Leita í fréttum mbl.is

Kosningabaráttan á mbl.is

mbl.is sér ástæðu til að taka þátt í kosningabaráttu forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna. Það þarf ekki að leita langt til að sjá hvar stuðningurinn liggur. Það er ekki bara innihald frétta heldur líka fyrirsagnir sem "auðvelda lesendum" að taka afstöðu.

Hvað með þessa frétt. Sara Palin loðin um lófana. Er ekki eitthvað spúkí og ógeðfellt við þessa loðnu lófa? Og í framhaldinu er látið að því liggja að hún sé að gefa rangar upplýsingar um sig þegar hún segist þekkja af reynslu líf venjulegs fólks. Ekki man ég til að fjallað hafi verið svona um milljóndollara hús Obama eða hvernig hann komst yfir það með hjálp frá vini sínum og velgjörðamanni Tony Rezco. Manninum sem nú situr af sér dóm fyrir fjársvikamál af stærri gerðinni.

Nei, því að vera rifja upp svona leiðind. Síðasta frétt mbl.is um Obama birtist undir fyrirsögninni Barack kaupir blóm fyrir Michelle. Náungi sem man eftir brúðkaupsafmælinu sínu og stöðvar bílalestina til að bregða sér í blómabúð, hann hlýtur að eiga skilið að verða forseti Bandaríkjanna. Ekki er það verra að athöfnin náðist á mynd. Enginn grunur um útspekúlerað PR.

mbl.is birti frétt um að svo virtist sem Biden hafi haft betur í kappræðunumá fimmtudagskvöld. Hefði Biden ekki átt að fara létt með að valta yfir nýgræðinginn. Hann hefur verið 35 ár í Öldungadeildinni að æfa sig í ræðumennsku og tvisvar boðið sig fram til forsetaembættis. Hún hefur verið í sviðsljósi heimspressunnar í 1 mánuð. Þar áður  verið að baksa í einhverju sveitastjórnarstússi á norðurhjara, starf sem elítan lítur á sem ígildi hundahreinsunarembættis.

Það sem mbl.is telur fréttavert vekur athygli. Í dag misstu þeir gullið tækifæri að segja lesendum frá að 70 milljón manns tók sér tíma til að horfa á umræddar VP kappræður, þ.e. 28 milljón fleiri en þeir sem horfðu á aðalleikarana.

Halda menn að það hafi verið Biden sem fólk vildi sjá?


mbl.is Sarah Palin loðin um lófana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Sigurðsson

Það virðist alveg hafa gleymst í fréttaflutningi blaðamanns að eignir og tekjur Söru Palin hafa hækkað um 78% frá miðju þessu ári umreiknað í Íslenskar fallkrónur.  Líklega á hún eftir að verða ennþá ríkari?

Pétur Sigurðsson, 4.10.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Skarplega athugað Ragnhildur. Morgunblaðið ætti að sjá sóma sinn í að vera hlutlaust. En það er borin von úr þessu. Vinstri sinnað fólk er búið að taka blaðið yfir.

Kristinn Haukur Guðnason er ágætis þverskurður þeirra viðhorfa sem ganga ljósum logum gagnvart Repúblikönum, fullur heiftar og skammsýni.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.10.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kristinn Haukur, Hitlers-líkingin er ekki rök heldur rökþrot og í raun hef ég ekkert við þig að segja annað en að fólk sem notar bloggið til að ausa úr skálum reiði sinnar á ekki samleið með mér.

Ragnhildur Kolka, 5.10.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kristinn Haukur, þessi listi líkist meira þvottahússlista en röksemdafærslu, en ég virði við þig að þú gerir tilraun og mun því svara því sem svara vert er.

Saddam Hussein stóð að þjóðarmorðunum í Írak. Ekki bara á Kúrdum heldur líka shítum og þá sérstaklega fenja-shítunum.

Vísindi standa hvergi framar en í Bandaríkjunum.

Staða kvenna er hvergi betri en í Bandaríkjunum, þar eru fleiri konur í stjórnunarstöðum en nokkurs staðar, nema vera kynni í Noregi þar sem kynjahlutföll í stjórnum eru lögskipuð. Repúblikanar bera ekki ábyrgð á að Hillary Clinton beið lægri hlut fyrir Obama. Mannréttindi samkynhneigðra eru virt og sum fylkjanna leyfa hjónabönd þeirra. Það er hins vegar álitamál hvort hjónaband flokkist undir mannréttindi.

Hvergi er lýðræðið virkara en í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum er málfrelsi gert jafn hátt undir höfði, þótt demókratinn Obama hafi nú uppi tilburði til að hefta það.

Obbinn af framförum í heilbrigðismálum heimsins kemur frá Bandaríkjunum. Þeir eru nú að taka yfirflæðið frá hinu ríkisrekna heilbrigðiskerfi Kanada sem ræður ekki neitt við neitt. Flestir af bestu háskólum heims eru staðsettir í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafa verið við völd síðustu 30 ár utan Clinton tímabilsins. Engar sérstakar sögur fara af framförum á þessu sviði í tíð Clintons, hins vegar jukust undirmálslánin margfalt fyrir afskipti hans. Lánin sem nú eru að kollkeyra efnahag heimsins. 

Ragnhildur Kolka, 5.10.2008 kl. 13:45

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek ekki að mér að sinna viðtalstherapíu fyrir fólk sem grafið hefur sig ofan í holu og neitar að horfa upp -þú verður að taka vandamál þín vegna repúblikanana eitthvað annað. 

Ragnhildur Kolka, 6.10.2008 kl. 12:32

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér þykir leitt að þér líði svona illa en ég endurtek - taktu vandamál þín eitthvað annað.

Ragnhildur Kolka, 6.10.2008 kl. 18:59

7 Smámynd: Hróðvar Sören

Ragnhildur Kolka sem var einu sinni svo fylgjandi röksemdarfærslu. Þvílík breyting á hvað.. sólarhring?

Skondið.

Hróðvar Sören, 6.10.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband