Leita í fréttum mbl.is

Eftir hverju bíður ESB?

 

Euro zone

Af hverju tekur Evrubandalagið bara ekki upp krónuna. Getur þessi tangó í kringum evruna orðið mikið verri?

Takið eftir að samdrátturinn í landsframleiðslu hefst strax á útmánuðum í fyrra og ECB á enn í erfiðleikum með að viðurkenna að eitthvað sé að.

Verðum við ekki að senda Nossarann í Seðlabankanum til að liðsinna þeim? Er Noregur ekki hið leiðandi afl Evrópu á flestumm sviðum þessa dagana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þetta er ekki góður gjaldmiðill þessi evra. Hann stuðlar alls ekki að hagvexti.

.

Eins og er þá er meðalhagvöxtur á ári á evrusvæði frá árinu 2000 dottinn niður í ca 0,6% á ári - síðastliðin 8 ár.

.

Þetta kallar maður víst "død og elendighed" ! Eruobust GmbH

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.5.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, Gunnar: - eftir að hafa hlustað endalaust á síbyljuna um hvernig allt væri betra ef við hefðum evruna, þá hlýtur það að koma ýmsum á óvart hvernig ástatt er fyrir mörgum þeim þjóðum sem nú róa lífróður með botnfast evruakkerið.

Grafið sýnir líka að fleiri en Íslendingar hefðu mátt vera vakandi á verðinum síðustu árin. 

Stöndum vörð um "liv og kærlighed" og látum krónuna koma okkur aftur á lappir.

Ragnhildur Kolka, 17.5.2009 kl. 11:58

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er alvarleg þróun.

Hilmar Gunnlaugsson, 17.5.2009 kl. 23:26

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Satt er það, Hilmar.

Ragnhildur Kolka, 18.5.2009 kl. 17:12

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er eitthvað bogið við þetta háa gengi Evrunnar. Eina vitið er að sleppa þessu ríkisgjaldmiðlakerfi og að hver og einn noti þann gjaldmiðil sem honum hentar og að hver og einn geti gefið út gjaldmiðil.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.5.2009 kl. 19:35

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigurgeir: - Gengi evrunnar? Getur verið að gengdarlaus prenntun dollars, punds og annarra mynta hafi eitthvað með hátt gegni evrunnar að gera?

Ef ég á að hafa skoðun á þessari  fjöllyndu myntstefnu sem þú minnist á, verður þú að segja mér í hverju lausn efnahagsvanda okkar felst við upptöku hennar. Ég skil þetta bara ekki nógu vel. Hefur þessi stefna einhvers staðar verið tekin upp?

Fáfræði mín er ógnvekjandi.

Ragnhildur Kolka, 20.5.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband