Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Enn rennur blóð í æðum

Það er ekki að undra þótt demókrata fari sér hægt í Washington D.C. þessa dagana. Útkoma þeirra í skoðanakönnun Zogby um daginn gefur þeim tilefni til að líta í eigin barm og nú hefur Joe Lieberman, hinn óháði öldungadeildar þingmaður (sem Eyjan.is telur til tryggra demókrata), sett þeim stólinn fyrir dyrnar.

Lieberman hefur tekið höndum saman við repúblikanann Susan Collins um að tryggja þeim sem vekja athygli á grunsamleg athöfnum einstaklinga, sem leitt gætu til hryðjuverka, frið gegn lögsókn. Þetta er hið svokallaða "John Doe" ákvæði, sem demókrata ákváðu að svæfa svefninum langa fyrir örfáum dögum.

Hafi vafi leikið á afstöðu Joe Lieberman þá vita demókratar nú að það er ekki á vísan að róa þar sem hann er annars vegar.  


Sjálfsvörn - hvað er nú það?

þingmeirihluti !

Eitt af þeim málum sem styr hefur staðið um á Bandaríkjaþingi er hvort tryggja eigi lagavernd þeim sem tilkynna um grunsamlegt hegðun eða orðaskipti, sem þeir verða vitni að og koma boðum um til yfirvalda. Þetta ákvæði hefur verið sett inn í eitt af frumvörpunum sem fyrir þinginu liggja.

Tilefnið er svokallað "fljúgandi ímama" málið, þ.s. fólk sem bókað átti flug frá Minneapolis til Phenix horfði upp á kostulegt athæfi og samræður nokkurra imama sem bókað áttu far með sama flugi. Áhöfn og farþegar gerðu öryggisvörðum viðvart og voru ímamarnir kyrrsettir, en síðan sendir á áfangastað með öðru flugi.

Eftir að fjaðrafokinu lauk höfðuðu ímamarnir mál á hendur flugfélaginu og þeim farþegum "John Doe (óþekktir)" sem gert höfðu viðvart. Ákæran á hendur ógreindum farþegum var síðan dregin til baka, vegna umræðunnar sem fram fór í kjölfar kærunna. Þessi kæra vekur þó upp spurningar um réttarstöðu uppljóstrara.

Til að tryggja að fólk gæti sent frá sér viðvarandir telji það lífi sínu eða annarra ógnað var þetta John Doe ákvæði hengt á frumvarp sem til umfjöllunar var í þinginu. Það náði ekki 60 atkvæða meirihlutanum sem kveðið er á um til að taka mál til efnislegrar umfjöllunar. Málið var stutt af öllum þingmönnum repúblikana og nokkrum demókrötum ( þ.m.t. Hillary Clinton, en Barak Obama sat hjá). Þetta er sama tæknibrellan sem lamað hefur þingið í mörg ár. Undan þessu ákvæði kvarta nú demókrata sáran, en beita því óspart til að stöðva öll mál sem repúblikanar setja fram. Ekki ósvipuð staða og kom aftur og aftur upp á síðasta þingi hér heima.

Það er alltaf slæmt þegar óvild og illur hugur ræður ferðinni til að hindra aðra í að skora það mark, sem þú vildir sjálfur skora.

 


Skoðanakannanir og fréttamat

Fréttamat RÚV kemur aldrei á óvart.

Skoðanakannanir

Mánuðum saman hefur ríkisútvarpið haft vinsældamælingar Bandaríkjaforseta fyrir fyrstu frétt um leið og upplýst hefur verið um nýjar kannanir og það er ekki svo sjáldan. Fréttin hefur síðan verið endurtekin í hverjum fréttatíma þann daginn. Vinsældir eða réttara sagt óvínsældir Bandaríkjaforseta hafa þannig ekki farið framhjá neinum sem býr við þá gæfu að hafa enn sæmilega heyrn. Spurningin um hvort menn hafa áhuga á að hlusta á ríkisútvarpið kemur ekki inn í myndina eins og við vitum sem eigum útvarpstæki. "Ef þú borgar fyrir það hvort sem er er eins gott að nota það" gæti verið mottó margra.

Því vakti það furðu mína að í þetta sinn ríkir grafarþögn um málið. Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri kannski vegna þess að GWB hafi hækkað um 4 prósentustig frá síðustu könnun, sem svo kyrfilega var kynnt sem "versta útkoma forsetans nokkurn tíma" og var jafnvel líkt við óvinsældir Nixons um það bil sem hann hrökklaðist úr embætti.

En svo las ég fréttatilkynninguna sem Zogby sendi frá sér á miðvikudag. Þá varð allt ljóst. Þótt blessaður karlinn sitji enn í þrjátíu prósentunum, þá má segja að hann sé eins og skínandi stjarna borðið saman við vinsældamælingar þingsins. Það eru aðeins 6 mánuðir síðan demókrata tóku við stjórnartaumunum á Bandaríkjaþingi. Með trumbuslætti og lúðraþyt. Nú átti að sýna umheiminum hvernig vaskir menn með viti tækju á málum. Minna hefur farið fyrir efndum. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar bendir einnig eindregið til þess að eitthvað hafi farið úrskeiðis.

Könnunin sem tekin var dagana 12-14. júlí sýnir að aðeins 14% telja að þingið sé að skila góðum eða fráþærum árangri. Þetta er 9% minna en þingið undir stjórn repúblikana fékk vikunni fyrir þingkosningarnar í október á síðasta ári, þegar repúblikanar misstu þar völdin. Útvarpið og Mogginn kunnu sér ekki læti fyrir kæti.

Þegar fréttaflutningur verður svona fyrirsjáanlegur hættir maður að hafa áhuga á miðlinum. Nú í dag er of auðvelt fyrir fólka að afla sér upplýsinga eftir öðrum leiðum. Það er hægt að renna yfir heimspressuna og fá öll sjónarhorn á örskömmum tíma. Miðlar sem gera út á leti eða andvaraleysi fólks geta sjálfum sér um kennt ef áheyrendur/lesendur snúa sér annað.


Tinni og hinir porno-hundarnir

Ég held ég hafi verið full fljót á mér þegar ég afskrifaði þátt höfundarréttarhafa í bannfæringunni á Tinna í Afríku.

Kemur á daginn að Hergé stofnunin (undir stjórn ekkju höfundar) er fullkomlega sammála ákvörðun Borders Books að flytja bókina í hillu með öðrum fullorðinsbókum, s.s klámi og öðru sem ekki er nú þegar komið í undir-borðið sölu.

Bókin var endurútgefin 2005 og hugsanlega hefur salan verið dræm.


3800% söluaukning

 

Hræsnin ríður ekki við einteymingTinni í Afríku.

Það er víðar en á Íslandi sem Bannbræður búa. Breskir Bannarar hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að Tinnabækur séu óhollar ungviðinu. nefnd um kynþáttafordóma hefur lagt bann á að bókin Tinni í Afríku (Tintin in the Congo) sé höfð í barnabókahillum á bókasöfnum, þar sem ómótaðir einstaklingar geta átt á hættu að rekast á hana. Til að forðast ásakanir um ritskoðun hafa þeir leyft að þessar bækur séu fluttar í fullorðinsdeild.

Það er ekki langt síðan slík umræða fór fram um Línu langsokk í Svíþjóð. Ekki veit ég hvernig henni reiddi af en sjálf var ég alinn upp á Línu og tel mig ekki hafa borið skaða af. 

Þessi ákvörðun hefur þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Aldrei hefur sala á Tinnabókum verið jafn fjörug. Nú fyrir helgi hafði sala á Tinna í Afríku á netsölu Amazon aukist um 3800%. Ef ég væri ekki svona veraldarvön gætu samsæriskenningar tekið af mér ráðin og mér dottið í hug að höfundarréttareigendur stæðu að baki þessari bannfærslu. En því miður eru Bannararnir orðnir svo fyrirferðarmiklir að þeir kunna sér ekkert hóf.

Enginn hafði haft fyrir því að lesa bók Salmans Rushdies fyrr en klerkarnir sendu á hann bannfæringu og gerðu það að heilagri skyldu múslima að drepa hann.

 Menn geta orðið ríkir með ýmsu móti.


Dýrtíð - hvers og hverra?

Afhverju tíma Íslendingar ekki að kaupa mat. Ég veit ekki betur en að hlutfall matarkostnaðar heimilanna sé komið undir 16%. Þetta hlutfall sýnir hver velmegunin er hér.   

Mávarnir sem hrella borgarbúa sveima yfir okkur af því að við hendum svo miklu af þeim mat sem við kaupum.

Umræðan fyrir flestar kosningar hér er að hið opinbera eigi að borga fyrir skólamáltíðir. Eins er gerð krafa um að hið opinbera greiði skólabækur nemenda framhaldsskólanna. Nema sem ekki mega vera að því að sækja tíma vegna vinnu svo þeir geti borgað bílalánin og strípurnar og sólarlandaferðirnar. Sjónvarpið sýndi í vor frétt úr grunnskólum borgarinnar, þ.s. umsjónarmenn eru að drukkna í fötum, skóm og töskum sem enginn hirður um að sækja. Tjaldstæði landsins eru á hverju sumri þakin útivistarbúnaði sem skilinn er eftir að hátíð lokinni.

Hvernig væri að við lærðum að fara betur með fjármunina sem við höfum milli handa og hættum að væla um að hið opinbera taki okkur alfarið á spenann. 


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband