Leita í fréttum mbl.is

Enn rennur blóð í æðum

Það er ekki að undra þótt demókrata fari sér hægt í Washington D.C. þessa dagana. Útkoma þeirra í skoðanakönnun Zogby um daginn gefur þeim tilefni til að líta í eigin barm og nú hefur Joe Lieberman, hinn óháði öldungadeildar þingmaður (sem Eyjan.is telur til tryggra demókrata), sett þeim stólinn fyrir dyrnar.

Lieberman hefur tekið höndum saman við repúblikanann Susan Collins um að tryggja þeim sem vekja athygli á grunsamleg athöfnum einstaklinga, sem leitt gætu til hryðjuverka, frið gegn lögsókn. Þetta er hið svokallaða "John Doe" ákvæði, sem demókrata ákváðu að svæfa svefninum langa fyrir örfáum dögum.

Hafi vafi leikið á afstöðu Joe Lieberman þá vita demókratar nú að það er ekki á vísan að róa þar sem hann er annars vegar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband