Leita í fréttum mbl.is

ESB í skugga réttvísinnar

Eva-JolyHeyrði ekki betur en hausaveiðarinn mikli, Eva Joly bjargvættur íslenskrar alþýðu og einkavinur  íslenska ofurálitsgjafans, sé ekki ánægð með forystu framkvæmdarstjórnar ESB. Samkvæmt frétt RÚV sækist hún eftir sæti á Evrópuþinginu, en þangað segist hún eiga eitt erindi og það er að koma forseta framkvæmdarstjórnar, José Manuel Barroso frá kjötkötlunum.

Þetta er virðingarvert markmið en væri enn betra ef frúin útvíkkaði hugmyndina ögn meira og einsetti sér að koma Evrópusambandinu fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll.

Eitt og annað virtist þó vanta upp á fréttina. Má þar fyrst nefna að sem heimsþekktur refsivöndur fjárglæpamanna vekur markmið Joly upp spurningar um heiðarleika JMB. Heiðarleika framkvæmdastjórnarinnar og heiðarleika Evrópusambandsins þegar allt er talið til. Barroso_

Varla er aðgerðarleysi JMB nægileg ástæða fyrir stjörnudómara, sem farið hefur með hala og bæði  eyru harðvítugra fjárglæframanna út úr hringnum, að setja sigtið á þessa blekklessu ESB. Það væri eins og fyrir kollega hennar Baltazar dómara á Spáni að gefa út ákæru á barnfóstruna fyrir að gleyma að setja barnið í regngalla. Gruggið í ESB-vatninu hlýtur að hafa komið inn á borð rannsóknardómarans Evu Joly. Veiðihárin standa stíf á mjá-mjá-Joly.

Þetta leiðri svo hugann að því hvort Joly hafi gert vinkonu sinni Jóhönnu, forætisráðherra jafnréttismála viðvart um spillinguna í fyrirheitna landinu. Heilög Jóhanna getur illa lagt nafn sitt við aðildarumsókn að jafn vafasömum félagsskap nú eftir að hún hefur verið smurð og krossuð. Þótt Jóhanna hafi hafnað málflutning andstæðinga ESB, þá gegnir öðru máli ef upplýsingarnar koma frá sjálfu átrúnaðargoði ríkisstjórnarinnar. Þarf Jóhanna ekki að svara fyrir þetta? 

Fréttamenn hinnar stjórnlægu fréttastofu báru okkur fréttina um framboð og markmið Joly án þessa að spyrja hvað tæki við þegar búið væri að hreinsa stíuna. Varla efast þeir um að Joly takist ætlunarverkið. Ekki eyðir Joly ævinni í skúringar? Hvar verður Joly um næstu jól?

Og þá væri ekki úr vegi að upplýsa í hvað mörg ár til viðbótar við fáum að njóta þeirra gleði að greiða Joly 70 milljónir á mánuði fyrir fjögurra daga vinnu.

 

Mynd 1: www.naturavox.fr

Mynd 2: www.forumnacional.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér líst stórvel á þessa Evu Joly. Ég er nú reyndar hlynntur þessu Evrópusambandi en bara sem tollabandalagi og samtökum sem greiða fyrir menningarsamstarfi.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er örugglega ekki að tilefnislausu sem Frakkar telja Evu Joly hafa "kraftinn sem (þá) skorti". Gagnist hún okkur þá er það vel. Við eigum þó eftir að sjá hverju hún skilar. Ég tel að gamla máltækið "lofa skal mey að morgni" eigi hér við eins og of áður. Bíð með lofræðurnar þangað til.

Ef þú telur að við eigum aðeins að hafa viðskipta- og menningarleg tengsl við Evrópusambandið, sé ég ekki að okkur greini mikið á. Ég hef hins vegar engin not fyrir þetta yfirþjóðlega bákn sem ESB er og mun berjast gegn aðild Íslands að þessum óskapnaði meðan stætt er.

Ragnhildur Kolka, 26.5.2009 kl. 20:33

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott er að heyra. Þessir andskotar ráða ekki við Kolku.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Öxl við öxl berjumst við til sigurs.

Ragnhildur Kolka, 26.5.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband