Leita í fréttum mbl.is

Allar hendur á dekk!

Nú þurfa menn að hafa hraðar hendur til að bæta ímynd Ólafs Ragnars Grímssonar - Kastljós og fyrirtækjafundir og nú síðast sérstakar útskýringar í bók um starfsferl hans.

Ólafur hrifsaði til sín frumkvæðið að kynningu útrásarmafíunnar í óþökk ríkisstjórnarinnar, sem taldi duga að sendiherrar hefðu milligöngu um viðskiptasambönd. Með Samfylkinguna á bak við sig stóð hann vörð um hagsmuni þessara pilta og má segja að fyrir atbeina forsetans opnaðist þeim leið inn í innstu kima fjármálalífs þeirra landa sem ÓR sá ástæðu til að heimsækja. Þau lönd voru ófá. Dyr voru opnaðar sem annars hefðu verið þeim lokaðar. 

Mörgum okkar fannst nóg um að borga ferðakostnað þessa fljúgandi forseta. Nú sitjum við uppi með reikning sem verður kannski aldrei að fullu greiddur.


mbl.is Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nauðlending hins fljúgandi forseta.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Alveg rétt, og það eru margir sem misskildu dæmið, héldu að hann væri forseti eins og Bandaríkjaforseti er forseti. Ég heyrði það í fyrirlestri manns sem kom hingað að kynna kvikmynd sína um rafmagnsbíla (Who killed the electric car) að hann talaði um að forsetinn „and his cabinet“ væru mjög áfram um vistvæna orku osfrv. Þetta er auðvitað hlægilegt, forsetinn er valdalaus puntudúkka og hana á að jarða nú þegar við höfum ekki efni á flottræflum á borð við Ólaf. Hver veit nema það verði tengdur forsetabolur við þessa frábæru frétt ;-)

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.10.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigurgeir, við héldum að forsetaembættið væri valdalaust þar til Ólafur neitaði að undirskrifa fjölmiðlafrumvarpið. Sú aðgerð færði honum ótakmarkað vald yfir "his cabinet". Eftir það hefðu allar aðgerðir gegn Baugi eða yfirgangi ÓR verið túlkaðar sem persónuleg óvild og allir undirmálslúðar á landinu tekið undir þann söng.

Valdarán má fremja með ýmsum hætti.

Ragnhildur Kolka, 14.10.2008 kl. 15:21

4 Smámynd: Landfari

Nú er komið enn betur í ljós hvað það er mikilvægt að stórfyrirtæki eigi ekki fjölmiðlana. En því miður of seint að grípa í rassin núna.

Landfari, 14.10.2008 kl. 15:30

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þegar þú segir það...

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.10.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband