5.2.2011 | 12:32
Fílar fljúga um festinguna
Þau undur og stórmerki gerðust í dag að þáturinn Í vikulokin var sendur út án þess að Samfylkingin ætti fulltrúa í umræðunni. Engu að síður gengu samræður stórslysalaust fyrir sig.
Fordæmið gæti dregið dilk á eftir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 23:16
Líf á bak við rimla
Fyrst kom greiðsluaðlögun og festi fólk í skuldafangelsi um aldur og ævi:
Og svo kom Icesave:
Mynd1: www.townhall.com
Mynd: www.gci.org
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 19:17
Gildi þess að vera í Sjálfstæðisflokknum
Í dag er gildi þess að vera flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum að geta haft áhrif í prófkjörskosningum, þ.e. ef flokkurinn tekur ekki upp aðferðarfræði Samfylkingar og endurraðar á lista eftir sértækum úthlutunarreglum.
Í því tilviki er engin ástæða til að vera bundin við landráðaöfl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2011 | 23:06
Skattaskrattar
Gosi
Steingrímur er ekki eina eintak sinnar tegundar. Kópíurnar eru fleiri, miklu fleiri. Hér er ein:
Messíasi vinstrimanna í BNA hefur verið steypt af stalli. Loksins eru menn farnir að leyfa sér að spauga með hann. Góðlátlega að vísu en það örlar á því. Ekki vanþörf á að taka til varnar, því nú er fjárlagahallinn kominn í rúma 14 trilljón dollara og kauði aftur kominn á kreik með betliskálina. Steingrímur trítlar í humátt á eftir með bankaafskriftirnar sínar og Icesave-þjáninguna.
Hvorugur verður í embætti þegar reikningurinn smellur inn um lúguna.
Mynd fengin að láni af: http//jari.blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2011 | 23:13
Bækur og besservissar
Er þörf á að "betrumbæta" klassískar bókmenntir? Svo segja sumir.
Þrjár megin ástæður ritskoðunar í heiminum eru vegna trúarlegra skoðana, stjórnmálaskoðana og misboðinnar siðgæðisvitundar. Því innihalda flestir bókabannlistar annað hvort Biblíuna eða Kóraninn. Mislitir listar stjórnmálaskoðana innihalda bækur eins og Prinsinn eftir Machiavelli, Vesalingana eftir Hugo, Kofa Tómasar frænda eftir Stowe, Kommúnista ávarp Marx og Dag í lífi Ivans Denisovich eftir Solzhenitsyn. Jafnvel Dagbók Önnu Frank á sitt sæti á pólitískum bannlistum. Það er hins vegar blygðunarsemin sem á rósóttasta bannlistann, því siðgæðisvitund er eitt fjölbreytilegasta fyrirbæri á jarðkringlunnar. Siðgæðisvitund er nefnilega ekki afmarkað fyrirbæri heldur er hún undirsett bæði trúar- og stjórnmálaskoðunum sem hver og einn getur látið eftir sér að túlkað að sinni vild. Því er oft erfitt að greina hvaðan áhrifin koma. Þó má gera ráð fyrir að holdleg afneitun kirkjunnar þjóna hafi haft áhrif varðandi bann á bókum eins og Kantaraborgarsögum, Elskhuga Lafði Chatterley og Lolitu.
Einn undarlegasti titill á bannlista bóka er Saga hnignunar og falls Rómarveldiseftir Gibbon. Brillíant bók skrifuð meira en þúsund árum eftir fall hins rómverska keisaradæmis, en innihélt gagnrýni og háð sem beindist bæði að skipulögðum trúarbrögðum og stjórnarhætti samtímans. Slík var skarpskyggni Gibbons að sagt var að stjórnvöld á Englandi óttuðust ekkert meira en að hann tæki upp á því að skrifa sögu eigin lands.
En nú er öldin önnur. Kristin trú truflar ekki lengur bókabrennumenn, þótt trúarlegt eðli segi til sín í bannfæringunni. Nú er það hinn pólitíski rétttrúnaður (PR) sem ræður því hvaða bækur mega lifa og hverjar ekki. Og röðin er komin að barnabókunum. Ekki er langt síðan að Tíu litlir negrastrákar eftir bandaríska skáldið Septimus Winner í þýðingu Gunnars Egilssonar komst á milli tannanna á þessum heilaga hópi. Má geta sér til að sú umræða hafi ekki gert annað en að ýta undir sölu bókarinnar, því enginn sem til þekkti vildi brenna inni án strákanna. Ótölulegur fjöldi fólks sem alist hafði upp með þessu snilldarverki keypti bókina fyrir barnabörn sín og barna-barnabörn.
Ritskoðun og bann hefur sumstaðar verið sett á bækur Belgans Hergé vegna túlkunar hans á teiknimyndahetjunni Tinna. Þykir bókin Tinni í Kongó sýna grófa kynþáttafordóma, þótt hún sé bara barn síns tíma. En við breytum ekki sögunni eftir á og Tinnabækurnar gefa okkur innsýn í evrópskan hugsunarhátt þess tíma. Þótt andstaðan við banni á bókinni hafi víðast hvar komið í veg fyrir bókin væri tekin af sölulistum hafa hinir sjálfskipuðu siðferðispostular víða komið því til leiðar að bókasöfn skrái hana undir alls óskildum indexum svo nær ógerlegt er að hafa upp á henni í hillunum. Enda ekki flokkuð sem barnabók lengur. Hið kaldhæðnislega við þennan tepruskap er að Tinni í Kongo er ein langvinsælasta barnabók þeirra þarna í Kongo, sem finna til dálítils stolts yfir því að um land þeirra sé fjallað. Kannski dálítið eins og við sækjumst eftir að fá að vita "How do you like Iceland".
Nú er PR-hreinsunaráráttan enn einu sinni farin af stað. Í þetta sinn er það barnabókin góða Stikkilsberja-Finnur eftir stórskáldið og húmoristann Mark Twain. Reyndar er þetta ekki í fyrsta sinn sem Finnur og ef út í það er farið Mark Twain lenda undir hnífnum. Bókin kom út 1884 og strax árið síðar hafnaði bókasafnið í Concord, Massatusetts að taka hana á skrá þar sem hún væri í senn "gróf og forheimskandi (...) og ætti því betur við í slömminu en meðal virðingarverðs og hugsandi fólks."
Þessir betriborgarar sem ekki vildu menga hugi ungmenna sinna áttuðu sig ekki á þeirri gagnrýni á kynþáttafordóma sem falin var í þessu hráa og grófa orðfæri sem Twain nýtti sér svo undur vel í bókinni. Hin húmoríska ádeila fór því fyrir ofan garð og neðan hjá siðapostulunum í Concord, rétt eins og núna við endurútgáfu bókarinnar hjá NewSouth Books (tilgerðin leynir sér ekki í stafsetningunni). Bara nafnið á útgáfufélaginu kveikir á viðvörunarbjöllum. "NewSouth" minnir á svona extreme make-over, sem reynt var hér þegar vinstrimenn vildu bjóða fjölmenninguna velkomna og tóku til við að kalla aðflutta, nýbúa. Við vitum hvernig það fór og hverjir flokkast nú undir að vera "nýbúar".
Á einhvern óskiljanlegan hátt ímynda þessir NewSouth útgefendurnir sér að þeir séu færir um að betrumbæta verk Marks Twain. Þeir grípa boltann á lofti, því samkvæmt nýjustu tilskipun siðgæðisvitundar pólitískrar rétthugsunar er nú harðbannað að segja orðið "negro" í Bandaríkjunum. Einfalt og lýsandi orð. Í staðin eru svartir þar í landi ævinlega kallaðir "African-Americans" þótt þeir hafi aldrei til Afríku komið og aldir séu liðnar síðan forfeður þeirra komu til Ameríku. Þessi ofurtillitssemi varðandi húðlit nær þó ekki til hvíta mannsins. Þar þykir sjálfsagt að tala um "hvíta karlmenn" og skilgreina þá jafnvel enn betur með því að klæða þá í jakkaföt. Þessi lýsing er sett fram í niðrandi merkingu og hefur sú skilgreining jafnvel verið tekin inn í "jafnréttisumræðuna" hér. Jafnvel Páll Óskar, sem manni hefði fundist eðlilegt að sýndi öðrum þá tillitssemi sem hann áskilur sér og sínum líkum, talar niðrandi um "hvíta karla". Jafnréttissmiðir hér telja reyndar líka að tussufínt sé vel boðlegt í umræðunni, þó ekki sé kannski sama hverjum leyfist að brúkar orðið. En þetta er kannski útúrdúr, því enn hefur engin bók verið bönnuð vegna notkunar orðsins "tussufínt" né heldur vegna skilgreiningar á mannskepnu með orðasambandinu "hvítir karlar í jakkafötum." NewSouth Books hefur þó tekið að sér að hvítskrúbba verk Marks Twain og fjarlægt meira en 200 "N-orða" færslur og sett í staðinn hið ygglda orð "þræll". Þar með ætti það ekki að fara framhjá komandi kynslóðum að "hvítir karlar" brutu á mannréttindum "Afrískra-Ameríkana" með því að hneppa þá í þrældóm. Indíánar fá líka uppreisn æru hjá NewSouth.
Þeir sem vilja gefa afkomendum sínum færi á að kynnast sögunni eins og hún hefur verið kynnt fyrri kynslóðum í anda þess hugsunarháttar sem ríkti þegar sögurnar voru settar á blað ættu að íhuga að byrgja sig upp af eldri útgáfum áður en NewSouth læsir líka klónum í Grímsævintýrin, Línu Langsokk og jafnvel Litlu Gulu Hænuna.
Hættan mun ekki líða hjá í bráð.
Mynd1: www.townhall.com
Mynd2: www.townhall.com
Mynd3: www.sarahjclark.blogspot.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.1.2011 | 08:26
Fyrirsjáanleiki vinstri viðhorfanna
Vinstri viðhorfin eru alls staðar eins. Ef við setjum Davíð Oddsson í stað Palin, Heimssýn í stað Teboðsins og Sjálfstæðisflokkinn í stað hægri stefnu má yfirfæra þessa mynd á Ísland. Sumir mundu kalla þetta þráhyggju, aðrir þröngsýni en líklega falla þessar skoðanir bara undir forheimskaða tækifærismennsku sem fer reglulega um heimsbyggðina eins og hver önnur Asíu-flensa. Hér á landi betur þekkt þekkt sem Davíðs Oddsonar heilkennið.
Og ekki breytast viðhorfin þegar kemur að náttúrulegum hamförum. Vinstri menn hafa alltaf sömu svörin og þau eru nú holdgerð í Steingrími Joð sem manna auðveldast á með að snarsnúast á meiningunni, sbr. ESB aðlögunina og AGS afstöðuna. Breytingar á veðurfari, sem þekkst hafa í gegnum aldirnar segja þeir nú vera á ábyrgð Vesturlandabúa sem bruðli með orku. HLÝNUN af mannavöldum heitir það í dag, þó að fyrir nokkrum árum hafi vitringarnir (sic) spáð okkur FIMBULVETRI. Hvert sem ástandið er þá er það alltaf af okkar völdum.
Its a "no-win situation", en alltaf fyrirsjáanleg.
Mynd: www.townhall.com
Viðbót dagsins 17.01.2011. Einhver lesandi síðu minnar var svo vænn að senda mér link inn á visir.is sem tengist beint og styður fullyrðingu mína um DO heilkennið. Og eins og sést þá eru sumir sjúkdómar einfaldlega ólæknandi. Alltaf vel þegið að fá stuðning við staðhæfingar sínar.
Bloggar | Breytt 17.1.2011 kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.1.2011 | 01:03
Kristin trú á ekki upp á dekk í ESB
Tuttugu og einn lést í bílasprengingu sem sprakk í Alexandríu eftir messu á aðfangadag. Á fimmta tug særðust. Öfgafullir múslímar stóðu fyrir árásinni. Á Evrópuvaktinni má lesa fyrirsögnina "Reiði magnast í Evrópu vegna árása á kristna í Alexandríu". Viðbrögðin eru að Sarkozy Frakklandsforseti sendir mótmæli til Mubaraks og hinn ítalski Frattini skorar á kollega sína í ESB til að snúast gegn árásum á kristna í Egyptalandi.
En er líklegt að ESB geri eitthvað í málinu? Ekki ef marka má frétt í The Guardian á Þorláksmessu. Sami Frattini hafði þá gert kröfu um að ESB dragi til baka þrjár milljónir eintaka dagbóka sem sendar höfðu verið til skólabarna vítt og breitt í sambandinu. Dagbækur sem eru lítt dulbúnir áróðursbæklingar, þ.s. kynnt eru öll helstu trúarbrögð heims nema kristni. Helgidagar múslima, Sikha, Hindúa og kínverskir hátíðisdagar eru dyggilega tíundaðir, en hvergi er minnst á Jól eða aðra helgidaga kristinna. Trúarbrögðin sem flest lönd sambandsins hafa þó gert að sínum. Það er ágætt fyrir okkur að kynnast hvernig hlutirnir eru unnir í ESB og fnykinn leggur af þessu dagbókarmáli. Gott að vera viðbúin þegar sambandið hefur hina "hlutlausu" kynningu sína á eigin ágæti, því að þrátt fyrir kröftug mótmæli frá Ítölum og Pólverjum, sem samanlagt telja um 100 milljónir manna (20% ESB), ætlar sambandið ekki að gera neitt í málinu. Kostnaður við útgáfu var meira en 5 milljónir evra sem talsmaður ESB segir vera kynningarrit fyrir unga ESB neytendur. Svo þeir viti um hvað valið snýst. Má eiginlega segja að trúfrelsið sé afnumið þegar valið snýst ekki lengur um að fá að vera kristinn heldur snýst það um öll önnur trúarbrögð heimsins þar með talda trúna á loftslagsbreytingar. Sambandið lofar þó að bæta úr þessari yfirsjón við næstu prentun.
Vel haldið mannréttindaráð
Eitt af betri atriðum áramótaskaupsins var ritskoðaður jólasálmur barnanna í boði mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Boðskapur ráðsins á góðan hljómgrunn meðal leikskólakennara, en andspyrna almennra borgara hefur eitthvað verið að þvælast fyrir. Dyggur stuðningur ESB, þegar þar að kemur, mun auðvelda ráðinu "mannréttindabaráttu" sína.
Mynd: www.rvk.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2010 | 19:11
Aðfangadagur á RÚV
Það verður ekki beinlínis sagt að RÚV hafi flaggað sínu besta á aðfangadag jóla. Ekki einu sinni sínu næstbesta svo ekki sé dýpra í árina tekið og það jafnvel þegar fréttaflutningurinn snérist um fæðingu frelsarans í borg Davíðs.
Þorvaldur Friðriksson las okkur pistilinn um þjáningar og þrengingar kristinna Palestínu araba frá Gaza sem Ísraelsher leyfði, af fullkominni hræsni, að sækja guðsþjónustu í fæðingarkirkju frelsarans í Betlehem á aðfangadag. Var helst að heyra að þeir hefðu betur heima setið en láta bjóða sér þessi ósköp, enda fjallaði fréttin um mannvonsku Ísraela. Hins vegar taldi fréttamaðurinn að samskipti kristinna á Gaza við múslima á svæðinu vera hin bestu. Þá sleppti Þorvaldur að fjalla um árásir á kristna menna á Gaza ströndinni sem eru undir "vernd" Hamas, en hafa aldrei fengist upplýstar.
En nú er sá tími árs sem Mið-Austurlönd eru flestum hugleikin vegna þeirra atburða sem átti sér stað fyrir rúmum tvö þúsund árum og hefði því verið viðeigandi að fréttamaðurinn hefði tekið saman stöðu ólíkra trúarhópa sem eiga rætur á þessu heimssvæði í stað þess að rægja Ísrael. Má í því sambandi nefna þrjú helstu trúarbrögð sem upprunnin eru á þessum slóðum og sem öll koma við sögu í helgimyndum af fæðingu Jesúbarnsins. Kristni, sem er táknuð með barninu og foreldrum þess, gyðingdóm sem er táknaður með fjárhirðunum og Zoroastrianisma sem er þar táknaður með Vitringunum þremur. Öll þessi trúarbrögð og afleiður þeirra eiga undir högg á sækja í Mið Austurlöndum nú um stundir. Sameiginlegt þeim er að vera eingyðis trúarbrögð þjóðflokka sem byggðu þetta svæði löngu áður en íslamstrú kom til sögunnar. Nú eru þau á góðri leið með að líða undir lok vegna ofsókna öfgafullra íslamista og ráðamanna í þessum löndum sem eru, annað hvort of veikir til að halda aftur af ofbeldisöflunum eða hafa ekki vilja til þess.
Á dögum Saddams Hussein var talið að um 1.4 milljón kristinna manna byggju í Írak en nú er talið að u.þ.b. 2/3 þeirra hafi annað hvort verið teknir af lífi af í árásum öfgamanna eða séu flúnir. Eftir hryðjuverkaárás á kirkju í Bagdad í byrjun nóvember, þ.s. yfir 60 manns lét lífið, lýsa margir yfir fyrirætlun um að yfirgefa landið. Í Egyptalandi hafa árásir á kirkjur og þorp kristinna manna færst í aukana, en þar búa um 8-12 milljón kristnir Koptar. Langstærsti hópur kristinna í Mið Austurlöndum. Og í Líbanon hefur kristnum fækkað úr því að vera meirihluti landsmanna í aðeins 1/3 íbúanna. Innan við 200 þúsund kristnir eru í Jórdaníu, en á Vesturbakkanum er talið að búi um 50 þúsund kristnir og 1-3000 á Gaza. Í Tyrkland sem í 900 aldir var miðja bysantískra orþódox kaþólikka eru nú aðeins um 100,000 eftir. Íran, eftir valdatöku klerkastjórnarinnar hefur hrakið kristna úr landi svo nú er talið að einungis 300.000 kristnir menn séu þar eftir. Flestir flýja til fjarlægari landa en um 60 þúsund kristinna Írana hafa leitað hælis í Sýrlandi þar sem þeim er meinað að stunda vinnu sér til framdráttar. Flóttamanna aðstoð er lítil sem engin og því er betl og vændi hlutskipti margra þeirra.
Allir vita hvernig ástatt er í Persaflóaríkjunum og Sádi Arabíu þar sem kristnir verða að iðka sína trú á laun og engar kirkjur eru þar leyfðar. Ástandið er engu betra í löndum Norður Afríku þar sem hreinsanir hafa átt sér stað. En það eru ekki bara kristnir sem hafa orðið fyrir ofsóknum í þessum löndum. Gyðingar notuðu margir tækifærið til að flytja frá þessum löndum er Ísraelríki var stofnað. En margir, allt að 850,000 voru hraktir frá eigum sínum í þessum löndum fyrir um 60 árum án þess að Þorvaldur Friðriksson og félagar hans á RÚV sjái ástæðu til að minnast þess. Sama má segja um zoroastana, sem rekja uppruna trúarbragða sinna til Íran aftur um u.þ.b. 4000 ár, þeim fer ört fækkandi enda vart vært í landinu. Bahaiar eru fjölmennastir þeirra sem ekki aðhyllast íslam í Íran en samanlagt er talið að óíslamskir trúarhópar í Íran séu innan við 2% af 71 milljóna manna þjóð. Aðrir staðbundnari trúarhópar s.s. Yezidar og Mandear eru einnig í útrýmingarhættu.
En til að þyngja róðurinn fyrir þessi óíslamísku trúarbrögð í Mið Austurlöndum hafa vinstri menn, eins og Þorvaldur Friðriksson og félagar hans á RÚV lagst á sveif með öfgaöflunum og róa öllum árum að því að sverta Ísraelsríki og alla þá sem þar búa. Hvað á að taka við þegar Ísraelsríki hefur verið útrýmt segja þeir ekkert um? Gyðingar hafa í aldanna rás verið ofsóttir í Evrópu og áróðurinn nú er þess eðlis að varla er þeim ætlað að finna sér hæli þar. Hugleysingjar, sem þessir attaníossar öfgasamtaka íslam eru, treysta sér ekki til að taka skrefið alla leið eins og Hamas og segja bara hreint út: drepum þá, hrekjum þá af landinu út í hafið, útrýmum þeim. Fyrst þarf að undirbúa jarðveginn. Það er því haldið áfram að ala á hatri í garð Ísraelsku þjóðarinnar þar til aðstæður eru "réttar". Og fórnarlömb þessarar herferðar eru líka hinir hverfandi kristnu í þessum löndum. Þeir hafa verið afskrifaðir af trúleysingjum Vesturlanda sem minnast þeirra ekki einu sinni á sjálfan fæðingardag frelsarans. Frelsari hvað? gætu þeir verið að segja.
Stóra spurningin er þó, hvað gera þeir þegar Ísrael hefur verið útrýmt og öfgalýðurinn flæðir yfir hina "frjálslyndu" þjóðir Vesturlanda eins og hann hefur áður gert tilraun til?
Er dhimmitude þá svarið?
Að hluta byggt á grein sem birtist á netvef NRO á Þorláksmessu: http://www.nationalreview.com/articles/255824/christmas-middle-east-nina-shea
Mynd1: www.townhall.com
Mynd2: www.dailytelegraph.co.uk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2010 | 15:47
Glataðir tímar
Og svo eru menn undrandi á því að Vestfirðir séu að fara í eyði, Reykjavík er án miðbæjarkjarna og ríkisstjórnin er stjórnlaus.
Eitt sinn var Time Magazine eitt virtasta vikurit heims. Nú er það í höndum vinstrimanna og við það að hverfa að mati hægri manna. Horfið, samkvæmt kynslóðinni sem á að taka við.
Það er hinn endanlegi dómur.
Mynd: www.townhall.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2010 | 11:30
Jólakveðjur
Sendi öllum bloggvinum mínum mínar innilegustu jólakveðjur með ósk um gleðileg jól.
Megi gleði ríkja í hjörtum ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.