Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Allar hendur á dekk!

Nú þurfa menn að hafa hraðar hendur til að bæta ímynd Ólafs Ragnars Grímssonar - Kastljós og fyrirtækjafundir og nú síðast sérstakar útskýringar í bók um starfsferl hans.

Ólafur hrifsaði til sín frumkvæðið að kynningu útrásarmafíunnar í óþökk ríkisstjórnarinnar, sem taldi duga að sendiherrar hefðu milligöngu um viðskiptasambönd. Með Samfylkinguna á bak við sig stóð hann vörð um hagsmuni þessara pilta og má segja að fyrir atbeina forsetans opnaðist þeim leið inn í innstu kima fjármálalífs þeirra landa sem ÓR sá ástæðu til að heimsækja. Þau lönd voru ófá. Dyr voru opnaðar sem annars hefðu verið þeim lokaðar. 

Mörgum okkar fannst nóg um að borga ferðakostnað þessa fljúgandi forseta. Nú sitjum við uppi með reikning sem verður kannski aldrei að fullu greiddur.


mbl.is Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanleg niðurstaða

Það þarf enginn að verða sérstaklega hlessa á þessari niðurstöðu. Nefndin sem um þetta fjallar er pólitísk og það hentar demókrötum að koma með þetta álit núna. Þetta er ekki ósvipað því að Samfylkingin taki til umfjöllunar einhverja ákvörðun Davíðs Oddssonar, kæmist að því að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað en til að halda andlitinu væri einhver siðferðisdómur kveðinn upp.

Demókrötum var nauðsyn á að koma þessu frá sér núna til að það hefði áhrif í forsetakosningunum.  Í fréttinni hér er þess ekki getið að Palin braut ekki lög og heldur ekki að niðurstaða nefndarinnar hefur ekkert lagalegt gildi.


mbl.is Palin misnotaði vald sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarfundur olíufurstanna

Engin talar um neyðarfund OPEC ríkjanna sem horfa fram á gífurlegan vanda vegna lækkandi olíuverðs. Fundurinn verður haldinn í Austurríki og haft er eftir forstjóra líbíska olíufélagsins,  Shukri Ghanem, sem ákallaði "oil producing nations Thursday to cut output to "protect their interest (and) stop the loss of income."" Á þessu má sjá að það ríkir neyð víðar en á Íslandi.

Við verðum að vona að dönsku vinir okkar sem stóðu að fjársöfnuninni úti fyrir Magasin versluninni í fyrradag fyrir bágstadda Íslendinga, sjái sér fljótlega fært að hjálpa þessum vesælu sálum. 


mbl.is Neyðarfundur um fjármálakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Alveg í anda Nóbelsnefndar"

"alveg í anda nóbelsnefndarinnar að heiðra þennan mann, því að Nóbelsverðlaun fara til þeirra sem taka siðferðislega og samfélagslega afstöðu" segir Torfi Tuliníus og telur höfundinn flottan og hafa gott vald á franskri tungu. Hvað með bókmenntalegt gildi? Eru bókmenntaverðlaun þá bara siðferðislegur og samfélagslegur boðskapur? Samkvæmt nóbelsnefndinni og Torfa er það svo. En siðferðilegt og samfélagslegt mat er háð tíma og því forgengilegt. Það er hinn mannlegi þáttur sem lætur bókmenntir lifa og hann þarf hvorki að vera siðferðilegur eða samfélagslegur.

Ef ætti að heiðra alla þá sem hafa gott vald á tungu sinni hefði nóbelsnefndin ærið að starfa. Sverrir Stormsker kæmi þá sterklega til greina og ættum við að íhuga það alvarlega að safna blogginu hans saman (samfélagslegum og siðferðislegum boðskap) og senda það til Stokkhóms.


mbl.is Frakki fær bókmenntaverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymum ekki klinkinu

klinkið taliðÁ þessum síðustu og verstu tímum er eins gott að muna að klinkið getur verið drjúgt. Hér situr Angela Merkel og telur aurana sína. Hún hefur, líkt og við Íslendingar, þurft að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir síðustu daga.

Fyrir fáeinum dögum snupraði hún Íra fyrir að lofa að tryggja innistæður á sparireikningum landsmanna og nú hefur hún þurft að gera það sama fyrir sína þegna.

Geir Haarde fór heim af fundi í gærkvöld (tiltölulega) léttur í lund; útlitið bara alls ekki eins svart og leit út fyrir að vera. Í dag sat hnípin þjóð í vanda og hlýddi á dómsdagsspá forsætisráðherra.

Fyrir viku sat formaður rafiðnaðarsambandsins í Silfri Egils og talaði um dugleysi ríkisstjórnarinnar; nú þyrftu menn að setjast niður og marka stefnu um hvar þeir ætli að vera staddir eftir 3 ár.

Veit Guðmundur, eða yfir höfuð nokkur Íslendingur, hvar hann verður "staddur" á morgun? 


mbl.is Ekki leyft að fara um koll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt siðgæði?

Það er svo merkilegt hvað maður hnýtur um margt á netinu, sem virðist fara framhjá umsjónarmönnum þessarar fréttasíðu. Eins og t.d. þessi litla klausa sem ég set hér fyrir neðan. Þótt það virðist flækjast fyrir sumum þá var McCain hreinsaður af öllum áburði vegna þessa Keakingmáls af siðanefnd þingsins. Það var John Glenn líka og Obama á ekki í neinum vandræðum með að þiggja framlag hans til kosningabaráttu sinnar. Tvöfalt siðferði? Nei varla. Ekki Obama? Demókratiskt sakleysi er bara svo miklu, milku hreinna en hið repúblikanska. Takið eftir að 4 af 5 þingmönnum eru demókratar, en það vigtar ekkert í fréttinni..

Five U.S. senators were named in the scandal: Sen. Alan Cranston (D.-Calif.), Sen. Dennis DeConcini (D.-Ariz.), Sen. John Glenn (D.-Ohio),Sen. John McCain (R.-Ariz.) and Sen. Donald Reigle (D-Minn.).

But Obama doesn’t seem to have any quarrel with Glenn. The former Democratic Ohio senator introduced Bruce Springsteen at a benefit concert for Obama in Ohio on Sunday, October 5. He's also done other surrogate work for Obama as well. According to Obama's presidential website Glenn held a conference calls with reporters for Obama in August.

A day after Glenn urged people to register to vote for Obama in Ohio, Obama’s campaign began a multimedia campaign to remind the public McCain was one of the “Keating Five” although he was eventually cleared of all charges.

Like McCain, Glenn was also found not guilty of violating any Senate rules.


mbl.is Verstu mistök McCains rifjuð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú og vinir

Það þykir víst lýsa gáfum að vera fullur fordóma gagnvart fimm barna móður, sem er þar að auki (guð forði mér) kristin. Dýpra sekkur varla nokkur maður. Nema þá helst að honum verði á að lýsa stolti á þjóð sinni og vilja til að standa vörð um hana.

Ég man móðursýkina hér fyrir 4 árum, þegar Bush og Gore (eða Bore og Gush eins og Rushdie kallaði þá) þreyttu kappi. Gore, sem aldrei hafði unnið sér neitt til frægðar en að halda buxnaklaufinni lokaðri, var þá yndi allra. Hann hefur síðan verið tekinn hér í guða tölu fyrir trúboð sitt um illsku mannanna. Guðir eru OK svo fremi þeir heita ekki Kristur.

Nú gengur enn ein trúarbylgjan yfir. Engir þrá meira en vistri menn að trúa, þótt þeir telji sig þess umkomna að hæðast að fólki sem trúir á Guð. Barack Obama hefur tekið við af Gore. Obama þarf ekkert að gera nema birtast annað slagið og tala mjúkum rómi yfir mannfjöldann. Hann fer vel með texta.

Það liggur bara ekkert eftir hann sem hann getur státað sig af. Engin löggjöf sem hann hefur átt hlutdeild í skiptir máli. Hann hefur alla tíð farið með veggjum.

Hann reyndi hins vegar ítrekað að stöðva gildistöku laga um aðhlynningu ungbarna sem fæðst hafa lifandi eftir fóstureyðingu, s.k. "born alive" löggjöf sem Illinois þing hafði til umfjöllunar þegar hann sat þar. Að hans mati bar að virða vilja móður, leggja börnin til hliðar og láta líf þeirra fjara út frekar en að hlú að þeim. Best gæti ég trúað að Obama  sé líka á móti dauðarefsingum.

"Seg þú mér hverjir vinir þínir eru og ég segi þér hver þú ert". Vinahópur Obama er litskrúðugt lið. Presturinn Wright sem boðar Black Panther trú og ákallar Guð um að fordæma Bandaríkin. Hann er annar af tveimur andlegum leiðbeinendum Obama.

Hinn er  terroristinn William Ayer sem í nafni félagslegs réttlætis gerði tilraunir til að sprengja upp valdastofnanir Bandaríkjanna, þ.m.t. þingið. Pólitísk innræting ungviðisins og pólitísk valdbeiting eru á stefnuskrá hans. Tilraun Obama til að beita réttarkerfinu gegn málfrelsi eins og nýleg dæmi frá Missouri sýna er angi af þessari valdbeitingaráráttu kommúnista. Obama sat við fótskör þessa manns og meðtók boðskapinn. Það var Ayer sem ýtti pólitískum ferli Obama úr vör.

Og svo er það náttúrlega Chicago gangsterinn Tony Rezco. Tony var bæði skjólstæðingur lögmannsstofu Obama og "velgjörðamaður" hans í fjárfestingum. Hann situr nú af sér dóm fyrir fjármálaspillingu.

Mér er ekki eins tamt og vinstri mönnum að skipta um trú . Ég vel að meta orð og gerðir þegar ég mynda mér skoðun á fólki. Obama hefur ekkert gert sem ég get metið virðingarvert. Á meðan staðan er þannig styð ég framboð McCain og skammast mín ekki fyrir það. Innkoma Palin gefur glögga sýn á tómleika orða vinstrimanna gagnvart jafnrétti kynjanna. Það er eitthvað ótrúlega orwellskt við þá orðræðu.


mbl.is Palin ræðst á Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabaráttan á mbl.is

mbl.is sér ástæðu til að taka þátt í kosningabaráttu forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna. Það þarf ekki að leita langt til að sjá hvar stuðningurinn liggur. Það er ekki bara innihald frétta heldur líka fyrirsagnir sem "auðvelda lesendum" að taka afstöðu.

Hvað með þessa frétt. Sara Palin loðin um lófana. Er ekki eitthvað spúkí og ógeðfellt við þessa loðnu lófa? Og í framhaldinu er látið að því liggja að hún sé að gefa rangar upplýsingar um sig þegar hún segist þekkja af reynslu líf venjulegs fólks. Ekki man ég til að fjallað hafi verið svona um milljóndollara hús Obama eða hvernig hann komst yfir það með hjálp frá vini sínum og velgjörðamanni Tony Rezco. Manninum sem nú situr af sér dóm fyrir fjársvikamál af stærri gerðinni.

Nei, því að vera rifja upp svona leiðind. Síðasta frétt mbl.is um Obama birtist undir fyrirsögninni Barack kaupir blóm fyrir Michelle. Náungi sem man eftir brúðkaupsafmælinu sínu og stöðvar bílalestina til að bregða sér í blómabúð, hann hlýtur að eiga skilið að verða forseti Bandaríkjanna. Ekki er það verra að athöfnin náðist á mynd. Enginn grunur um útspekúlerað PR.

mbl.is birti frétt um að svo virtist sem Biden hafi haft betur í kappræðunumá fimmtudagskvöld. Hefði Biden ekki átt að fara létt með að valta yfir nýgræðinginn. Hann hefur verið 35 ár í Öldungadeildinni að æfa sig í ræðumennsku og tvisvar boðið sig fram til forsetaembættis. Hún hefur verið í sviðsljósi heimspressunnar í 1 mánuð. Þar áður  verið að baksa í einhverju sveitastjórnarstússi á norðurhjara, starf sem elítan lítur á sem ígildi hundahreinsunarembættis.

Það sem mbl.is telur fréttavert vekur athygli. Í dag misstu þeir gullið tækifæri að segja lesendum frá að 70 milljón manns tók sér tíma til að horfa á umræddar VP kappræður, þ.e. 28 milljón fleiri en þeir sem horfðu á aðalleikarana.

Halda menn að það hafi verið Biden sem fólk vildi sjá?


mbl.is Sarah Palin loðin um lófana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór maður stækkar

Það er vel hægt að hafa samúð með Þorsteini Má. Eflaust hefur þessi ákvörðun ekki verið tekin án tára. En það er tími til kominn að menn átti sig á að þau fjörbrot sem átt hafa sér stað síðustu viku verða að taka enda. Staðan er of alvarleg til að hægt sé að leggjast í stríðsrekstur gegn íslenska ríkinu - eða þeim sem standa þar í víglínunni.

Miðað við menntun og störf hefði það líka átt að vera Gylfa Magnússyni ljóst.


mbl.is Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband