Leita í fréttum mbl.is

3800% söluaukning

 

Hræsnin ríður ekki við einteymingTinni í Afríku.

Það er víðar en á Íslandi sem Bannbræður búa. Breskir Bannarar hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að Tinnabækur séu óhollar ungviðinu. nefnd um kynþáttafordóma hefur lagt bann á að bókin Tinni í Afríku (Tintin in the Congo) sé höfð í barnabókahillum á bókasöfnum, þar sem ómótaðir einstaklingar geta átt á hættu að rekast á hana. Til að forðast ásakanir um ritskoðun hafa þeir leyft að þessar bækur séu fluttar í fullorðinsdeild.

Það er ekki langt síðan slík umræða fór fram um Línu langsokk í Svíþjóð. Ekki veit ég hvernig henni reiddi af en sjálf var ég alinn upp á Línu og tel mig ekki hafa borið skaða af. 

Þessi ákvörðun hefur þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Aldrei hefur sala á Tinnabókum verið jafn fjörug. Nú fyrir helgi hafði sala á Tinna í Afríku á netsölu Amazon aukist um 3800%. Ef ég væri ekki svona veraldarvön gætu samsæriskenningar tekið af mér ráðin og mér dottið í hug að höfundarréttareigendur stæðu að baki þessari bannfærslu. En því miður eru Bannararnir orðnir svo fyrirferðarmiklir að þeir kunna sér ekkert hóf.

Enginn hafði haft fyrir því að lesa bók Salmans Rushdies fyrr en klerkarnir sendu á hann bannfæringu og gerðu það að heilagri skyldu múslima að drepa hann.

 Menn geta orðið ríkir með ýmsu móti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ragnhildur.

Þetta eru snilldar pistlar hjá þér

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband