12.11.2008 | 12:53
Er ekki tímabært að kippa í spottann?
Ólafur Ragnar hefur enn einu sinni tekið bitið milli tannanna. Aldrei, frá stofnun lýðveldisins hefur íslenska þjóðin þurft að bera annan eins skaða af því að reka þetta óþarfa embætti og nú. Tækifærismennska hefur einkennt allan feril Ólafs. Aldrei hefur hann setið á friðarstóli; stundaði flokkaflakk þegar hann fékk ekki vilja sínum framgengt og enginn hefur átt annan eins illvígaferil á þing.
Þegar hann ákvað að sækjast eftir forsetaembættinu snéri hann hinni hliðinni fram, skipti um taktík og náði að blekkja kjósendur eina ferðina enn. Hann var fljótur að líma sig á peningamennina og varð ein helsta stjarna Séð og Heyrt um tíma. En gamli ÓRG gat ekki á sér setið til lengdar og fjölmiðlafrumvarpið varð honum tilefni til að hrifsa til sín völdin. En Ólafur misreiknaði sig þar, því eftir valdaránið varð Ólafur, ríkisstjórnin og þjóðin leiksoppar auðvaldsins. Nú þegar auðvaldið er komið út í horn snýr hann einu sinni enn við blaðinu.
Nú birtist aftur gamli Ólafur. Ódannaður eins og við munum hann og kjaftfor. Í þetta sinn fengu gestir þjóðarinnar og umboðsmenn erlendra ríkja að finna fyrir því. Grundvallarregla í samskiptum siðaðra er að þiggja ekki boð af þeim sem maður ekki getur þakkað. Það innifelur meðal annars að maður móðgar ekki gestgjafann eða veldur öðrum óþægindum. Nú er skaðinn skeður og ef ekkert er gert sitjum við uppi með ÓRG í þrjú ár í viðbót.
Það er löngu tímabært að leggja þetta embætti niður, en meðan við bíðum eftir því þarf ríkisstjórnin að koma sér saman um að taka manninn úr umferð. Það er augljóst að þessar hefðir sem "samskipti forseta og erlenda sendiherra" byggja á og "falla ekki undir (Utanríkis)ráðuneytið" hafa verið þverbrotnar og ekki ástæða til að bíða eftir frekari prímadonnu tilburðum. Nóg er nú samt.
Ræða ekki borin undir ráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Maðurinn er alveg ótrúlegur tækifærissinni og það hefur aldrei hvarflað að mér að setja x mitt við hann, ég þarf ekki að hafa það á samviskunni.
En ég þarf að hugsa upp nýtt frjálshygguna því ég er frjálshyggjumaður af verstu gerð
Ég er að komast á þá skoðun fjármagnskerfi og orkumál þar með talin matur þurfi að lúta ákveðnum öryggisreglum sem má ekki gambla með.
Ps Mig hefur langað oft komennta á þér en bloggið hjá mér hefur ekki virkað í langan tíma
bloggið þitt er mjög hnitmiðað og skemmtilegt
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 21:58
Þakka innleggið Gunnar.
Já, Ólafur flaggar þeim litum sem henta hverju sinni. Hann er kamelljón og trúandi til alls. Hádegisverðarskandallinn gæti þess vegna hafa verið liður í stóra planinu; til að koma sér aftur innundir hjá þjóðinni, sem loksins hafði áttað sig á prúttaranum. Það eru alltaf einhverjir sem halda að það eigi tala við hefðarfólk (les sendiherra) með tveimur hrútshornum. Ólafur fór langt út fyrir sitt svið. Hann niðurlægði íslenska þjóð með þessum ruddaskap. Kastljósið var ekkert annað en gott PR.
Það er sjálfsagt hjá þér að endurskoða öll þín viðhorf. Viðhorf manns eiga í raun alltaf að vera í endurskoðun. Svo fremi sem maður hefur grunninn í lagi má alltaf sníða til vankantana. Við lifum nefnilega ekki í fullkomnum heimi. Engu að síður er það frjálshyggjan sem skilar manninum mestu. Það sem átti sér stað hér síðustu árin var ekki frjálshyggja heldur óhamin ágirnd á sterum.
Ragnhildur Kolka, 12.11.2008 kl. 22:34
Takk fyrir þarfan og góðan pistil.
Með kveðju,
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:40
Já, ég tek sko undir þetta. Ekki svo langt síðan ég skrifaði um það á mínu bloggi að ég hefði ekki áhuga á að Steingrímur kæmist í ofvaldamikla stöðu þar sem hann getur aldrei verið kurteis eða amk orðað hlutina sem hann meinar kurteislega og það er það sem við verðum að gera eins og staðan er í dag. Við megum ekki við að þjóðir úti í heimi missi meira álit á okkur, nóg er það nú þegar. En jú, auðvitað tókst Ólafi Ragnari þetta, án þess að hugsa sig um tvisvar virðist vera. Ég sé ekkert að því að fólk beri undir utanríkisráðuneytið ræður sínar áður en þeir fara að tjá sig við háttsett fólk erlendis, staðan er bara það viðkvæm.
Og ég vil líka þakka Sigmari í Kastljósi kærlega fyrir að sýna sína réttu hlið, það er að vera dónalegur og glataður umræðustjórnarndi við þá sem honum líkar ekki við og undirlægja annarra eins og sást svo vel í gær.
Þín frænks,
Ringa
Ragnhildur Ingunn Jónsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.