Leita í fréttum mbl.is

Trúgirni almennings í höndum loddara

Sumar fréttir fara ekki mjög hátt og stundum fara þær svo lágt að það læðist að manni grunur um að þær hafi aldrei gerst. Ein þessara ófullkomnuðu frétta er sagan af undirskriftasöfnuninni sem um tíma ærði þjóðina. Það var reyndar áður en menn uppgötvuðu skemmtanagildið sem falið er í því að grýta eggjum og öðru lauslegu í Alþingishúsið, sletta málningu og bíta lögregluþjóna.

Það er eins og vanti botn í fréttina. Hvar voru undirskriftirnar afhentar, hver tók við þeim og hverju breyttu þær? Vilja aðstandendur söfnunarinnar ekki vinsamlegast standa upp og gera grein fyrir þessum þáttum? Eða voru þeir bara að nýta sér trúgirni almennings til að koma sjálfum sér inn í umræðuna.

Ég tók þátt í undirskriftasöfnuninni því mér ofbauð harka Breta gegn varnarlausri þjóð. Var þó minnug óbilgirni þeirra í þorskastríðinu. Nú líður mér eins og ég hafi verið höfð að fífli (unga fólkið í dag mundi orða það grafískara) og mun hugsa mig um tvisvar áður en ég læt einhverja loddara slá sér upp á minn kostnað í framtíðinni.

Þetta sama eru Írar líklega að hugsa þessa dagana, eftir að fréttist af hádegisverðarfundinum á laugardaginn, þar sem nokkrir útvaldir sendiherrar frá Brussel lögðu á ráðin um hvernig kalla mætti írsku þjóðina aftur að kjörborðinu vegna Lissabon sáttmálans. Sáttmálinn sem hafnað var í júní síðast liðnum og látið var með eins og þar hafi honum verið greitt náðarhöggið.

En hrossaprangararnir í ESB láta ekki smámuni eins og þjóðarvilja leiða sig af braut. Þeirra mottó er: "If at first ou don´t succeed, try, try, try again". Getum við lært eitthvað af þessu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Kæra Ragnhildur! Undirskriftir okkar eru mikilvægar - þetta skilar sér  - þó hægt fari. Kveðja!

Hlédís, 8.12.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Hlédís

Sé nú að við erum - einnig - sammála í VARKÁRNI gagnavart ESB ! það er e-r furðuleg samsuða - sem síst myndi gera okkur gagn.

Hlédís, 8.12.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka fyrir þennan pistil Ragnhildur


Forseta Tékklands, Václav Klaus, var tilkynnt núna um helgina að Evrópusambandinu væri alveg sama um hans álit á stjórnarskrá Evrópusambandins. Forsetinn var svo reiður eftir þennan fund að hann birti opinberlega "transcript" af því sem fór fram á fundinum. Hér í styttri þýðingu The Telegraph EU 'doesn't care about your opinions'

Heimasíða forsetaembættis Tékklands, þar sem þetta birtist fyrst (hér keyrt í genum Google þýðingu)

Minutes of the adoption of the European Parliament delegation to the President of the Republic Vaclav Klaus

Ceske Noviny um þennan atburð:

Klaus criticises behaviour at meeting with MEPs as unprecedented

Heimasíða Václav Klaus

Ten Years of Euro: A Reason for Celebration?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.12.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka ykkur báðum fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Hlé-G: Undirskriftasöfnuninni var einmitt komið á af því einhver hulduher taldi ríkisstjórnina svifaseina í samskiptum við Breta - þeir væru að leika gamla heimsvaldaleikinn, þ.e. eitt sagt við trúgjarna innfædda á meðan launráð væru brugguð gegn þeim.

Við sem skrifuðum undir eigum rétt á að vita hverjir stóðu á bak við söfnunina, hver raunverulegur tilgangur var og hvað forsprakkarnir eru að gera núna.

Gunnar: Þakka þér þessar sendingar, ég geymi mér að lesa þær þar til í kvöld. Greinina þína í Þjóðmálum les ég um helgina. Veit hún verður ekki síður upplýsandi en sú sem birtist í síðasta hefti. Sú grein var virkilegur "eye opener".

Ragnhildur Kolka, 9.12.2008 kl. 09:36

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ragnhildur

Varðandi svínakjötið þá flæðir hér inn kjöt, um 1000 tonn það sem af er ári og um 300 tonn af svínakjöti.  það er ástæðan fyrir því að við erum berjast  fyrir því að fá að nota fánan á vörur sem eru sannanlega íslenskar Bónus er verst því þessar vörur eru merktar íslenskum Kjötvinslum. Stærstir í innflutningi er Ferskar kjötvörur

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Hlédís

Íslendingar geyma þjóðfánann ínni í skáp og nota hann sem sjaldnast - sökum obbosslegrar VIRÐINGAR!?

Hlédís, 11.12.2008 kl. 08:27

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gunnar: Endilega halda áfram að krefjast sérmerkinga. Ég hafði ekki hugmynd um að allt þetta kjöt væri flutt inn allra síst svínakjöt, sem ég hélt að bændur ættu ekki í vandræðum með að fylla kvótann af. Kaupi aldrei aftur neinar afurðir merktar Ferskum kjötvörum.

 Hlé-G: Ég mundi frekar nota orðið heimóttarskapur en VIRÐING. Íslendingar eru afar spéhræddir (eins og svo margir með minnimáttarkennd) og meðan völlurinn var sem mestur í útrásinni, þá vildu þeir ekki láta bendla sig við neitt svona "þjóðlegt", nema auðvitað ef forsetinn lagði nafn sitt við það. Þá mátti nota fánann sem borðdúk undir eðalveitingarnar.

Ragnhildur Kolka, 11.12.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband