Leita í fréttum mbl.is

Vanir menn eða viðvaningar?

MálsnildÞví hefur verið haldið fram að viðbrögð Bandaríkjaforseta við fregnum frá Egyptalandi hafi verið eins og þegar dádýr lendir í ljósgeisla bíls. Mörgum finnst lítil nýjung felast í því, því þannig hafa viðbrögðin verið við flestum fréttum sem ekki eru sérstaklega hannaðar í Hvítahúsinu. Má þá nefna viðbrögð hans við kröfu McCristals um aukningu í herafla til Afganistan ef einhver von ætti að verða um sigur í stríðinu þar. Það tók Obama 3 mánuði að bregðast við henni. Viðbrögðin við olíulekanum í Mexicoflóa voru á svipuðum nótum. Villta vinstrið, sem nokkrum árum áður fór af hjörunum vegna fellibyls í sama flóa,  lét sér nú fátt um finnast. loony-leftEnda annar forseti við völd. 

  En aftur að Egyptalandi. Loksins þegar Obama tók við sér þá var það aðeins til að koma öllum í uppnám. Nokkuð vel af sér vikið af manni sem sagður var mestur allra pólitískra snillinga. Hinn útvaldi, sem átti að færa heimsbyggðinni frið. Jafnvel nýtt upphaf. Hann hefur ekki aðeins valdið ótta og tortryggni í Ísrael, því nú er jafnvel Sáda kóngurinn sjálfur að rísa upp á afturlappirnar. Abdulla er sagður hafa hótað því að taka yfir fjárstuðning til Egypta sem Obama hótar að afnema láti Múbarak ekki af embætti. Abdulla telur þetta ekki aðeins vera afskipti af innanríkismálum heldur sé Obama að niðurlægja Múbarak í leiðinni. Og Abdulla er sagður vinur BNA. Það er erfitt að sjá, hvort sem litið er til utanríkismála eða efnahagsmála að Obama sé mikið að auka veg BNA í heiminum.

En Bandaríkjaforseti er ekki einn um að láta lítið fyrir sér fara þegar heimsviðburðir láta á sér kræla. Fyrstir til að skríða í skjól er brjóstvörn friðar og frelsis í heiminum, Sameinuðu þjóðirnar. Kannski létu Sþ sig hverfa svo Múslímska bræðralagi gæti komið sér snyrtilega fyrir í Kairo áður en leiksýning Sþ hæfist. After all, er ekki einkaspæjara þeirra, þessum sem aldrei fann nein merki um kjarnorku í Íran, tekið með opnum örmum hjá bræðralaginu. Eitt er víst að værðin sem fallið hefur á Vestræna fjölmiðla vegna atburðarásarinnar er ekki mjög traustvekjandi. Það er klifað á því að margir ólíkir hópar standi að mótmælum í Egyptalandi, en engin umræða um það að eini hópurinn sem býr við fastmótaða stefnu og skipulag er Múslímska bræðralagi. Ef eitthvað er þá ættu sporin á Gaza að hræða.

Þeir taka á málunum

Við upphaf borgarastyrjaldarinnar á Spáni 1936-1939 voru Anarkistar og Sósíaldemókratar í miklum meirihluta meðal lýðveldissinna. Höfðu um það bil 4 milljónir manna á bak við sig. Kommúnistar studdust við fylgi 150 þúsund kjósenda. Þegar yfir lauk réðu kommúnistar öllu og Anarkistar og Sd engu. Hvers vegna? jú vegna þess að kommúnistar voru organíseraðir, höfðu pólitíska maskínu á bak við sig og ólu á sundrung meðal hinna. Georg Orwell skrifaði merka bók, Homage to Catalonia,  um svikin sem áttu sér stað og þó hann hafi verið harður kommi, þegar hann hélt til Spánar til að leggja lýðveldinu lið, þá snéri hann til baka vonsvikinn maður. 

3 o´clockÍ baráttunni um tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs spurði Hillary Clinton spurningar sem margir spyrja sig nú. "Klukkan er þrjú um nótt og rödd segir...............   Er Obama tilbúinn?"

Svarið liggur orðið nokkuð ljóst fyrir. 

 

Viðbót. Sem dæmi um hve BNA hafa orðið utangátta í atburðarásinni í Egyptalandi er að ekkert samráð var haft um afsögn Múbaraks. Obama frétti það bara í sjónvarpinu eins og hver annar "nobody", sjá Yahoo frétt: http://news.yahoo.com/s/ap/20110211/ap_on_re_us/us_us_egypt

 

Mynd1: www.townhall.com

Mynd2: www.townhall.com

Mynd3: www.thecanadiansentinel.blogspot.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband