9.7.2009 | 22:12
Úr brúnni í ískaldann sjóinn
Íslenskan býr yfir kjarnyrtum orðaforða sem nær yfir allar athafnir manna. Flest orðin eða orðasamböndin koma úr atvinnuháttum liðinna alda, sjómennsku og búskaparháttum. Mörg hafa glatað merkingu en þó eru ótrúlega mörg sem enn lifa í tungumálinu. Hugtök eins og karlinn í brúnni, hendur á dekki og svo þessir sem yfirgefa sökkvandi skip. Þessi hugtök úr íslensku sjómannamáli lýsa vel fréttinni sem ég las á visir.is nú fyrir stundu.
Fréttin, sem í raun er bara vangaveltur blaðamannsins, gerir því skóna að svipta megi Björgólf Guðmundsson og Sigurð Einarsson riddarakrossum sem forseti Íslands veitti þeim, að "tillögu" orðunefndar, á meðan "allt lék í lyndi".
Í fréttinni segir:
Í forsetabréfi kemur (....) fram að orðunefnd getur tekið ákvörðun um að svipta hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli rétti til að bera hana.
Einhvern veginn lyktar þetta af því að menn séu að reyna að hvítþvo forsetann og orðunefnd af þátttökunni í þeirri gandreið sem hér ríkti á útrásartímunum ógurlegu. Það er hins vegar borin von að þátttaka þessara einstaklinga verði einhvern tímann sett undir hulinshjálm. Ekki frekar en þátttaka blaðamanna visis.is, Fréttablaðsins, DV og allra þeirra miðla sem keyrð partýið áfram.
Menn tóku þátt, voru meðvirkir eins og það er kallað nú til dags. Það að víman sé runnin af þeim og sannleikurinn loksins orðin öllum ljós er engin afsökun fyrir dómgreindarleysinu sem hér ríkti.
Fjölmiðlar klöppuðu "víkingunum" lof í lófa. Orðunefnd sá um að útnefna hina verðugu og getur því ekki varpað þeirri ábyrgð af sér. Forseti Íslands getur ekki tekið neitt aftur af gerðum sínum. Hann tók þátt í geiminu; taldist til vina "víkinganna". Hann flaug í einkaþotum þeirra, sat í stúkum þeirra, sat veislur þeirra, veitti tilvist þeirra vigt á alþjóðavettvangi og hann hengdi orðurnar á þá. Þessa skömm má hann búa við það sem eftir lifir.
Látum þá halda orðunum. Það mætti jafnvel skylda riddarana til að bera krossana sína svo öllum geti verið ljóst hverjir þeir eru og hvað þeir gerðu. Orðurnar gætu verið minnismerki um afglöp þjóðar, eins og danska konungsmerkið á Alþingishúsinu. Slík merki á ekki að fjarlægja, þau eiga að vera okkur viðvörun um fallvaltleika tilveru okkar, að ekki er allt sem sýnist og að sjálfstæði þjóðar er ekki sjálfgefið.
Sjaldan hefur íslensk þjóð þurft meira á þessum merkjum að halda, en einmitt nú.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Mæltu kvenna heilust og gjarnan vildi ég vita hvaða fjölmiðlamenn nutu flugferða og viðurgjörnings útrásarvíkinga. Af einhverjum ástæðum er vandlega þagað yfir því. Kann einhver að skýra það?
Gústaf Níelsson, 14.7.2009 kl. 01:37
Ég tek undir með þér Gústaf, það væri áhugavert að vita hvað fjölmiðlamenn nutu gestrisni útrásarvíkinganna, en eins og þú veist þá ríkir þagnarbandalag þeirra á milli.
Ragnhildur Kolka, 14.7.2009 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.