Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakannanir og fréttamat

Fréttamat RÚV kemur aldrei á óvart.

Skoðanakannanir

Mánuðum saman hefur ríkisútvarpið haft vinsældamælingar Bandaríkjaforseta fyrir fyrstu frétt um leið og upplýst hefur verið um nýjar kannanir og það er ekki svo sjáldan. Fréttin hefur síðan verið endurtekin í hverjum fréttatíma þann daginn. Vinsældir eða réttara sagt óvínsældir Bandaríkjaforseta hafa þannig ekki farið framhjá neinum sem býr við þá gæfu að hafa enn sæmilega heyrn. Spurningin um hvort menn hafa áhuga á að hlusta á ríkisútvarpið kemur ekki inn í myndina eins og við vitum sem eigum útvarpstæki. "Ef þú borgar fyrir það hvort sem er er eins gott að nota það" gæti verið mottó margra.

Því vakti það furðu mína að í þetta sinn ríkir grafarþögn um málið. Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri kannski vegna þess að GWB hafi hækkað um 4 prósentustig frá síðustu könnun, sem svo kyrfilega var kynnt sem "versta útkoma forsetans nokkurn tíma" og var jafnvel líkt við óvinsældir Nixons um það bil sem hann hrökklaðist úr embætti.

En svo las ég fréttatilkynninguna sem Zogby sendi frá sér á miðvikudag. Þá varð allt ljóst. Þótt blessaður karlinn sitji enn í þrjátíu prósentunum, þá má segja að hann sé eins og skínandi stjarna borðið saman við vinsældamælingar þingsins. Það eru aðeins 6 mánuðir síðan demókrata tóku við stjórnartaumunum á Bandaríkjaþingi. Með trumbuslætti og lúðraþyt. Nú átti að sýna umheiminum hvernig vaskir menn með viti tækju á málum. Minna hefur farið fyrir efndum. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar bendir einnig eindregið til þess að eitthvað hafi farið úrskeiðis.

Könnunin sem tekin var dagana 12-14. júlí sýnir að aðeins 14% telja að þingið sé að skila góðum eða fráþærum árangri. Þetta er 9% minna en þingið undir stjórn repúblikana fékk vikunni fyrir þingkosningarnar í október á síðasta ári, þegar repúblikanar misstu þar völdin. Útvarpið og Mogginn kunnu sér ekki læti fyrir kæti.

Þegar fréttaflutningur verður svona fyrirsjáanlegur hættir maður að hafa áhuga á miðlinum. Nú í dag er of auðvelt fyrir fólka að afla sér upplýsinga eftir öðrum leiðum. Það er hægt að renna yfir heimspressuna og fá öll sjónarhorn á örskömmum tíma. Miðlar sem gera út á leti eða andvaraleysi fólks geta sjálfum sér um kennt ef áheyrendur/lesendur snúa sér annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband