Leita í fréttum mbl.is

Smá saman fyllist púslan

Frá því Wuhan-veira fór fyrst að hrella okkur hafa vísindamenn um allan heim unnið sleitulaust að því að berja hana niður. Þar eru íslenskir vísindamenn ekki undanskildir. Má minna á að ÍE, Kári og co fengu birta grein í NEJM fyrr á þessu ári sem tekur á hluta þeirrar spurningar sem snýr að misræminu milli áhættuhópa. Það vill segja milli barna versus þeirra sem eldri eru og þeir sem hafa svokallaða undirliggjandi sjúkdóma. Spurningin hefur vafist fyrir mönnum þótt flestir virðist sammála um að þetta misræmi sé til staðar, þ.e. aðrir en þeir sem fengu hland fyrir hjartað þega Bandaríkjaforseti benti á það. Grein ÍE sýnir fram á þetta misræmi. Þegar úrtak heilbrigðra einstaklinga var skoðað kom í ljós að engin börn undir 10 ára aldri voru smituð á meðan 0.8% 10 ára og eldri höfðu náð sér í smit þótt þeir hafi ekki sýnt þess merki. Rannsóknin tók líka til hóps einstaklinga sem útsettir höfðu verið fyrir veirunni (en voru ekki veikir) og þar reyndust 6.7% barna hafa sýkst á móti 13.7% þeirra sem voru 10 ára og eldri. Það virðist því mega ganga út frá að misræmið milli hópa sé til staðar og að börn geta líka sýkst. 

Annað sem virðist nokkuð klárt er að helsta leið veirunnar inn í líkamann er í gegnum nef/munnhol, þar sem hún smokrar sér inn í þekjufrumur um svokallaðan ACE2 (Angiotensin-converting enzyme 2) viðtaka. Þekjufrumur er að finna í flestum líffærum og miklu mæli í lungum, hjarta og æðakerfinu, sem eru einmitt líffærin sem mestan skaða hljóta af veirunni.

9A024405-EBBD-4D43-AB12-1F9E9963CFD0 Innlegg í þá umræðu kemur frá Rannsóknastofu Hjartaverndar sem í gegnum tíðina hefur rannsakað íslenskan almenning fyrir hinum ýmsu kvillum hjarta og æða. Hvort rannsóknir þeirra á ACE2 viðtaka um hafa verið birtar veit ég ekki, en forstöðumaður stofnunarinnar greindi nýlega frá því í útvarpsviðtali að þennan víðtaka væri að finna í auknu magni hjá sykursýkis sjúklingum. Þar er þá komið enn eitt stykkið í púsluspilið sem veitt getur svar varðandi undirliggjandi sjúkdóma.

 Og leitin heldur áfram. Nýleg grein í JAMA fyllir enn betur í myndina. Þar voru ACE2 víðtakar mældir í mismunandi aldurshópum. Niðurstaðan er að marktækur munur er milli allra hópa miðað við yngstu þátttakendurnar sem voru undir 10 ára aldri. Virðist sem tjáning viðtakanda sé þroska og fullri tjáningu ekki náð fyrr en eftir tvítugt. Hér gæti því verið komið fram ein skýring á því að börn sýkjast síður, þótt sú skýring þurfi ekki að vera sú eina. 


Heimildir:

https://www.nejm.org/doi/10.1056/NEJMoa2006100

https://jamanetwork.com/journals/jama/fullarticle/2766524

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband