15.7.2009 | 07:42
Riddari Hjörvar kemur til bjargar
Riddarinn með norskum félaga
Það var dásamlegt að sjá yfirlætislegt brosið á Helga Hjörvar í Kastljósaþættinum í fyrrakvöld, þegar hann lagði Margréti Tryggvadóttur lið og benti á að við gætum veitt af viskubrunni okkar í fiskveiðistjórnunarmálum, þegar við værum gengin í ESB.
Margrét er nýjasti grænjaxlinn á þingi og Helgi er greinilega tilbúinn að leggja henni "föðurleg" ráð, í það minnsta á meðan hún leggur öll sín spil á borðið Samfylkingunni til hagsbóta. Helgi sá ekki ástæðu til að benda Margréti á að Spánverjar, sem hvað harðast hafa gengið fram í að skylda EFTA löndin til þátttöku í niðurgreiðslu uppbyggingar ESB, munu seint sjá sér hag í að breyta fiskveiðistefnunni sem gefið hefur þeim svo vel í aðra hönd. EFTA löndin áttu ekki roð í þá þá. Er líklegt að við, með Össur í fararbroddi, eigum eitthvað í þá núna?
Margrét hefði haft meira gagn af því að fá upplýsingar um netsíður sem nýst geta alþingismönnum sem þurfa að taka ákvarðanir er varða afkomu þjóðarinnar. Síður eins og FishSubsidy.org og fis.com svo ekki sé minnst á followthemoney.eu þar sem finna má gagnlegar upplýsingar um hvernig skattpeningum ESB borgaranna er varið til að útrýma síðasta þorskinum í sjónum. Þar gæti hún ennfremur fengið upplýsingar um sjóðasukkið sem tröllríður ESB og sem Samfylkingin getur ekki beðið með að taka þátt í.
Styrkir til sjávarútvegs ESB nema 8.5 milljörðum í 97,260 útgreiðslum á 12 ára tímabili frá 1994-2006. Þetta er fyrir utan þá styrki (niðurgreiðslur) sem einstaka þjóðir leggja flotum sínum til. Ekki að undra þótt fiskinum fækki og ESB renni hýru auga til Íslands sem girnilegs bólfélaga.
Spánn ber ægishjálm yfir aðra hvað þessa fiskveiðistyrki varðar, því þangað renna hvorki meira né minna en 48% allra styrkja ESB til fiskveiða. Látið er sem styrkirnir fari til úreldingar skip en engin fylgist með því styrkirnir eru á naf eigenda og úreltu skipin dúkka upp á ölmusulistanum ár eftir ár. Spánverjar senda fiskiskipaflota sinn til veiða um allt suðurhvel jarðar og leita nú leiða til að leggja undir sig Norður-Atlantshafið. Hlutfall stórfiskveiðiþjóða á borð við Breta, Frakka og Dana í styrkjatöku nær aðeins eins stafs tölu.
Um þessar mundir þarf meira en hátæknibúnað til að finna þessa fáu sporða sem enn smjúga vatnið, en samt ætlar sambandið að leggja 4.3 milljarða í sukkið á fiskveiðitímabilinu 2007-2013. Þetta eru engir smáaurar og Spánn með sína sprungnu byggingarbólu mun ekki láta einhverja lukkuriddara frá Íslandi hirða af sér gullkistuna.
Líklegra er að riddari Hjörvar endi sem lóðs fyrir suðræna flotann á Halamiðum áður en hann nær að telja upp að tíu.
Mynd 1:hvuttar.net/?nid=1120
Mynd 2: http://www.1335.com/Archive/kt0507.html
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Var það ekki norski sjávarútvegsráðherrann sem lét fyrir stuttu hafa eftir sér að Íslendingar gætu allt eins trúað á jólasveininn, eins og að gera sér vonir um varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB? Auðvitað bíða hinir stóru fiskveiðiflotar Spánar og Portúgals eftir tækifæri til að veiða á Íslandsmiðum. Og þeir munu leggja allt í sölurnar til að ná því markmiði, meira að segja reyna dómstólaleiðinni. Til hvers var þá barist allan tímann? Voru tíu þorskastríð háð til þess eins að afhenda miðin til ráðstöfunar hjá kontóristum í Brussell, sem ekki nokkur maður kaus til starfa?
Gústaf Níelsson, 15.7.2009 kl. 17:51
Hver hefði trúað að óreyndu að heill stjórnmálaflokkur væri starfræktur um rétt manna til að trúa á jólasveininn?
Ragnhildur Kolka, 15.7.2009 kl. 18:35
Sama hvernig á það er litið, er afar mikilvægt að þjóðin fái að segja hug sinn um það hvort Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Það er etv. núna sem tækifærið fyrir aðildarsinna er vegna þess að eftir að búið er að skrifa upp á Icesave ánauðina uppfyllir landið ekki skilyrðin fyrir inngöngu.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.7.2009 kl. 22:35
Samfylkingin og nú líka Vg kæra sig kollótt um hvernig okkur verður troðið inn í ESB, bara að við endum þar örugglega. Jóhanna verður tekin í Sf guðatölu, Egill Helga fær sínar "ódýru" kjúklingabringur og Grímur Gosi fær kannski að sitja á ráðherrastóli fram að næstu kosningum.
Láttu þig ekki dreyma um að Evrópusambandið hafni okkur. Það eru fleiri en Rússar sem renna hýru auga til Drekasvæðisins og þörf ESB fyrir orkugjafa mun fá þá til að kyngja gjaldþrota Íslandi, rétt eins og þeir kyngdu innrás Rússa í Georgíu og kyngdu kjarnorkuáætlun Írana án þess að blikna.
Kok Steingríms Gosa er vítt en það kemst ekki í hálfkvist við vídd koks Evrópusambandsins.
Spánverjar munu svo sjá um að ryksuga sjóinn í kringum Ísland.
Eru ekki allir hamingjusamir?
Ragnhildur Kolka, 15.7.2009 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.