Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020
30.8.2020 | 18:31
Var ákvörðun yfirvalda að loka landinu réttlætanleg?
Eftir um 2ja mánaða tilraun með að opna landið fyrir túristum ákvað ríkisstjórnin að loka því aftur og kæfa í fæðingu þá veiku von sem kviknað hafði hjá ferðaþjónustinni um áframhaldandi líf. Óskiljanleg aðgerð þar sem smitin sem uppgötvuðust á landamærunum reyndust flest vera hjá Íslendingum, hælisleitendum eða farandverkamönnum á íslenskum vinnumarkaði. Túristarnir höfðu passað sig fyrir ferðina enda ekki áhugasamir að eyða fríi sínu í einangrun í framandi landi. Aðgerð stjórnvalda var mun harkalegri en við hafði mátt búast sem vekur upp grunsemdir að Þríeykið hafi kannski full mikið tak á hinu pólitíska stjórnvaldi. Þar til nú hafa menn haft þann skilning að hlutverk þess sé með réttu að hafa yfirsýn yfir samspil allra þátta þjóðlífsins; taka mið af því. Því þótt heilsa þjóðar sé mikilvæg er hún þó aðeins einn þáttur í því ferli sem samfélag manna byggir á.
Það sem upphaflega átti að vera aðgerð til að fletja út kúrfuna til að bjarga vanbúnu heilbrigðiskerfi er nú orðið að hreintrúarstefnu þar sem allri ógn skuli bægt frá landinu. Þessi sótthreinsun er eflaust sett fram í þeirri trú að bóluefni við óværunni sé rétt handan við hornið. Engin vissa er þó fyrir því að það gerist og því fjölgar sífellt í þeim hópi sem tapað hefur trú á "vísindin" sem ekkert hafa fyrir sér annað en stjórnlyndi berskjaldaðra trúarbragða, sem treysta okkur ekki fyrir vitneskjunni sem þau þó þekkja.
Staðan í dag er hinsvegar sú að nú geta allir aflað sér þeirra upplýsinga sem þeir telja þörf á og það án aðkomu stjórnvalda eða misviturra fréttamiðla. Almenningur hefur nefnileg lært að googla.
Þá er ekki skrýtið þótt spurningar vakni um hvort aðgerðir sem hér var tekið til hafi ekki verið full harkalega. Í þessari seinni bylgju var stærsti hópurinn sem veiktist á aldrinum 20-50 ára. Fólk á besta aldrei sem gerði ekki annað af sér en njóta frelsis. Aðeins 3 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og enginn látist. Ef maður skoðar þessar tvær myndir hér til hliðar þá sýna þær svipaðan feril smita í Frakklandi og hér, frá því pestin hélt innreið sína þar til fyrir nokkrum dögum. Efri myndin sýnir að smit í seinni bylgju eru að ná sömu hæðum og í upphafi. Seinni myndin er hins vegar áhugaverðari því hún sýnir að dánartíðnin er nánast engin í þessari bylgju sem nú stendur yfir, þrátt fyrir öll smitin sem nú eru að greinast. Nákvæmlega sömu mynd má sjá af sýkingum og dánartölum frá Spáni og reyndar flestum þeim löndum sem fóru sem verst út úr fyrstu bylgju. Hvað veldur? Ekki gott að segja, margt spilar saman. En fólkið sem nú sýkist er að jafnaði yngra, fólk er meðvitaðra að bera ekki smit í þá sem veikir eru fyrir og vitneskja heilbrigðisstarfsfólks er snöggtum meiri nú en við upphaf ferilsins. Nýlegar rannsóknir sýna líka að frumur sýktra eru ekki bara að mynda mótefni heldur eru T-frumur einnig að byggja upp minni fyrir veirunni. Jafnvel talið að einhverjir búi að T-frumu minni frá fyrri sýkingum af völdum kórónaveira, sem verji þá líka fyrir þessari veiru. T-frumu minnið er mun varanlegra en mótefnin. Og svo má ekki gleymast að meðferð og lyfjagjöf hefur tekið miklum framförum á þessum mánuðum síðan við kynntumst kvikindinu fyrst. Kem að því síðar, en verð að segja, að þessar myndir styrkja mig ekki í trúnni að ákvörðun yfirvalda við að rústa hagkerfi Íslands sé réttlætanleg.
Mynd 1. Fyrsta og önnur bylgja sýkinga í Frakklandi
Mynd 2. Dánartölur franskra sjúklinga í 1. og 2. bylgju sýkinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2020 | 10:15
Hver vill láta bólusetja sig?
Það er farið að gæta verulegrar þreytu gagnvart fréttaflutning og umvöndunartón hinnar Heilögu Þrenningar sem svo er kölluð. Þurr upptalning á tilfellum, hvar smitin áttu sér stað, hvert þau voru rakin og hvernig við eigum að haga okkkur getur tekið á, þegar maður vil bara halda áfram að lifa lífinu. Ekki endilega alveg eins og ekkert hafi í skorist, því flest gerum við okkur grein fyrir að líf eftir covid verður ekki eins og áður. Til þess þarf maður ekki að vera neitt séní. Við viljum miklu frekar fá að vita hver staðan er, hvernig við verðum meðhöndluð ef við sýkjumst og hvenær við getum aftur um frjálst höfuð strokið.
Stöðuna verðum við því að taka á Youtube eða google, því þrenningin er varkár um slík svör. Í upphafi faraldurs var ofvitinn Kári fullur af bjartsýni; taldi jafnvel að við sæjum fyrstu bóluefnin koma á markað fyrir áramót og það þótt hann hafi vitað að illa hefur gengið að framleiða haldbær bóluefni við náskyldum ættingja veirunnar SARS-covid-1. Nú hefur Kári slegist í hóp með Trump og fleirum sem gerir ekki ráð fyrir að bóluefnið verði tilbúið fyrr en á næsta ári, þótt menn geri sér vonir um að það komi fyrr. Þórólfur Sótti hefur verið varkárari og ekki viljað gefa neinn ádrátt um hvenær búast megi við að bóluefnið verði tilbúið, aðeins að okkur séu tryggðir nægilega margir skammtar þegar þar að kemur. Enginn þeirra segir að kannski komi bóluefnið aldrei þótt það sé alveg inni í myndinni. Í millitíðinni verðum við að reiða okkur á þá meðferðir sem "teymið" styðst við hverju sinni. Fyrir þeim upplýsingum er okkur ekki treyst.
Nokkurn vegin á sömu línu og Þórólfur er gamall veiruhundur sem frægur varð á níunda áratug síðustu aldar þegar hann (ásamt fleirum) uppgötvaði veiruna sem veldur eyðni. Robert Gallo heitir hann og hefur hann litla trú á að brúklegt bóluefni verði komið í notkun fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Hann bendir á að allir sem nú taka þátt í kapphlaupinu um að vera fyrstur séu að fást við sama spike-proteinið og að þeir séu nú þegar búnir að tryggja sig gagnvart skaða sem af bóluefninu getur hlotist. Beinum eða óbeinum. Gallo sem er eldri en tvævetur í bransanum ætlar ekki að láta bólusetja sig fyrr en reynsla er komin á virkni efnisins og skaðleysi. Í millitíðinni ætlar hann að styðjast við athuganir og reynslu sem rússneskir vísindamenn urðu áskynja um þegar lömunarveiki bóluefnið var til reynslu í Rússlandi, þ.e. að taka inn skammt af lömunarveikis bóluefni sem forvörn gegn veirunni. En þessir rússnesku vísindamenn (Chumakov, Voroskilova) veittu því athygli að börn sem bólusett höfðu verið voru veiru frí um nokkurn tíma eftir bólusetningu, þ.e. engar veirur grasseruðu í þessum börnu. Fleiri bóluefni koma einnig til greina, t.d. mislinga. Hugmyndin byggir á því að við bólusetningu er ósértæka ónæmiskerfið ræst, sem verndar viðkomandi þar til mótefnamyndun fer í gang. Hér er kannski komin önnur skýring (hin er vanþroski ACE2) á því að börn sem sýkjast verða síður veik og hafa yfirleitt minna veirumagn í sér. En nánast frá fæðingu og fram undir fermingu gangast flest börn á Vesturlöndum undir heilmikil bólusetningar ferli af ýmsu tagi. Það er því stöðugt verið að örva ósértæka ónæmi þeirra. Í öllu falli vill Gallo láta reyna á þetta. Til þess hefur hann fengið til samstarfs Rússann Chumakov,(aðstoðar framkvæmdastjóri veirurannsókna hjá FDA (lyfjastofnun Bandaríkjanna)) son þessara tveggja rússnesku vísindamanna. Tilraunir eru nú þegar hafnar, þó ekki í Bandaríkjunum, þ.s. lyfjarisarnir og stóru heilbrigðisstofnanirnar halda öllu í heljargreipum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2020 | 15:46
Smá saman fyllist púslan
Frá því Wuhan-veira fór fyrst að hrella okkur hafa vísindamenn um allan heim unnið sleitulaust að því að berja hana niður. Þar eru íslenskir vísindamenn ekki undanskildir. Má minna á að ÍE, Kári og co fengu birta grein í NEJM fyrr á þessu ári sem tekur á hluta þeirrar spurningar sem snýr að misræminu milli áhættuhópa. Það vill segja milli barna versus þeirra sem eldri eru og þeir sem hafa svokallaða undirliggjandi sjúkdóma. Spurningin hefur vafist fyrir mönnum þótt flestir virðist sammála um að þetta misræmi sé til staðar, þ.e. aðrir en þeir sem fengu hland fyrir hjartað þega Bandaríkjaforseti benti á það. Grein ÍE sýnir fram á þetta misræmi. Þegar úrtak heilbrigðra einstaklinga var skoðað kom í ljós að engin börn undir 10 ára aldri voru smituð á meðan 0.8% 10 ára og eldri höfðu náð sér í smit þótt þeir hafi ekki sýnt þess merki. Rannsóknin tók líka til hóps einstaklinga sem útsettir höfðu verið fyrir veirunni (en voru ekki veikir) og þar reyndust 6.7% barna hafa sýkst á móti 13.7% þeirra sem voru 10 ára og eldri. Það virðist því mega ganga út frá að misræmið milli hópa sé til staðar og að börn geta líka sýkst.
Annað sem virðist nokkuð klárt er að helsta leið veirunnar inn í líkamann er í gegnum nef/munnhol, þar sem hún smokrar sér inn í þekjufrumur um svokallaðan ACE2 (Angiotensin-converting enzyme 2) viðtaka. Þekjufrumur er að finna í flestum líffærum og miklu mæli í lungum, hjarta og æðakerfinu, sem eru einmitt líffærin sem mestan skaða hljóta af veirunni.
Innlegg í þá umræðu kemur frá Rannsóknastofu Hjartaverndar sem í gegnum tíðina hefur rannsakað íslenskan almenning fyrir hinum ýmsu kvillum hjarta og æða. Hvort rannsóknir þeirra á ACE2 viðtaka um hafa verið birtar veit ég ekki, en forstöðumaður stofnunarinnar greindi nýlega frá því í útvarpsviðtali að þennan víðtaka væri að finna í auknu magni hjá sykursýkis sjúklingum. Þar er þá komið enn eitt stykkið í púsluspilið sem veitt getur svar varðandi undirliggjandi sjúkdóma.
Og leitin heldur áfram. Nýleg grein í JAMA fyllir enn betur í myndina. Þar voru ACE2 víðtakar mældir í mismunandi aldurshópum. Niðurstaðan er að marktækur munur er milli allra hópa miðað við yngstu þátttakendurnar sem voru undir 10 ára aldri. Virðist sem tjáning viðtakanda sé þroska og fullri tjáningu ekki náð fyrr en eftir tvítugt. Hér gæti því verið komið fram ein skýring á því að börn sýkjast síður, þótt sú skýring þurfi ekki að vera sú eina.
Heimildir:
https://www.nejm.org/doi/10.1056/NEJMoa2006100
https://jamanetwork.com/journals/jama/fullarticle/2766524
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.