Leita í fréttum mbl.is

Aftur og aftur og aftur og aftur ..........

... þar til samþykkt. Þegar sagt er að Írar séu reiðubúnir að kjósa aftur er ekki verið að tala um þjóðina sem hafnaði Lissabon-sáttmálanum í júní heldur ráðamenninna sem sitja við veisluborðið í Brussel.

Hjörtur J Guðmundsson er með ágætta færslu á bloggsíðu sinni um framkomu Brussanna gagnvart þjóðhöfðingja fullvalda ríkis, sem ekki kýs að láta Brussel segja sér hvernig þeir eiga að sitja og standa. Holl lesning fyrir þá sem eiga eftir að fá að kjósa aftur og aftur, þar til RÉTT svar fæst.


mbl.is Írar sagðir reiðubúnir að kjósa á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er eitthvað sjúkt við það að kjósa aftur og aftur þar til búið er að samþykkja. Álíka sjúkt og sambandið sjálft. Ég frábið mér þetta fyrir Ísland.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.12.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Segjum tveir!  Aðferðirnar eru ógeðfelldar og eiga ekki eftir að batna, því þegar Lissabon sáttmálinn hefur verið samþykktur (og það verður hann að endingu) þá verður ekki lengur þörf á þessu "barnalega" sjálfsákvörðunarbrölti. Ákvarðanirnar verða teknar í Brussel og þær verða endanlegar.

Sáttmálinn gerir nefnilega ekki ráð fyrir að samþykki einstakra þjóða liggi fyrir. Írar eru það eina sem stendur nú milli sjálfsákvörðunarvalds þjóða og yfirþjóðlegs valds ESB.

Ragnhildur Kolka, 11.12.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt hjá þér Jón Frímann, hér er endalaust kosið um sameiningu sveitarfélaga þar til rétt niðurstaða fæst og síðan er lágmarksfjöldi hækkaður og þá byrjar ballið aftur. Það bætir ekki bölið þótt maður viðurkenni það.

Það ólýðræðislegasta við sameiningu sveitarfélaganna er að sveitarfélög sem samþykkja eina ákveðna uppsetningu að sameiningu er jafnvel gert að sameinast þó svo önnur sveitarfélög hafni þátttöku. Valkostinum hefur þá verið kollvarpað en engu að síður er málið kýlt í gegn. 

Man ekki til að neitt sveitarfélag hafi fengið að draga sig til baka.  En við eigum þó enn kost á að segja okkar álit á þessu í kosningum. Þeir sem einu sinni fara inn í ESB komast ekki út aftur. Ferli slíkra aðgerða er of flókið. Þjóðirnar eru þá orðnir svo flæktir í kerfið að engin leið er að greiða úr flækjunni. Og ekki nefna Færeyjar og Grænland, þessi lönd fóru inn sem fylgihnettir Danmerkur og gátu því losað sig áður en allt fraus.

Ragnhildur Kolka, 11.12.2008 kl. 12:34

4 identicon

Já það mjög lýðræðislegt að ætla sér að koma stjórnarskránni í gegn eftir að Frakkar, Hollendingar og nú Írar hafa sagt NEI. Upplýsingaflæðið hlýtur líka að vera rosalega gott því nú hafa endurskoðendur sambandsins enn og aftur neitað að skrifa upp á reikninga þess og er það 13 árið í röð, það er vegna þess a það skortir UPPLÝSINGAR um það hvar, hvert og í hvað peningarnir fara.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Auðvitað getur ESB ekki haft í aðildarsamningum sínum að dyrnar opnist bara í aðra áttina. Í mannheimum þarf að beita blekkingum, því þannig vill fólk hafa það. Við erum ekki minkar. En löggjöfin og allir þessir aðskiljanlegu sáttmálar sem menn undirgangast við inngöngu í ESB gera þjóðum ókleift að snúa til baka. 

Ég ætla ekki að fara að stæla við þig um lýðræðishefðir ESB, þær eru ekki til staðar nema í orði. Tvær þjóðir ráða því sem þær vilja og þá aðallega önnur í krafti auðs hin í krafti hrokans. Sýnast þér óeirðirnar á Grikklandi benda til þess að ESB  hafi fært Grikkjum farsæld. Stórkostlegt atvinnuleysi ungs fólks vegna þess að Evran "hin dýrðlega Evra" rígbindur efnahagslífið í viðjar ófrelsis. Telur þú réttlætanlegt að íþyngja ungu fólki með 25% atvinnuleysi þegar það stígur sín fyrstu skref út í lífið. Ungu fólki sem kemur út úr háskólanámi fullt löngunar til að takast á við verkefni lífsins. Atvinnuleysi er viðvarandi um alla Suður-og Austur Evrópu. Svo tugum prósenta skiptir.

 "Lýðræðið innan ESB er til fyrirmyndar og upplýsingagjöf til almennings mjög góð. Ég get ekki sagt það sama um Íslensk stjórnvöld þessa dagana"

þessi athugasemd væri hreint og beint hlægileg ef hún væri ekki svona grátleg. Veistu ekki að reikningar báknsins hafa ekki fengist uppáskrifaðir í 14 ár vegna þess að bókhaldið er út á túni. En kannski er almenningur bara salla ánægður með herlegheitin og kærir sig kollóttan þótt einhverjir fúlir endurskoðendur telji matreiðsluna ekki upp á marga fiska.

Fjórtán ár án uppáskriftar, það þætti líklega ámælisvert hér. Hefur þú ekki heyrt að á Íslandi er uppi krafa um að endurskoðendur hafi hreinan skjöld og geti lokað bókhaldi með trúverðugum hætti. Er það ekki þannig sem þú vilt sjá bókhald gömlu bankanna gert upp?

Ragnhildur Kolka, 11.12.2008 kl. 21:35

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það verður virkilega áhugavert að fá skoðun þjóðarinnar á ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mig grunar nefnilega að það séu fleiri á móti því en virðist í fyrstu, ég tala nú ekki um þegar fólk fer að kynna sér málið betur.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.12.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lýðræðið er svo mikið að það á að troða heilli nýrri stjórnarskár ofaní 500 milljón manns án þess að spyrja kóng né prest. Hvað er næst? Afnema þingkosningar eða málfrelsi? Hvort skyldi verða afnumið fyrst?

Í þýska þinginu kallar Henry Nitzsche hér nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins fyrir nýja Versalasamninga fyrir Þýskaland (enskur texti)

Henry Nitzsche on the Lissabon Treaty w. Subtitles

Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2008 kl. 01:11

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég þakka ykkur öllum innleggin.

Gunnar:

Best gæti ég trúað að það verði málfrelsið sem fyrst verður látið víkja. Má segja að vísir af því sé krafan um endurkosningar á Írlandi. Þegar þú segir nei, þegar þú átt að segja og þú færð tækifæri til að endurskoða afstöðu þína (undir þrýstingi) þá er verið að sneiða af málfrelsi þínu. Þegar málfresinu hefur verið rutt úr vegi er ekkert mál að afnema þingkosningar.

Ragnhildur Kolka, 12.12.2008 kl. 09:19

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Frímann: Í stað þess að eyða tíma í tilgangslaust stagl, legg ég til að þú setjist nú niður og lesir þessa ESB-stjórnarskrá sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu (hún er aðeins 400 síður) og berir hana saman við moðsuðuna sem nú kallast Lissabonsáttmáli og Írar höfnuðu.

Svo getur þú spurt sjálfan þig hvers vegna Frakkar og Hollendingar fengu ekki að kjósa um endurgerðina.  Ef þú átt í erfiðleikum með að komast að niðurstöðu í því máli gætirðu reynt að svara spurningunni, hvers vegna aðrar þjóðir í ESB fengu ekki að segja álit sitt á stjórnarskrársáttmálanum.

Ef þú kemst að vitrænni niðurstöðu, þá endilega láttu mig vita.

Ragnhildur Kolka, 13.12.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband