Leita í fréttum mbl.is

Chicago thuggery

Illinois

Það er auðvelt að bjóða sig fram sem umbótasinni í Illinois. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig kjósendur Illinois láta blekkjast aftur og aftur. En kannski eru þeir bara raunsæir; vita að í Illinois býðst ekkert betra.

Blagojevich  gefur Saddam Hussein lítið eftir þegar kemur að fjárkúgunum, mútum og öðru baktjaldamakki og ég er ekki frá því að Al Capon hefði látið þvo kjaftinum á honum upp úr sápu og vítisóta hefði hann hlustað á orðræðu hans og fljúgandi mælsku. Það kæmi svo varla nokkrum á óvart þótt hann hefði tekið sér fleira til fyrirmyndar frá þessum kumpánum. En það á kannski eftir að koma í ljós síðar.

Þessi rannsókn sem nú endar í 76 blaðsíðna ákæru hefur staðið í 5 ár. Verðum við ekki að trúa því að eitthvað hafi gengið á áður en rannsóknin hófst? Fór það framhjá pólitískum samherjum? Blago og Obama voru ekki bara flokksbræður, leiðir þeirra lágu saman á ýmsan veg. Það verður ekki þaggað. Þeir áttu sameiginlegan kunningjahóp. Snilldarvinurinn Tony Rezko átti eyra (og hugsanlega meira) þeirra beggja. Tony bíður nú dóms eftir að hafa verið fundinn sekur um fjársvik í 16 árkæruliðum. Spurning hvort lóðakaup Obama af konu Tonys verða núna dregin fram í dagsljósið.

Hafði verðandi starfsmannastjóri Hvítahússins, Rahm Emanuel (sem kallar heldur ekki allt ömmu sína) eitthvað með fall Blago að gera? Sigaði Emanuel FBI á kauða? Þarf Obama að óttast eitthvað?

Obama og BlagoEnn sem komið er hefur Obama ekki verið sakaður um aðild að þessari ógeðfeldu fjármálaspillingu flokksbróður síns, en það er óþarfi að ganga út frá því að Obama hafi enga vitneskju haft um það sem þarna gekk á. Hann var ekki meðvitundarlaus þegar hann lagði upp í pólitískan leiðangur sinn og hann var starfandi lögmaður á stofu sem fékkst við ýmis spillingarmál. Í gegnum feril forkosninganna og kosningabaráttuna hljóta menn að hafa spurt sig hvernig utanaðkomandi einstaklingur sem flyst til ókunnrar borgar, hefur þar stjórnmálaferil og verður jafnvel ágengt og raun ber vitni hafi aldrei orðið áskynja um þátttöku sína í spilltustu pólitísku maskínu Bandaríkjanna. Fljúga grísir um himinhvolfið?.

Ef frá er skilinn kosningasigur Baracks Obama þá hefur árið 2008 ekki verið gott ár fyrir demókrata. Hvert hneykslið hefur elt annað. Tugir stjórnmálamanna hafa orðið að taka pokann sinn eða bíða dóms: mútur, fjársvik, kynlíf, ofbeldi og misnotkun opinberra stofnana hafa tröllriðið flokknum, svo að berrassaðir repúblikanar á almenningklósettum falla gersamlega í skuggann. En vegna stuðnings fjölmiðla við kosningabaráttu Obama hefur lítið farið fyrir  fréttum af þessum loftfimleikum demókrata. Nú, þegar sigur er í höfn þá má kannski svipta hulunni af. Enda gengur græðgi Blago fram af flestum.

 


mbl.is Reynt að tengja Obama við ríkisstjórahneykslið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband