21.12.2010 | 18:11
Er nú röðin komin að endurskoðendunum?
N.Y.'s Cuomo Sues Lehman Accounting Firm Ernst & Young
Saksóknari New York ríkis hefur höfðað mál gegn endurskoðendafyrirtækinu Ernst og Young fyrir að aðstoða Lehmans við að blekkja almenning um fjárhagslega stöðu fyrirtækisins með bókhaldsbrellum.
Kannski kemur röðin einhvern tímann að PwC og brellum þeirra. Hver veit?
Fréttina má lesa á slóðinni: http://www.bloomberg.com/news/2010-12-21/new-york-s-cuomo-said-to-plan-fraud-suit-against-lehman-s-accounting-firm.html
Fyrir áhugasama fylgir númer málsins við hæstarétt NY í Manhattan:
People of the state of New York by Andrew Cuomo v. Ernst & Young, 451586/2010, New York state Supreme Court (Manhattan)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2010 | 20:57
Ert þú með réttu smáköku uppskriftina?
Eða er búið að koma þér fyrir í skjalaskáp Nýja-Stasi í Arnarhváli?
Athyglisverð grein í Mogganum í morgunn. Hef hvergi séð á hana minnst í fréttum eða á bloggi, sem gerir hana enn athyglisverðari. Hélt í fyrstu að nú væru karlarnir farnir að keppa um bestu jólasmáköku uppskriftina, en þegar betur var að gáð voru smákökurnar ekki ætlaðar á jólaborðið.
Náungi sem titlar sig stjórnsýslufræðing upplýsir að þeir sem notfærðu sér vefinn "kosning.is" til að raða frambjóðendum fyrir stjórnlagaþing hafi fengið smákökur sendar inn á tölvuna sína frá dómsmálaráðuneytinu. Ráðuneytið hafi þar með getað fylgst með tölvunotkun viðkomandi. Og þar sem ráðuneytið opnaði jafnframt aðgang að IP-tölu notandans hefur það jafnvel átt möguleika á að greina strauma í aðdraganda kosningar og stýra viðbrögðum frambjóðenda. Ekki það að náunginn sé að halda því fram, aðeins að hugmyndin ein og sér, að ráðuneyti sé að senda slíkt inn á tölvur borgaranna sé "ekki fyrir viðkvæma" og því afar "langsótt".
Nú vill svo skemmtilega til að dómsmálaráðherra er Ögmundur Jónasson. Góður og gegn vörður mannréttinda borgara þessa lands og skýrir það eflaust þögnina sem ríkt hefur um málið.
En getur einhver ímyndað sér kliðinn í loftinu ef dómsmálaráðherrann hefði heitið Björn Bjarnason? Jafnvel tunnubyltinartónaflóðið 4. október hefði drukknað í þeirri stríðóma hljómkviðu.
Mynd1: www.daylife.com
Mynd2: www.ebookx.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2010 | 22:36
Ofbeldið á ESB heimilinu
Hvenær hrynur kerfið?
Stendur Merkel af sér þrýstingin eða sker hún á björgunarlínuna? Þýskaland er farið að draga lappirnar í björgunarleiðangrinum enda farið að verða tvísýnt um að þessi aflvél ESB fái staðist yfirvofandi áhlaup á bankakerfið. Leikritið er farið að minna á ævintýrið um Gulliver í Puttalandi. Þýski risinn kominn upp að vegg og litlu puttarnir glefsa í ökkla og kálfa. Gulliver á tvær leiðir út, traðka þá í duftið eða kljúfa evru-puttana í tvennt.
Mæta þá ekki félagarnir AGS og ECB með hnúajárnin á lofti og hóta öllu illu. Yfirlýsingarnar sem ganga á milli manna verða beinskeyttari með hverjum deginum og tala hver gegn öðrum. Ofbeldisfullt hjónaband gæti verið viðeigandi lýsing. Ekki skrýtið að Tékkland sé farið að hafa efasemdir um evru aðildina. Forsætisráðherrann Petr Necas lét hafa eftir sér "að við þessar aðstæður getur enginn þvingað okkur til að taka upp evruna - það væri pólitísk og efnahagsleg hringavitleysa". Forsætisráðherrar hinna evru-landanna játa það innra með sér, en enginn þorir að segja það upphátt.
Aðeins Samfylkingin, ASÍ og SA trúa enn á dásemdir fyrirheitna landsins, en það er vegna þess að eingyðistrú sú sem þau hafa bundið trúss sitt við býður ekki uppá annað.
Mynd: www.townhall.com
Bloggar | Breytt 7.12.2010 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010 | 22:25
Illa meðferð ....... og gott betur
Jóni Gnarr er að verða búin að ná tökum á orðræðu pólitíkusanna. Steingrímur Joð er fyrirmyndin hvað sjálfshól og hroka varðar, þ.e.a.s. hafi það ekki bara verið sjálfur Muhammed Ali sem sat þarna í stólnum andspænir Brynju í Kastljósinu í kvöld, ók sér og klórað eins og hann væri illa setinn af óværu. Það efaðist svo sem enginn um að Gnarr væri ágætis leikari, en það dugir bara ekki að vera státinn og drjúgur með sig þegar við öllum blasir botnlaust umkomuleysi og vitund um vanhæfi.
Það sem maður mátti horfa uppá í sjónvarpinu í kvöld hefði með réttu átt að banna undir liðnum "ill meðferð á ómálga skepnum". Þarna sat "geimveran" og ók sér öllum og klóraði eins og flærnar væru á árshátíð. En ólíkt fyrirmyndinni, StJoð, sem steytir hnefana þegar að honum er þrengt, þá notaði Gnarrinn loppurnar til að pússa í sífellu borðið fyrir framan hann. Með löngum sjálfandi fingrum strauk hann það eins og væri það líflína sem héldi í burtu myrkrinu sem geymir ljóta kallinn. Hefði Jón haft skott hefði hann eflaust líka notað það til að dusta borðið sem aldrei ætlaði að verða hreint.
Góður leikari lærir hlutverkið sitt áður en hann stígur á sviðið. Jón Gnarr sýndi kjósendum sínum ekki þá virðingu. En hafi verið hægt að vorkenna Jóni þarna í Kastljósinu, þá gildir ekki það sama um kjósendur hans, sem misbuðu sínum lýðræðislega rétti með því að kasta atkvæði sínu á innantómt gaspur trúðsins.
Brandarinn hittir þá fyrir.
Mynd: http://www.zooweekly.com.au/funny-stuff/freaks/is-mel-the-worlds-biggest-idiot.htm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 23:44
Lítill heimur
Við höfum tilhneigingu til að álíta að nafla alheimsins sé að finna á Íslandi. Aðrir halda því fram að hann sé í Brussel en enn sem komið er verða flestir að beygja sig undir þá staðreynd að augu heimsins falla á Bandaríkin þegar þungavigtin þar hristir sig.
En svo undarlega vildi til á Íslandi og í BNA að í dag spegluðust atburðir sem einn væri. Æðsta vald þessara tveggja landa baðst griða af andstæðingum sínum. Fyrir Barack Obama var þetta nýlunda, því allt frá því að hann tilkynnti pólitískum andstæðingum sínum í upphafi forsetatíðar sinnar "I won" hefur hann ekki virt skoðanir þeirra viðlits. Í dag lýsti hann því yfir að nú þyrftu allir að vinna saman að þjóðarhag. Hver kannast ekki við þennan "þjóðarhag" sem sífellt dúkkar upp þegar Jóhanna Sigurðardóttir stendur ráðþrota andspænis viðfangsefnum sínum. Og samkvæmt hefð ákallaði hún því stjórnarandstöðuna í dag til að sýna ábyrgð og vinna með stjórninni að koma fjárlagafrumvarpi á koppinn. En stjórnarandstaðan hefur fengið nóg af að kasta björgunarhringjum í steindautt lík sem kallar sig ríkisstjórn, en er bara samsafn sérhagsmunaseggja sem sjá ekki út úr eigin nafla.
Það var virkilega tímabært fyrir Bjarna Benediktsson að neita að taka þátt í málamiðlunum með eigin tillögur, þegar ekkert annað en stimpils stjórnarandsöðunnar, á vonlausar tillögur ríkisstjórnarinnar, er krafist. Jóhanna á ekkert inni hjá stjórnarandstöðunni. Engu að síður getur steingeldur hugarheimur hennar ekki náð utan um skilaboðin sem hún fékk í dag. Hún grípur til hótana eins og alltaf þegar hún fær ekki það sem hún vill. Og hverju hótar hún? Hún hótar að ríkisstjórnin leggi þá bara sitt eigið fjárlagafrumvarp fram. Hvað annað. Er þetta ekki meirihlutastjórn?
Þessum brandara getur stjórnarandstaðan hlegið að allar götur til kosninga.
Jóhanna, Steingrímur og öll hin vanhæfa ríkisstjórn eru steindauð. Það á aðeins eftir að skrifa undir dánarvottorðið. Það verður hins vegar erfiðara fyrir Obama að þrauka næstu tvö árin. Markmiðum hans var slátrað í kosningunum í gær. En Obama verður nú að eyða allri sinni orku í að dansa við þing sem ekki hefur enn gleymt orðum hans "I won". Hann er því strax farinn að spinna vörn sína gegn atlögu republikana gegn heilbrigðislöggjöfinn sem hann þvingaði í gegn án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna, gegn umhverfislöggjöfinni sem fór í gegn með sömu aðferðum og gegn löggjöf um fjármálastarfsemi sem var beinlínis troðið ofan í kok á andstæðingnum.
Með því að leggja alla áhersluna á efnahagsástandið sem aðal ástæðu kosningaósigursins getur hann látið George Bush (og þá repúblikana) taka hluta byrðarinnar.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að gæluverkefnin sem hann hefur þröngvað upp á þjóðina hafa þrefaldað fjárlagahallann sem Bush skildi eftir og á eftir sökkva þessu mikla veldi ef ekki er tekið í taumana.
Það er einmitt það sem kjósendur í BNA nýttu sinn lýðræðislega rétt til að koma á framfæri í kosningunum í gær.
Mynd1: www.dreamstime.com
Mynd2: www.townhall.com
Viðbót dagsins 8. nóvember
Hver stjórnmálamaður á sinn fjandmann. Verða það gleðióp Ingibjargar Sólrúnar sem hljóma hæst þegar stjórn Jóhönnu hrökklast frá? Hver veit?
Mynd: www.townhall.com
Bloggar | Breytt 8.11.2010 kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2010 | 16:28
Kosið um te eða töfrabrögð
Í þing- og öldungadeildarkosningum í BNA á þriðjudag stendur valið milli tebollans og töfrabragða.
Eitthvað er nú farið að fölna birtan af töfralampanum sem Barack Obama nuddaði svo óspart í kosningabaráttunni 2008 og fleytti honum á forsetastól BNA það ár. Nú velja sífellt fleiri gamla beyglaða teketilinn, sem býður reyndar ekki upp á eins stórkostlegt "stjörnuskot", en er líklegri til að halda á mönnum hita á þeim köldum vetrarkvöldum sem framundan eru. Helsta krafa Tehreyfingarinnar, sem kennd er við uppreisnina í Boston 1773, og sem nú sækir á í þingkosningunum er: "minni afskipti ríkis og lægri skattar". Ekki vanþörf á að minna á þennan boðskap, því nú er fjárlagahallinn komin í 13,616 trilljónir (trilljón er tala með tólf núll fyrir aftan sig) og heildar skuld ríkisins 94% af þjóðarframleiðslu. Árlegur halli siglir hraðbyr upp á við. Líkt og ríkisstjórn Íslands kann Obama aðeins trixið að skattleggja. Hann hefur engin ráð með að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Fjölgun opinberra starfsmanna þyngir aðeins róðurinn eins og hér. Þegar valið stendur milli vinnu og örbirgðar þá kýs almenningur vinnu. Bandaríkjamenn hafa nú fengið smjörþefinn af merkingunni bakvið VONIR og BREYTINGAR Obama. Á bakvið töfra og óskhyggju er botnlaust fen skulda. Skuldir sem greiddar verða úr vösum skattgreiðenda, barna þeirra, barnabarna og barnabarnabarna þeirra.
Obama er farin að undirbúa ósigurinn í þingkosningunum. RealClearPolitics líkir þessum undirbúningi við skotgrafarhernað. Menn grafa skotgrafir og koma sér fyrir. Ekki veitir af því flóttinn úr liði Obama er orðin svo áberandi að honum verður ekki lengur leynt. Reynt er að halda því fram að ekkert sé eðlilegra en að skipta út í æðstu embættum innan stjórnarinnar á þessum tíma. Sagan segir þó annað.
Og skiptin eru líka athyglisverð. Tvær óþekktar skrifstofublækur úr kerfinu eru settar inn í stað þungavigtarmanna. Rahm Emanuel var, áður en hann varð starfsmannastjóri Hvítahússins kjörin öldungadeildarþingmaður Illinois-ríkis og þjóðaröryggisráðgjafinn sem nú yfirgefur stjórnina er fjögurra stjörnu hershöfðingi sem stýrt hafði sameinuðum herafla í Evrópu. Embættismennirnir sem nú taka við eru þekktir fyrir að vera reddarar en ekki stefnumótunarmenn. Þeir eru ódýra fallbyssufóðrið sem fylla má með skotgrafirnar.
Flóttinn er kominn á fulla ferð. Hann minnir á fræga líkingu við nagdýr og sökkvandi skip enda fjöldinn slíkur og ekkert eðlilegt við hann. Allir þjóðaröryggisráðgjafar 5 fyrrverandi Bandaríkjaforseta hafa enst í minnst 4 ár utan ráðgjafi Ronald Reagans, en Condy Rice yfirgaf embættið aðeins til að taka við utanríkisráðuneytinu sem í flestra augum er talið skref upp stigann. Bill Clinton losaði sig reyndar við starfsmannastjóra sinn, Mack McLarty eftir 20 mánuði, en aðrir lifðu af kjörtímabilið. Emanuel er eftirminnanlegri en flestir í embættinu og mun lifa í minningu manna lengur þó ekki sé það fyrir annað en óheflaðan munnsöfnuð og ófyrirleitinna vinnubragða. Átti nærvera hans drjúgan þátt í að koma Chicago-thuggery stimplinum á Obama og hans menn.
Fjármálastjóri Obama stjórnarinnar, Orszag, á stystan feril í starfi í Hvítahúsinu, en Clinton hækkaði sinn fjármálastjóra í tign eftir álíka dvöl í embætti, þegar hann gerði hann að starfsmannastjóra. Nú er öldin önnur og staffið hverfur á braut. Efnahagsráðgjafi stjórnarinnar, Christina Romer yfirgaf skipið í september og nú er formaður Þjóðarefnahagsráðsins, Larry Summers líka á förum. Þetta er eina embættið innan stjórnsýslunnar sem afsökun Obama stjórnarinnar á við. Menn virðast ekki verða langlífir sem þjóðarefnahagsráðgjafar og þarf þá ekki bankahrun til. En eflaust verða margir fylgismenn Obama fegnir að sjá Summers yfirgefa húsið, því þetta er maðurinn sem var rekinn frá Harvard fyrir að draga í efa akademíska hæfni kvenna í ákveðnum greinum. Svo mikið varð einum efnafræðiprófessor skólans við þessi orð rektors að steinleið yfir hana og átti hún við andlega erfiðleika að stríða allt þar til Summers var rekinn. Skoðun Summers hefur eflaust stuðað einhverja fleiri, því slík er stærðargráða glæps Summers að ekki verður annar stærri drýgður í hinum pólitíska rétttrúnaðarheimi háskólasamfélagsins.
Ef fer sem horfir að demókratar tapa þinginu í hendur repúblikönum og jafnvel öldungadeildinni líka, þá eru horfur Obama til endurkjörs farnar að daprast verulega. Þá dugir ekki að nudda lampann góða og vona hið besta. Þessi mynd að neðan gefur í skyn að nú þegar séu demókratar farnir að horfa í kringum sig.
Framhjáhald af fyrstu gráðu og kunnáttumaður í bóli bjarnar.
Mynd1,2,3: www.townhall.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2010 | 22:56
Fyrsti vetrardagur og Ríkið rukkar
Einu sinni varð allt vitlaust þegar ónefndur maður benti á að fólk léti sig ekki vanta þegar eitthvað frítt stæði til boða. Held hann hafi haft meira til síns máls en menn vildu þá viðurkenna. En í dag flykktist fólk í bæinn til að fá sér súpudisk. Kaupmenn og reataurantörar buðu fríja kjötsúpu. Fyrsti vetrardagur spillti ekki fyrir og veðrið lék við borgarbúa.
En það var ekki allt ókeypis í dag jafnvel þótt það væri auglýst. Ég hafði ætlað að skoða ljósmyndasýningu Péturs Thomsen frá því ég heyrði að hann væri að sýna myndir frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun í Listasafni Íslands. Sunnudags-mogginn minnti mig á að sýningin stæði enn og að frítt væri inn. Ekki fannst mér það verra og dreif mig af stað. En þegar á safnið kom var ég rukkuð um 500kr. Upphæðin er ekki há en mér fannst ástæða til að benda á að auglýst hefði verið að frítt væri inn.
Í stuttu máli má segja að þar með hafi ég verið negld upp á vegg. Stúlkan í miðasölunni hringdi á skrifstofu safnsins og ég var látin standa fyrir máli mínu. Helst var á dömunni að heyra að ég ætti að hringja á Morgunblaðið og kvarta undan rangfærslu í birtingu. Sjálfri þótti mér eðlilegt að safnið ætti þetta við blaðið. Þetta var ekki góð byrjun á listrænni upplifun. Ég einhenti mér þó í að skoða sýningu Péturs og féll flöt. Ég þekki til verka hans frá fyrri tíð og vissi að í honum byggi snillingur. Nú hefur hann stigið fram og það með trukki. Það er engin leið að nefna eina mynd umfram aðra sem stendur upp úr. Hrátt landslagið er Pétri óendanleg uppspretta myndrænna tilþrifa. Regnblautt moldarflag undir svörtum malarvegg birtist eins og fljótandi gull. Þverhníptur hamraveggur í gangnabotni var svo raunverulegur að ég varð að ganga alveg að myndinni til að fullvissa mig um að þetta væri ljósmynd. Pétur fangar auðnina, hrikaleika náttúrunnar og manninn í smæð sinni í myndum sínum. Þetta er ógleymanleg sýning eða eins og ungur maður, sem ég rakst á þarna, sagði: ÓóóTRÚLEGA FLOTT. Ungt fólk kann að koma orðum að því.
Frammi í andyrinu rakst ég aftur á hinn dygga innheimtumann hins opinbera, missti löngun til að dvelja lengur í sjoppunni og gekk niður í bæ, þar sem ég gat lesið Vb frítt yfir kaffibolla. Fyrsti vetrardagur 2010 og aðþrengt einkaframtakið tók að sér gestgjafahlutverk dagsins.
Viðbót 26_10_2010: Þegar upphafleg færsla fór inn var ekki boðið að setja inn myndir. Því hefur greinilega verið kippt í lag núna og vona ég að Pétur fyrirgefi mér uppátækið.
Pétur Thomsen á Kárahnjúkum
Bloggar | Breytt 27.10.2010 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2010 | 22:16
Er nýtt Al Dura mál í fæðingu?
Er þetta myndband satt eða logið?
Ýmislegt bendir til að vinnubrögðin sem viðhöfð voru í svokölluðu Al Dura máli séu hér endurtekin. Ljósmyndarar og kvikmyndatökulið á staðnum (alveg tilfallandi) og þá hafa aðferðirnar við að hnoða "fórnarlambinu" inn í bíl verið endurteknar of oft áður til að hægt sé að taka þetta trúanlegt. Það þarf ekki að fara á endurlífgunarnámskeið til að átta sig á að þannig er slasað fólk ekki meðhöndlað. Reyndar minnir atburðarásin á forna íþrótt sem stunduð var fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir u.þ.b. 3500 árum og er þekkt af hallarfreskum frá Krít sem bolahlaup.
En RÚV mun eflaust geta gert sér mat úr þessu komist myndbandið í hendur þeirra. Þá fáum við að sjá það í hverjum fréttatíma í minnst 3 daga og síðan sem uppbótarefni hvenær sem tækifæri gefst. Skreyta má frásögnina með umræðum af Ísraelsþingi um tillögu um að fjarlægja börn af heimilum sínum ef þau eru tekin fyrir að kasta grjóti í almenna borgara. Friðrik Páll er fjarri góðu gamni núna, en eflaust neitar Sveinn Rúnar ekki vinum sínum um grafískar lýsingar á óhæfuverkum Ísraelsmanna. Hann hefur upplýsingar frá fyrstu hendi frá vini sínum Ismail Haniya og sá lýgur ekki. Eða er það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 23:44
Hetjudáðir ráðherra, vænisýki borgarstjóra og opinberun ársins.
Fjölmiðlar fóru víða í dag og komu stundum á óvart. Ég kemst auðvitað ekki hjá að nefna fyrst grein sem ég fékk birta í Morgunblaðinu um skipulagsmál. Málefni sem ég tel að eigi að vera uppi á borðum en ekki í laumuáætlun borgaryfirvalda með bakröddum Húsafriðunarnefndar. Það er óásættanlegt að fámenn klíka laumi fortíðardraumum sínum upp á borgarbúa, sem síðan eiga að borga brúsann. Venjulegt fólk er löngu hætt að reka erindi sín í miðbæ Reykjavíkur, því hann hefur verið frátekinn fyrir túrista og lattelepjur. Hvenær næturlífinu verður úrhýst * er bara spursmál um tíma.
En MBL kom víðar við. Þar mátti t.d. líka sjá snotra litla frétt um hetjulega yfirlýsingu utanríkisráðherrans okkar á vef ráðuneytisins. Fréttin er í stærstum dráttum sú sama og kappinn Össur andaði yfir íslenska þjóð í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Össur hvetur kínversk stjórnvöld til að sleppa Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels úr haldi. Einhvern veginn stóð ég í þeirri trú að hafi menn þörf fyrir að koma vilja sínum á framfæri þá gerðu þeir það best við þann sem málið varðar. Hvaða erindi þessi yfirlýsing átti við sjónvarpsáheyrendur, en ekki kínversku delegasjóninni á Melunum, er ofar mínum skilningi. Nú stendur líklega upp á íslenska þjóð að bera boð keisarans áfram.
Pressan flutti enn eina fréttina af Fés-síðu borgarstjórans. Hann er úrvinda af vænisýki og telur "valdamikla menn hugsa sér þegjandi þörfina". Fés-gælur allar nætur eru greinilega ekki að gera honum neitt gott og það væri góðverk ef einhver laumaði því að borgarstjóra að andlegt heilbrigði á mikið undir nægum nætursvefni komið. Jón Gnarr kom fullfrískur til starfans og hefur aðeins setið í 4 mánuði, jafnvel Ólafur F. hafði meira úthald.
Stöð2 var með ágæta úttekt á greiðsluvanda heimilanna og hugsanlegum lausnum þar á. Ríkisstjórnin er nú að íhuga að velta þeim vanda yfir á skattgreiðendur og lífeyrisþega. Líklega endar bagginn þá bara á baki lífeyrisþeganna þegar skattgreiðendurnir verða allir farnir til Noregs.
En smellur ársins er í mínum huga grein Jóns Trausta á dv.is. Það var ákveðin hvíld í því að fá frið fyrir síendurteknum níðgreinum hans um Davíð, Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Í dag tók hann upp hanskann fyrir karlpening þessarar þjóðar, þegar hann benti á augljósa afturför jafnréttisbaráttunnar. Nú hafi konur gengið inn í það hlutverk karla sem þær hafa gagnrýnt hvað mest, þ.e. að afnema rétt þeirra til orðs og æðis. Ljótustu skammaryrðin sem nú heyrast eru: "eintóna kór karla" (eignað Svandísi Svavars) og oftast er litarháttur þeirra látinn fylgja með. PaulOskar bætir um betur og lúskrar á óvinum sínum með bareflinu "hvítir karlar í jakkafötum" og er þá álíka vígalegur og þær vinkonur Þorgerður Katrín, Ingibjörg Sólrún og Svandís, þegar þær eru upp á sitt besta. Og Jón Trausti opinberar leynda trúhneigð þegar hann minnir á boðskap Jesú (til vonar og vara Kants ef lesendur deila ekki með honum trúarhita) um að gera ekki öðrum það sem þeir vilja ekki að aðrir geri þeim. Góð ádrepa og þörf og ég sé JT í alveg nýju ljósi.
Það verður að segjast að þessi pistill JT kom mér rækilega á óvart, "Made my day" eins og sumir mundu segja.
*Viðbót 13. okt: Var varla búin að sleppa orðinu þegar borgarstjóri tekur fyrsta skrefið í sterilíseringu miðborgarinnar.
Bloggar | Breytt 13.10.2010 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 14:11
Niðurskurður, uppgjöf eða undanbrögð?
Hver var tilgangur fjármálaráðherra með þessum fjárlögum sem hann kynnti síðastliðinn þriðjudag? Fjárlög sem jafnvel hans eigin samflokksmenn sjá að ekki standast neinn raunveruleika. Er Steingrímur búin að gefast upp á ríkisfjármálunum? Varla, hann hefur aldrei skemmt sér eins vel. Að kafa dýpra og dýpra ofan í vasana hjá fólki hefur aðeins elft hann og stælt. En þá hlýtur maður að spyrja: Hver var tilgangurinn?
Sá hann engan annan möguleika en leggja landsbyggðina í auðn? Voru engar góðærisstofnanir sem mátti skoða með skerðingu í huga? Fjöldinn allur af slíkum stofnunum var komið hér á fót á meðan svokölluð "frjálshyggjustjórn" sat hér við völd. Stofnanir sem Steingrímur studdi eindregið að settar yrðu á fót. Af hverju er engin skerðing eða niðurlagning þessarar álfabyggðar í frumvarpi Steingríms?
Vegna þess hve fáránlegar þessar niðurskurðartillögur eru leitar óneitanlega á mann grunur um að Steingrímur hafi einmitt verið að kalla eftir þessum viðbrögðum? Gamall refur sem hann er. Setja allt á annan endann, segja svo að niðurskurður valdi slíkum sársauka og ólgu að ekki verði áfram haldið. Stjórnarandstaðan krefjist líka að látið verði af þessari sláturtíð. Er þá nokkuð annað að gera en leggja hnífnum, viðhalda bákninu og fara enn dýpra í vasana á skattgreiðendum? Grísinn bara grillaður áfram.
Steingrímur og co ætla ekki að skerða neina þjónustu úti á landi, þau ætla heldur ekki fleygja út neinum silkihúfum (nema þær sitji á sálfstæðishausum). Steingrímur ætlar að mæta í Kastljósið til Þóru og útskýra fyrir þjóðinni að það hafi bara verið svo illa tekið í tillögur hans að hann geti ekki farið gegn vilja þjóðarinnar. Engin niðurskurður verði í ár né meðan hann fær ráðið.
Allir klappa Steingrími lof í lófa og Húsvíkingar munu leggja til að hann verði tekinn í dýrlingatölu (stage left og tjaldið fellur).
Mynd: www.stormsker.blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.