurinn hélt sér. Sama má segja þegar leiðrétt var fyrir menntun, aldri og kyni. Jafnvel þegar kom að kirkjusókn (já, demókratar sækja líka kirkjur) hélst munurinn. Óháðir héldu stöðu sinni þarna á milli.

  

Gallup er aldeilis kjaftstopp yfir niðurstöðunum. Láta sér helst detta í hug að annað hvort sé það, að vera republikani, leiði til betri andlegrar heilsu eða að gott andlegt ástand geri að verkum að fólk kýs frekar Republikanaflokkinn. Geðlæknirinn, Dr. Rossiter, sem skrifað hefur bók um liberalisma (þ.e. frjálshyggju, þótt þeir kjósi núna að kalla sig framsækna (progressive)) telur að fyrirbærið sé per se ákveðin tegund af andlegum sjúkdómi. Hann segir liberalisma byggja allt sitt á veikleika og minnimáttarkennd; byggja á ímynd fórnarlambsins,  gera sífeldar kröfur um eftirlátssemi og umbun, ýta undir öfund og hafna sjálfstæði einstaklingsins, gera vilja hans undirgefinn vilja hins opinbera.  Rossiter telur að um sé að ræða þroskaskekkju á leiðinni frá barnæsku til fullvaxtar

  

Bók Rossiter heitir “The Liberal Mind: The Psycological Causes of Political Madness.” Gæti kastað nýjum vínkli inn í umræðuna.

 Já, kannanir geta svo sannarlega lýst upp skammdegið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband