Leita í fréttum mbl.is

Friðsamleg valdayfirfærsla!

Það hefur mikið verið talað um nauðsyn þess að valdaskipti í Egyptalandi verði að fara friðsamlega fram. Nú er Múbarak farinn frá, en valdaskipti hafa ekki farið fram því gamla valdaklíkan er enn við völd. Hvort framhald verði á í þeim málum er allsendis óvíst.  Fólk í leit að frelsi gerir sér ekki alltaf grein fyrir hvað felst í hugtakinu frelsi. Þegar járntjaldið illræmda féll var um að ræða friðsamlega valdayfirfærslu. Engu að síður kom fljótlega í ljós að illvígur kjarni komst yfir allar eignir sem einhvers  virði voru. Gamla valdaklíkan snéri þá aftur, á grundvelli þess að fólkið kynni fótum sínum ekki forráð. Nú hyllir undir að Egyptar fái að kjósa sér nýja stjórnarskrá, þing, jafnvel forseta ef það embætti verður skrifað inn í stjórnaskrána. Sérfræði álitin eru nú þegar jafnmörg og sérfræðingarnir sem þau gefa. Álitin stangast á, því þegar upp er staðið veit engin hvað tekur við að kosningum loknum.

  

Valdaskipti

Þessi litli brandari frá snillingnum Matt hjá Daily Telegraph segir allt sem segja þarf um valdabaráttu og hverjir vinna. Það er alltaf hinn sterkari.

Það veltur á ýmsu hver endar á toppnum í Egyptalandi. Reynslan frá Rússlandi sýnir að þótt svokölluð frjálslynd öfl nái að komast í oddastöðu í fyrstu atrennu, þá er allt eins líklegt að harðlínuöfl bíði handan hornsins þegar hugmyndin um lýðræði er jafn óljós og hún er í Egyptalandi í dag. Hver hefði veðjað á það árið 1991 að KGB-tæknirinn Putin tæki yfir hið nýfundna lýðræði Rússlands nokkrum árum síðar. 

Á hliðarlínunni í Egyptalandi stendur Múslímska bræðralagið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband