Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Vinsældir Bandaríkjaforseta aukast?

 obama_index_july_26_2009

Enn eitt dæmið um hve illa RÚV stendur sig í fréttaflutningi. "Fréttastofan", sem sífellt líkist meira áróðursvél,  stillti sér upp með frambjóðandanum Barack Obama í kosningabaráttunni sem fram fór síðastliðið haust. RÚV hefur ekki látið af þeim stuðningi. Hvað sem á dynur berast aðeins góðar fréttir af Obama úr hljóðnemum RÚV.

Nú síðast fengu landsmenn að heyra að vinsældir Bandaríkjanna hafi stórbatnað síðan BO tók við embættinu. Þjóðir heims kunna sér ekki læti af kæti. Aðeins í Ísrael eru menn ekki ánægðir með nýja forsetann. Látið er ósagt að þetta sé nú bara gott á þá, en fréttin i heild ber með sér hug að baki.

Gleðifréttin byggir á ólíkum hagsmunum heimsbyggðarinnar. Íslam fagnar vinalátum forsetans í sinn garð, Evrópa gleðst yfir því að máttur ljónsins þverr, sem gerir heigulshátt hennar sjálfrar síður sýnilegan. Bæði fagna kuldalegri afstöðu Obama til Ísrael. Kína og Indland brosa bara í kampinn.

En "fréttastofa" RÚV lætur ósagt um þverrandi vinsældir Obama á heimavelli. Frá því í mars hafa kannanir verið að sýna dvínandi ánægju kjósenda með þennan borðbera nýrra tíma. Í meira en mánuð hafa kannanir verið að sýna að trú þegna hans hefur ekki bara minnkað heldur hefur breikkar stöðugt bilið milli þeirra sem eru óánægðir með störf hans og þeirra sem eru ánægðir. Í dag náði þessi óánægja að rjúfa tveggja tölustafa bilið í Rassmusen könnuninni. Gallup kannanir eru að sýna hið sama.

Þegar á reynir kjósa hinir pragmatísku bandaríkjamenn frekar forseta sem leggur til lausnir, en forseta sem heldur þrumandi ræður (af teleprompter).

Það er lýsandi fyrir RÚV og Evrópu að láta sér nægja óratoríuna.

 Þegar Georg W. mismælti sig bárust hlátrasköllin á ljósvakabylgjunum á leiftur hraða um alla heimsbyggðina. Þegar Obama opnar munninn án ræðurammans koma skoðanir hans í ljós. Ljósvakinn þegir þunnu.

 

Foot in the mouth.

Mynd: www.townhall.com


Með betli staf í hendi

bleedingheart

Íslendingar hafa stórt hjarta, en ekki sérlega gott minni. Þeir geta fyrirgefið allar misgjörðir. Sé dópsali tekinn í Brazilíu upphefst harmagrátur í DV og blæðandi bloggheimahjörtun stofna reikning um björgunaraðgerðir og matarpakka til að létta skúrkinum lífið á sorphaugnum. Málsbætur eru tíndar til og áður en þú veist af er ljúflingurinn tekinn í dýrlingatölu.  Herópið hljómar um stræti og torg því "sérhver Íslendingur telur". Tilgangur heimsreisunnar öllum gleymdur.

Nú þegar Samfylking og Vg hafa tekið höndum saman um að snúa þjóðina niður og senda okkur inn í ESB með betlistaf, berast váleg tíðindi af snákum í paradís. Takist Sf og Vg ætlunarverkið þurfa menn ekki lengur að fara yfir hálfan hnöttinn til að lenda í illa lyktandi dyflissum með bandóðum morðingjum. Sama árangri má ná með stuttri helgarreisu inn í hjarta Evrópu. Þú þarft ekki einu sinni að fá þér jónu á kaffihúsi til að vera ákærður, dæmdur og sendur á Djöflaeyju. Það nægir að gefa betlara túskilding og þitt ljúfa líf gufar upp.

Þessi einstaka gestrisni Evrópusambandsins er í boði dómsmálaráðherra ESB sem komu sér saman um að herða á refsilöggjöf sem fengið hefur nafnið "absentia trials", þ.e. réttarhöld yfir fjarstöddum "sakborningum". Rétturinn getur jafnvel gert kröfu um framsal borgara mörgum árum eftir að meintur glæpur var framinn. Samkvæmt evrópskri handtökuskipun leyfist framsal einstaklinga yfir landamæri af minnsta tilefni, jafnvel frá sínu eigin heimalandi. Gleymist að tilkynna um ákæruna sparar það réttarkerfi viðkomandi lands heilmikið stúss. Það er svo miklu þægilegra að kveða upp dóm þegar vörnin er ekkert að flækjast fyrir.

Í dag átti að framselja breskan námsmann til Grikklands vegna ákæru um að vera valdur að dauða ungs manns. Þetta gerist þrátt fyrir að málið gegn honum sé meingallað og þrátt fyrir að breskir dómarar hafi miklar efasemdir um réttmæti ákærunnar, þá hafa þeir ekki ljáð máls á að hafna kröfunni. Jafnvel ekki lávarðadeildin sem var síðasta skjólið.

En alvarleiki mála er misjafn. Ferðamaður í Rúmeníu gaf betlara nokkrar krónur og fékk á sig ákæru fyrir að hafa keypt kynlífþjónustu af einstaklingi undir lögaldri. Eftir ævintýralegt réttarfarsklúður Oriana Fallacisitur hann nú af sér sjö ára dóm sem hann fékk "in absentia". En frægasta fórnarlamb þessa samkomulags er mál blaðakonunnar Oriönu Fallaci sem var ákærð fyrir Svissneskum dómstól fyrir "hatursáróður" gegn múslímum. Þegar Ítalía samþykkti þátttöku í "absentia" réttahöldum flúði hún land. Í Evrópu var engan griðastað að finna og flutti hún þá til New York. Þaðan hélt hún ótrauð áfram baráttu sinni fyrir málfrelsi. Við dauðans dyr fékk hún að koma aftur til Ítalíu til að taka síðasta andvarpið. En þrátt fyrir lífverði vegna stöðugra hótana hélt hún áfram baráttu sinni fyrir frelsi til að tjá sig. Hún fylgdi bókinni, the Rage and the Pride, sem kallaði fram hina gífurlegur reiði múslímsku klerkaklíkunnar eftir með annarri bók um sama efni. Öflugar bækur fullar af ástríðu fyrir málefninu. Ákæran og yfirvofandi dómur "in absentia" sýna hve illa er farið fyrir málfrelsinu í Evrópu. Evrópsk menningar hefur sagt sig frá tjáningarfrelsið.

Oriana Fallaci vissi alltaf hvað var þess virði að berjast fyrir. Hún var hverjum málstað lyftistöng. 

Misskilin hjartagæska Íslendinga fyrir ömurlegum málstað dópdreifara sýnir ekki göfugt hjartalag. Í besta falli sýnir það að Íslendingar þekkja ekki lengur munin á réttu og röngu. Að ausa af gæsku sinni yfir glæpalýð en leyfa steingeldum stjórnmálamönnum að afhenda andlitslausum embættispokum í Brussel dýrustu eign þjóðarinnar, fullveldið, er ekkert minna en glapræði. Andleg fátækr og makræði þeirra sem nenna ekki lengur að láta sig málin varða. 

Með þá lágkúrulegu forystusauði sem við nú búum við er ekki að undra að krafa um að leggja af "umstangið" í kringum opinbera athöfn á Austurvelli 17. júní hafi komið fram í sumar. Hvenær skyldi styttan af Jóni forseta verða fjarlægð; komið fyrir í einhverjum bakgarði engum til ama? Kannski að næsta spurning sé: Hvað höfum við að gera með styttu af Jóni forseta þegar fullveldið er fokið til fjandans.

Já, hver var hann annars þessi Jón?

 

Mynd: www.bibliostoria.wordpress.com/.../


Klíkukeppni Íslands

 Stjórnarklíkan 2007

eitthvað svo 2007

Það hefur nokkuð verið bloggað um klíkuskap í dag. Páll Vilhjámsson bloggaði um kommaklíkuna sem tryggt hefur Íslendingum stöðu þræla um ókomin ár. Flott færsla frá innanbúðarmanni. Egill Helga reyndi að "neutralisera" færslu Páls með hálfgildings hrákasmíð, sem stendur ekki undir álitsgjafanafnbótinni sem sumir hafa viljað krýna hann með, en er í raun ekkert annað en grautarsleif í áróðurspotti krataklíkunnar sem hann þjónar. Sem aftur þjónar Baugsklíkunni:

      Valdaklíkan mætir til leiks

Í AusturstrætiEgill vildi ekki vera minni maður en Páll og gerði sér ferð í bæinn til að styrkja sig í trúnni. Hann segist hafa tekið marga tali og flestir sammála um að ESB væri hið besta mál en, "aðallega (vildu þeir) losna undan klíkunum sem hafa stjórnað á Íslandi ...... Peningaklíkunum, flokksklíkunum, gömluvinaklíkunum, hagsmunaklíkunum". Egill gleymdi þó einni klíku í upptalningunni, en það er fjölmennasta ættar- og vinaklíka á öllu Íslandi. Klíkan sem hann sjálfur tilheyrir og í daglegu tali nefnist RÚV.

Engin stofnun á Íslandi, nema ef vera kynni TR, getur státað af jafn flóknu og fjölskrúðugu tengslaneti. Ef nafngiftin "krosseignatengdur nepotismi" hefur einhvern tímann átt rétt á sér, þá er það innan veggja þessarar einokunarstofnunar sem einfeldningar kalla "útvarp allra landsmanna" og eru skyldaðir til að halda í rekstri að viðlögðum refsingum. Stofnun sem aldrei auglýsir lausa stöðu en finnur alltaf pláss fyrir kunningja og ættmenni sem duga ekki til neins annars. Þarna er að finna fólk sem fæddist inn í fyrirtækið eða konungdæmið eins og nú þekkist t.d. í N-Kóreu; fólk sem er þarna innanbúðar jafnvel í þriðji eða fjórði ættlið. Elstu menn muna ekki hvenær partýið hófst.  

Rétt til að sýna hvernig þessir kaup gerast á RÚV-eyrinni endursegi ég samtalsbrot frá því í morgunútvarpinu. Strax eftir átta fréttir mætti galvaskur KK til leiks og byrjar á því að ávarpa hljóðstofufélaga:

KK: Hver ert þú?

Mjó kvenmannsrödd svarar að bragði: Ég heiti Ellen Kristjánsdóttir. Ég er systir þín og ég ætla að leysa þig af í næstu viku.

Hér er ekkert verið að fara fínt í hlutina, enda óþarfi því þetta er hin hefðbundna aðferð hjá RÚV. Ellen er vorkunn að átta sig ekki á hvernig aðrir bera sig að því að verða sér út um vinnu, enda tilheyrir Ellen flóknustu ættartengslaklíku sem um getur í sögu stofnunarinnar. Spila þar inn ástir og örlög fólks sem engin sápa gæti gert betri skil. 

Návist Egils við spillinguna sem ræður ríkjum á RÚV getur hafa byrgt honum sýn, en þar sem hann er í svo góðu sambandi við spillingarbanann sjálfann, hana Evu Joly, væri ekki úr vegi að hann gaukaði þessu að henni. 

Fyrir okkur sem enga rödd eigum í "útvarpi allra landsmanna" væri það gustukaverk að senda Joly inn með uppbrettar ermar til að lofta dálítið út.

 

Sigurvegari keppninnar er .....
The Ohio Gang
Ohio gengið

Mogginn

 icanhascheezburger.com/2007/05/18/in-ur-yardz/

www.ibiblio.org/wm/paint/auth/kitaj/


Riddari Hjörvar kemur til bjargar

 Riddarinn með norskum félaga

H HjörvarÞað var dásamlegt að sjá yfirlætislegt brosið á Helga Hjörvar í Kastljósaþættinum í fyrrakvöld, þegar hann lagði Margréti Tryggvadóttur lið og benti á að við gætum veitt af viskubrunni okkar í fiskveiðistjórnunarmálum, þegar við værum gengin í ESB.

Margrét er nýjasti grænjaxlinn á þingi og Helgi er greinilega tilbúinn að leggja henni "föðurleg" ráð, í það minnsta á meðan hún leggur öll sín spil á borðið Samfylkingunni til hagsbóta. Helgi sá ekki ástæðu til að benda Margréti á að Spánverjar, sem hvað harðast hafa gengið fram í að skylda EFTA löndin til þátttöku í niðurgreiðslu uppbyggingar ESB, munu seint sjá sér hag í að breyta fiskveiðistefnunni sem gefið hefur þeim svo vel í aðra hönd. EFTA löndin áttu ekki roð í þá þá. Er líklegt að við, með Össur í fararbroddi, eigum eitthvað í þá núna?

Margrét hefði haft meira gagn af því að fá upplýsingar um netsíður sem nýst geta alþingismönnum sem þurfa að taka ákvarðanir er varða afkomu þjóðarinnar. Síður eins og FishSubsidy.org og fis.com svo ekki sé minnst á followthemoney.eu þar sem finna má gagnlegar upplýsingar um hvernig skattpeningum ESB borgaranna er varið til að útrýma síðasta þorskinum í sjónum. Þar gæti  hún ennfremur fengið upplýsingar um sjóðasukkið sem tröllríður ESB og sem Samfylkingin getur ekki beðið með að taka þátt í.

Styrkir til sjávarútvegs ESB nema 8.5 milljörðum í 97,260 útgreiðslum á 12 ára tímabili frá 1994-2006. Þetta er fyrir utan þá styrki (niðurgreiðslur) sem einstaka þjóðir leggja flotum sínum til. Ekki að undra þótt fiskinum fækki og ESB renni hýru auga til Íslands sem girnilegs bólfélaga.

 SpanishArmada

Spánn ber ægishjálm yfir aðra hvað þessa fiskveiðistyrki varðar, því þangað renna hvorki meira né minna en 48% allra styrkja ESB til fiskveiða. Látið er sem styrkirnir fari til úreldingar skip en engin fylgist með því styrkirnir eru á naf eigenda og úreltu skipin dúkka upp á ölmusulistanum ár eftir ár. Spánverjar senda fiskiskipaflota sinn til veiða um allt suðurhvel jarðar og leita nú leiða til að leggja undir sig Norður-Atlantshafið. Hlutfall stórfiskveiðiþjóða á borð við Breta, Frakka og Dana í styrkjatöku nær aðeins eins stafs tölu.

Um þessar mundir þarf meira en hátæknibúnað til að finna þessa fáu sporða sem enn smjúga vatnið, en samt ætlar sambandið að leggja 4.3 milljarða í sukkið á fiskveiðitímabilinu 2007-2013. Þetta eru engir smáaurar og Spánn með sína sprungnu byggingarbólu mun ekki láta einhverja lukkuriddara frá Íslandi hirða af sér gullkistuna.

Líklegra er að riddari Hjörvar endi sem lóðs fyrir suðræna flotann á Halamiðum áður en hann nær að telja upp að tíu.

 

Mynd 1:hvuttar.net/?nid=1120

Mynd 2: http://www.1335.com/Archive/kt0507.html


Úr brúnni í ískaldann sjóinn

RiddarakrossÍslenskan býr yfir kjarnyrtum orðaforða sem nær yfir allar athafnir manna. Flest orðin eða orðasamböndin koma úr atvinnuháttum liðinna alda, sjómennsku og búskaparháttum. Mörg hafa glatað merkingu en þó eru ótrúlega mörg sem enn lifa í tungumálinu. Hugtök eins og karlinn í brúnni, hendur á dekki og svo þessir sem yfirgefa sökkvandi skip. Þessi hugtök úr íslensku sjómannamáli lýsa vel fréttinni sem ég las á visir.is nú fyrir stundu.

Fréttin, sem í raun er bara vangaveltur blaðamannsins, gerir því skóna að svipta megi Björgólf Guðmundsson og Sigurð Einarsson riddarakrossum  sem forseti Íslands veitti þeim, að "tillögu" orðunefndar, á meðan "allt lék í lyndi".

Í fréttinni segir:

 Í forsetabréfi kemur (....)  fram að orðunefnd getur tekið ákvörðun um að svipta hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli rétti til að bera hana.

Einhvern veginn lyktar þetta af því að menn séu að reyna að hvítþvo forsetann og orðunefnd af þátttökunni í þeirri gandreið sem hér ríkti á útrásartímunum ógurlegu. Það er hins vegar borin von að þátttaka þessara einstaklinga verði einhvern tímann sett undir hulinshjálm. Ekki frekar en þátttaka blaðamanna visis.is, Fréttablaðsins, DV og allra þeirra miðla sem keyrð partýið áfram.

Menn tóku þátt, voru meðvirkir eins og það er kallað nú til dags. Það að víman sé runnin af þeim og  sannleikurinn loksins orðin öllum ljós er engin afsökun fyrir dómgreindarleysinu sem hér ríkti. 

Fjölmiðlar klöppuðu "víkingunum" lof í lófa. Orðunefnd sá um að útnefna hina verðugu og getur því ekki varpað þeirri ábyrgð af sér. Forseti Íslands getur ekki tekið neitt aftur af gerðum sínum. Hann tók þátt í geiminu; taldist til vina "víkinganna". Hann flaug í einkaþotum þeirra, sat í stúkum þeirra, sat veislur þeirra, veitti tilvist þeirra vigt á alþjóðavettvangi og hann hengdi orðurnar á þá. Þessa skömm má hann búa við það sem eftir lifir.

Látum þá halda orðunum. Það mætti jafnvel skylda riddarana til að bera krossana sína svo öllum geti verið ljóst hverjir þeir eru og hvað þeir gerðu. Orðurnar gætu verið minnismerki um afglöp þjóðar, eins og danska konungsmerkið á Alþingishúsinu. Slík merki á ekki að fjarlægja, þau eiga að vera okkur viðvörun um fallvaltleika tilveru okkar, að ekki er allt sem sýnist og að sjálfstæði þjóðar er ekki sjálfgefið. 

Sjaldan hefur íslensk þjóð þurft meira á þessum merkjum að halda, en einmitt nú. 


Hvað ætlar Valtýr þá að rannsaka? spyr Eva Joly

mynd

Hún lætur ekki deigan síga, hún Eva Joly sem skorar nú á ríkissaksóknara að segja af sér. Hann hafi hvort eð er engin verkefni við að fást. Að mati Joly eru allir aðrir glæpir en þeir sem snúa að efnahagshruninu smá mál. 
Þetta er athyglisverð afstaða og hlýtur að koma Íslendingum spánskt fyrir sjónir. Það er ekki eins og embættið hafi ekki haft í nógu að snúast áður en bankahrunið helltist yfir okkur. Með lögum frá alþingi 1961 var embættið saksóknara ríkisins stofnað og hefur starfað allar götur síðan með þeirri breytingu að 1974 var saksóknari ríkisins gerður að ríkissaksóknar. 
Ríkissaksóknar vasast í ýmsu og má sjá verkefnaskrá á síður embættisins. Til gamans set ég hana hér á síðuna áður en því er slegið föstu að Eva Joly hafi lög að mæla þegar hún segir embættið ekki hafa neinn tilgang umfram það að naga blýanta.
Af síðu Ríkissaksóknaraembættisins:
Ríkissaksóknari höfðar opinber mál ef um er að ræða eftirgreind brot á almennum hegningarlögum:
a. brot á ákvæðum XXVI. kafla laganna,
b. brot á ákvæðum XVII. kafla laganna, öðrum en 155.og 158. gr.,
c. brot á ákvæðum XVIII. og XXII. kafla laganna,
d. brot á ákvæðum XXIII. kafla laganna, öðrum en 215. og 219. gr., ef brot tengist broti á umferðarlögum, og 217. gr. og 1. mgr. 218. gr.,
e. brot á ákvæðum XXIV. og XXV. kafla laganna, öðrum en 231., 232. og 233. gr.,
f. brot á 251. og 252. gr. laganna.

Sérstök verkefni ríkissaksóknara

  • Ríkissaksóknari hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum.
  • Ríkissaksóknari gefur út almenn fyrirmæli um meðferð ákæruvalds og getur gefið öðrum ákærendum fyrirmæli um einstök mál sem þeim er skylt að hlíta.
  • Ríkissaksóknari getur tekið ákvörðun um saksókn úr höndum lögreglustjóra og gefið út ákæru í viðkomandi máli telji hann þess þörf.
  • Ríkissaksóknari endurskoðar að eigin frumkvæði og/eða að fenginni kæru frá þeim sem hefur hagsmuna að gæta ákvörðun lögreglustjóra um að falla frá saksókn í máli.
  • Að fenginni kæru frá þeim sem hefur hagsmuna að gæta;

a) endurskoðar ríkissaksóknari ákvörðun lögreglustjóra um að fella mál niður af þeirri ástæðu að það sem fram er komið í málinu þykir ekki, að mati lögreglustjóra, líklegt til sakfellis,

b) endurskoðar ríkissaksóknari ákvörðun lögreglustjóra um að vísa frá kæru eða hætta rannsókn í máli sem byrjað hefur verið á. Ríkissaksóknari tekur ákvörðun um hvort áfrýja skuli máli af hálfu ákæruvaldsins.

  • Ríkissaksóknari annast ýmis atriði varðandi áfrýjun mála, tekur við áfrýjunaryfirlýsingu og beiðni um áfrýjunarleyfi frá dómþola sem óskar að áfrýja máli, gefur út  áfrýjunarstefnu og sér um að hún verði birt ákærða og ennfremur undirbýr hann og annast frágang á gögnum sem lögð eru fyrir Hæstarétt í svonefndu ágripi málsgagna.
  • Ríkissaksóknari tekur við beiðni dómfellds manns um endurupptöku máls sem dæmt hefur verið.
  • Ríkissaksóknari annast sókn í opinberum málum fyrir Hæstarétti.
  • Ríkissaksóknari sinnir alþjóðlegum samskiptum og samstarfi ákærenda við meðferð sakamála.
  • Samkvæmt ákvæði í lögreglulögum annast ríkissaksóknari rannsókn á kæru á hendur starfsmanni í lögreglu fyrir ætluð refsiverð brot við framkvæmd starfa hans.
  • Ríkissaksóknari heldur sakaskrá fyrir landið allt þar sem skráð eru úrslit opinberra mála

Lánin, við greiðum þau?

 

Einfaldleikinn segir allt

Rakst á þetta frábæra en jafnframt hrollvekjandi myndband á bloggsíðu breska ræðusnillingsins Daniel Hannan sem segir það framleitt af félagasamtökunum - Heritage, Americans for Prosperity og Reason TV. 

Hvar á það meira erindi en til þjóðar sem er í þann mund að kjósa yfir sig skuldabagga sem nemur um 250-300%af þjóðartekjum Íslands, þ.e. ef Icesave-samningurinn verður samþykktur. Samkvæmt fréttum í dag stefnir íslenska þjóðin í 5. sæti líklegustu þjóða í gjaldþrot á lista markaðsfyrirtækisins CMA  með 37% líkur á að fjúka um koll.

Ógnvekjandi sem myndbandið er og þrátt fyrir 12 trilljóna dollara skuldsetningu ná BNA ekki með tærnar þar sem við höfum hælana. Þau ná ekki einu sinni inn á topp 10 listann. Engu að síður mun Obama skuldsetja þjóð sína meira samanlagt en allir hinir 43 forsetarnir sem á undan honum sátu.

Hannan heldur því hins vegar fram að skuldametið liggja þó hjá Íslandsvininum Gordon Brown (og darling Darling) sem á næstu tveimur árum mun skuldsetja breska ríkiskassann meira en um er getið í allri lánasögu breska heimsveldisins og liggur sú saga þó þráðbeint aftur til 1693.

Líklega var Steingrímur Joð að aumka sig yfir breskan almenning,sem að öðrum kosti mundi þurfa að borga fyrir taumleysi Brown, þegar hann bauðst til að láta Íslendinga greiða aukalega 300 milljarða fyrir lánið sem þeir aldrei tóku. 

Þetta má nú kalla höfðingsskap.


Höktir nú ESB vélin?

Gleðipinnarnir í Brussel fengu góðan stuðning frá klappliðinu í Efstaleiti á mánudag þegar tilkynnt var um að stjórnlagadómstóll Þýskalands hafi komist að þeirri niðurstöðu að Lissabonsáttmálinn bryti ekki í bága við stjórnarskrá landsins. Má ætla að fagnaðarlæti hafi staðið fram eftir nóttu ef þau eru þá ekki enn á fullu.

RÚV skartaði sínu besta og lék á alls oddi. Kannski hljómuðu tíðindin svo yfirgengilega unaðslega að ekki hafi þótt viðeigandi að geta þess að stjórnlagadómstóllinn setti þá kvöð á þingið (Bundestag) að styrkja stöðu þjóðþingsins varðandi ESB ákvarðanatökur er varða fjárlagagerð, refsirétt og hernaðarþátttöku. Einhver laumaði því að dómurunum að lýðræðishalla gætti í ESB og því þurfa Þjóðverjar að hinkra með gildistöku sáttmálans þar til í september þegar þetta smáræði er frágengið. Þessi dagsetning kemur ekki öllum jafnvel, því þingkosningar eiga að fara fram í Þýskalandi 27. september og aldrei að vita nema ESB-þreyta borgaranna geri vart við sig ef þingið stendur ekki í lappirnar.

Þreytan er nú þegar farin að segja til sín, því nýleg könnun sýnir að 77.3% þýskra kjósenda vilja fá að segja álit sitt á Lissabonsáttmálanum. Aðeins 20.7% segja það óþarfa og innan við 2% segjast ekki hafa skoðun. Aulagangurinn í kringum írsku kosningarnar hefur vakið þessa annars hlýðnu þjóð af Þyrnirósarsvefni. En eins og allir, sem vilja, vita er Írum nú stillt upp við vegg, hótað annars flokks aðild að sambandinu ef þeir samþykkja ekki óbreyttan sáttmála sem þeir eru nú þegar búnir að hafna einu sinni. Hótanirnar eru í anda hótana Steingríms og Jóhönnu um vítisdvöl Íslendinga ef þeir borga ekki Icesave reikninginn möglunarlaust. 

En hótanir geta verið tvíeggjað sverð. Aldrei að vita nema þær vekji gagnstæðar tilfinningar í brjóstum hinna hælbitnu. Samningurinn hefur enn ekki tekið gildi í Póllandi og forseti landsins segist ætla að bíða með það þar til Þjóðverjar og Írar hafa komist að sinni niðurstöðu. Þetta segist hann gera til að verja fullveldisrétt Íra til ákvarðanatöku.

Það er með öllu óskiljanlegt hvaða erindi Samfylkingin, sem hleypur í felur þegar hún sér sinn eigin skugga, telur sig eiga inn í samband, þar sem þjóðir þurfa að reiða sig á hreðjatök til að lifa af.

Ef öflugasta þjóð ESB, Þjóðverjar, er farin að hafa áhyggjur af lýðræðishallanum innan sambandsins, hvernig skyldi þá 300.000 manna þjóð reiða af meðal risanna?


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband