Leita í fréttum mbl.is

Orðstír RÚV fer víða.

Miðillinn hefur sérhæft sig í að flytja landsmönnum einhæfan boðskap og aldrei annað en það sem starfsmönnum og útvöldum stjórnmálamönnum er þóknanlegt. Þetta hafa erlendir erindrekar rekið augun í og séð að þarna mætti fylgja fordæmi. Og nú hefur hinn nútímalegi Messías í BNA séð sér leik á borði og komið sér upp víðlíka verkfæri til að tryggja að rétti prófíllin sé alltaf sýndur þegar hann á í hlut.

Það hefur nefnilega borðið dálítið á því að undanförnu að Pressan sé farin að þreytast á hundaólinni sem hún sjálfviljug setti á sig þegar Barak Obama sté fram á leiksviðið. Stóru dagblöðin og sjónvarpsstöðvarnar, eins og Washington Post og New York Times, ABC og MSNBC, eru að átta sig á að sjónhverfingin sem þau féllu svo flöt fyrir er nú akkúrat það sem hún er. Blettirnir á geislabaugnum eru raunverulegir rétt eins og tvísagan í flestum málum og það dugir ekkert Silvo til að má þetta af.

Í upphafi voru miðlarnir himinlifandi yfir að draumaprinsinn skyldi hreppa konungdóminn, en nú eru að renna á þá tvær grímur. Obama líður enga lausung í samskiptum við fjölmiðla. Blaðamannafundirnir eru þaulskipulagðir og Obama ákveður fyrirfram hverjir megi spyrja spurninga og hann ákveður líka hvaða spurningarnar má bera fram. Vandinn er að Obama getur ekki alltaf séð fyrir að einhverjir ódannaðir fréttasnápar reyni að slá keilur á hans kostnað með óþægilegum spurningum. Og ljósmyndararnir eru ekkert betri. Ef sá gállinn er á þeim neita þeir sér ekki um að mynda Messa við að bora í nefið eða eitthvað enn nú óforsetalegt.

En þegar neyðin er stærst........... fréttist það til BNA að á Íslandi gætu stjórnvöld komist upp með morð af því að þau ættu fréttamiðil sem aldrei sýndi annað en sólina á sunnudögum þegar stjórnvöld væru annars vegar. Nú þegar 100 daga hveitibrauðsdögum Obamastjórnarinnar er lokið og grimmur hvunndagurinn tekinn við, var Obama kominn í startholurnar; búinn að koma sér upp litlu kvikmyndatökuteymi sem sér um að birta aðeins það sem Messa er þóknanlegt. Hingað til hafa þeir aðeins stigið eitt feilspor, en það var þegar þeir sendu herþoturnar til að hrella NY-búa um daginn. Eftir á að hyggja var það kannski ekki feilspor, heldur forsmekkurinn að því sem koma skal.

Obama-ljóma-rjómaver ehf

 

Þessi litli video-stubbur sýnir hvernig Obama vill að tekið sé á fréttaefni frá Hvítahúsinu. Körfuboltalið var heiðrað með heimboði til Snillingsins mikla og göfgin lekur af hverjum manni; allir tilbúinir að fórna sér og framtíð sinni fyrir góðverk í annarra þágu (afsakið meðan ég; bðöööööö). Slíka helgislepju er hvergi að finna nema þar sem hið "framsækna, frjálslynda vinstri", sem þekkir enga sjálfsgagnrýni, hefur náð völdum.

Hrun bankanna varð ekki til að gefa ímynd Íslands neinn gæðastimpil, en ef það spyrst nú út að við séum orðin fyrirmynd fyrir sjálfhverfa pólitíkusa, með einræðistilburði í PR málum, er orðspor okkar endanlega sokkið. 

Kim Il Sung og félagi hans Omar al-Bashir munu fljótlega fylgja í fótspor Ljóss heimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband