Leita í fréttum mbl.is

Hver vill láta bólusetja sig?

Það er farið að gæta verulegrar þreytu gagnvart fréttaflutning og umvöndunartón hinnar Heilögu Þrenningar sem svo er kölluð. Þurr upptalning á tilfellum, hvar smitin áttu sér stað, hvert þau voru rakin og hvernig við eigum að haga okkkur getur tekið á, þegar maður vil bara halda áfram að lifa lífinu. Ekki endilega alveg eins og ekkert hafi í skorist, því flest gerum við okkur grein fyrir að líf eftir covid verður ekki eins og áður. Til þess þarf maður ekki að vera neitt séní. Við viljum miklu frekar fá að vita hver staðan er, hvernig við verðum meðhöndluð ef við sýkjumst og hvenær við getum aftur um frjálst höfuð strokið. 

Stöðuna verðum við því að taka á Youtube eða google, því þrenningin er varkár um slík svör. Í upphafi faraldurs var ofvitinn Kári fullur af bjartsýni; taldi jafnvel að við sæjum fyrstu bóluefnin koma á markað fyrir áramót og það þótt hann hafi vitað að illa hefur gengið að framleiða haldbær bóluefni við náskyldum ættingja veirunnar SARS-covid-1. Nú hefur Kári slegist í hóp með Trump og fleirum sem gerir ekki ráð fyrir að bóluefnið verði tilbúið fyrr en á næsta ári, þótt menn geri sér vonir um að það komi fyrr. Þórólfur Sótti hefur verið varkárari og ekki viljað gefa neinn ádrátt um hvenær búast megi við að bóluefnið verði tilbúið, aðeins að okkur séu tryggðir nægilega margir skammtar þegar þar að kemur. Enginn þeirra segir að kannski komi bóluefnið aldrei þótt það sé alveg inni í myndinni. Í millitíðinni verðum við að reiða okkur á þá meðferðir sem "teymið" styðst við hverju sinni. Fyrir þeim upplýsingum er okkur ekki treyst.

Nokkurn vegin á sömu línu og Þórólfur er gamall veiruhundur sem frægur varð á níunda áratug síðustu aldar þegar hann (ásamt fleirum) uppgötvaði veiruna sem veldur eyðni. Robert Gallo heitir hann og hefur hann litla trú á að brúklegt bóluefni verði komið í notkun fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Hann bendir á að allir sem nú taka þátt í kapphlaupinu um að vera fyrstur séu að fást við sama spike-proteinið og að þeir séu nú þegar búnir að tryggja sig gagnvart skaða sem af bóluefninu getur hlotist. Beinum eða óbeinum. Gallo sem er eldri en tvævetur í bransanum ætlar ekki að láta bólusetja sig fyrr en reynsla er komin á virkni efnisins og skaðleysi. Í millitíðinni ætlar hann að styðjast við athuganir og reynslu sem rússneskir vísindamenn urðu áskynja um þegar lömunarveiki bóluefnið var til reynslu í Rússlandi, þ.e. að taka inn skammt af lömunarveikis bóluefni sem forvörn gegn veirunni. En þessir rússnesku vísindamenn (Chumakov, Voroskilova) veittu því athygli að börn sem bólusett höfðu verið voru veiru frí um nokkurn tíma eftir bólusetningu, þ.e. engar veirur grasseruðu í þessum börnu. Fleiri bóluefni koma einnig til greina, t.d. mislinga. Hugmyndin byggir á því að við bólusetningu er ósértæka ónæmiskerfið ræst, sem verndar viðkomandi þar til mótefnamyndun fer í gang. Hér er kannski komin önnur skýring (hin er vanþroski ACE2) á því að börn sem sýkjast verða síður veik og hafa yfirleitt minna veirumagn í sér. En nánast frá fæðingu og fram undir fermingu gangast flest börn á Vesturlöndum undir heilmikil bólusetningar ferli af ýmsu tagi. Það er því stöðugt verið að örva ósértæka ónæmi þeirra. Í öllu falli vill Gallo láta reyna á þetta. Til þess hefur hann fengið til samstarfs Rússann Chumakov,(aðstoðar framkvæmdastjóri veirurannsókna hjá FDA (lyfjastofnun Bandaríkjanna)) son þessara tveggja rússnesku vísindamanna.   Tilraunir eru nú þegar hafnar, þó ekki í Bandaríkjunum, þ.s. lyfjarisarnir og stóru heilbrigðisstofnanirnar halda öllu í heljargreipum. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband