10.11.2008 | 23:44
Endist fataskápur Palin til 2012?
Frægð er hvikult fyrirbæri og hefur mislangan líftíma. Sumir eignast sitt augnablik og er þá talað um 15 mínútna frægð. Kvikmyndarformið hentar vel slíku stundarfyrirbæri. Frægð í fréttum er þó yfirleitt styttri, svona 1-2 mínútur "at most". Til að öðlast langlífi þarf frétt að búa yfir einhverjum skelfilegum hörmungum þar sem hægt er að fylgjast með dauðastríð manna yfir langan tíma. Helst margra manna. En jafnvel flóðbylgjan í Asíu hafði tiltölulega stutt fréttagildi, þ.e. miðað við þjáningar þeirra sem fyrir hörmungunum urðu.
Þessu fréttamati hefur mbl.is nú snúið á hvolf. Fataskápur Söru Palin ætlar að taka vinninginn fram yfir flest annað. Stríð, kreppa og látlaust hungur í Afríku verður að víkja fyrir þessum frægasta fataskáp sögunnar. Kannski varð pressan fyrir vonbrigðum yfir að Palin mætti ekki á selskinnsskónum sínum og í bjarndýrsfeldinum svona til að sanna fyrir þeim frumbyggjaandann.
En fjármál repúblikanaflokksins standa mbl.is mönnu hjarta nær. Og hefur ekkert sést þessu líkt síðan kreditkortafærslur Jóns Ásgeirs voru grandskoðað í fjölmiðlum. Þá fékk öll þjóðin að vita að hann átti til með að splæsa í Armani svona þegar hann átti leiði á pulsuvagninn. Svei mér ef það var ekki Opalpakki og kók sem þá þótti lýsandi fyrir eyðslusem hans og bruðl. Nú hefur kreppan greinilega náð tökum á mbl.is fyrst fataskápur Palin er orðin aðalfrétt dag eftir dag. $150 þúsund til að fata 6 manna fjölskyldu hefði varla þótt frétt hér á Íslandi fyrir svona tveimur mánuðum. En þá voru menn heldur ekki að telja aurana. Jafnvel frauðplastsúlurnar sem skreyttu Obama á útnefningarhátíðinni í byrjun september náðu aldrei athygli fréttahaukanna. Súlurnar kostuðu þó drjúgt meira en fataskápurinn, eða litla 600.000 dollara og voru þó bara til "engangs" brúks.
Maður hlýtur að hafa samúð með fólki sem býr við slíka fréttþurrð í fámennu landi, en hafið miskunn með okkur. Gefið okkur smá frið, þá skal ég ekki kvarta þótt þið endurlífgið fataskápinn 2012.
Palin fór í gegnum fataskápinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.