Leita í fréttum mbl.is

Ofbeldið á ESB heimilinu

Hvenær hrynur kerfið?

Evruvandinn

Stendur Merkel af sér þrýstingin eða sker hún á björgunarlínuna? Þýskaland er farið að draga lappirnar í björgunarleiðangrinum enda farið að verða tvísýnt um að þessi aflvél ESB fái staðist yfirvofandi áhlaup á bankakerfið. Leikritið er farið að minna á ævintýrið um Gulliver í Puttalandi. Þýski risinn kominn upp að vegg og litlu puttarnir glefsa í ökkla og kálfa. Gulliver á tvær leiðir út, traðka þá í duftið eða kljúfa evru-puttana í tvennt. 

Mæta þá ekki félagarnir AGS og ECB með hnúajárnin á lofti og hóta öllu illu. Yfirlýsingarnar sem ganga á milli manna verða beinskeyttari með hverjum deginum og tala hver gegn öðrum. Ofbeldisfullt hjónaband gæti verið viðeigandi lýsing. Ekki skrýtið að Tékkland sé farið að hafa efasemdir um evru aðildina. Forsætisráðherrann Petr Necas lét hafa eftir sér "að við þessar aðstæður getur enginn þvingað okkur til að taka upp evruna - það væri pólitísk og efnahagsleg hringavitleysa". Forsætisráðherrar hinna evru-landanna játa það innra með sér, en enginn þorir að segja það upphátt.

Aðeins Samfylkingin, ASÍ og SA  trúa enn á dásemdir fyrirheitna landsins, en það er vegna þess að eingyðistrú sú sem þau hafa bundið trúss sitt við býður ekki uppá annað.

 

Mynd: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband