Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
26.12.2010 | 19:11
Aðfangadagur á RÚV
Það verður ekki beinlínis sagt að RÚV hafi flaggað sínu besta á aðfangadag jóla. Ekki einu sinni sínu næstbesta svo ekki sé dýpra í árina tekið og það jafnvel þegar fréttaflutningurinn snérist um fæðingu frelsarans í borg Davíðs.
Þorvaldur Friðriksson las okkur pistilinn um þjáningar og þrengingar kristinna Palestínu araba frá Gaza sem Ísraelsher leyfði, af fullkominni hræsni, að sækja guðsþjónustu í fæðingarkirkju frelsarans í Betlehem á aðfangadag. Var helst að heyra að þeir hefðu betur heima setið en láta bjóða sér þessi ósköp, enda fjallaði fréttin um mannvonsku Ísraela. Hins vegar taldi fréttamaðurinn að samskipti kristinna á Gaza við múslima á svæðinu vera hin bestu. Þá sleppti Þorvaldur að fjalla um árásir á kristna menna á Gaza ströndinni sem eru undir "vernd" Hamas, en hafa aldrei fengist upplýstar.
En nú er sá tími árs sem Mið-Austurlönd eru flestum hugleikin vegna þeirra atburða sem átti sér stað fyrir rúmum tvö þúsund árum og hefði því verið viðeigandi að fréttamaðurinn hefði tekið saman stöðu ólíkra trúarhópa sem eiga rætur á þessu heimssvæði í stað þess að rægja Ísrael. Má í því sambandi nefna þrjú helstu trúarbrögð sem upprunnin eru á þessum slóðum og sem öll koma við sögu í helgimyndum af fæðingu Jesúbarnsins. Kristni, sem er táknuð með barninu og foreldrum þess, gyðingdóm sem er táknaður með fjárhirðunum og Zoroastrianisma sem er þar táknaður með Vitringunum þremur. Öll þessi trúarbrögð og afleiður þeirra eiga undir högg á sækja í Mið Austurlöndum nú um stundir. Sameiginlegt þeim er að vera eingyðis trúarbrögð þjóðflokka sem byggðu þetta svæði löngu áður en íslamstrú kom til sögunnar. Nú eru þau á góðri leið með að líða undir lok vegna ofsókna öfgafullra íslamista og ráðamanna í þessum löndum sem eru, annað hvort of veikir til að halda aftur af ofbeldisöflunum eða hafa ekki vilja til þess.
Á dögum Saddams Hussein var talið að um 1.4 milljón kristinna manna byggju í Írak en nú er talið að u.þ.b. 2/3 þeirra hafi annað hvort verið teknir af lífi af í árásum öfgamanna eða séu flúnir. Eftir hryðjuverkaárás á kirkju í Bagdad í byrjun nóvember, þ.s. yfir 60 manns lét lífið, lýsa margir yfir fyrirætlun um að yfirgefa landið. Í Egyptalandi hafa árásir á kirkjur og þorp kristinna manna færst í aukana, en þar búa um 8-12 milljón kristnir Koptar. Langstærsti hópur kristinna í Mið Austurlöndum. Og í Líbanon hefur kristnum fækkað úr því að vera meirihluti landsmanna í aðeins 1/3 íbúanna. Innan við 200 þúsund kristnir eru í Jórdaníu, en á Vesturbakkanum er talið að búi um 50 þúsund kristnir og 1-3000 á Gaza. Í Tyrkland sem í 900 aldir var miðja bysantískra orþódox kaþólikka eru nú aðeins um 100,000 eftir. Íran, eftir valdatöku klerkastjórnarinnar hefur hrakið kristna úr landi svo nú er talið að einungis 300.000 kristnir menn séu þar eftir. Flestir flýja til fjarlægari landa en um 60 þúsund kristinna Írana hafa leitað hælis í Sýrlandi þar sem þeim er meinað að stunda vinnu sér til framdráttar. Flóttamanna aðstoð er lítil sem engin og því er betl og vændi hlutskipti margra þeirra.
Allir vita hvernig ástatt er í Persaflóaríkjunum og Sádi Arabíu þar sem kristnir verða að iðka sína trú á laun og engar kirkjur eru þar leyfðar. Ástandið er engu betra í löndum Norður Afríku þar sem hreinsanir hafa átt sér stað. En það eru ekki bara kristnir sem hafa orðið fyrir ofsóknum í þessum löndum. Gyðingar notuðu margir tækifærið til að flytja frá þessum löndum er Ísraelríki var stofnað. En margir, allt að 850,000 voru hraktir frá eigum sínum í þessum löndum fyrir um 60 árum án þess að Þorvaldur Friðriksson og félagar hans á RÚV sjái ástæðu til að minnast þess. Sama má segja um zoroastana, sem rekja uppruna trúarbragða sinna til Íran aftur um u.þ.b. 4000 ár, þeim fer ört fækkandi enda vart vært í landinu. Bahaiar eru fjölmennastir þeirra sem ekki aðhyllast íslam í Íran en samanlagt er talið að óíslamskir trúarhópar í Íran séu innan við 2% af 71 milljóna manna þjóð. Aðrir staðbundnari trúarhópar s.s. Yezidar og Mandear eru einnig í útrýmingarhættu.
En til að þyngja róðurinn fyrir þessi óíslamísku trúarbrögð í Mið Austurlöndum hafa vinstri menn, eins og Þorvaldur Friðriksson og félagar hans á RÚV lagst á sveif með öfgaöflunum og róa öllum árum að því að sverta Ísraelsríki og alla þá sem þar búa. Hvað á að taka við þegar Ísraelsríki hefur verið útrýmt segja þeir ekkert um? Gyðingar hafa í aldanna rás verið ofsóttir í Evrópu og áróðurinn nú er þess eðlis að varla er þeim ætlað að finna sér hæli þar. Hugleysingjar, sem þessir attaníossar öfgasamtaka íslam eru, treysta sér ekki til að taka skrefið alla leið eins og Hamas og segja bara hreint út: drepum þá, hrekjum þá af landinu út í hafið, útrýmum þeim. Fyrst þarf að undirbúa jarðveginn. Það er því haldið áfram að ala á hatri í garð Ísraelsku þjóðarinnar þar til aðstæður eru "réttar". Og fórnarlömb þessarar herferðar eru líka hinir hverfandi kristnu í þessum löndum. Þeir hafa verið afskrifaðir af trúleysingjum Vesturlanda sem minnast þeirra ekki einu sinni á sjálfan fæðingardag frelsarans. Frelsari hvað? gætu þeir verið að segja.
Stóra spurningin er þó, hvað gera þeir þegar Ísrael hefur verið útrýmt og öfgalýðurinn flæðir yfir hina "frjálslyndu" þjóðir Vesturlanda eins og hann hefur áður gert tilraun til?
Er dhimmitude þá svarið?
Að hluta byggt á grein sem birtist á netvef NRO á Þorláksmessu: http://www.nationalreview.com/articles/255824/christmas-middle-east-nina-shea
Mynd1: www.townhall.com
Mynd2: www.dailytelegraph.co.uk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2010 | 15:47
Glataðir tímar
Og svo eru menn undrandi á því að Vestfirðir séu að fara í eyði, Reykjavík er án miðbæjarkjarna og ríkisstjórnin er stjórnlaus.
Eitt sinn var Time Magazine eitt virtasta vikurit heims. Nú er það í höndum vinstrimanna og við það að hverfa að mati hægri manna. Horfið, samkvæmt kynslóðinni sem á að taka við.
Það er hinn endanlegi dómur.
Mynd: www.townhall.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2010 | 11:30
Jólakveðjur
Sendi öllum bloggvinum mínum mínar innilegustu jólakveðjur með ósk um gleðileg jól.
Megi gleði ríkja í hjörtum ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2010 | 18:11
Er nú röðin komin að endurskoðendunum?
N.Y.'s Cuomo Sues Lehman Accounting Firm Ernst & Young
Saksóknari New York ríkis hefur höfðað mál gegn endurskoðendafyrirtækinu Ernst og Young fyrir að aðstoða Lehmans við að blekkja almenning um fjárhagslega stöðu fyrirtækisins með bókhaldsbrellum.
Kannski kemur röðin einhvern tímann að PwC og brellum þeirra. Hver veit?
Fréttina má lesa á slóðinni: http://www.bloomberg.com/news/2010-12-21/new-york-s-cuomo-said-to-plan-fraud-suit-against-lehman-s-accounting-firm.html
Fyrir áhugasama fylgir númer málsins við hæstarétt NY í Manhattan:
People of the state of New York by Andrew Cuomo v. Ernst & Young, 451586/2010, New York state Supreme Court (Manhattan)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2010 | 20:57
Ert þú með réttu smáköku uppskriftina?
Eða er búið að koma þér fyrir í skjalaskáp Nýja-Stasi í Arnarhváli?
Athyglisverð grein í Mogganum í morgunn. Hef hvergi séð á hana minnst í fréttum eða á bloggi, sem gerir hana enn athyglisverðari. Hélt í fyrstu að nú væru karlarnir farnir að keppa um bestu jólasmáköku uppskriftina, en þegar betur var að gáð voru smákökurnar ekki ætlaðar á jólaborðið.
Náungi sem titlar sig stjórnsýslufræðing upplýsir að þeir sem notfærðu sér vefinn "kosning.is" til að raða frambjóðendum fyrir stjórnlagaþing hafi fengið smákökur sendar inn á tölvuna sína frá dómsmálaráðuneytinu. Ráðuneytið hafi þar með getað fylgst með tölvunotkun viðkomandi. Og þar sem ráðuneytið opnaði jafnframt aðgang að IP-tölu notandans hefur það jafnvel átt möguleika á að greina strauma í aðdraganda kosningar og stýra viðbrögðum frambjóðenda. Ekki það að náunginn sé að halda því fram, aðeins að hugmyndin ein og sér, að ráðuneyti sé að senda slíkt inn á tölvur borgaranna sé "ekki fyrir viðkvæma" og því afar "langsótt".
Nú vill svo skemmtilega til að dómsmálaráðherra er Ögmundur Jónasson. Góður og gegn vörður mannréttinda borgara þessa lands og skýrir það eflaust þögnina sem ríkt hefur um málið.
En getur einhver ímyndað sér kliðinn í loftinu ef dómsmálaráðherrann hefði heitið Björn Bjarnason? Jafnvel tunnubyltinartónaflóðið 4. október hefði drukknað í þeirri stríðóma hljómkviðu.
Mynd1: www.daylife.com
Mynd2: www.ebookx.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2010 | 22:36
Ofbeldið á ESB heimilinu
Hvenær hrynur kerfið?
Stendur Merkel af sér þrýstingin eða sker hún á björgunarlínuna? Þýskaland er farið að draga lappirnar í björgunarleiðangrinum enda farið að verða tvísýnt um að þessi aflvél ESB fái staðist yfirvofandi áhlaup á bankakerfið. Leikritið er farið að minna á ævintýrið um Gulliver í Puttalandi. Þýski risinn kominn upp að vegg og litlu puttarnir glefsa í ökkla og kálfa. Gulliver á tvær leiðir út, traðka þá í duftið eða kljúfa evru-puttana í tvennt.
Mæta þá ekki félagarnir AGS og ECB með hnúajárnin á lofti og hóta öllu illu. Yfirlýsingarnar sem ganga á milli manna verða beinskeyttari með hverjum deginum og tala hver gegn öðrum. Ofbeldisfullt hjónaband gæti verið viðeigandi lýsing. Ekki skrýtið að Tékkland sé farið að hafa efasemdir um evru aðildina. Forsætisráðherrann Petr Necas lét hafa eftir sér "að við þessar aðstæður getur enginn þvingað okkur til að taka upp evruna - það væri pólitísk og efnahagsleg hringavitleysa". Forsætisráðherrar hinna evru-landanna játa það innra með sér, en enginn þorir að segja það upphátt.
Aðeins Samfylkingin, ASÍ og SA trúa enn á dásemdir fyrirheitna landsins, en það er vegna þess að eingyðistrú sú sem þau hafa bundið trúss sitt við býður ekki uppá annað.
Mynd: www.townhall.com
Bloggar | Breytt 7.12.2010 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.