Leita í fréttum mbl.is

Klíkukeppni Íslands

 Stjórnarklíkan 2007

eitthvað svo 2007

Það hefur nokkuð verið bloggað um klíkuskap í dag. Páll Vilhjámsson bloggaði um kommaklíkuna sem tryggt hefur Íslendingum stöðu þræla um ókomin ár. Flott færsla frá innanbúðarmanni. Egill Helga reyndi að "neutralisera" færslu Páls með hálfgildings hrákasmíð, sem stendur ekki undir álitsgjafanafnbótinni sem sumir hafa viljað krýna hann með, en er í raun ekkert annað en grautarsleif í áróðurspotti krataklíkunnar sem hann þjónar. Sem aftur þjónar Baugsklíkunni:

      Valdaklíkan mætir til leiks

Í AusturstrætiEgill vildi ekki vera minni maður en Páll og gerði sér ferð í bæinn til að styrkja sig í trúnni. Hann segist hafa tekið marga tali og flestir sammála um að ESB væri hið besta mál en, "aðallega (vildu þeir) losna undan klíkunum sem hafa stjórnað á Íslandi ...... Peningaklíkunum, flokksklíkunum, gömluvinaklíkunum, hagsmunaklíkunum". Egill gleymdi þó einni klíku í upptalningunni, en það er fjölmennasta ættar- og vinaklíka á öllu Íslandi. Klíkan sem hann sjálfur tilheyrir og í daglegu tali nefnist RÚV.

Engin stofnun á Íslandi, nema ef vera kynni TR, getur státað af jafn flóknu og fjölskrúðugu tengslaneti. Ef nafngiftin "krosseignatengdur nepotismi" hefur einhvern tímann átt rétt á sér, þá er það innan veggja þessarar einokunarstofnunar sem einfeldningar kalla "útvarp allra landsmanna" og eru skyldaðir til að halda í rekstri að viðlögðum refsingum. Stofnun sem aldrei auglýsir lausa stöðu en finnur alltaf pláss fyrir kunningja og ættmenni sem duga ekki til neins annars. Þarna er að finna fólk sem fæddist inn í fyrirtækið eða konungdæmið eins og nú þekkist t.d. í N-Kóreu; fólk sem er þarna innanbúðar jafnvel í þriðji eða fjórði ættlið. Elstu menn muna ekki hvenær partýið hófst.  

Rétt til að sýna hvernig þessir kaup gerast á RÚV-eyrinni endursegi ég samtalsbrot frá því í morgunútvarpinu. Strax eftir átta fréttir mætti galvaskur KK til leiks og byrjar á því að ávarpa hljóðstofufélaga:

KK: Hver ert þú?

Mjó kvenmannsrödd svarar að bragði: Ég heiti Ellen Kristjánsdóttir. Ég er systir þín og ég ætla að leysa þig af í næstu viku.

Hér er ekkert verið að fara fínt í hlutina, enda óþarfi því þetta er hin hefðbundna aðferð hjá RÚV. Ellen er vorkunn að átta sig ekki á hvernig aðrir bera sig að því að verða sér út um vinnu, enda tilheyrir Ellen flóknustu ættartengslaklíku sem um getur í sögu stofnunarinnar. Spila þar inn ástir og örlög fólks sem engin sápa gæti gert betri skil. 

Návist Egils við spillinguna sem ræður ríkjum á RÚV getur hafa byrgt honum sýn, en þar sem hann er í svo góðu sambandi við spillingarbanann sjálfann, hana Evu Joly, væri ekki úr vegi að hann gaukaði þessu að henni. 

Fyrir okkur sem enga rödd eigum í "útvarpi allra landsmanna" væri það gustukaverk að senda Joly inn með uppbrettar ermar til að lofta dálítið út.

 

Sigurvegari keppninnar er .....
The Ohio Gang
Ohio gengið

Mogginn

 icanhascheezburger.com/2007/05/18/in-ur-yardz/

www.ibiblio.org/wm/paint/auth/kitaj/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er spurning hvar niðurskurðarhnífinn ber niður í haust. Ljóst er að það þarf að skera niður og ljóst er að netið hefur leyst fréttaþjónustu Ríkisútvarpsins af hólmi. Það er ekki lengur hægt, eins og í gamla daga, að stjórna upplýsingaflæðinu með RÚV. Þjóðin, og einkum stjórnmálamennirnir, hafa verið að átta sig á þessu síðkastið. Raunar hafa þessar breytingar komið eins og hlandblaut tuska í andlitið á þeim.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.7.2009 kl. 20:06

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Allt satt og rétt sem þú segir, en bágt á ég með að trúa að ríkisstjórnarflokkarnir setji niðurskurðarhnífinn á þennan bandamann sinn. Það sparar þessum flokkum milljónir að hafa þessa áróðursmaskínu stöðugt í gangi.

Ragnhildur Kolka, 23.7.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Rosalega gaman að lesa svona kellingarnöldur! En reistu þig nú aðeins við og komdu endilega með alla söguna um Ellen og hvaða klíku hún tengist eða tengslaneti á RÚV!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 19:42

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fórstu vitlausu meginn framúr?

Ellen tók ég bara sem dæmi. En hún er birtingarmynd klíkuskaparins á RÚV, hvorki upphaf né endir. Tengslanet hennar inn á RÚV er öllum aðgengilegt og óþarfi að tíunda það frekar. 

Ragnhildur Kolka, 27.7.2009 kl. 20:03

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ellen bara dæmi já um klíkuskapin sem viðgengst, er ekki upphaf hans né endir og tengslanet hennar öllum opið og ljóst?

Og hvað?

Í hverju felst glæpurinn minn mín kæra, hvaða klíka réð hana þarna til að leysa Kk af og hvernig kemur þetta svokallaða tengslanet þar við sögu?

Ef þú getur ekki svarað þessu með rökum og haldbærum sannindum, þá ertu bara með ómerkilegar dylgjur og ósannindi!

Fer alltaf réttu megin fram úr.

En gaman væri svo að heyra af fleiri starfsmönnum RÚV og hvernig þeir eru klíkutengdir og þá á ég bæði við núverandi og fyrrverandi.

Til dæmis hvernig það er með pál Magnússon, Elínu hirst, Bjarna Guðmundsson, Þorgerði K. Gunnarsdóttur, Ólaf Teit Guðnason, Samúel Örn Erlingsson, Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur Magnús Orra Scram, Láru Ómarsdóttur, Hannes Holmstein Gissurarson... og þannig mætti áfram telja. Hver voru svo sömuleiðis tengslanet þessa fólk inn á stofnunina svo það fékk að starfa þar við mismunandi verkefni og á ólíkum grunni?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband