Leita í fréttum mbl.is

Lítill heimur

Við höfum tilhneigingu til að álíta að nafla alheimsins sé að finna á Íslandi. Aðrir halda því fram að hann sé í Brussel en enn sem komið er verða flestir að beygja sig undir þá staðreynd að augu heimsins falla á Bandaríkin þegar þungavigtin þar hristir sig. 

En svo undarlega vildi til á Íslandi og í BNA að í dag spegluðust atburðir sem einn væri. Æðsta vald þessara tveggja landa baðst griða af andstæðingum sínum. Fyrir Barack Obama var þetta nýlunda, því allt frá því að hann tilkynnti pólitískum andstæðingum sínum í upphafi forsetatíðar sinnar "I won" hefur hann ekki virt skoðanir þeirra viðlits. Í dag lýsti hann því yfir að nú þyrftu allir að vinna saman að þjóðarhag. Hver kannast ekki við þennan "þjóðarhag" sem sífellt dúkkar upp þegar Jóhanna Sigurðardóttir stendur ráðþrota andspænis viðfangsefnum sínum. Og samkvæmt hefð ákallaði hún því stjórnarandstöðuna í dag til að sýna ábyrgð og vinna með stjórninni að koma fjárlagafrumvarpi á koppinn. Björgunarhringur ríkisstjórnarinnarEn stjórnarandstaðan hefur fengið nóg af að kasta björgunarhringjum í steindautt lík sem kallar sig ríkisstjórn, en er bara samsafn sérhagsmunaseggja sem sjá ekki út úr eigin nafla.

Það var virkilega tímabært fyrir Bjarna Benediktsson að neita að taka þátt í málamiðlunum með eigin tillögur, þegar ekkert annað en stimpils stjórnarandsöðunnar, á vonlausar tillögur ríkisstjórnarinnar, er krafist. Jóhanna á ekkert inni hjá stjórnarandstöðunni. Engu að síður getur steingeldur hugarheimur hennar ekki náð utan um skilaboðin sem hún fékk í dag. Hún grípur til hótana eins og alltaf þegar hún fær ekki það sem hún vill. Og hverju hótar hún? Hún hótar að ríkisstjórnin leggi þá bara sitt eigið fjárlagafrumvarp fram. Hvað annað. Er þetta ekki meirihlutastjórn?

Þessum brandara getur stjórnarandstaðan hlegið að allar götur til kosninga. 

Jóhanna, Steingrímur og öll hin vanhæfa ríkisstjórn eru steindauð. Það á aðeins eftir að skrifa undir dánarvottorðið. Það verður hins vegar erfiðara fyrir Obama að þrauka næstu tvö árin. Markmiðum hans var slátrað í kosningunum í gær. En Obama verður nú að eyða allri sinni orku í að dansa við þing sem ekki hefur enn gleymt orðum hans "I won". Hann er því strax farinn að spinna vörn sína gegn atlögu republikana gegn heilbrigðislöggjöfinn sem hann þvingaði í gegn án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna, gegn umhverfislöggjöfinni sem fór í gegn með sömu aðferðum og gegn löggjöf um fjármálastarfsemi sem var beinlínis troðið ofan í kok á andstæðingnum. 

Með því að leggja alla áhersluna á efnahagsástandið sem aðal ástæðu kosningaósigursins getur hann látið George Bush (og þá repúblikana) taka hluta byrðarinnar.

Morðvopnið
 

En það breytir ekki þeirri staðreynd að gæluverkefnin sem hann hefur þröngvað upp á þjóðina hafa þrefaldað fjárlagahallann sem Bush skildi eftir og á eftir sökkva þessu mikla veldi ef ekki er tekið í taumana.

Það er einmitt það sem kjósendur í BNA nýttu sinn lýðræðislega rétt til að koma á framfæri í kosningunum í gær.

 

Mynd1: www.dreamstime.com

Mynd2: www.townhall.com

Viðbót dagsins 8. nóvember

Hver stjórnmálamaður á sinn fjandmann. Verða það gleðióp Ingibjargar Sólrúnar sem hljóma hæst þegar stjórn Jóhönnu hrökklast frá? Hver veit?

Kátt í höllinni

 

Mynd: www.townhall.com

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Ragnhildur 

Jóhanna, Steingrímur og öll hin vanhæfa ríkisstjórn eru steindauð. Það á aðeins eftir að skrifa undir dánarvottorðið.

Það er tvennt sem ég óttast:

1) að líkið sé svo gegneitrað að jarðarförin geti ekki farið fram vegna mengunaráhættu (umhverfisáhætta og að jarðarförin verði fyrirfram bremsuð í bremsuráðuneytinu)

2) að raflækningar verði hafnar á líkinu og við fáum Frankensteina.  

Já! Við þurfum kosningar! 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.11.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér innlitið, Gunnar. Ég tek undir með þér varðandi bremsuráðuneytið, það sefur aldrei og óneitanlega er mengunin yfirgengileg. En þú ert full hógvær varðandi raflækningarnar, þær eru nú þegar komnar vel á veg.  Ekkert annað en reglubundið háspennurafstuð útskýrir botnlaust rugl þessarar ríkisstjórnar.

I dag reyndi Jóhanna að slá ryki í augu almennings með því að skora á stjórnarandstöðuna að leggja fram vantraust. Enn eitt krampakastið hjá Jóhönnu til að kaupa sér tíma. Völd eru það eina sem stjórnarliðar geta greitt samhljóða atkvæði um og það veit stjórnarandstaðan alveg eins vel og Jóhanna.

Stjórnarandstaðan þar aðeins að láta þessa vitleysinga standa á eigin fótum í fjárlagagerðinni og þá er stjórnin sprungin.

Hvort þeir hafa taugar í það er svo annað mál.

Ragnhildur Kolka, 4.11.2010 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband